Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. MAl 2003 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 21 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aéalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskríft: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Rltsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plótugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af jjeim. Hreyft við almanáki Undarlegt má heita aö íslend- ingar skuli halda enn þá fast í nokkra þá frídaga sem slíta sundur vinnuvikuna. Auðvitað á að færa þessa frídaga aö næstu helgi enda augljóst mál að mikið hagræði er að því, jafnt fyrir starfsfólk og atvinnurekendur og raunar allt mannlíf í landinu. Gamla frídagahefðin er fyrir löngu orðin úrelt og verður ekki með nokkru móti séð hvaða rök eru fyrir því að dag á borð við sumardaginn fyrsta þurfi eilíflega að bera upp á fimmtudag. Alltént hefur það ekkert með veðurfræði að gera. Sömu sögu verður að segja um gærdaginn, uppstigningar- dag, sem ævinlega ber upp á fimmtudag sakir þess eins að hann er fjörutíu dögum eftir upprisu Jesú Krists. Það er varla nokkur goðgá að færa þennan frídag að næstu helgi. Hann er raunar ekki heilagri en svo að flestir landsmenn vita lítið sem ekkert um trúarlegt inntak hans. Þessi gamal- kunni frídagur er arfleifð þess tíma þegar kirkjan réð lögum og lofum og fólki var gert að standa og sitja eftir kennisetn- ingum og heilögum bókstaf. Landsmenn hafa verið rækilega minntir á fimmtudagsfríin á þessu ári. í fjórgang hefur vinnuvikan verið slitin í sundur í maí og apríl. Mörgum finnst það meira en góðu hófi gegnir. Atvinnurekendur hafa meðal annars bent á óhagræðið sem hlýst af þessu. Ari Edwald, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði í blaðinu á miðvikudag, daginn fyrir fjórða fimmtudags- fríið á sjö vikum, að þaö yrði mikið framfaramál ef tækist að fækka þessum frídögum í miðri viku. Allir hljóta aö taka und- ir þessi orð formanns atvinnurekenda. Ari bendir á að breytingin myndi bæði „henta atvinnu- rekendum þannig áð framleiðni myndi aukast og einnig gæti starfsfólk nýtt frí sín betur“. Þetta er mergurinn máls- ins. TiLfærsla á frídögum er þjóðhagslega hagkvæm, ekki að- eins hvað framleiðni snertir heldur myndu lengri fríhelgar auka tækifæri í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi. Þá væri ef til vill hægt að færa vetrarfrí í skólum að þessum lengdu helgum en tilviljanakennd skólafrí eru sem kunnugt er til mikilla trafala á heimilum og vinnumarkaði. Ákvæði um tilfærslu frídaganna voru sett inn í kjara- samninga fyrir nokkrum árum en felld út áður en samning- arnir tóku gildi. Ari Edwald taldi í samtali við DV á mið- vikudag að nokkur hreyfing væri komin á málið að nýju enda sæju æ fleiri hversu mikið hagræöi yrði af tilfærslunni. Hér er ekki aðeins um sumardaginn fyrsta og uppstigningar- dag að ræða; vel má hugsa sér að frídag verkamanna beri jafnan upp á fyrsta fóstudag eða fyrsta mánudag í maí, rétt eins og sjómannadag ber ávallt upp fyrsta sunnudag í júní. Víða erlendis eru stakir frídagar tengdir helgum af þeim augljósu ástæðum sem hér að ofan hafa verið nefndar. Er- lendis tíðkast einnig sá sjálfsagði siður að laga sólarhring- inn að misjöfnum árstíðum. ísland er þar eyja í úthafinu og virðist óvinnandi vegur að hreyfa nokkru við þjóðinni í þeim efnum. Allir landsmenn sem dvalið hafa lengi í öðrum löndum á norðurhveli jarðar þekkja hins vegar hagræði þess að skipta á vorin yfir í sumartíma. Hér heima eru rök- in þau að bændur misstu af útvarpsfréttum! Með því að íslendingar tækju upp sömu siði og aðrir Evr- ópubúar hvað breyttan sumartíma snertir myndu lands- menn eiga lengri sólardag að loknum vinnudegi á vorin. Þar við bætist að meiri tími gæfist til samskipta við evrópsk fyr- irtæki sem eru helstu og mestu viðskiptalönd landsmanna. Sá fóstudagur sem nú líður yrði með þessum breytingum sem að ofan getur ekki einasta frídagur heldur og með hærri sól yfir síðdegið. Gamaldags hugsun verður að víkja í þess- um efnum, að ekki sé talað um íslenska fjósamennsku. Sigmundur Ernir Skoðun Hans Krístján Árnason hagfræöingur Kjallari Það sem hér fer á eftir er aöeins skemmtisaga og á lítið sem ekkert skylt við blákaidan raunveruleik- ann. Hér bregður höfundur á léttan leik án þess að roðna og eru allar tenging- ar við persónur og málefni hugarburður einn. Og þá hefst lesturinn: Enn og aft- ur er lýðræöið fótum troðið á ís- landi af spilltri yfirstétt. í orði kveðnu þykjast ráðamenn landsins trúa á lýðræöi þar sem fólkið í landinu ræöur og rekur fulltrúa sína á Alþingi íslendinga. í orði kveðnu monta ráðamenn þjóðar- innar sig erlendis með því að segj- ast vera frá lýöveldi þar sem elsta þjóðþing heims starfar. í orði kveðnu segja ráðamenn þjóðarinn- ar að kjósendur ráði öliu í alþingis- kosningum. Valdið sé hjá borgur- um þessa lands og þeir - ráða- mennirnir sjáifir - fari eftir vilja kjósenda. Við - ráðamenn ykkar - lútum vilja ykkar kæru landar og gerum það sem þið viljið. Við erum i takt við þjóðina. Og þjóðin fær þá ráðamenn sem hún á skilið. Helmingaskiptin eina reglan í Ráðstjórnarríkjunum - blessuð sé ekki minning þeirra - var einnig lýðræði alþýðunnar. Þar var lýð- ræöisleg stjórnarskrá og þar voru kosningar á nokkurra ára fresti Ummæli FyrirsagnaHjaftur „Það hefur lengi verið umhugs- unarefni að stjórnmálamenn skuli ekki lengur komast upp á horn- skák kjósenda nema þeir hafi kjör- þokka, fótógenískt andlit og fyrir- sagnakjaft." Kristján Kristjánsson prófessor í Morgunblaóinu. Kökukrús ríkisins „Ég er trúaður maður. Ég trúi á boðskap þjóð- kirkjunnar en er þó ekki þeirrar skoöunar að kirkjan eigi að vera með puttana ofan í kökukrús ríkisins. Það er vonandi að ungt fólk á Alþingi reyni klemma þessa putta og ljúka þessu sambandi ríkis og kirkju.“ Ömar R. Valdimarsson á Pólitík.is „Aðrir hafa furðað sig á nafngift- um fyrirtækjanna. Þannig segja gárungamir að Lífstill ehf. visi til lífstíls höfuðpauranna tveggja, að 3 Sagas eigi að bera fram-„þrísaga" og að Alvara lífsins hafi reynst réttnefni langt umfram væntingar athafnaskáldanna." Pressan.is Aö stíga upp „Það hlýtur hins vegar aö vera eðlileg krafa nútímafólks að al- þar sem fólkið fékk að velja full- trúa sína á lýðræðislegan hátt. Þar voru einnig margir flokkar sem buðu fram færustu félaga sína - meira að segja bændaflokkur. Oft- ast fékk yfirvaldið þar allt frá 98,8% greiddra atkvæða og upp úr. Þrátt fyrir allt þetta lýðræði breytt- ist stjórnarfarið ekki hót frá kjör- tímabili til kjörtímabils, frá ára- tugi til áratugar. Það breyttist ekk- ert fyrr en kerfið hrundi úr aum- ingjaskap innan frá að 80 árum liðnum. Þar réð alþýðan engu. Þar réðu flokkseigendumir öllu. Því fór sem fór - guði sé lof. En ísland - hvað með ísland? Hér ræður einn tvíhöfða flokkur undir forystu Davíðs og Halldórs. Þessi Sjálfstæði Framsóknarflokk- ur ræður öllu í skjóli peningavalds- ins. Helmingaskiptareglan er eina reglan sem skiptir máli, allt hitt er aðeins djók og fólkið er til að mis- nota það eins og alltaf. Þessi Sjálfstæði Framsóknar- flokkur ræður flestum fjölmiðlum og þar með upplýsingaflæðinu, hann ræður fjármagninu sem hann felur í leynisjóðum sínum sem varðir eru með vitlausustu rökum sem hugsast getur, hann ræður og rekur fólkið eftir sínum þörfum, og hann trúir ekki hót á að fólkið í landinu eigi að fá að kjósa um eitt eða neitt sem skiptir máli. Ef einhverjum sakleysingja verð- ur það á að minnast á þjóðarat- kvæðagreiðslu um mál sem kann að skipta blessað fólkið máli þá er því fljótsvarað út í hött. Ekki einu sinni einfold mál eins og það hvort leyfa eigi bjór, eða ekki, var blessuðum kjósendum ekki treystandi fyrir.... Og þó, ef ég man rétt, þá var einu sinni eða tvisvar leyft að kjósa um það hvort opna ætti áfengisútsölur einhvers staðar úti á landsbyggöinni hér um árið. Lýöræðisástin Þegar raddir heyrðust hér í mennum frídögum á vinnumarkaði sé þannig varið að þeir nýtist sem best. Og að Þjóðkirkjan hætti að geta ráðskast með fríin manns, stöðvandi hjól atvinnulífsins bara af því það stendur í einhverri bók að einhver hafi stigið upp eða nið- ur á einhverjum degi.“ Jón Einarsson á Maddaman.is Samt sem áöur sambandsríki „Um hið nýja Evrópusamband má segja að ef ríki lítur út fyrir að vera sambandsríki, ef það hljómar eins og sambandsriki og ef það hegðar sér eins og sambandsríki, en það heitir ekki sambandsríki - þá er það samt sem áður sam- bandsríki." Vefþjóöviljinn á Andríki.is Missir af lestinni „Kyrrstöðu- stjóm Sjálfstæðis- flokks og Fram- sóknarflokks mun ekki draga vagn- inn í Evrópuátt sem er mikið hagsmunamál fyr- ir þjóðina að þeir geri. Þvert á móti munu þeir þverskallast við að ræða þessi mál með vitrænum hætti og ísland missa af lestinni til Evrópu sem þau lönd álfunnar sem ekki vora um borð keppast nú við að ná.“ Björgvin G. Sigurösson, þingmaöur Samfylkingar á Pólitík.is. Hinn 23. maí 2003 tók Sjálfstœði Framsóknarflokkurinn enn og aftur og áfram við valdi sínu frá alþýðu þessa lands gamla daga um það hvort ekki væri nú rétt að stofna til þjóðaratvæða- greiðslu þegar ísland gerðist stofn- aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATÓ) 1949 - þá framkvæmdu ráðamenn þjóðarinnar við- horfskönnun á leynd og fundu út aö þjóöin myndi fella slíkan samning, þannig að málið var afgreitt eftir hefðbundnum öruggum leiðum á elsta staifandi þingi heimsins. Þegar einhverjir örvitar, tveim- ur árum síðar, stungu upp á að þjóöin ætti að fá að kjósa um það hvort ameriski herinn ætti að fá að taka við vörnum landins með varn- arsamningnum 1951, þá gerðu ráða- menn aðra viðhorfskönnum og tékkuðu á skoðun þjóðarinnar. Meirihluti lýðsins var á móti amer- íska vamarliðinu, svo málið var af- greitt á hefðbundinn hátt heima á elsta þingi heimsins, þar sem meirihlutinn var sauðtryggur. Og þannig mætti lengi halda áfram um lýðræðisást Sjálfstæða Framsókn- arflokksins og leppflokka hans. Engin stefnubreyting? Hinn 23. maí 2003 tók Sjálfstæði Framsóknarflokkurinn enn og aft- ur og áfram við valdi sínu frá al- þýðu þessa lands sem grátbiður flokkinn um .að halda óhræddan áfram samkvæmt íslensku helm- ingaskiptareglunni. Góssinu er bróðurlega skipt á milli flokksgæð- inganna sem sverja trúnaðareið á Alþingi um að fylgja eigin sam- visku sem fulltrúar pöpulsins. (Ýmsum dettur meira að segja í hug að ræða á yfirvegaðan máta um nýju stjómarherrana og döm- urnar - og hvernig þau ætla að skipta valdastólunum á milli sín - eins og það sé einhver heil brú í þessum handónýta sirkus.) Þótí afrekaskrá Sjálfstæða Fram- sóknarflokksins sé óviðjafnanleg að gæðum, þá hefur eitt mál vafist sérstaklega fyrir mér upp á síðkast- ið, það er hvernig Davíð og Halldór gátu svona prívat og persónulega, og án þess að bera málið undir þingflokka, utanríkismálanefnd eöa elsta þing veraldar (svo ég minnist nú ekki á blessaða þjóðina sjálfa!) lýst yfir pólitískum stuðn- ingi við Bush & Blair í innrás þeirra í írak - og þar með breytt grundvallarstefnu landsins í utan- ríkismálum, án þess að roðna, og um leiö sagt við þjóðina blákaldir aö þetta væri engin stefnubreyting. Þetta er sagt þótt t.d. Bjarni Benediktssijn hafi sagt skýrum orð- um, þegar ísland gekk í NATÓ, að stofnaöilar varnarbandalags vest- rænng. lýðræðisríkja mættu vita að íslendíhgar væru vopnlaus þjóð og gætu hvorki né vildu né myndu lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð um aldur og ævi. f Innganga í S.Þ. frestast Einé og fyrr sagði hafði Bjami Benediktsson lýst því yfir við NATÓ að ísland myndi aldrei lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð. - Þetta sagði Bjami Benediktsson réttilega í takt við sannfæringu sinnar þjóðar, enda hafði ísland 4 árum áður hafnað góðu boði Vest- urveldanna um að gerast stofnaðili að Sameinuðu þjóðimum þar sem það skilyrði gilti að við yrðum að segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur. - Það vildi hin nýfrjálsa þjóð ekki gera og frestaðist því inn- ganga okkar í S.Þ. um eitt ár. Tilgáta eða tragikómískt leikrit Sjálfstæði Framsóknarflokkur- inn braut þennan sáttmála við þjóðina þegar Davíð Oddsson og Halldór Asgrimsson studdu Bush í innrásinni í írak. Sjálfstæði Fram- sóknarflokkurinn hafði reyndar gert þetta áður þegar NATÓ hóf loftárásir á Serba og lét sprengjum rigna m.a. yfir Belgrad, sællar minningar. Ein afleiðing þeirrar árásar á Serba í Belgrad er minnis- varði sem heimamenn reistu í rúst- unum þar sem nefndar voru þær þjóðir sem frömdu þennan verknað og er nafn íslands grafið skýrum stöfum í þann minnisvarða svo íbúar Belgrad gleymi aldrei þess- um velgerðarmönnum sínum. Og nú kemur rúsínan í SS-pylsu- endanum! Þetta er tilgáta (eða e.t.v. tragíkómískt leikrit) sem forvitni- legt verður að sjá hvort stenst tím- ans tönn í landi sannleikans: í bakherbergi aðalvaldamanna Alþýðulýðveldisins íslands hittast topparnir þrír fyrir allmörgum mánuðum; þeir herra forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, hv. Davíð Oddsson forsætisráð- herra og hv. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. (Við gætum líka kallað þríeykið t.d. Sóma ís- lands, Sverð & Skjöld.) Miði er möguleiki Málið á dagskrá er þetta: Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur lengi dreymt um að verða forseti íslands. Hann hugsaði sig um lengi og vel fyrir forsetakosningarnar 1996, en komst að því eftir vandlega íhugun að hann ætti ekki sjens í embættið það árið. Loksins til- kynnti hann þjóð sinni að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til forseta. Ólafur Ragnar Grímsson hreppti æðsta embætti landsins og situr enn. Davíö Oddsson hefur ekki gefist upp, enda búinn að vera borgar- stjóri og forsætisráðherra - en ekki forseti. Hann veit að það er von- laust að fella sitjandi forseta. En forsetinn er stærri en ísland og heimurinn freistar hans, því hann er búinn að vera forseti þjóðar sinnar í bráðum átta ár. Eiginkona forsetans er útlensk og gæti vel hugsað sér að sjá eiginmanninn í enn hærri stöðu. Jæja, fundur þríeykisins gæti verið þannig: Davíð og Halldór eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að greiða fyrir utanlandsreisu for- seta í nýja veglega stöðu á heims- sviðinu. Forsetafrúin er með á nót- unum. Hvað langar forsetann að taka sér fyrir hendur - og hvaða störf gætu hugsanlega staðið til boða ef rétt er spilað úr kortunum? Framkvæmdastjóri NATÓ lætur af störfum á næstunni - gæti veriö þess virði að kanna þann mögu- leika fyrir forsetann? Hugsanlega. En þaö er annar kostur mun álit- legri fyrir nýgiftu hjónin á Bessa- stöðum: Aðalritari Sameinuðu þjóðanna! Er Bandaríkjastjóm ekki hundóánægð með Kofi Annan? Þarf ekki að fara að skipta um höf- uðið og fá einhvern sem Bush get- ur betur sætt sig við? - Miði er möguleiki. Dæmið gengur upp Og til að gera langa tilgátu stutta (eða langt leikrit styttra), þá vill Bush bara fá mann sem hann getur treyst að fylgi mesta heimsveldi veraldarsögunnar í einu og öllu. Sjálfstæði Framsóknarflokkurinn hefur sýnt og sannað að hann ér traustsins verður. Það líkar Bush. Þannig vinna Davíö og Halldór hvíldarlaust að því aö sannfæra Bush & Co um fylgispekt íslend- inga, þjóðar sem bregst ekki trausti Stóra Bróður. Forsetafrúin á lika góða vini í Ameríku og víðar, enda vel tengd valdastéttum heimsins, að sögn. Dæmið gengur upp. Forseti ís- lands herra Ólafur Ragnar Gríms- son tilkynnir í næsta áramóta- ávarpi sinu að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs í júní á næsta ári. Gatan er greiö; Davíö Oddsson tilkynnir framboö sitt til forseta fljótlega eftir 1. febrúar (en þá er 100 ára afmæli Stjómarráðs íslands þegar Hannes Hafstein varð fyrsti ráðherra okkar) - og Bessastaðir blasa við forsætisráðherranum. Það er aðeins eitt ljón á vegin- um; Davíð getur ekki treyst á að hann nái öruggri kosningu sem for- seti alþýðulýðveldins. Forsetakosn- ingar eru nefnilega einu kosning- amar í landinu þar sem kjósendur fá að velja milli skýrra valkosta.. Eitt atkvæði á mann og allir jafnir. Húrra fyrir lýðræðinu! Drottinn blessi heimilið Nú eru góð ráð dýr. Og þá er gott að hafa aðgang að öflum sem eiga nóga aura. Kosningar kosta nefni- lega mikla peninga. Davíö Oddsson forsætisráherra getur ekki gefið sér að hann eigi öruggt fylgi, meira en sem nemur svona 20-30%. Á ekki möguleika á 67% kosningu eins og Kristján Eldjám! Þá er bara að vona aö sem flestjr hafi áhuga á embættinu og að sem flestir gefi kost á sér til forseta svo atkvæðin dreifist á marga. Og þannig aukast líkurnar fyrir Davíð að verða næsti forseti íslands. Og ef hann vinnur þá væri ekki óhugs- andi að Davíð Oddsson bætti nýju Evrópumeti við feril sinn og ríkti yfir alþýðulýðveldinu íslandi í mörg, mörg ár og mörg, mörg kjör- tímabil. En þetta er eins og ég sagði áðan bara skemmtileg tilgáta (eða tragikómískt leikrit). - Drott- inn blessi heimilið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.