Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 Valsmönnum í gær: Landsbankadeildinni inga. Heimamenn voru virkilega beittir i þessum leik. Höfðu greini- lega búið sig vel undir leikinn og herbragð þeirra gekk fullkomlega upp. Vörnin var mjög öflug með Danann Nielsen í fantaformi en hann lék eins og herforingi. Sverrir og Magnús voru einnig mjög traust- ir. JónÞorgrímur var líflegur á vængnum og sífellt að skapa hættu. Besti maður vallarins var þó Allan Borgvardt sem fór á kostum. Hann var duglegur að sækja boltann til baka, var síðan fljótur að sækja og mataði félaga sína ótt og títt með laglegum sendingum. Einstaklega lunkinn og útsjónarsamur leikmað- ur. Valsmenn byrjuðu Jeikinn ágæt- lega en þá vantaði kraftinn til þess að fara alla leið. FH-ingar höfðu al- gjörlega kortlagt leik þeirra og því náöu þeir aldrei að svara. Matthías var líflegur en hlaup hans skiluðu sjaldan tilætluðum árangri. Ár- mann var ágætur í vöminni en aðr- ir voru slakir. Sérstaka athygli vakti slakur leikur bræðranna, Sig- urbjamar og Jóhanns Hreiðars- sona, sem farið hafa á kostum í upp- hafi móts en þeir komust aldrei í gang að þessu sinni og við slíku mega Valsmenn ekki. -HBG _____£ jC Sport Lið KA sjálfu sér verst Nýliðar Þróttar nældu sér í sín fyrstu stig í Landsbankadeildinni í sumar með sannfærandi sigri á KA í Laugardalnum í gær. Norðanmenn geta sjálfum sér um kennt ósigurinn því fýrsta mark Þróttar var gjöf af hálfu Sören Byskov í marki KA og eft- ir rúman 10 minútna leik lét Slobodan Milisic reka sig út af. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir heimamenn og fyrsti ósigur KA í sumar staðreynd. Breytingarnar skiluðu sínu Þróttarar' gerðu tvær breytingar á sínu liði frá þvi í fyrstu tveimur um- ferðunum. Björgólfur Takefusa var settur í fremstu viglínu við hlið Sörens Hermansen og Ásgeir Eliasson, þjálfari Þróttar, breytti af venjunni og lét lið sitt spila hefðbundna 4-4-2 í stað 4-3-3 leikkerfisins sem Þróttarar hafa spiiað allt undirbúningstímabilið og fyrstu tvo leikina á íslandsmótinu. Þetta her- bragð átti heldur betur eftir að skila sínu og fyrir vikið var miklu meira bit í sóknarleik Þróttar. Björgólfur þakk- aði traustið og skoraði tvö mörk, annað eftir herfileg mistök Byskov, þar sem hann hirti boltann af markmanninum danska og skoraði í autt markið, og hitt með glæsilegu skoti beint úr auka- spjrnu. Á meðan jafnt var með liðum fyrstu 12 mínútumar var sjáaniegt að gestim- ir ætluðu sér að verjast. Þorvaldur Makan var fjarri góðu gamni í liði KA og þar sem Hreinn Hringsson spilaði á hægri vængnum í gær kom það í hlut Norðmannsins Steinars Tenden og einskis annars að valda vöm Þróttar skráveifum í leiknum. En ef mark Björgólfs á 9. mínútu hafði komið gestunum í opna skjöldu þá hlýtur næsta atvik að hafa virkað eins og köld vatnsgusa i andlitið. Miiis- ic nældi sér í gult spjald mínútu eftir markið og ekki nema rétt tæpum tveimur mínútum betur leit hann það rauða frá Kristni Jakobssyni fyrir tæk- lingu á Sören Hermansen. Einu marki undir og einum manni færri hefðu flestir sennilega haldið að úrslitin væm ráðin. Annað kom á dag- inn þrátt fyrir að pressa Þróttar ykist eftir því sem á leið fyrri hálfleikinn. Leikur KA byggðist á þéttum vamar- leik og síðan löngum og tilviijunar- kenndum sendingum fram á Tenden. Úr einni slíkri náði Norðmaðurinn stóri að jafna metin og kom það eftir glórulaust úthlaup Fjalars Þorgeirsson- ar. Það sem eftir lifði hálfieiks hafði KA í fullu tré við Þróttara og það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem liðsmunur- inn kom almenniiega í ljós. Heima- menn stjómuðu leiknum algjörlega en náðu ekki að brjóta niður skyn- samalega vöm KA, þar sem fyrirliðinn Steinn V. Gunnarsson fór fremstur í flokki. Þá var Byskov í markinu löngu búinn að kvitta fyrir mistökin í fyrri hálfieik með frábærri markvörslu. En eitthvað varð hreinlega undan að láta og það var loks Björgólfur sem braut ísinn með góðu marki. Hjálmar Þórarinsson kórónaði síðan skínandi leik með marki á lokamínútunum en þessi 17 ára strákur var langbesti mað- ur vallarins í gær. Miðjuspil Þróttar var gott lengst af leiknum en vamar- leikur liðsins fær falleinkunn. Hjá KA varði Byskov vel, Steinn Við- ar gafst aldrei upp og Tenden sýndi góða takta þrátt fyrir að vera einn og yfirgeflnn á toppnum. Þá átti Pálmi Rafn Pálmason fma innkomu. Áttum stigin skilin „Sigurinn kom að lokum," voru fyrstu viðbrögð Páls Einarssonar, fyrir- liða Þróttar, þegar DV-Sport náði tali af honum eftir leikinn. „Þetta er vissulega mikill léttir og eitthvað sem ég held að við eigum skil- ið miðað við það sem á undan er geng- ið,“ sagði Páll en bætti við að Þróttarar gætu spilað betur en þeir sýndu í gær. „Við vorum einum of værukærir í fyrri hálfleik - við skoruðum og þeir missa mann út af og í kjölfarið fórum við svolítið á hælana. En menn rifu sig upp í seinni hálfleik og það er jákvætt," sagði Páil. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, sá sér ekki fært að mæta í viðtal við blaðamenn né aðra fjölmiðla eftir leik- inn. -vig Bragi tók okkur af Ivfi - sagöi Þorlákur Árnason, þjálfari Vals, hundfúll í leikslok Þorlákur Ámason, þjálfari Vals, var ekki upplitsdjarfur er DV-Sport hitti á hann í leikslok. „Viö vorum einum færri allan síð- ari hálfleikinn og fengum svo á okk- ur ódýrt víti eins og venjulega. Búnir að fá á okkur þrjú víti í þremur leikj- um. Mér fannst rauða spjaldið vera algjör steypa. Þetta var bara mgl og þú getur spurt bæði FH-inga og Vals- menn að því. Bragi tók okkur einfald- lega af lifi. Fyrst með vítinu og svo með rauða spjaldinu. Annars fannst mér við spiia vel i seinni hálfleik og framan af leiknum. En FH-ingamir spiluðu vel,“ sagði Þorlákur. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH- inga, var ívið hressari. „Ég er mjög sáttur. Við náðum tveim mörkum með skömmu millibili og svo fá þeir rautt. Eftir það var þetta bara spuming um að halda haus. Við erum ekkert að missa okk- ur yfir þessum sigri. Þið spáðuð okk- ur nú falli þannig að við tökum bara einn leik í einu. Við eram enn í fall- baráttu,“ sagði Ólafur glaður í bragði. Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH- inga, var lúinn er DV-Sport náði tali af honum í búningsklefa eftir leik. „Ég er mjög ánægður með þetta. Mér fannst við spiia í heildina mjög vel. Við vorum að ná áttum fyrstu mínúturnar en eftir það fómm við að koma boltanum út á vængina og spila vel. Valsararnir eru með marga menn á miðjunni og við vissum að ef við næðum boltanum út á vængina myndum við fá fullt af færum og það gekk eftir.“ -HBG K A R L A R J Staöan: KR 3 2 1 0 4-2 7 Fylkir 3 2 0 1 5-2 6 Valur 3 2 0 1 6-6 6 FH 3 1 2 0 5-1 5 ÍA 3 1 1 1 4-3 4 KA 3 1 1 1 4-5 4 Þrótíur 3 1 0 2 5-6 3 ÍBV 3 1 0 2 4-7 3 Fram 2 0 1 1 2-4 1 Grindavík 2 0 0 2 1-4 0 Markahœstu menn: Jóhann Hreiðarsson, Val...........3 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV . 2 Haukur Ingi Guðnason, Fylki .... 2 Amar Gunnlaugsson, KR ............2 Björgólfur Takefusa, Þrótti......2 Hjálmar Þórarinsson, Þrótti ......2 Jónas Grani Garðarsson, FH.......2 Steinar Tenden, KA ...............2 KS-KFS ......................6-3 1-0 Róbert Haraldsson (7.), 2-0 Ragn- ar Hauksson, víti (24.), 3-0 Marko Mandic (25.), 4-0 Grétar Sveinsson (28.), 4-1 Ingvi Bergþórsson (39.), 5-1 Róbert Haraldsson (41.), 5-2 Aceksahdar Hic (49.), 5-3 Magnús Elí- asson (59.), 6-3 Bjarki Már Flosason (88.) Völsungur-Léttir.............6-0 1-0 Baldur Sigurðsson (12.), 2-0 Andri ívarsson (35.), 3-0 Andri ívarsson, víti (49.), 4-0 Boban Jovic, vlti (54.), 5-0 Guðmundur Óli Steingrímsson (68.), 6-0 Baldur Sigurðsson (87.) Staðan: Völsungur 3 3 0 0 15-4 9 Víðir 2 2 0 0 5-1 6 KS 3 2 0 1 8-5 6 ÍR 2 1 0 1 5-3 3 Fjölnir 2 1 0 1 5-5 3 Tindastóll 2 1 0 1 4-6 3 KFS 3 1 0 2 6-11 3 Selfoss 2 0 1 1 2-3 1 Sindri 2 0 1 1 1-3 1 Léttir 3 0 0 3 1-11 0 KNATTSPYRNAy flo ©BOHJi) KtV'ENNA A-riðill Þróttur/Haukar 2-RKV..........1-3 0-1 Hrefna Guðmundsdóttir (2.), 1-1 Svava Bjömsdóttir (10.), 1-2 Hjördís Reynisdóttir, 1-3 Ágústa Heiðdal (85.) ÍR-Fjölnir ...................1-2 0-1 Guðný Jónsdóttir, víti (28.), 0-2 Guðný Jónsdóttir (35.), 1-2 Ásthildur Hjaltadóttir (66.) KNATTSPYRNAJ ©□ BBDtLB KARL~A B-riðill ÍH-Árborg......................0-0 FH-Valur 4-0 (2-0) Kaplakriki 29. maí 2003 - 3. umferð 1- 0 Tommy Nielsen (19., víti. Guðni Rúnar braut á Borgvardt). 2- 0 Jón Þ. Stefánsson (22., skot úr teig eftir sendingu frá Borgvardt). 3- 0 Allan Borgvardt (77., skalli frá markteig eftir sendingu frá Jóni Þorgrími). 4- 0 Jónas Grani Garðarsson (83., lék á Baldvin i teignum og skoraði laglega). FH (4-3-3) Daði Lárusson............3 Guðmundur Sævarsson ... 3 Tommy Nielsen............5 Sverrir Garðarsson ......4 Magnús Ingi Einarsson ... 4 Baldur Bett .............3 Heimir Guðjónsson .......3 (83. Sigmundur Ástþórs.... -) Víöir Leifsson ..........3 (53. Freyr Bjamason .....2) Jón Þ. Stefánsson........4 Allan Borgvardt..........5 Atli Viðar Bjömsson......3 (70. Jónas G. Garðarsson .. 3) Dómari:. Bragi Bergmann (2). Áhorfendur: 700. Gul spiöld: FH: Guðmund- ur (39.), Heimir (45.), Magnús (45.), Sigmund- ur (90.). Valur: Engin. Rauð spiöld: Valur: Benedikt Bóas Hinriksson (45.). Skot (á mark): 10 (7) - 8 (1) Horn: 3-7 Aukaspyrnur: 16-13 Rangstöður: 9-5 Varin skot: Daði 1 - Ólafur Þór 2. Valur (4-4-2) Ólafur Þór Gunnarsson ... 1 Bjami Ólafur Eiriksson ... 2 Guðni Rúnar Helgason ... 2 Ármann Smári Bjömsson . 3 Benedikt B. Hinriksson ... 1 Stefán Helgi Jónsson....2 Sigurbjöm Hreiðarsson ... 2 (78. Baidvin Hallgrímsson . -) Sigurður S. Þorsteinsson .. 1 (60. Jóhann Möller......1) Jóhann Hreiðarsson......2 Matthías Guðmundsson ... 3 Hálfdán Gíslason .......1 (60. Ólafur Ingason ....2) Maður leiksins hjé DV-Sporti: Allan Borgvardt, FH ÞPÓftUI’-Kfl 3-1 (1-1) Laugardalsvöllur ________ 29. maí 2003 - 3. umferð 1-0 Björgólfur Takefusa (9., skot innan teigs eftir að hafa náð boltanum af Byskov). 1- 1 Steinar Tenden (35., skafti úr teig eftir fyrirgjöf Hreins Hringssonar). 2- 1 Björgólfur Takefusa (69., skot beint úr aukaspymu eftir að brotið var á Hjálmari). 3- 1 Hjálmar Þórarinsson (88., skot úr teig eftir skyndisókn og sendingu Sörens H.). Þróttur (4-4-2) Fjalar Þorgeirsson.......2 Ingvi Sveinsson..........3 Eysteinn Lárusson........2 Jens Sævarsson. ........2 Ólafur Tryggvason........3 Hjálmar Þórarinsson......5 (90.. ívar Sigurjónsson ....-) Páil Einarsson...........3 Halldór Hilmisson........3 Charlie McCormick........3 (86., Hallur Hallsson ...-) Sören Hermanson .........2 Björgólfur Takefusa......4 (75., Guðfmnur Ómarsson . -) Dómari: Jakobsson (3). Áhorfendur: 532 Kristinn Gul spiöld: Þróttur: Björgólfur (42. min). KA: Milisic (10. og 12. min). Rauð spiöld: Milisic (12 min). Skot (á mark): 13 (9) - 9 (6) Horn: 9-6 Aukaspyrnur: 12-7 Rangstöður: 5-0 Varin skot: Fjalar 5 - Byskov 6. KA (4-5-1) Sören Byskov ...........4 Steinn Viðar Gunnarsson . 3 Slobodan Milisic .......1 Þorvaldur Guðbjömsson. .. 2 Steingrímur Öm Eiðsson .. 1 Hreinn Hringsson .......2 (82., Þorleifur K. Ámason . -) Dean Martin ............2 Þörvaldur Örlygsson ....2 (46., Pálmi Rafn Pálmason . 3) Óli Þór Birgisson.......2 Jóhann Helgason.........2 (75., Örlygur Þór Helgason . -). Steinar Tenden ...........4 Maður leiksins hjé DV-Sporti: Hjálmar Þórarinsson, Þrótti f * ♦ t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.