Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Síða 4
Fréttir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 DV DV-MYNDIR ÞÖK Malarnám í Esjubergi er mjög áberandi þegar ekið er Vesturlandsveg um Kollafjörö Steypustööin hf. gerir ráö fyrir aö Ijúka malarnáminu þarna á næstu fimm eöa tíu árum, en tekiö hefur veriö efni úr námunni í 50 ár. Svöðusár í Esjurótum - malarnámi mun Ijúka á næsta áratug Efnisvinnsla í Esjubergl / hálfa öld hefur gríöarlega mikiö malarefni veriö unniö á þessum staö úr Esjunni og stórvirkar vinnuvélar munu enn vera þar aö störfum næstu árin. Malamámi í námu Steypustöðv- arinnar hf. í Esjubergi mun ljúka á næstu fimm eða tíu árum að sögn framkvæmdastjóra Steypu- stöðvarinnar, Sigurðar Sigurðs- sonar. Eigendur eru farnir að huga að því hvemig gengið verður frá sárinu í Esjunni. Jarðefni hafa verið tekin úr námunni í áratugi, 40 eða 50 ár. Steypustöðin hf. á 40 prósent af svæðinu og hefur starfs- leyfi þar til nokkurra ára. Sigurð- ur segir hluta námunnar vera tæmdan en sums staðar sé efni eft- ir. Séð sé fyrir endalokin á vinnslu þar. „Viö höfum verið í viðræðum við samtökin Gróður fyrir fólk i landnámi Ingólfs um hvemig við göngum frá svæðinu eftir okkur. Uppfyllingum verður komið fyrir í sárinu og plöntum sáð.“ Að sögn Björns Guðbrands Jóns- sonar, framkvæmdastjóra samtak- anna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, GFF, var búið að skipu- leggja uppgræðslu á námunni í sumar en afstaða landeigenda, þar á meðal Steypustöðvarinnar, leiddi til frestunar. Ástæðan var sú að talið var að náman væri ekki fullnýtt. „Það voru dálítil vonbrigði því Steypustöðin hefur verið mjög já- kvæð varðandi uppgræðslu á svæðinu. Náman hefur verið um- deild og til dálítilla vandræða á Kjalarnesi. Við höfum hins vegar óskað eftir því við þá að þetta verði þá tekið þeim mun fastari tökum í vetur og hafist handa næsta vor við uppgræðslu, að minnsta kosti í þeim hluta námunnar sem örugglega er full- nýttur. Þeir hafa fullan hug á sam- vinnu og ég á von á því að vel gangi þegar þetta kemst af stað.“ Sigurður segir ekki hafa farið fram umhverfismat á námunni enda eigi slíkt eðli málsins sam- kvæmt ekki við námur sem nú þegar eru í vinnslu og hafi verið í langan tíma. „Ákvörðun um malamám er tekin miðað við bestu þekkingu, skoðanir og tíðaranda í samfélag- inu á hverjum tíma. Þó svo sjónar- miðum um umhverfisvernd hafi vaxið fiskur um hrygg á undan- förnum árum má ekki dæma menn of hart aftur í tímann." DV fjallaði á miðvikudag um malamám í Ingólfsfjalli sem er umdeilt meðal annars vegna sjón- mengunar. Um það segir Sigurður: „Umræðan um malarnámið í Ingólfsfjalli er því út í hött. Skað- inn er skeður og verður ekki bætt- ur. Umhverfismat á við þegar ætl- unin er að hefja nám, breyta því eða færa. Það skiptir engu máli varðandi námur sem hafa veriö opnar lengi og lagar ekki neitt. Sárið í Ingólfsfjalli verður alltaf svona og þó svo þeir taki milljón rúmmetra í viðbót verður það ekk- ert ljótara fýrir vikið.“ Af þessu má draga þá ályktun að umhverfismat sé í versta falli til- gangslaust og í besta falli afar íþyngjandi gagnvart eigendum mal- amáma sem eru í rekstri. Því verði að fara varlega í sakimar. Þetta er í samræmi við orð Sivjar Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra í blaðinu á miðvikudag þar sem fram kom að verið sé að kanna hvort koma megi við umhverfismati á gömlum nám- um og þannig að það fari fram að liðnum tilteknum fresti. -fln Arnaldur Indriöason: Sigraði annað árið í röð Glæpasagna- höfundurinn Arnaldur Ind- riðason hlaut í gær Glerlykil- inn, norrænu glæpasagna- verðlaunin, fyr- ir bók sína Grafarþögn. Þetta er annað árið í röð sem Arnaldur hlýtur verðlaunin en í fyrra féllu þau honum í skaut fyrir bókina Mýrina sem hefur nú verið seld til átta landa. Til- nefndar voru bækur frá Dan- mörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi auk íslands og var dóm- nefnd skipuð fulltrúum allra landanna. Arnaldur veitti verð- laununum viðtöku í Niðarósi í gær en ekki náðist samband við hann þar ytra. Bækur Árnalds koma nú út hver á eftir annarri erlendis og sem dæmi má nefna að þýska forlagið Bastei-Lubbe hefur tryggt sér útgáfurétt á öllum bókum Arnalds. Þá eru tvær kvikmyndir eftir bókum Arnalds í undirbúningi. Baltasar Kor- mákur vinnur að gerð bíómynd- ar eftir Mýrinni og Snorri Þóris- son hefur stefnt að gerð alþjóð- legrar stórmyndar eftir Napóle- onsskjölunum. -áb Hannes Hólmsteinn og Ingibjörg Sólrún í Seðlabankann: Held að við höfum bæði gott af þessu „Ég geri ráð fyrir að hún gegni sínum skyldustörfum af sam- viskusemi eins og ég mun reyna að gera,“ segir Hannes Hólm- steinn spurður um hvers hann vænti af samstarfi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í bankaráði Seðlabankans. „Það er mjög fróð- legt að vera í bankaráðinu. Það er eins og að sækja reglulega málstofu um efnahagsmál. Eg held að við höfum bæði gott af þvi.“ Þau Hannes og Ingibjörg voru sem kunnugt er kjörin í banka- ráðið af Alþingi í vikunni; Hann- es var endurkjörinn en Ingibjörg sest ný í þankaráðið. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu. 78 þúsund á mánuði Greiðslur fyrir setu í banka- ráði Seðlabankans nema 78 þús- und krónum á mánuði sam- kvæmt upplýsingum úr forsætis- ráðuneytinu. Formaður banka- ráðs hefur tvöfalda þessa upp- hæð og varaformaður 1,5-falda. Hannes Hólmsteinn Glssurarson. Fundir bankaráðsins eru að jafn- aði tveir á mánuði. Auk þeirra Hannesar og Ingi- bjargar voru kjörnir aðalmenn í bankaráðið: Ólafur G. Einarsson, Helgi S. Guðmundsson, Jón Sig- urðsson, Sigríður Stefánsdóttir og Ragnar Arnalds. Meginverkefni bankaráðsins samkvæmt lögum er að hafa eft- irlit með því að Seðlabankinn starfi í samræmi við lög sem um Inglbjörg Sólrún Gísladóttlr. hann gilda. Auk þess eru talin upp í lögunum sérstök verkefni sem ráðið skal sinna. Þau eru meðal annars að ákveða laun og önnur starfskjör bankastjóra; að hafa umsjón með innri endur- skoðun við bankann; að hafa eft- irlit með eignum og rekstri bankans; og staðfesta starfsregl- ur sem bankastjórn setur um margvíslega þætti starfseminn- ar. -ÓTG Róiö á röng miö? íslandsbanki telur aö tryggingafélög- in hafi ekki nægiiega skýra stefnu varöandi fjárfestingar í hlutabréfum, til dæmis vegi sjávarútvegsfyrirtæki heldur þungt í eignasafni sumra þeirra. Tryggingafélögin: Stefnan óskýr og tími til að selja Nokkuð skortir á þaö, að mati Greiningar íslandsbanka, að fjár- festingarstefna tryggingafélag- anna sé skýr og bankinn telur að félögin ættu að nýta tækifæri til að selja hlutabréf úr safni sínu. í frétt frá bankanum er vakin at- hygli á því að ijárfestingarstarf- semi skipti rekstur tryggingafé- laga miklu. Þannig sé bókfært verð skráðra hlutabréfa í eigu Sjóvár-Almennra 7,8 milljarðar króna, í eigu TM séu tæpir 6 milljarðar en tæpir 4 milljarðar hjá VÍS. Greining ÍSB nefnir sérstaklega að hlutdeild sjávarútvegs í eigna- safni TM sé mikil, eða ríflega 40%, en verðlagning sjávarútvegs- fyrirtækja sé almennt nokkuð há og því megi leiða rök að því að ágætt tækifæri sé til að leysa inn söluhagnað. „Að sama skapi má nefna tækifæri til innlausnar söluhagnaðar í hlutabréfasafni Sjóvár-Almennra, til dæmis í Eimskipafélaginu, Skeljungi og Granda," segir i frétt bankans. -ÓTG Sjávarútvegsspá: Vepsnandi afkoma sjávarútvegs Fram kemur í nýrri spá í vefrit fjármálaráðimeytisins að afkoma sjávarútvegs hefur versnað um- talsvert frá árinu 2001 en þó er gert ráð fýrir að greinin skili áfram hagnaði á þessu ári. í vefritinu kemur fram að hagnað- ur ársins 2001 var óvenju góður og nam hagnaður fýrir afskriftir og fjármagnsliði 21% af tekjum. Þar er hagnaður allra greina sjáv- arútvegsins tekinn með í reikn- ingin og eftir skatta var niðurstað- an 11% af tekjum. Undanfarið hafa síðan rekstrarskilyrði grein- arinnar breyst þannig að fjármála- ráðuneytið hefur gert afkomuáætl- un fyrir árin 2002 og 2003. Þar kemur fram að veiðigreinar standa mun betur en vinnslu- greinar sem eru taldar verða reknar með halla á þessu ári. Einnig kemur þar fram að lítið megi út af bregða til að greinin lendi í heild sixmi í taprekstri. Miðað við þær forsendur, sem áætlun fjármálaráðuneytisins byggir á, má áætla að sjávarútveg- urinn í heild verði rekinn með halla ef gengið hækkar upp fyrir 4% miðað við meðalgengi maí- mánaðar. Þó er bent á að aðlögun- arhæfni sjávarútvegsins hér á landi sé mikil þar sem fýrirtæki bregðast gjaman við gengisbreyt- ingum og verðbreytingum á rnörk- uðum erlendis með því aö flytja sig á milíi markaða. í reikxiifigum ráðuneytisins er ekki gert raö fyr- ir slíkum tilfærslum en þær myndu óneitanlega hafa jákvæð áhrif á afkomuna. -áb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.