Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jönas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fýrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Vandi Raufarhafnar í eina tíö var Raufarhöfn svo mikið uppgangspláss aö menn héldu að það gæti att kappi við stærstu kaupstaði norðanlands og austan. Á sjöunda áratugn- um, þegar síldin kom af öllum sínum þrótti inn á íslandsmið, varð til slíkt ævintýri í þessu lágreista plássi norður undir heimskautsbaug að mönnum fannst þeir standa þar í nafla alheimsins að verka síld og slá í tunnur. Og dixilmennirnir voru sannir og kaldir jaxlar að reyna við akkorðsstelpurnar á kajanum sem söfnuðu merkj- um á undrahraða í stígvélin sín. Þessi rómantík er liðin. Raufarhöfn er ekki lengur svipur hjá sjón. Þær þrjár þúsundir manna sem verkuðu síld á blómatíma Ráufarhafnar sumarið 1965 eru minningin ein. Og raunveruleikinn er beiskur. Síldin er löngu farin og nú eru þorskurinn og loðnan líka á fórum. Nýtt verklag í við- skiptum er að færa til lífsviðurværi landsmanna á hraða gróðans. Kvótinn hefur ekkert með sanngirni að gera og fylg- ir valdi, peningum og hagræði. Eftir standa hús og fá hundr- uð manna sem vita sem er að vonin er dauf. Fyrir hálfum áratug bjuggu á fimmta hundrað manns á Raufarhöfn. Þriðjungur þeirra er farinn. Raufarhöfn er orð- ið að þorpi nokkurra fjölskyldna. Nú þegar stærsta fyrirtæk- ið hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu, þriðjungi vinnuaflsins á staðnum, er ekki nema von að heimamenn setji hljóða og telji að dauðastríðið sé að tapast. Þeir hafa vissulega beðið um hjálp en spyrja verður hvort enn ein áfallahjálpin í dreifðustu byggðum landsins auki nokkuð á lífsgæði þeirra sem eftir sitja i næsta verðlausum eignum sínum. Raufarhöfn er ef til vill dæmigert fórnarlamb nýrra við- skiptahátta í sjávarútvegi á íslandi. Staðsetning þorpsins skiptir ekki lengur máli fyrir aflabrögð landsmanna. Kvótinn er keyptur og fer þangað sem þéttleikinn er í byggð og bísness. Raufarhöfn er einnig fórnarlamb stöðu sinnar á landakortinu. Það er úr alfaraleið og býr ekki yfir þeim þrótti að geta sótt til næstu byggða. Fyrir vikið er það ekki áhuga- verður kostur í atvinnuuppbyggingu sem einhverju skiptir. Þorpið hefur setið eftir sem hin eiginlega landsbyggð. Á sama tíma eru byggðarsvæði á borð við Akureyri og nærsveitir að eflast til mikilla muna. Sömu sögu er að segja um Hérað og firðina sem eru að ná vopnum sínum að nýju í baráttunni við byggðaröskun. Háskólinn á Akureyri er glæsilegasta aðgerð í byggðamálum seinni ára sem ásamt arðbærri og öflugri útgerð er að treysta Eyjafjörð sem aölað- andi valkost í byggðaþróun. Svipuð þróun er að byrja á miðju Austurlandi. Þar munu virkjanir og álver skapa æv- intýri í atvinnuppbyggingu sem er einsdæmi á íslandi. Staðarval háskóla og öflugra sjávarútvegsfyrirtækja á Ak- ureyri og stóriðju fyrir austan er ekki tilviljun. Öflug fyrir- tæki sækja í það umhverfi sem hentar þeim. Háskólinn á Ak- ureyri mun laða að sér margvíslega starfsemi á næstu árum af þeirri einföldu ástæðu að fyrir eru í bænum þær aðstæð- ur sem eru grundvöllur framfara. Á sama hátt má segja að ákvörðun forráðamanna Alcoa að velja álbræðslu sinni stað á miðju Austurlandi sé ekkert annað en heilbrigðisvottorð um möguleika atvinnulífs á svæðinu. Byggðastefna hér á landi hefur um árabil verið rekin sem félagsleg áfallahjálp. Kröftunum hefur allajafna verið beint þangað sem erfiðleikarnir eru mestir. Gleymst hefur að gera ráð fyrir eðlilegri byggðaþróun en þess í stað hefur mikið kapp verið lagt á að sporna við fótum þar sem fæstir eru. Mikilvægt er að stjórnmálamenn átti sig á því til fulls að byggðir utan Reykjavíkur verða best treystar með því að efla sterkustu byggðasvæðin. Gangi það eftir munu þau svæði hjálpa byggðunum í kring, þar á meðal Raufarhöfn. Sigmundur Ernir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 DV Mörk tjáningarfrelsis og einkalífsverndar Erla Kristín Árnadóttir blaðamaöur Ritstjórnarbréf Á síðustu vikum hefur mikið verið fjallað um mennina fjóra sem grunaðir eru um stórfelld auðgunarbrot í tengslum við Landssímann. Þegar þrír þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald voru þeir samstundis nafn- greindir og myndir af þeim birtar í nokkrum fjölmiðlum landsins. Af slíku tilefni vakna fjölmarg- ar spumingar, og þá aðallega sú hvort nafn- eða myndbirting af grunuðum eða dæmdum mönn- um sé réttlætanleg. Hér vegast á tvö mikilvæg réttindi; annars vegar tjáningarfrelsi fjölmiðl- anna og hins vegar friðhelgi einkalifs þessara einstaklinga. Stjómarskrá okkar vemdar þessi tvö svið. í 71. grein stjómar- skrárinnar segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og íjölskyldu en í þessu felst rétt- ur manna til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. í 73. grein segir síðan að allir séu frjálsir skoðana sinna og sann- færingar og að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en hann verði þó að ábyrgjast þær fyrir dómi. Þessi tvö vemd- arsvið vega nánast jafnþungt og mörkin á miUi þeirra eru óljós. Hvenær er myndbirting leyfileg? í siðareglum Blaðamannafélags íslands er kveðið á um nafnbirt- ingu í fjölmiðlum. Þar segir að blaðamenn skuli hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgar- anna, sérstakir hagsmunir al- mennings eða almannaheiU krefj- ist nafnbirtingar. Hins vegar er í þeim reglum ekki vikið að mynd- birtingu. Myndbirting í fjölmiðlum er að jafnaði leyfileg ef hún telst ekki ósæmileg fyrir hlutaðeigandi mann og ef hún telst eiga eðlilegt erindi til almennings. Bann við birtingu myndar verður að byggj- ast á gildum rökum varðandi friðhelgi einkalífs. Til dæmis geta myndir af ákærðum mönnum sem hafa ekki verið dæmdir eða af mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir smávægileg brot réttlætt slíkt bann. Heyrst hafa þær raddir að rétt sé og nauðsyn- legt í vissum tilvikum að birta myndir af mönnum i þeim til- gangi að vara almenning við þeim, t.d. ef um hættulega ofbeld- ismenn er að ræða. Hins vegar hafa menn þó talið að myndbirt- ing eigi siður rétt á sér en nafn- birting þar sem myndbirting gangi almennt nær persónu manna. Flestir fjölmiðlar hafa sett sér ákveðnar reglur í tengslum við nafnbirtingu dæmdra manna. Meginreglan víðast hvar er sú að menn séu ekki nafngreindir nema þeir hafi hlotið tveggja ára fangelsisdóm eða meira. Þessi regla er þó ekki algild og sumir fjölmiðlar vega og meta hvert til- vik fyrir sig. Auðvitað er full- komlega réttlætanlegt að birta myndir af slíkum mönnum ef þeir sjálfir hafa gefið samþykki fyrir því. Sök grunaðs manns liggur ekki fyrir Umfjöllun fjölmiöla um mál á rannsóknarstigi lögreglunnar er mjög vandmeðfarin. Þó hefur því verið haldið fram að slik umfjöll- un sé nauðsynleg þar sem rann- sóknaryfirvöld þurfi á aðhaldi frá fjölmiðlunum að halda. Fjölmiðl- um beri þess vegna að skýra frá slíkum málum en þó á málefna- legan hátt. Annað væri óhófleg skerðing á fjölmiðlafrelsinu og í andstöðu við þjóðfélagslegt hlut- verk fjölmiðla. Hins vegar verður að setja spurningarmerki við nafn- og myndbirtingu grunaðs manns í fjölmiðlum. Á því stigi máls liggur ekkert endanlegt fyr- ir um sök eða sakleysi manna og mikilvægt er að hafa í huga þá meginreglu réttarkerfisins að menn séu saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Þegar maður er úrskurðaður í gæslu- varðhald liggur ekki fyrir sönnun um sekt hans. Skilyrði fyrir gæsluvarðhalds- úrskurði er að rökstuddur grun- ur liggi fyrir um að maður hafi framið refsiveröan verknað sem fangelsisrefsing liggi við. Hugs- anlegt er að ákæruvaldið telji sig síðan ekki hafa nægar sannanir til að ákæra viðkomandi mann eða að hann verði sýknaður fyrir dómi. í slíkum tilvikum hefur al- menningur oft dæmt manninn í huganum og erfitt getur verið fyr- ir viðkomandi að losna við þann stimpil. Ef fjölmiðlar taka þá ákvörðun að fjalla ítarlega um mál grunaðra manna, og jafnvel nafngreina þá, ber þeim siðferði- leg skylda til að fjalla einnig um það ef þeir eru síðan sýknaðir eða málið fellt niður vegna ónógra sannana. Umfjöllun um opinberar persónur Viðurkennd er sú staðreynd í fjölmiðlarétti að opinberar per- sónur eða fólk sem hefur vakið sérstaklega á sér athygli þurfi að þola nærgöngulli umfjöllun í fjöl- miðlum en almennir borgarar. Mikilvægt er þó að hafa í huga að sumir eru frægir án þess að hafa sóst eftir því en svo eru aðrir sem óska sjálfir eftir athyglinni og þrífast í raun á fjölmiðlaumfjöll- un. Með engu móti er þó hægt að segja að opinberar persónur njóti ekki einkalífsvemdar og þurfi að þola fjölmiðlaumræöu um hvaða málefni sem er. Alltaf verður að skoða hvert mál fyrir sig og vega og meta hagsmuni þá sem i húfi eru. Fjölmiðlamenn hafa stundum haldið því á lofti að nauðsynlegt sé að nafngreina grunaða eða dæmda menn til þess að hreinsa aðra af gruni. Dæmi eru um að fjölmiðlar hafi ekki nafngreint menn en þó gefið þannig lýsingu á þeim að fleiri en hinir grunuðu geti fallið undir hana, sem er ekki heppilegt. Hins vegar mega fjölmiðlar ekki nota þessa rök- semd sem skjól fyrir nafn- og myndbirtingu þegar slík birting er sýnilega þarflaus. Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu og geta haft mikil áhrif á líf fólks. Vissulega hafa fjölmiðlar rétt til þess að fjalla um mál dæmdra og grunaðra manna og í þeirri umfjöllun getur verið fólgið að- hald fyrir dómara, auk þess sem hún stuðlar aö betri réttarvitund almennings. Þó verður aUtaf að gera þá kröfu til fjölmiðla að slík umfjöllun sé byggð á málefnaleg- um forsendum og að ekki sé geng- ið lengra en nauðsyn krefur til að koma fréttinni til skila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.