Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 Bíll af bestu gerð, Silfurgrár metallic, 220 hö., spólvöm, stöðugleikast., leðurkl., minnispakki, topplúga, sjúkrasæti, nálægðarskynjarar, Xenon-ljós, navigation, 6 diska magasín, 18" felgur á low profile-dekkjum, regnnemi, þjónustubók, skoðaður '05. Skipti á góðum fjölskbíl eða jeppa. Bíllinn er er eins og nýr. Verð 4.950 þús. Uppl. I síma 697 9300 ' 'WiWj'ó 9.og23. júní-2vikur Við seljum síðustu sætin í þessar tveggja vikna ferðir til Portúgal á frábæru verði. Gististaður er Cantinho do Mar, sérlega vel staðsett íbúðahótel í stuttu göngufæri við ströndina, verslanir og alla helstu veitinga- og skemmtistaði Albufeira. 2 FULL0RÐNIR 0G 2 BÖRN Tilboðsverm IT.á(iÉiuá amann ■ TERRA ry , NOVA JSOL - 25 /lfl/1 OC TRAUSTSINS VERO Stangarhyl 3 • 110 Reykjavik • S: 591 9000 www.tcrranova.is • Akureyri sínil; 466 1600 Fréttir DV Fréttaljós Geir A. Guösteinsson blaöamaöur „Óvenju mikil síld er fyrir Norður- og Austurlandi, alla leið frá Skaga til Þistilfjarðar. Hefur síldveiði verið svo mikil tvo síðustu sólarhringa að allar verksmiðjur norðanlands eru fullar, og munu sumar þeirra ekki geta tekið sUd næstu daga. SUdarmagn er sagt svo mikið í sjónum að sjómenn þykjast varla muna annað eins. SUdarverk- smiðjur ríkisins á Siglufírði taka enn á móti jafnóðum og vinnst úr þrónum, en þar eru upp undir tíu þúsund mál á dag. Þó biðu í morgun um 40 skip af- greiðslu á Siglufirði, en Uest þeirra veiddu í herpinætur. Var aUi þeirra áætlaður um 18 þúsund mál. SUdarsölt- un hefur verið gríðarlega mikil undan- fama sólarhringa." Þessi frétt er því miður ekki ný, heldur birtist í Alþýðublaðinu 21. ágúst 1937, eða fyrir 66 árum. Þá var tíðum vaðandi sUd fyrir öUu Norðurlandi, og reyndar aUt fram á sjöunda áratuginn, sveitarfélög helstu löndunarstöðvanna græddu á tá og fingri, aUir heimamenn höfðu nægja atvinnu aUan ársins himg, og reyndar margfaldaðist stund- um íbúatala staðanna þegar fólk kom frá suðvesturhorni landsins til þess að vinna í sUdarverksmiðjunum og á síld- arplönunum tU þess að salta síldina, ýmist kryddsöltuð eða sykursöltuð og helsti viðskiptavinurinn voru Svíar. Sænska fyrirtækið ABBA sendi þá hingað sérlega matsmenn tU að fylgjast með söltuninni, og þeir vom reyndar eins og timaskekkja á plönunum, ark- andi innan um fólkið og sUdarbjóðin í svörtum jakkafótum og blankskóm, takandi prufur, og setja út á þegar það hentaði þeim. Raufarhöfn er einn af þeim stöðum sem hafa ekki farið varhluta af því að eiga ailt sitt undir síldinni. Þegar sUd- in hverfur að mestu á fimmta áratugn- um ríkir hálfgert neyðarástand á stöð- um eins og Raufarhöfn. MikU sUdar- ganga t.d. í Hvalfirði bjargaði reyndar miklu fyrir efnahag þjóðarinnar. Þegar sUd finnst aftur á sjötta áratugnum höfðu sUdargöngumar færst austar og Raufarhöfn verður jafnstór söltimar- staður og Siglufjörður. Söltun og bræðsla sUdar á stöðum eins og Djúpu- vík lagðist hins vegar af. Gífurleg veiði var hér við land á árunum 1961 tU 1967, en sUdin varð betur fmnanleg með tU- komu kraftblakkarinnar, og nauðsyn sUdarleitar úr lofti varð óþörf. Taumlaus græðgi Árið 1967 er síldarafli íslendinga 368.521 tonn en samtals við Island 462 þúsund tonn en árið áður hafði heildar- aflinn við ísland farið í 762.930 tonn og haföi aldrei orðið meiri. Gnægð sfldar í hafmu var talin nægjanleg, óhætt væri að veiða eins mikið og skipin gátu bor- ið að landi. Þess voru dæmi að skip sykkju við bryggju á Raufarhöfn þegar þau slógu af þegar komið var tU lönd- unar, en þegar dælt var úr þeim flutu þau aftur upp. Græðginni voru því greinUega engin takmörk sett. SUdveið- in fór hraðminnkandi árið 1968 vegna ofveiði og fór niður i aUt að 20 þúsund tonn og var loks hætt með lögum árið 1976. Vegna þessarar miklu veiði og at- vinnu á Raufarhöfn á þessum árum var þar enginn viðbúnaður gegn þessu áfaUi, smábátaútgerð hafði að mestu lagst af þó einhverjir karlar væru að hokra t.d. á grásleppu á vorin, en vorið 1966 komust þeir þó hvergi þar sem haf- ís lokaði höfninni langt fram eftir vori. Engin togaraútgerð var á þeim tíma á Raufarhöfn en fyrsti togarinn kom ekki fyrr en eftir 1970 þegar Rauðinúpur kom frá Japan. Um 3.000 manns á staðnum 1966 Árið 1966 búa um 550 manns á Rauf- arhöfn en í dag um 290 manns. Sumar- ið 1966 var sUdarverksmiðjan rekin aU- an sólarhringinn á þrískiptum vöktum og skólasveinar af suðvesturhorninu slógust um plássin sem losnuðu. 13 sUd- arsöltunarplön voru rekin það sumar á staðnum, nyrst SUdin sem raðaði stundum sUdartunnum, sem voru í pæklingu, kringum kirkjuna svo nán- ast ófært var þangað. Enda mátti eng- inn vera að því að fara í kirkju, eða deyja, aUir voru að græða. Ekki er fjarri lagi að um 1000 tU 1300 manns hafi búiö á Raufarhörfn það sumar. En svo komu landlegur, bátarnir flykktust tU hafnar, slegið var upp baUi, og sprúttsalar græddu á tá og fingri. í júnímánuöi það ár hélt helsta popp- hljómsveit landsins, Hljómar, dansleiki í samkomusal staðarins sjö daga í röð og aUtaf fuUt út úr dyrum, og rúmlega það, því annar eins fjöldi manns beið utan dyra, og þeir sem vUdu komest út fengu enga miða, urðu aö kaupa s,r; inn aftur. Töluverður renningur var á fólki inn og út, ýmist að endumýja áfengis- birgðir eða stunda ástarlíf, og ekki aUtaf farið í felur tU þess. Þetta sam- komuhús hefði ekki hlotið náð fyrir augum heUbrigðisyfirvalda í dag, enda skipti það engu máli, aUir voru að græða. í svona miklum landlegum voru um 3.000 manns á Raufarhöfn, og Rauf- arhöfn var auk þess á þessum árum það sveitarfélag sem mestar útflutn- ingstekjur skapaði fyrir þjóðarbúið. Eftir 1970 hefst aftur mikill hörm- ungatími fyrir Raufarhöfn þar sem eng- an grunaði að sUdin hyrfi og atvinnu- tækifæri sárafá. Stjómvöld gripu í taumanna, Framkvæmdastofnun og bankar lánuðu til atvinnuuppbygging- arinnar og aUir þingmenn kjördæmis- ins voru uppteknir við þessi „björgun- arstörf'. Eftir 1982 fer aftur að rofa tU, loðna finnst og frystihúsið Jökull fer að vinna þann afla sem bátar og togarinn Rauðinúpur bera að landi. Bjartsýni ríkir aftur á Raufarhöfn. Árið 1999 er JökuU sameinaður Útgerðarfélagi Ak- ureyringa, þar hefst sérvinnsla á afla og hjól atvinnulífsins snúast áfram, en eitthvaö hægar, m.a. vegna þess að tog- arar og bátar hverfa úr byggðarlaginu. Þegar Útgerðarfélag Akureyringa er svo sameinað Eimskipafélaginu fyrr á árinu undir nafni Brims grunar engan að voði sé fyrir dyrum. Nú hefur Brim hins vegar sagt upp öllum 50 starfs- mönnum frystihússins vegna rekstrar- örðugleika, en tU stendur að ráða 20 þeirra aftur. Neyðarástand ríkir þvi nú í atvinnumálum Raufarhafnarbúa, ekki ósvipað ástand og hefur líklega ríkt á fimmta áratug síðustu aldar. Þingmönnum rennur blóðið til skyldunnar Og enn rennur þingmönnum blóðið til skyldinnar, líkt og á 8. áratug síð- ustu aldar. 1. þingmaður Norðaustur- kjördæmis, Valgerður Sverrisdóttir iönaðarráðherra, hefur skipað starfs- hóp sem á að fjalla um atvinnuvandann á Raufarhöfn. Hann er skipaður fulltrú- um iðnaðarráðuneytis, félagsmálaráðu- neytis og forstjóra Byggðastofhunar. Rætt er um að Vinnumálastofnun hefji nú þegar átaksverkefni á Raufarhöfn. Hvar er Raufarhöfn? Raufarhöfn er nyrst allra kauptúna á íslandi, hvergi verður vomóttin bjart- ari né vetrardagurinn myrkari. Veðr- áttan er mörkuð af nálægð hafsins, vor- koman lætur bíða eftir sér en vetrar- ríkið nær seint klófestu í austlægum áttum. Á sumrin er suðaustan hafgola, stundum með þokuýringi, aðsópsmikil um hádaginn og fylgir þá oft stafalogn frá kvöldi til morguns, höfnin og Kot- tjömin em þá spegilslétt og stundum Þistflfjörðurinn allur. Oft er hitastig lægst í veðurlýsingum en ef hann leggst í suðvestanátt þá verður hvergi hlýrra en á Raufarhöfn. Aðeins 45 tonna byggðarkvóti Raufarhöfn hefur að mjög litlu leyti notið byggðarkvóta. í marsmánuöi sl. samþykkti sveitarstjóm Raufarhafnar að sótt yrði um að öllum byggðarkvót- anum yrði úthlutað tfl vinnslunnar á Raufarhöfh. Staðan í vinnslunni væri erfið, erfitt væri að fá rússafisk, en með því væri hægt að tvöfalda það magn sem væri á staðnum (tonn á móti tonni). Niðurstaðan varð sú að til Rauf- arhafnar komu 45 tonn. Við mat á um- sóknum kom fram að litið skyldi m.a. til stöðu og horfa í einstökum byggðar- lögum með tflliti til þróunar veiða og vinnslu; hvort telja mætti líklegt, m.a. miðað við þær áætlanir sem fram koma í umsókn um aflaheimildir, að úthlut- unin styrki sjávarbyggð til lengri tíma, hvort um sé að ræða samstarfsaðila í veiðum og vinnslu innan byggða eða landsvæða og hvort aðrar sértækar að- gerðir hafi verið gerðar tfl styrkingar viðkomandi sjávarbyggðum. Reiðarslag Hafþór Sigurðsson, oddviti Raufar- hafnarhrepps og verksmiðjustjóri sfld- arverksmiðjunnar, sem nú er í eigu Sfldarvinnslunnar, segir að nefhdin frá ráðuneytunum komi til Raufarhafnar næsta fimmtudag. Hún muni ræða við sveitarstjóm og svo kunni að fara að haldinn verði opinn fundur, borgara- fundur, með ibúum. Þessi ákvörðun Brims að segja öllum starfsmönnum frystihússins upp kom okkur gjörsamlega í opna skjöldu, höfö- um ekki minnsta gran um i hvað stefndi hjá eigendunum. Þvi er áfallið enn þá meira, þetta er algjört reiðar- slag fyrir atvinnulífið og búsetu hér. Við höfðum nasaþef af því að rekstur- inn væri erfiður en ekki að gripið yrði svona fljótt til aðgerða. Það standa ekki tfl neinar frekari að- gerðir í síldarverksmiðjunni en nú þeg- ar hafa séð dagsins ljós. Það hafa verið vissar skipulagsbreytingar í gangi inn- an fyrirtækisins, en þær eru gengnar yfir. Það voru ekki nema tvö stöðugildi. Þetta er ekki hágæðamjölsverksmiðja, en það er þegar búið að slá tvær af í eigu Sfldarvinnslunnar, á Reyðarfirði og Sandgerði, en hér er nú eina verk- smiðjan sem enn er í eldþurrkun. Björgólfur Jóhannsson forstjóri kom hér nýlega og fullyrti að ekki væru fyr- irhugaðar neinar breytingar á rekstrin- um hér að óbreyttum forsendum. En forsendur geta auðvitaö breyst, t.d. nýj- ar kröfur um hollustuvemd og um- hverfismál sem geta kostað mikla fjár- muni. Einnig getur markaður fyrir mjöliö breyst," segir Hafþór Sigurðs- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.