Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 30
30 / / a / C) a rb i ct cf X>"V" LAUGARDAGUR 31. MAf 2003 Líkaminn er bara um- búðir utan um sálina Um síðustu helqi var unqfrú ísland 2003 krqnd á Broadwaq. Titillinn kom íhlut hinnar 22 ára Raqnhildar Steinunnar Jónsdóttur. Stelpan sú hefur ekki bara útlitið með sér heldur er hún með afar heilbriqða sqn á lífið oq tilveruna. Hún reqkir hvorki né drekkur, er afburða námshestur, qömul fimleikastjarna, dúx úr menntaskóla oq hefur átt sama kærastann ísjö ár. DV forvitnast nánar um þessa stúlku sem mun næsta árið kqnna land oq þjóð erlendis. Steinunn og fót- boltakappinn Haukur Ingi Guðnason liafa verið par í sjö ár en Steinunn sá kann fyrst í íþróttahúsinu i Keflavík þegar hún var 13 ára. Þau bjuggu á sín- uin tíma sainan í Englandi þar sem Haukur Ingi spil- aði ineð Liverpool en búa nú nálægt Háskóla íslands þar sem þau stunda bæði nám, liann í sálfræði, hún í sjúkraþjálf- un. DV-mynd Tobbi „Pabbi lagði alltaf ríka áherslu á það að allt sem ég tæki mér fyrir hendur ætti ég að gera vel. Þeg- ar ég nennti ekki að vaska upp sem krakki þá bað hann mig frekar um að sleppa því heldur en að þurfa að gera það tvisvar vegna þess að ég gerði það illa með hangandi hendi. Og þetta hef ég reynt að hafa að leiðarljósi í lífinu; að gera hlutina það vel í fyrstu tilraun að ég þurfi ekki að gera þá aft- ur,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, ný- krýnd ungfrú ísland 2003. Hvort hún hefur haft þessa reglu föður síns að leiðarljósi varðandi feg- urðarsamkeppnina um síðustu helgi skal ósagt lát- ið en það er allavega ljóst að hún stóð sig þar með slíkri prýði að hún þarf ekki að endurtaka leikinn. Hún var ekki aðeins valin ungfrú ísland af sér- stakri dómnefnd heldur var hún einnig kosin stúlka þjóðarinnar í símakosningu sem fram fór í tengslum við keppnina. „Mér þykir afskaplega vænt um það að einhverjum öðrum en sex manna dómnefnd fannst ég eiga titilinn skilinn og ég mun að sjálfsögðu reyna að vera landi og þjóð til sóma þetta ár sem ég ber titilinn," segir Ragnhildur Steinunn, sem venjulega gengur undir sínu seinna nafni, þar sem hún situr hvítklædd á kaffihúsi í sumarsólinni í Reykjavik, samþykk því að veita lesendum DV dálitla innsýn í líf sitt. Móðurmissir í Keflavík Steinunn, sem er 22 ára, er fædd og uppalin í Keflavík. Faðir hennar er Jón Þór Harðarson vél- tæknifræðingur en móðir hennar, sem hún er skírð í höfuðið á, Ragnhildir Steinunn Maríusdótt- ir, dó úr krabbameini þegar hún var einungis sjö ára. „Mamma var búin að vera lengi veik áður en hún dó, svo þetta var eitthvað sem maður vissi að myndi gerast. Ég var mjög þroskað barn og mjög meðvituð um hvað var í gangi,“ segir Steinunn. Hún segir að faðir hennar hafi staðið sig eins og hetja í uppeldinu eftir fráfall móðurinnar, en Steinunn er einbirni. „Við pabbi erum mjög góðir vinir og mjög sam- rýmd. Það var frábært að hafa hann í salnum úr- Steinunn er alin upp í Keflavík af föður sínum en hún missti móður sína þegar hún var sjö ára. Á mikilvægum stundum er hún alltaf með inynd af móður sinni nálægt sér og á úrslitakvöldinu á Broadway var myndin góða ekki langt undan. slitakvöldið þar sem hann sendi mér fingurkossa sí og æ upp á svið,“ segir Steinunn og brosir. Það kemur í ljós að móðir hennar var ekki heldur langt undan því Steinunn hefur komið sér upp þeim vana að taka alltaf mynd af móður sinni með sér til stuðnings á mikilvægum stundum. „Þetta er þægileg hjátrú sem ég hef kom- ið mér upp,“ segir Steinunn sem var að sjálfsögðu með myndina góðu í töskunni þegar kom að úr- slitakvöldinu. Sjálf segir Steinunn að hún geti vart hugsað sér betri stað að alast upp á en Keflavík. Sem krakki var hún mikið í fimleikum, sann- kölluö íþróttastelpa, og var m.a í fimleikalandsliðinu. „Vissulega hafði ég áhuga á tísku og flottum fötum en ég sá mig samt aldrei fyrir mér sem fegurðardrottningu eða fyrir- sætu. Vinkonur mínar voru einmitt að rifja það upp eftir keppnina að miðað við hvernig ég var sem barn og unglingur hefði þær aldrei grunað að ég ætti eftir að verða fegurðar- drottning. Ég var t.d. seinust af öllum að byrja að mála mig og vinkonur mína urðu að pina mig til þess að prófa maskara. Svo gekk ég alveg rosalega hallærislega. Ég sveiflaði höndun- um í hringi þegar ég gekk þannig að ekki var ég með neitt fegurðardrottningargöngulag, “ segir Steinunn og hlær við minninguna. Þátttalían vandlega íhuguð Síðustu fjögur árin hefur Steinunni verið boðið aö taka þátt í keppni um titilinn ungfrú Suðurnes en hún hefur alltaf afþakkað boðið. í fyrra tók hún reyndar þátt í skemmtiatriði á Ungfrú ísland keppninni. Þegar hringt var í hana í ár hélt hún að veriö væri að biðja hana að vera aftur með dansat- riði. Svo var þó ekki og Steinunn lét undan þrýst- ingnum og sagði loksins já við þátttöku. Hún var kosin ungfrú Suðurnes og sá titill kom henni í Ungfrú ísland. „Ég hefði ekki viljað fara í þessa keppni yngri. Það er heilmikið mál að taka þátt í svona keppni og mikil ábyrgð að bera svona titil, til dæmis bara að fara í viðtal sem þetta og segja eitthvað sem þjóðin á eftir að lesa,“ segir Steinunn og kveðst hafa hugsað sig vel um áður en hún ákvað að taka þátt í keppninni. „Ég verð að viður- kenna að ég hlakka til að fá að ferðast í tengslum við keppnina enda býður titillinn upp á ýmsa áður óþekkta möguleika," segir Steinunn sem tekur þátt í Miss Europe í París í haust en er reyndar á leið út eftir mánuð í myndatöku ásamt hinum þátttak- endunum í keppninni. Hún segist ekkert vera far- in að spá í Miss World keppnina, en hvíti kjóllinn sem hún skartaði úrslitakvöldið kom frá Flex og skartið frá Kiss. Hvort hún verður í sama dressi í keppninni i haust er óákveðið. „Það er skrýtið að sjá sig svona flna. Ég er ekki vön að vera svona mikið máluð þannig að þegar ég sé myndir af mér frá keppninni trúi ég varla aö þetta sé ég sjálf,“ segir Steinunn hógvær og litur yfir dagblað á borð- inu með fréttum og myndum frá úrslitakvöldinu. En hvernig fannst henni að taka þátt í svona keppni? Var þetta eins og hún hafði ímyndað sér? „Það sem kom mér kannski hvaö mest á óvart við keppnina var að við vorum ekki settar í neinn ákveðinn matarkúr eða sagt hvað við ættum að borða. Þess í stað fengum við fyrirlestur um anor- exíu, búlemíu og hvað heilbrigður lífsstíll væri. Þetta fannst mér mjög jákvætt. Auðvitað er afstætt að keppa í fegurð en það á svo sem líka við um margt annað eins og tónlist. Smekkur fólks er svo misjafn. Mín persónulega reynsla af keppninni er þó ekkert nema góð og ég vona að ég hafi ekki feng- ið þennan titil bara út á útlitið heldur líka per- sónuleikann, út á það hver ég er,“ segir Steinunn. Hún hlær bara þegar hún er spurð að því hvort hún hafi búist við því að vinna. „Auðvitað fór ég í þessa keppni með því hugarfari að vinna enda hefði ég aldrei lagt alla þessa vinnu á mig til þess eins að vera bara með, máta ný bikiní og kynnast nýju fólki,“ segir Steinunn og gefur enn eitt sjar- merandi brosið frá sér. Hvað keppnisandann varð- ar þá segir hún að hópurinn hafi fljótlega áttað sig á því að það borgaði sig ekkert að vera leiðinleg hver við aðra enda dómnefndarinnar að velja, svo það var enginn að græða á slíkri framkomu. „Það kom á óvart hvað við stelpurnar skemmtum okkur vel þrátt fyrir að við værum sannarlega aö keppa okkar á milli. Þær hafa verið mjög sætar í sér og verið að hringja í mig og óska mér til hamingju," segir Steinunn og þykir greinilega vænt um það. Fann ástina í íþróttahúsinu Steinunn hefur átt sama kærastann í sjö ár, knattspyrnumanninn Hauk Inga Guðnason en hann leikur knattspyrnu með Fylki og stundar sál- fræðinám í Háskóla íslands. Þrátt fyrir ungan ald- ur á Haukur að baki viðburðaríkan feril sem fót- boltamaður, hann spilaði t.d með Liverpool í þrjú ár og hefur verið í íslenska landsliðinu. Parið býr saman í eigin íbúð í vesturbænum en Steinunn stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands. Það eru þrjú ár á milli þeirra Hauks og Stein- unnar en Steinunn sá hann fyrst þegar hún var að- eins 13 ára gömul. „Við hreinlega rákumst hvort á annað í íþróttahúsinu í Keflavík. Ég keyrði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.