Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 36
40 HelQarblað X>'V LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 metur heimavellina í Landsbanhadeildinni 3 :MÉ| ' i i LRNDSBRNKR □ EIUDIN Laugardalsvöllur er þjóðarleikvangur íslendinga en er einnig heimavöllur tveggja Landsbankadeildarfélaga á þessu leiktímabili, Fram og Þróttar. Að auki leikur íslenska landsliðið að öllu jöfnu heimaleiki sína á þess- um velli. Á undanförnum árum hefur átt sér stað tals- verð uppbygging á vellinum sem hefur skilað sér í mun hetra knattspymumannvirki, auk þess sem hann er töluvert betri til knattspyrnuiðkunar. Þessi völlur er langbesti heimavöllurinn í LandsbankadeOdinni í því mati sem DV-Sport hefur staðið fyrir á leikvöllum í deildinni og fær næstum því fullt hús. Knattspyrnusamband íslands rekur völlinn með samningi við Reykjavíkurborg, sem á völlinn, en þess- ir aðilar hafa undanfarin ár staðið fyrir uppbyggingu á þessu mannvirki. Aðstaða fyrir áhorfendur er eins og best verður á kosið. Á vellinum er tvær stúkur sem báðar eru yfir- byggðar og rúma um 7000 manns í sæti og má kannski segja að það sé fyrir þessi lið sem þar leika kannski fulltstórt miðað viö ásókn á leiki þeirra. Vegna stærð- ar hans og hlaupabrautanna, sem umlykja völlinn, eru áhorfendur í dálítilli fjarlægð frá leiknum sjálfum og vantar þar oft upp á að stemningin skili sér. Þar fær hver áhorfandi sæti í góðum stúkum þar sem hver áhorfandi sér vel yfir völlinn. Það er kannski eini gall- inn að í gömlu stúkunni styðst þakið að hluta til við stoðir, sem ganga ofan í miöja stúkuna, sem byrgja hluta áhorfenda sýn á ákveðna hluta vallarins. Fyrir utan áhorfendastæði er aöstaða áhorfenda mjög góð. Aðgengi að vellinum er mjög gott, bílastæðum hefur farið fjölgandi, en það mætti helst kvarta yflr skipulagi umferðarmála í kringum vöflinn, en á fjölmennum leikjum tekur oft langan tíma að komast frá vellinum akandi. Salemisaðstaða er til fyrirmyndar og nýupp- gerð og aðgengileg. Þá er á vellinum stór og góð marka- tafla þar sem einnig er klukka, en það er þó smágalli við hana að í björtu eiga áhorfendur í vandræðum með að sjá hana. Það sem helst mætti kvarta yílr, ef kvörtun mætti kalla, er aðstaða blaðamanna. Hún er efst í gömlu stúkunni og er hún að hluta til i skjóli fyrir veðrum og vindum. í leikjum í deildarkeppninni er hún í flestum tilfellum yflrdrifið næg, en hún er engu að síður dálít- ið þröng. í landsleikjum sprengir hún hins vegar allt af sér og þá verða blaðamenn að sitja fyrb utan hana, en þó undir þaki. Það getur þó á haustdögum verið kalt, en það má þó ekki gleyma því að víða erlendis þurfa blaðamenn einnig að gera það á landsleikjum. Fyrir leiki í deildarkeppninni er hún hins vegar alveg full- nægjandi en fær samt ekki hæstu einkunn. Aðstaða leikmanna fær hins vegar hæstu einkunn. Aðkoma þeirra að leikvanginum er vel aðgreind þar sem inngangur að búningsklefum er í öfugum enda miðað við aðgengi áhorfenda. Við taka stórir, bjartir og rúmgóðir búningsklefar sem hafa, eins og svo margt annað á vellinum, nýlega verið uppgerðir. Þá er að- staða fyrir dómara mjög góð. Aðgengi leikmanna að leikvellinum er einnig mjög gott. Rúmgóður gangur er þar sem leikmenn ganga til leiks og þegar út á leikvöll- inn er komið er dreginn út yflrbyggður gangur sem er nægilega langur til að þeir séu vel varðir fyrb hugsan- lega órólegum áhorfendum. Upphitunaraðstaða fyrb varamenn er mjög góð fyrb báðum endum vallarins þar sem nægt rými er fyrb alla varamenn liðanna að hita upp í einu. Leikvöllurinn sjáifur hefur líklega aldrei verið betri en hann er nú, en það muna margb knattspyrnuaðdá- endur eftb þeim vandræðum sem vallaryfirvöld áttu í hér á árum áður. Á undanfomum áram hefur núver- andi vallaryfir- völdum tekist að ná góðum tökum á umhbðu vallar- ins og er ástand hans nú skýrt dæmi um þaö. Þrátt fyrb að ekki sé langt liðið á sumarið er völlurinn í sínu besta ásig- komulagi og hefur liklega aldrei verið bebi. Það verð- ur þó að segjast fyrb knattspymuáhugamenn að hlaupabrautin, sem umlykur völlinn, er þymb i þebra augum. Það væri gaman ef Laugardalsvöllurinn væri knattspymvöllur með stúkumar tvær mun nær, þar sem betri stemning næðist, sérstaklega í landsleikjum þegar völlurinn er þéttsetinn. Þá er einnig Ijóst að stemningin væri betri í deildarleikjum við þær aðstæð- ur. Þegar litið er á völlinn miðað við þá staðla sem UEFA hefur sett þá fær Laugardalsvöllurinn fullt hús stiga, enda leikur íslenska landsliðið heimaleiki sína á vellinum, í það minnsta I öllum alvöm viðureignum. Báðar stúkumar era yfbbyggðar og rúma þær eins og áður sagði 7000 manns í sæti. Við sinnt hvom enda vallarins era stæði sem ekki má nota, en það hefur komið fram í fréttum að Knattspymusambandið hyggst fjölga sætum þar í yfbbyggðum stúkum. Þá stendur einnig fyrir dyram að laga og endurbæta aðstöðu fyrb blaðamenn. Búningsklcfar á Laugardalsvclli eru rúmgóðir Aðstaða blaðamanna er í brúna skýlinu sem er fyrir aftan heiðursstúkuna. Einkunnagjöfin Aöstaöa áhorfenda Leikvöllurinn Aðstaða leikmanna Staða gagnvart staöli 10 Aöstaöa blaðamanna é Heildarstigin 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.