Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2003, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 31. MAÍ2003 H<3Iqorblctcf I>V 5 ~7 i - I Benóný Benediktsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur varð 75 ára á miðvikudaginn var i I I í afmælisgrein sem birtist í miövikudagsblaðinu um Benóný Benediktsson féll niður hluti textans og annar hluti greinarinnar brenglaðist. Greinin er því birt hér aftur og hlutaðeigandi beðn- ir velvirðingar á þessum mistökum. Benóný Benediktsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, Borgarhrauni 7, Grindavík, varð sjötíu og fimm ára sl. miðvikudag. Starfsferill Benóný fæddist í Grindavík og ólst þar upp á Þór- kötlustöðum. Hann stundaði sjómennsku á sínum yngri árum og var þá á bátum frá Grindavík. Þá var hann vörubílstjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga í fimm ár. Hann var lengst af vörubílstjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík eða í rúm fjörutiu ár. Benóný hefur verið formaður Verkalýðsfélags Grindavikur í tuttugu ár og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir verka- lýðshreyfinguna. Fjölskylda Benóný kvæntist 10.11 1956 Ásu Lóu Einarsdóttur, f. 26.12.1933, umboðsmanni Happdrætttis Háskóla ís- lands, DAS og SÍBS. Hún er dóttir Einars Einarsson: ar, verslunarmanns í Krosshúsum í Grindavík, bg k.h., Ellenar Einarssonar húsmóður, fæddrar í Kaup- mannahöfn. Sigurgeir Þorvaldsson fyrrv. lögreglumaður í Reykjanesbæ, er 80 ára í dag Sigurgeir Þorvaldsson, fyrrv. lögreglumaður, Máva- braut 8c, Reykjanesbæ, er áttræður í dag. Starfsferill Sigurgeir fæddist í Huddersfield á Englandi en ólst upp í Hafnarfirðinum. Hann stundaði nám við Bænda- skólann á Hvanneyri 1940-42 og Lögregluskólann 1966. Sigurgeir stundaði landbúnaðarstörf á sínum yngri árum. Þá var hann til sjós á togurum í sex ár. Sigurgeir hóf störf í lögreglunni á Keflavíkurflug- velli 1955 og starfaði þar til 1993. Hann flutti að Máva- braut 8c í Keflavík 1964 og hefur verið búsettur þar siðan. Sigurgeir gaf út ljóðabókina Hryðjuverk og hring- hendur, 1971; Ijóðabókina Hrærigraut, 1972, og ljóða- og smásagnabókina Hraungrýti, 1976. Þá hafa ljóð eft- ir hann birst í Lesbók Morgunblaðsins og ýmsum tímaritum af og til. Fjölskylda Sigurgeir kvæntist 30.3. 1957 Jóhönnu Guðrúnu Finnsdóttur, f. 17.9. 1934, húsmóður. Hún er dóttir Finns Sveinssonar, bónda að Eskihóli í Borgarbyggð, og Jóhönnu Maríu Kristjánsdóttur húsfreyju. Börn Sigurgeirs og Guðrúnar eru Margrét, f. 23.7. 1957, búsett í Hafnarfirði, maður hennar er Erling Ólafsson og eiga þau þrjú böm; Jóhanna María, f. 11.1. 1959, búsett í Innri- Njarðvík, maður hennar er Guðni Georgsson og eiga þau þrjú börn; Þor- finnur, f. 6.4. 1963, búsettur í Reykja- vík, kona hans er Helene L. Lauzon og eiga þau tvö börn; Þórir, f. 13.7. 1968, búsettur í Reykjavík, kona hans er Ásdís Ósk Valsdóttir og eiga þau tvö börn. Alsystkini Sigurgeirs eru Árni, f. 30.4. 1925, nú lát- inn; Filippía Þóra, f. 9.7. 1927, nú látin; Þorvaldur, f. 13.2. 1929, nú látinn; Jón Már, f. 9.12. 1933, nú látinn. Hálfsystir Sigurgeirs, samfeðra, er Esther Jakobs- dóttir, f. 194d, búsett í Kópavogi, maður hennar er Karl Zophaniasson. Foreldrar Sigurgeirs voru Þorvaldur Árnason, bæj- argjaldkeri og síðar skattstjóri I Hafnarfirði, og Mar- grét Sigurgeirsdóttir húsmóðir. Sigurgeir og Guðrún verða að heiman á afmælisdag- inn. Eggert Kristinsson gullsmiður í Garðabæ er 50 ára í dag Eggert Kristinsson gullsmiður, Steinási 9, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Eggert fæddist í Reykjavík en ólst upp í Tjaldanesi í Dalasýslu þar sem móðurfjölskylda hafði búið í marga ættliði. Hann var í grunnskóla á Laugum í Dalasýslu en fór síðan til Reykjavíkur þar sem hann lærði gullsmíði hjá Reyni Guðlaugssyni. Eggert starfaði síðan í tíu ár við fyrirtæki Reynis og fjölskyldu hans, Gull- og silfursmiðjuna Ernu. Hann hóf siðan störf við tannsmíði hjá Dieter Lukas og starf- aði þar í þrjú ár. Þá stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Dentalstál, 1986, ásamt Önnu Viggósdóttur tannsmið og tók síðan alfarið við rekstri þess fyrirtækis eftir rúmt ár. Fjölskylda Eggert kvæntist 5.6. 1976 Sesselju Gunnarsdóttur, f. 18.3.1956, þjónusturáðgjafa. Hún er dóttir Gunnars Kr. Jónssonar, f. 24.5. 1925, d. 20.4. 1997, og Margrétar Ey- þórsdóttur, f. 10.1. 1921, búsett í Hafnarfirði. Dóttir Eggerts og Sesselju er Hildur Eggertsdóttir, f. 17.8. 1978, sonur hennar er Aron Ingi Ásgeirsson, f. 25.4. 2000. Hálfsystir Egg- erts eru Yvonne Jo- hann, f. 27.3. 1953, búsett í Svíþjóð. Alsystkini Egg- erts: Ólöf Sigurlin Kristinsdóttir, f. 3.10. 1956, skrif- stofumaður, búsett í Hafnarfirði; Steinunn Gríma Kristinsdóttir, f. 10.11. 1961, hárskeri í Hafnarfirði; Boga Kristín Krist- insdóttir, f. 21.5. 1963, ferðafræðingur, búsett i Reykja- vík. Uppeldissystir Eggerts erKolbrún Rut Finney, f. 19.8. 1967, búsett í Bandaríkjunum. Foreldrar Eggerts: Kristinn Steingrímsson, bóndi og fyrrv. hreppstjóri á Tjaldanesi í Dalasýslu, og Hildur Ólöf Eggertsdóttir húsmóðir. Eggert og Sesselja bjóða vinum og ættingjum að gleðjast með þeim á afmælisdaginn á heimili sínu milli kl. 12.00 og 16.00. Börn Benónýs og Ásu Lóu eru Ellen Stefanía, f. 10.3 1955, gift Regin Grímssyni, eru börn þeirra Sara Mar- ía, f. 1975, maki Gunnar Már, f. 1973, barn þeirra Tristan Alex, f. 1998, Dagbjört María, f. 1978, maki Oddur, f. 1970, börn hans: Gunnhildur, f. 1995, og Þór- ir, f. 1997, Sólrún María, f. 1983, Ása María, f. 1985, unnusti Baldvin. Gabríela María, f. 1993, og Davíð, f. 1995; María Magnúsa, f.15.9. 1958, gift Herði Guð- brandssyni og eru börn þeirra Benný Ósk, f. 1979, unnusti Kári, f. 1976, dóttir hans Aþena Ýr, f. 1998, Einar Hannes, f.1984, unnusta, Ásdís, f. 1982. Benóný, f. 1988, og Annabella, f.1993, d.1994, og Nökkvi, f. 1996; Edda Björg, f. 1963, gift Jóhanni Erni Kristinssyni, og eru dætur þeirra Hedda Kristín, f. 1988, og Bryndís Lóa, f. 1990. Systkini Benónýs eru Fjóla, húsmóðir i Keflavík, Þórlaug, d. Ólöf, húsmóðir á Selfossi; Jóhann, málari í Keflavík; Ólöf Sigurrós, húsmóðir í Grindavík, og Elsa, húsmóðir í Grindavík. Foreldrar Benónýs: Benedikt Benónýsson, f. 21.7. 1894, d. 29.6. 1953, útvegsbóndi á Þórkötlustöðum í Grindavík, og Magnúsa Aðalveig Ólafsdóttir, f 23.9. 1902, d. 26.10. 1987. Höfuðstafir Fyrsta vísan í dag er eftir Rósberg G. Snædal. Þetta er hringhenda, gerð af mikilli kúnst: Miðla ég tári á mannfundi manni náradregnum, þessi árans andskoti œtlar að klára úr fleygnum. Ég hef aldrei séð þessa vísu á prenti og er auövit- að ekki viss um að hún sé rétt eftir höfð. Leiðrétti mig þeir sem betur vita. Einstaka vísur hafa fylgt mér alla ævi. Þetta eru ekki endilega merkilegar vísur, sumar þeirra eru jafnvel afskaplega léttvægar, svo ekki sé meira sagt. En þær hafa samt setið í minninu áratugum saman og neitað að gleymast. Ein þeirra er svona: Ráðskonan mín reis nú upp rétt sem tungl í fyllingu, klóraði sér á hægri hupp með hátíólegri stillingu. Ég hef ekki minnsta grun um það hver orti þessa vísu en satt að segja væri mér alveg ósárt um að gleyma henni. Annarri vísu man ég eftir sem ég lærði mjög ung- ur. Ég veit hvorki um höfund né tilefni en vísan er sérkennilega myndræn og grlpandi: Hér sit ég á sálinni hrelldur yfir saltlausum graut haframéls. Ég vil það samt helmingi heldur en hlusta á Grétar Ó. Fells. Margræðni orðanna getur sannarlega valdið alls kyns • vandræðum í samskiptum fólks. Hins vegar hafa skáldin elt þessa sömu margræðni uppi og teygt hana út og suður, oftar en ekki með góðum ár- angri. Einar Kolbeinsson orti nýverið: Kyrrstaöan er mér til meins margt er viö að glíma. Presturinn messar alltaf eins og alltaf á sama tíma. Eftirfarandi vísa barst inn á leirinn um daginn og var spurt um höfund: Illt er aó halla á ólánsmann, þaó œttum valla aö gera. Við höfum allir eins og hann einhvern galla að bera. Ef að málið glöggur grunda get ég sagt í fréttunum, aó feikilegan fjárdrátt stunda fullur oft í réttunum. Sagt er að Þorbergur Þorsteinsson, hálfbróðir þess snjalla rithöfundar Indriða G., hafi veriö spurður frétta úr sveitinni og svarað þannig: Umsjón Ragnar Ingi Aðalsteinsson ria@ismennt.is Við endum á vísu eftir Egil Einhver setur matarmet, má þess geta í Ijóði. Búið að éta baunir og ket byrjað aófreta í hljóði. Jónasson á Húsavík:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.