Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 8
8 INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ2003 Svið embættis Hvað ríkislögreglustjóra eru tölvubrot? Helstu viðfangsefni efnahagsbrotadeildar Stjórnsýsla og rekstur Úryggismál Starfsmannamál Tæknirannsóknir Efnahagsbrotadeild Hvers konar brot sem framin eru með tölv- um eða sem tengjast þeim Tölvuinnbrot Úlöglegar hleranir tölvusamskipta Eyðing gagna eða forrita Úflun og varsla barnakláms Úflun og varsla tónlistar, kvikmynda og Ijósmynda Rannsókn og saksókn skatta- og efnahagsbrota Alþjóðlegt samstarf f tengslum við efnahagsbrot Rannsókn á peningaþvætti Rannsóknaraðstoð við lögregluembættin f landinu Rannsókn á skipulagöri glæpastarfsemi Rannsókn á brotum gegn stjórnskipan og æðstu stjórnvöldum Skilvirkni leiðir til fleiri kæra Árangur rlkislögreglustjóraembættisins I rannsóknum mála hefur leitt til þess að þeir sem hagsmuna eiga aö gæta sjá að lögregla, ákæruvald og dómstólar leysa úr málunum og eru því ötulli við að kæra. Sést það t.d. vel á mikilli aukningu á skattalagabrotum sem kærð eru til ríkislögreglustjóra. Árið 1992 voru aðeins 5 slfk mál kærð til lögreglu og árið 1993 voru þau 13. Nú eru hins vegar 50 til 100 skattsvikamál kærð til lögreglu á hverju ári. Þeir hagsmunir sem fjallað er um í slfkum málum nema 100 milljónum króna á hverju ári sem siðan skila sér í ríkissjóð. Brotastarfsemi verður æ flóknari með aukinni tækni: Kallar á nýjar rannsókn- araðferðir lögreglunnar Brotamenn hafa oft aðeins einn tilgang og hann er sá að græða pen- inga og því er nauðsynlegt að kom- ast að gróðanum og leggja hald á hann. Áður fyrr stoppuðu málin oft hér á landi vegna þess að lögregl- an bjó ekki yfir nægi- legum mannskap eða aðstöðu til að fylgja rannsókninni eftir. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hefur haft í mörgu að snúast á síðustu mánuðum og árum og hefur viðfangsefnum hennar fjölgað jafnt og þétt. Ör þró- un á sviði tækni hefúr leitt til þró- unar í fjármála- og viðskiptaheim- inum og í ljósi þess hafa þau brot sem kærð eru til efnahagsbrota- deildarinnar sífellt orðið viðameiri og flóknari en áður. Þótt brotin séu í grunninn þau sömu, þ.e. fólk er blekkt í því skyni að hafa peninga af því, hefur ný tækni leitt til nýrra að- ferða í brotastarfseminni. Æ al- gengara er að efnahagsbrot, s.s. skjalafals og peningafals, séu fram- in með aðstoð tölvunnar og kalla nýjar áherslur á nýjar rannsóknar- aðferðir. Tölvuþekking er forsenda fyrir því að geta fylgt nútímanum og hefur efnahagsbrotadeildin mætt þessari tæknivæðingu og unnið að því að efla rannsóknir á þessum svokölluðu tölvubrotum. Gott samstarf hefur verið við norska ríkislögreglustjórann í þeim málum og á síðustu árum hafa um 20 manns frá efnahagsbrotadeild- inni aflað sér mikilvægrar mennt- unar sem nýtist í rannsókn slíkra mála. Sérstök aðstaða er hjá deild- inni til tölvurannsókna en aðstöðu- og búnaðarleysi hafði lengi staðið tölvurannsóknum fyrir þrifum. Tölvubúnaður embættisins er nú með því besta sem gerist á þessu sviði og hefur lögreglan tryggt sér viðamikla þekkingu til að afla sönnunargagna úr tölvum. Nútímalöggæsla Eins og að framan segir verða glæpir sífellt viðameiri og flóknari með tímanum og hefur skipulögð glæpastarfsemi aukist hér á landi. Stóra fíkniefnamálið svokallaða er skýrt dæmi um slíka starfsemi en þar lagði efnahagsbrotadeildin hald á tugi milljóna króna í pening- um og eignum sem síðan rann í rík- issjóð. Mjög erfitt er að kortleggja slíka starfsemi og uppræta og í þeirri baráttu hefur ríkislögreglu- stjóri lagt mikla áherslu á að ná Þau brot sem kærð eru til efnahagsbrotadeild- arinnar eru mun viða- meiri og flóknari nú en áður. Fjöldi brota hjá efnahagsbrotadeild á síðustu fjórum árum 2002 2001 2000 1999 Innbrot 3.208 2.857 2.407 2.556 Þjófnaður 7.378 7.022 7.439 6.787 Gripdeild 37 36 44 31 Úlögleg meðferö á fundnu fé 42 21 37 22 Fjárdráttur - munlr 14 16 16 20 Fjárdráttur - peningar 87 59 53 38 Fjársvik - tékkasvik 52 83 105 113 Fjársvik - hótelsvik 7 13 17 14 Fjársvik - með stolnum tékkum 16 9 29 45 Fjársvik - tryggingasvik 4 3 3 8 Fjársvik - greiðslukort 16 0 0 0 Fjársvik - ýmislegt 280 238 199 231 Umboðssvik - greiðslukort 23 14 12 12 Umboðssvik - tékkar 2 6 1 2 Umboðssvik - ýmislegt 18 21 n 7 Skilasvik 27 16 24 31 Fjárkúgun 1 2 4 2 Rán 32 39 34 40 Misneyting 11 10 9 8 Hylming 52 43 30 58 Hylming af gáleysi 5 1 1 0 Auðgunarbrot - ýmislegt 18 13 7 15 Samtals 11.330 10.552 10.482 10.040 ÁGÓÐIVEGNA BROTA: Lögreglan hefur lagt mikla áherslu á að komast yfir ágóða brota og hefur hún lagt hald á hundruð milljóna króna í tengslum við fíkniefnabrot sem upp hafa komið á síðustu árum. Fundarstaður fíkniefna sem hald var lagt á árið 2001 utan um ágóðann af brotunum, ásamt því að koma brotamönnun- um á bak við lás og slá. Brotamenn hafa oft aðeins einn tilgang, og hann er sá að græða peninga, og því er nauðsynlegt að komast að gróðanum ogleggja hald á hann. Er það mikilvægt til þess að fyrir- byggja brotastarfsemi sem slíka og verulegur þáttur í baráttunni gegn þeirri ógn sem stafar af skipulagðri glæpastarfsemi og teygt getur anga sína landa á milli. Með stofnun embættis ríkislög- reglustjóra árið 1997 var áhersla lögð á að ryðja ákveðna braut í nú- tímalöggæslu eins og að ofan greinir, ásamt því að efla erlenda samvinnu. Málin sem til kasta lög- reglunnar koma teygja oft anga sína til annarra landa og því hefur samvinna við erlend lögregluyfir- völd aukist til muna. Áður fyrr stoppuðu málin. oft hér á landi vegna þess að lögreglan bjó ekki yfir nægilegum mannskap eða að- stöðu til að fylgja rannsókninni eft- ir en nú fer hún nánast hvert um Fannst íflugstöö 2,6% Á Kkama og (farangri 2,6% 0% 5% 10% heiminn sem er til þess að rann- saka mál, ásamt því að veita er- lendum lögregluyfirvöldum aðstoð við rannsóknir hér á landi. Markmiðið með stofnun embættisins var að einfalda skipulag lögreglunnar og gera hana í stakk búna til þess að koma til móts við þá þróun sem hefur orðið —i-------1 i i 15% 20% 25% 30% í löggæslumálum annars staðar í heiminum, einkum á Norðurlöndunum. Undanfarin ár hafa síðan verið gerðar breytingar á skipan mála og málaflokka hjá embættinu með það að markmiði að auka skilvirkni og nýta mannskap og þekkingu sem best. erlakristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.