Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 12
72 INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3.JÚNÍ2003 Neytendur Verökannanir ■ Nýjungar • Tilboð Netfang: hlh@dv.is Sími:550 5819 Áfengið kemur í Mýrdalinn Mýrdælingar og nágrannar geta senn skroppið og fengið sér rauðvínsflösku eða kampa- vín án þess að hafa stóran fyr- irvara á þeim innkaupum. Þá fara þeireinfaldlega íVíkur- skála sem allir vita hvar er. Þann 19. júnf verður opnuð þar áfengisútsala sem mun vera sú 42. hjá ÁTVR. Á dögun- um var slík verslun opnuð í Þorlákshöfn við nokkuð al- mennar vinsældir. Guðmund- ur Elíasson, umsjónarmaður sölustaða Esso á Suðurlandi, segir að meiningin sé að í Vík- urskála verði búð með úrvali 70 vinsælla tegunda.Vlnbúðin verður þar sem olíuafgreiðsla var áður. Á batavegi eftir að hafa fengið pott með heitu vatni yfir sig: Arnar Geir brenndist iila á 22% líkamans og hefur þurft að liggja á sjúkrahúsi í fimm vikur en slysið átti sér stað á páskadag. Tvö alvarlega slys hafa orðið á síðustu vikum eftir að eldavélar, sem eru ekki festar við vegg, sporð- reisast þegar börn hafa dottið á ofnskúffur eða stigið á þær. Margir telja að þetta bendi til þess að al- menningur sé sér ekki nógu með- vitandi um hættuna af því að festa ekki eldavélar tryggilega. Arnar Geir datt á opna ofnskúffu á eldavél sem sporðreistist með þeim afleiðingum að hann fékk brennandi heitt vatn úr potti yfir sig. „Það þarf ekki mikið til svo elda- vélar sporðreisist á þennan hátt en það gera sér fáir grein fyrir því. Eins og við komumst svo að er mikilvægt að koma í veg fyrir að þetta geti gerst því annars getur mjög illa farið," segir Bjarki Þór Bjarkason en sonur hans, Arnar Geir, varð fyrir því óláni að brenn- ast illa eftir að eldavél valt yfir hann. Atvikið átti sér stað þannig að Arnar Geir datt á opna ofn- skúffu á eldavél sem sporðreistist með þeim afleiðingum að hann fékk brennandi heitt vatn úr potti yfir sig. Arnar Geir brenndist iila á 22% líkamans og hefur þurft að liggja á sjúkrahúsi í fimm vikur en slysið átti sér stað á páskadag. Afmælisdagurinn á spítala Þegar DV bar að garði var hann í dagsleyfi frá spítalanum, því þriðja Kirfilega fest: Feðgarnir Bjarki Þór Bjarkason og Arnar Geir Bjarkason við eldavélina sem féll yfir Arnar á páskadag með þeim afleiðingum að hann brenndist illa. Bjarki Þór hefur nú fest eldavélina og bendir öðrum á að gera slíkt hið sama til að koma í veg fyrir frekari slys. DV-myndÞÖK frá því að atvikið afdrifaríka átti sér stað. Arnar varð átta ára fyrir skömmu og þurfti að verja afmæl- isdeginum á spítala, sem var alls ekki það sem hann hafði óskað sér. Hann hefur þó náð ágætum bata og segist Bjarki vera þó ánægður með að ekki hafi farið enn verr. Bjarki segist að sjálfsögðu vera núna búinn að festa eldavélina kirfilega við vegginn með „mublu- vinklum" og hafi það ekki verið flókin aðgerð. „Ég hvet alla til að ganga úr skugga um hvort eldavél- arnar þeirra séu örugglega festar því eins og við komumst að um síðustu páska getur farið verulega illa ef svo er ekki," segir Bjarki Þór Bjarkason. kja@dv.is Eldavélin slysagildra Auðvelt að festa eldavélar Það er sjaldnast flókið að ganga þannig frá eldavélum að útilokað sé að þær sporðreisist. Arnar Freyr Gunnarsson, sölumaðurhjá Rönn- ing, segir að öllum eldavélum sem seldar eru þar fylgi vinklar sem festa vélarnar við vegg og halda þeim kyrrum jafnvel þótt ýtt sé ofan á opna ofnskúffu. „Ég veit ekki betur en að allar nýjar elda- vélar séu hannaðar þannig að auð- velt sé að koma í veg fyrir að þær sporðreisist og við brýnum fyrir kaupendum mikilvægi þess að festa þær, en stundum er vandinn meiri þegar eldri vélar eiga í hlut," segir Arnar. Þeim hefur þá ekki fylgt sérstakur festingarbúnaður, eigendur hafa í upphafi ekki áttað sig á mikilvægi þess að bæta vinkl- um eða öðrum festingum við og eldavélarnar geta þvf oltið ef átak kernur á opna ofnskúffu. „Allir sem kaupa af okkur elda- vélar bregðast vel við þegar við bendum þeim á að festa þær við végg, þannig að við vitum ekki betur en að fólk sé meðvitað um þessa hættu og reyni að kóma i veg fyrir hana," segir Arnar Freyr. í ljósi atburða síðustu vikna er hins vegar ljóst að einhverjir mis- brestir eru á því að allir festi elda- vélar sínar og því skiptir miklu að fólk átti sig á mikilvægi forvarna af þessu tagi. -kja@dv.is Mikilvægir vinklar: Arnar Freyr Gunnarsson sýnir vinklana sem koma eiga í veg fýrir að eldavélar geti dottið fram ef ýtt er ofan á opnar ofnskúffur. DV-mynd £Ó/.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.