Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 14
14 ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ2003 Saddam Hussein og Osama bin Laden eru ófundnir og eru helsta vopn demókrata gegn Bush forseta HEIMSUÓS Oddur Ólafsson oddur@dv.is Ótal sögur eru á kreiki um af- drif Saddams Husseins sem hvergi finnst þótt leyniþjón- ustur margra landa geri sitt besta til að hafa uppi á hon- um og herafli sé hvergi spar- aður til að komast að dvalar- stað hans og sona hans. Fleiri útgáfur eru sagðar og birtar um hvernig einræðisherrann fyrrverandi reynir á trú- mennsku lífvarða sinna. Ein er sú að skömmu eftir að Bandaríkjaher hemam Bagdad hafi Saddam bankað upp á á heimili vinar síns í borginni. Þar fékk hann tesopa, reykti nokkrar sígarettur og svaf til kl. 5 um morguninn og hvarf á braut. Á meðan hann dvaldi hjá vini sín- um var knúð dyra og nokkrir banda- rískir hermenn heimtuðu að fá að gera húsleit. Húsráðandi neitaði og bar við að kona sín væri sofandi og létu hermennimir sér það vel líka og höfðu sig á brott. Sagan segir að Saddam hafi með þessu viljað fá sönnur á trúverðugleika vinarins sem ekki iét freistast til að segja til forset- ans til að koma sér í mjúkinn hjá her- námsliðinu. Önnur útgáfa af hvemig trú- mennska lífvarðanna er prófuð er að Saddam hafl dvalið áifam í Bagdad eftir að borgin féll og látið aka sér að veitingahúsi og farið þar inn. Á undan og eftir bíl hans vom bílar lífvarðanna. Þeir biðu fyrir utan en leiðtoginn snar- aðist gegnum veitingahúsið og út bak- dyramegin þar sem annar bíll beið hans og kom honum á brott. Lífverð- imir vöktuðu veitingahúsið um langa hríð en enginn þeirra freistaðist til að koma upp um dvalarstaðinn, þótt vit- að sé að sá eða þeir sem geta vísað á dvalarstað Saddams muni hljóta ríf- lega umbun hjá hemámsliðinu. Sögur af þessu tagi ganga meðal Iraka og er þeim trúað eins og nýju neti. Enginn veit Sannleikurinn er sá að nær tveim mánuðum eftir að forsetinn hvarf og styttur af honum vom brotnar sem tákn um að valdaferli hans væri lokið er ekki vitað um ferðir hans eða dval- arstaði, ekki einu sinni hvort hann er lífs eða liðinn en hitt er víst að á með- an ekki flnnst tangur né tetur af lík- amsleifum né neinar sannanir fyrir þvf að jarðvist hans sé lokið er gert ráð fyrir að einræðisherrann fyrrverandi sé lifandi og geti enn haft áhrif. Vel getur verið að hann sé enn í Bagdad, í einhverjum af leyndum neðanjarðarbyrgjum, eða á sífelldri ferð með vömbílum um landið eða í felum annars staðar. Enginn veit neitt og víst þykir að enginn af þeim sem kunna að vita um dvalarstaði hans hafa gerst uppljóstrarar. Samtímis því að nafri Saddams er strikað út úr skólabókum, styttur hans brotnar og myndir af honum hverfa af veggjum er hann algjörlega horfinn öllum hemaðarmætti Bandaríkjanna, sem átti það erindi inn í landið að útmá persónu hans og gera gereyð- ingarvopnabirgðir upptækar en þær finnast hvergi heldur. Fullkominn hátæknibúnaður ör- yggistofnunar og leyniþjónustu BNA Fullkominn hátæknibún- aður öryggistofnunar og leyniþjónustu BNA finnur ekki haus né sporð á flóttamanninum. finnur ekki tangur eða tetur af flótta- manninum. Þúsundir metra af mynd- böndum, sem teknar eru úr könnun- arvélum, og óteljandi myndir sem teknar em úr gervihnöttum, þar sem kembdar em allar mögulegar undan- komuleiðir og dvalarstaðir Saddams, gefa engar gagnlegar vísbendingar um karlinn. Tæknibrellum beitt Símahleranir úr gervihnöttum og landstöðvum gera heldur ekkert gagn í leitinni. Öllum þekktum tæknibrell- um er beitt til að ná rödd forsetans fyrrverandi en hann notar greinilega ekki síma af neinu tagi né aðra þekkta fjarskiptatækni. Allur herinn, sem leit- ar og hlustar, þarf ekki að skilja orð af því sem sagt er því tæknin nemur röddina á óskeikulan hátt ef Saddam Hussein lætur frá sér heyra og þá á að vera auðvelt að vita nákvæmlega hvar hann er staddur. Allir njósnarar og uppljóstrarar, sem sendir em út af örkinni, fara sömu erindisleysu og tæknisnillingamir með öll sín tól og marglofuðu tækni. Það er erfiður biti að kyngja fyrir frelsara fraks, sem em að koma þar á vestrænu lýðræði og stjómarháttum og endurreisa þjóðina, að geta ekki sýnt fram á að þeir geti handsamað eða drepið Saddam. íraska þjóðin er sundurleit og ótal samsæriskenningar ganga þar manna og flokka á milli. Ibúamir þurfa að sjá lík Saddams eða hann sjáífan í jámum til að viður- kenna að hann sé fallinn frá. Sögusagnir ganga um að hann sé við góða heilsu og að undirbúa valda- töku flokks síns á ný og muni reka her- námsliðið úr landi. Það er því eins gott að gera sér ekki allt of dælt við vest- ræna sendiboða og hermenn þeirra. Siguryfir hinu illa Bush forseti talar digurbarkalega um vel heppnaða herför og sigur yfir hinu illa. En heima fyrir aukast vand- ræði hans. Ekki síst fyrir þá sök að hann finnur ekki uppáhaldsandstæð- inga sína sem svo mikið hefur verið kostað til að ryðja úr vegi. Forsetakosningar em á næsta ári og demókratar em að ná vopnum sínum og úr þeirra röðum kemur hver kandfdatinn af öðmm og býr sig und- ir að ná tilnefningu flokksmanna sinna til að bjóða sig fram á móti sitj- andi forseta. Þeir nota vandræðagang- inn við að ná í Saddam og bin Laden til að sanna vanhæfni forsetans og hans manna til að vinna endanlegan sigur á uppáhaldsóvinunum. Bush er sagður hafa malað býkúpuna en flugurnar em lausar svo ekki sé talað um drottning- una sem kannar liðið á ný. (Heimild The Sunday Times) Saddam hefur forskot Mun auðveldara ætti að vera að finna Saddam en Osama bin Laden. Þótt írak sé stórt land að flatarmáli er það að mestu leyti sandi orp- in eyðimörk sem erfitt er að leynast í. Afganistan aftur á móti er kjörlendi fyrir flótta- menn og útlaga. Saddam á sér ekki alþjóð- leg samtök eins og hermdar- verkasamtökin al Qaeda. Hann er hataður og fyrirlit- inn í arabaheiminum, bæði fyrir grimmd og fyrir að vera leiðtogi flokks og lands sem ekki byggir á íslam. Meira að segja er álitið að vinirnir í Damaskus hætti ekki á að reita Bandaríkjastjórn til reiði með því að leyfa Saddam landvist í Sýrlandi. En auður Saddams gerir honum kleift að borga vel fyrir sig og gefur það honum gott forskot í feluleiknum. Læra ekki af mistökum Leyniþjónustur Bandaríkj- anna hafa ekki lært af mistök- um sínum í Afganistan. Þær hafa fáa starfsmenn sem tala arabísku eða mállýskur sem gilda í írak. Þvf síður skilja þær hugsunarhátt og hefðir ótal ættbálka og trúarhópa. Flóttamaðurinn Saddam Hussein hefur lært af bin Laden að fara ekki of langt frá sínu landi eða stöðvum. Hann talar ekki í farsíma og sendiboðar eru notaðir til að koma skilaboðum áleiðis eða að þau eru send í dulkóðuð- um tölvupósti. Undir ára- mótin 2001 fékk bandaríska leyniþjónustan öruggar heimildir fyrir að bin Laden og lið hans héldu sig í Tora Bora-fjöllum. Þar voru gerðar harðar loftárásir og flest sprengt sem sprungið gat. Saddam á sér ekki alþjóðleg samtök eins al Qaeda. Hann er hataður og fyrirlitinn í araba- heiminum. Nýlega bárust flugufréttir um að Uday, elsti sonur Saddams, væri um það bil að gefa sig fram. Bundnar eru vonir við að hann komi upp um afdrif föður síns. Vonast er til að einhver af trúnaðar- mönnum Saddams svíki hann og komi upp um hvar hann heldur sig. 25 milljónir dollara Fyrir löngu var það gert heyrinkunnugt að 25 milljónir dollara væru lagðar til höfuðs bin Laden. Ekki mun síður gróðavænlegt að koma upp um Saddam Hussein og fær sá sem það afrek vinnur ekki lægri upphæð að launum. Enginn hefur enn komið upp um bin Laden, enda mun ekki hættulaust að vinna sér inn 25 milljónir dollara fyrir viðvikið. í fyrra fundust þrjú lík á landamærum Afganistan og Pakistan. Úr þeim öllum var tungan skorin og dollarabúnti stungið í munninn í staðinn. Það eru greinileg skilaboð um hvað verður um þá sem hyggja á að svíkja foringjann og málstaðinn. Menn eru því varla ginn- keyptir fyrir að koma heldur upp um Saddan Hussein, sem heilt risaveldi er á hött- unum eftir að finna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.