Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDACUR 3.JÚNÍ2003 MENNINC 19 Atli og Ólafur Björn til Vínar Ríkisútvarpið sendir tónverkin Orchestra B eftir Atla Ingólfsson, sem frumflutt var á Myrkum músíkdögum í febrúar, og Ein- stein ist tot, part 1&2 eftir Ólaf Björn Ólafsson á tónskáldaþing- ið Rostrum sem nú verður haldið í Vínarborg. Rostrum er skipulagt af alþjóðlegu tónlistarnefndinni International Music Council með stuðningi UNESCO. Þingið er ein öflugasta samkomatil kynningar á íslenskri tónlist á alþjóðavett- vangi. Lana Kolbrún Eddudóttir, einn af umsjónarmönnum tónlistar- þáttarins Hlaupanótunnar, fylgir íslensku verkunum til Vínarborg- ar og færir hlustendum Rásar eitt fréttir af framgangi mála á þing- inu, sem stendur 2,- 6. júní. Vestfirðir: aflstöð íslenskrar sögu Ráðstefna um Vestfirði sem afl- stöð íslenskrar sögu verður hald- in í húsnæði Menntaskólans á ísa- firði 13.-15.júní.Verða þar flutt er- indi um allar hugsanlegar hliðar á vestfirskri menningu í fortíð og nútíð. Ráðstefnan verður sett kl. 19 föstudaginn 13. júní með er- indi Ögmundar Helgasonar um handrit af Vestfjörðum. Að morgni 14. júní hefst dag- skrá kl. 9 með erindi Torfa H.Tul- inius um sérstöðu Vestfjarða. Meðal annarra fyrirlesara eru Ad- olf Friðriksson, Jón Viðar Sigurðs- son, Helgi Þorláksson, Björn Teits- son, Þórður Ingi Guðjónsson, Bergljót S. Kristjánsdóttir, Úlfar Bragason, Ásdís Egilsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Þóra Kristjáns- dóttir og Sverrir Tómasson mið- aldafræðingur sem heldur Plen- um fyrirlestur á laugardaginn um rímur og aðrar vestfirskar bók- menntirá síðmiðöldum. Síðdegis á laugardag verður boðið upp á ferð á slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal og um kvöldið verður skemmtun. Hægt er að skoða dagskrána á heimasíðu Hugvísindastofnunar H.(. og skrá sig á netfanginu vestfirdir2003@hugvis.hi.is. TÓNLISTARGAGNRÝNI Sigfriður Björnsdóttir Síðastliðið sunnudagskvöld fluttu þeir Andreas Schmidt söngvari og þýski píanó- leikarinn Helmut Deutsch trúarleg ljóð eftir nokkur þekktustu tónskáld nítjándu aldar, Beethoven, Brahms, Dvorák og Hugo Wolf, í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir hófust á sex lögum eftir Beet- hoven við ljóð eftir Chr. F. Gellert. Lög þessi eru samin rétt upp úr aldamótunum 1800 og tileinkuð greifynju nokkurri sem þá var nýlát- in. Lögin eru svo einföld að hugsanlegt er að þau hafi verið samin til flutnings fyrir leik- menn. Þessir tveir ágætu atvinnumenn í tón- list, Schmidt og Deutsch, gátu lítið annað gert en að flytja þetta gallalítið, en það krafð- ist meira úthalds en það gaf innblástur að hlýða á þessi verk. Þriðja lagið, Vom Tode, var þeirra best og geymdi tóninn fyrir það sem Schumann átti eftir að láta frá sér seinna. Helmut Deutsch hélt glæsilega utan um dularfullt hljómaferl- ið og skapaði hrífandi innhverfa andakt - þessa teg- und sem svæfir sjálfið í hlustandanum Fjórir alvarlegir söngvar eða Vier ernste Gesange op.121 eftir Johannes Brahms voru næstir á efnisskránni og var þar allt efnis- meira og fallegra. Flutningurinn var um margt góður en það var ekki fyrr en í ljóðum Dvoráks að bæði rödd og píanisti fóru að njóta sín verulega. Þar reis hæst sjötta lagið sem byrjar á orðunum Heyr þú Guð mitt ákall, f íslenskri þýðingu. Þar flaut rödd söngvarans fallega á köflum og endir á veik- um tóni vel útfærður. Píanóleikurinn undir lokin mjög fínlegur og í fullkomnu jafnvægi. Þungamiðja tónleikanna reyndust vera síðustu ljóðin á efnisskránni, Þrjú Michelangelo-ljóð eftir Hugo Wolf. Þeir sem Andreas Schmidt túlkar af sannfæringu en það er eins og ryk hafi safnast á einlægnina. DV-MYND GVA muna eftir söng Andreas Schmidt frá því hann hélt hér í Gamla bíói hreint ólýsanlega ljóðatónleika geta varla annað en viðurkennt vonbrigði sín. Hann hefur fallega rödd en bæði rennir sér og syngur á stundum óhreint, fer full frjálslega með takt og stjómar ekki nógu vel uppbyggingu á styrk raddarinnar sem bæði lýsir sér í of snöggum styrkbreyt- ingum og nokkm víbratói. Að þessu sögðu þá er samt ástæða til að ítreka hve oft hann fer snilldarlega með hendingar þegar umræddir gallar em ekki áberandi. Hann túlkar af sann- færingu en það er eins og ryk hafi safnast á einlægnina. Næst henni komst hann þó í þessum lögum eftir Wolf. Deustch framdi galdur á hljóðfærið og fór með hið ótrúlega efni eftir Wolf eins og sá einn getur sem hefur djúpan skilning og vilja til að gefa með sér. Hann hélt glæsilega utan um dularfullt hljómaferlið og skapaði hríf- andi innhverfa andakt - þessa tegund sem svæfir sjálfið í hlustandanum og hann rennur saman við tónana um stund. Frá því ferðalagi kemur sálin hvítþvegin og hvild og þessi stund að því leyti lík góðri bæn. Tónleikarnir gáfu skemmtilega innsýn í hversu misjöfnum höndum menn hafa farið um trúarlegan texta og hve trúarþörfin hefur mörg andlit. Búferlaflutningar gefa nýjar víddir - segir Kristín Steinsdóttir, margverðlaunuð fyrirsína síðustu barnabók Ekki var DV fyrr farið íprentun ígærmorg- un með frétt á menningarsíðu um tilnefn- ingu Kristínar Steinsdóttur til Norrænu barnabókaverðlaunanna en tilkynnt var að hún hefði hlotið þau- fyrir skáldsöguna Eng- ill í Vesturbænum og höfundarferil sinn. Er nú skammt stórra högga á milli í íslensku bókmenntalífí þvf Arnaldur Indriðason hlaut sem kunnugt er Glerlykilinn, norrænu spennusagnaverðlaunin, í annað sinn í lið- inni viku. Það em félög skólasafnskennara sem veita Norrænu barnabókaverðlaunin nú í 18. sinn. Einn íslenskur höfundur hefur áður hlotið þau, það var Guðrún Helgadóttir sem fékk þau 1992 fyrir skáldsöguna Undan illgresinu. Frjó áhrif Reykjavíkur Þetta er fjórða viðurkenningin sem Engill í Kristtnu Steinsdótturog söguhetju hennar (Engli (Vest- urbænum kom afar vel saman. Vesturbænum hlýtur á því hálfa ári sem liðið er síðan bókin kom út og við spyrjum Krist- ínu hvort henni hafi dottið í hug, þegar hún sendi handritið frá sér, að hún yrði svona fengsæl. Engill í Vesturbænum hefði aldrei orðið til efKristín hefði ekki flutt til Reykjavíkur. „Nei, aldrei," svarar hún ákveðin, „en það var ofboðslega gott að skrifa þessa bók og mér þykir ákaflega vænt um hana. Oft gerist það enn þá, þegar ég er á gangi um bæinn, að mér dettur í hug eitthvert atvik sem á við stemninguna í bókinni og hugsa: Æ, af hverju er þetta ekki með?“ - Kemur þá framhald? „Nei, það hugsa ég ekki. Okkur kom afar vel saman, mér og drengnum í bókinni, en ég er búin með þennan ákveðna átakatíma í lífí hans og ég vona að hann spjari sig úr þessu." - Engill í Vesturbænum er ekta Reykjavík- ursaga og þú ert nýlega flutt frá Akranesi til höfuðborgarinnar - finnst þér það hafa haft áhrif á skrif þín? „Já,“ segir Kristín eftir stutta umhugsun, „ég þykist vita að Engill í Vesturbænum hefði aldrei orðið til ef ég hefði ekki flutt. Ég hafði búið á Skaganum í 23 ár og þó að þar sé gott að vera var kominn tími til að breyta til. Ég flutti að vísu í áföngum til að umskiptin yrðu ekki of harkaleg, en svo hellti ég mér út í að búa f Reykjavík og það var ákaflega frjó upp- lifun. Gefur mér nýjar víddir." Ólíkt Bókmenntaverðlaunum Norður- landaráðs eru Norrænu barnabókaverðlaun- in ekki peningaverðlaun. Þegar Kristfn tekur á móti þeim í Stavanger í sumar fær hún fal- legan blómvönd og mikinn heiður - en enga feita ávísun. silja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.