Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 22
22 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl2003 Skoðun Kjallarar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn i síma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Styrking krónunnar Innherjar á Netinu Þorsteinn Einarsson skrifar: Aðrir en forsjármenn út- gerðarinnar verða að útskýra fyrir almenningi í landinu að styrking íslensku krónunnar sé af hinu illa. Við höfum gegnum tíðina verið fóðruð á því að sá veiki gjaldmiðilll sem íslenska krónan hefur löngum verið sé ein mesta meinsemd efna- hagslífsins.Og var þá gjarnan bent í átt til Sviss og sagt að mikið vantaði nú upp á að krónan væri jafnoki svissneska frankans - gott væri að búa við slikt efnahagskerfi sem í Sviss því þá væri okkur borgið. Nú styrkist krónan okkar og vöruverð fer lækkandi hér, en þá ætlar allt um koll að keyra og menn krefjast gengislækk- unar??? Svava Jónsdóttir hringdi: Á vefnum visir.is er oft að finna ruddalegar svfvirðingar í garð manna og málefna.Ný- lega hefur bæst í hóp þeirra innherjanna aðili sem kallar sig „isbjörn-nr.1" er hann sýnu verstur. Hann úthúðar aðal- lega Bandaríkjunum og stjórn- völdum þar og svo íslenskum ráðamönnum af svo mikilli heift að varla fer þar heill mað- ur á geðsmunum. Hann slær t.d. alveg út vefinn„jonas.is", en þar fer víst fyrrv. ritstjóri á Fréttablaðinu og sendir ein- ungis þýtt úr erlendum blöð- um það sem slæmt er sagt um Bush forseta og Bandaríkn.- Þetta eru illar sendingar á Net- inu sem annars er oft líflegt. Aðildarviðræðum íslands við ESB ýtt af borðinu Aðildarviðræðum fslands við Evrópusambandið erýtt út af borð- inu í stjórnarsáttmála endurnýjaðr- ar stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þar segir að treysta skuli samskiptin við ESB á grundvelli samningsins um EES. „Gallinn er aðeins sá, að íslenskur sjávarút- vegur stendur vel og því er ekki unnt að nota þá röksemd gagnvart ESB, að sjávarútvegur- inn hérþurfi stuðning. Við verðum því að finna aðrar röksemdir." Þetta þýðir að ríkisstjómin telur að EES-samningurinn dugi fýrir ísland á kjörtímabilinu. Ýmsir sérfræðingar í málefnum ESB hafa haldið því fram að EES-samningurinn væri að veikj- ast og að hann yrði haldlítill fyrir ís- KJALLARI Björgvin Guðmundsson viöskiptafræðingur land innan tíðar. Utanríkisráðherra hefur talað á svipaðan hátt og hefur mátt á honum skilja að ísland yrði að huga að aðild að ESB af þessum sök- um. Ljóst er að þessi sjónarmið hafa orðið undir við gerð nýs stjórnarsátt- mála. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft sitt fram í Evrópumálunum. Gengur Noregur í ESB 2005? Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum í Noregi er nú mikill meirihluti landsmanna þar fylgj- andi því að Noregur sæki um aðild að Evrópusambandinu. Hefúr meirihlutinn, sem fylgjandi er ESB, verið að aukast. Ekld er þó búist við því að ríkisstjórn Bondeviks, sem nú er við völd í Noregi, muni sækja um aðild að ESB. Rikisstjórnin er andvíg aðild að ESB enda þótt talið sé að forsætisráðherrann sé að snú- ast hægt á sveif með ESB. Ekkert mun því gerast í þessu máli í Nor- egi fyrr en eftir næstu þingkosning- ar þar en þær verða árið 2005. En strax eftir næstu þingkosning- ar í Noregi er tíðinda að vænta í þessu máli þar. Er líkiegt að Noreg- ur sæki um aðild að ESB strax eftir kosningarnar. Margir telja að ís- land verði þá að fylgja í kjölfarið þar eð ef Noregur gangi úr EFTA og í ESB séu dagar EES-samningsins taldir. En auk þess muni sam- keppnisstaða íslands gagnvart Noregi þá versna á mörkuðum ESB. Miðað við stjórnarsáttmálann get- ur fsland hins vegar ekkert gert í þessu máli fyrr en eftir4 ár, þ.e. eft- ir næstu kosningar. Fæst undanþága í sjávarút- vegsmálum? Stóra spurningin í þessu máli er hvort undanþága fæst hjá ESB í sjávarútvegsmálum. Noregur hefur áður gert aðildarsamning við ESB og fékk þá tímabundnar undan- þágur í sjávarútvegsmálum. Samn- ingur Noregs við ESB var af íslend- „Stóra spurningin í þessu máli er hvort und- anþága fæst hjá ESB í sjávarútvegsmálum." ingum talinn lélegur í sjávarútvegs- málum. Island hefði ekki getað samþykkt slíkan samning. Ekki fæst svar við þessari spurningu fyrr en í aðildarviðræðum. Ýmsir telja að ísland ætti eins að geta fengið undanþágu í sjávarút- vegsmálum og Svíar fengu undan- þágu fyrir sinn norðlæga landbún- að. Ýmsar eyjar hafa einnig fengið undanþágur hjá ESB. Gallinn er að- eins sá að íslenskur sjávarútvegur stendur vel og því er ekki unnt að nota þá röksemd gagnvart ESB að sjávarútvegurinn hér þurfí stuðn- ing. Við verðum því að finna aðrar röksemdir. Þetta er einnig spurning um vilja hjá ESB. Nú eru ýmsar nýj- ar þjóðir að gerast aðilar að ESB. Það er því að verða til nýtt og stækkað Evrópusamband. - Ef til vill verður aðveldara fyrir fsland að fá undanþágu hjá því. Hærri meðalaldur - breytta kennsluhætti Nýr Gullfoss bara draumur? ERLEND GLÆSIFLEY - öfundin blossar upp. Kristinn Sigurðsson skrifar: Sú var tíðin að íslensk far- þegaskip Gullfoss og Hekla sigldu með farþega til Norður- landa og Bretlands og ávallt fullbókuð yfir sumartímann. Ég spyr: Er nýr Gullfoss ekki inni í framtíðasýn Eimskips- manna - skip sem væri í sigl- ingum milli landa allt árið um kring? Er þá ekki einu sinni hægt að leigja skip til slíks? Mér finnst að þegar glæsileg farþegaskip koma hingað að íslendi'ngar séu hálföfundsjúkir f garð farþeganna sem spóka sig á götunum. Mér finnst ís- iendingar líka eiga rétt á því að geta þá keypt far með þessum skipum, séu lausir klefar. Nú er að koma nýr svipur á borgina þegar siglt er inn til hennar með hinum háu og fallegu byggingum við Skúlagötuna. Þetta nýtist aðeins útlending- um. fslendingar eru afskiptir f þessum efnum. Þorsteinn Hákonarson skrifar: Það sem gerist með okkur þegar við eldumst er að við eigum erfið- ara með tileinkun nýjunga. Orsakir þessa eru þær að heilinn hefur ekki sömu getu til að mynda tauga- brautir og opna synapsa. Við sjáum þetta oft í eldri mönnum, sem verða stffir. Svo stífir, að þeir rotta sig á stundum saman um einföld- unarhugmynd til þess að hafa fyrir satt. Til dæmis þváettinginn úr Mússólíní sáluga, hinum ftalska, að „Tökum tungumálin. ís- lenska og finnska eru dæmi um málsem voru skrifuð niður beint af ólæsistigi. Þetta voru heyrnarmál, og eru enn." bestu eiginleikar þjóðarinnar komi fram í einum manni og hann eigi að vera leiðtoginn. Eftir að ég tók að reskjast, og var ekki leiðtoginn, varð mér fyllilega ljóst að þetta var rangt. En að háði slepptu, þá er um að ræða alvarlegt atriði sem er dálítið erfitt að ná tök- um á. Tökum tungumálin. fslenska og finnska eru dæmi um mál sem voru skrifuð niður beint af ólæsistigi. þetta voru heyrnarmál, og eru enn. Til þess að geta haft samskipti á lýsandi forsendum urðu blæbrigði málsins að vera margþætt og sam- ræmd við röðun heilans á heims- mynd, niður í taugatröf og synapsa. Þetta var þeim mun mikilvægara sem skráning á letur var ekki fyrir hendi. Tileinkunin var því mjög mikilvæg til þess að flytja þekkingu á milli kynslóða. Söguljóðin réðu því miklu um að einstaklingar samfélagsins fengju sömu tileinkun, og að tileinkunin væri eins um samfélagið. Sem dæmi um tileinkun hefur Jörm- undur Ingi bent mér á að til forna hafi verið til logsuða, það er hert leirkeila, þar sem uppgufun úr hit- uðum viði kom út um op og mynd- aði heitan loga. Þá var hægt að hita járn staðbundið og slá það saman með hamri. Líklega það sem kallað var „kaldabras". En þetta týndist vegna þess að tileinkuninni var haldið leyndri af hagsmunaástæð- um smiða. Skráning fór ekki fram. Því er ég að tíunda þetta kalda- bras hér að nú ber einföld skráning á tungumáli upplýsingarnar. Menn geta gert tilraunir og reynt. Og þá kem ég að aðalatriði. Það er, að tungumálið lærist sem tileinkun. Því fylgir að það myndast taugatröf „Síðan verða vélmenni og tæki raddstýrð og þá þarfekki flókna fingratileinkun eins og við gemsa, sem við eldri eigum erfitt með." og synapsar opnast á unga aldri í ungum heilum. Því liggur það fyrir að því meira valdi sem heilinn nær á tungumáli, því færari verður hann. Síðan verða vélmenni og tæki raddstýrð og þá þarf ekki flókna fingratileinkun eins og við gemsa, sem við eldri eigum erfitt með. Það sem ég er að segja er að rétt eins og tileinkun á tungumáli var nauðsyn til þess að einstaklingar samfélagsins gætu haft sömu til- einkun, verður tungumálið það sem notað verður til gagnvirkni við vélbúnað. Og því verður til jafn- ræðis að leggja miklu meiri áherslu á að börn og unglingar tileinki sér burðarmikið og fjölbreytt tungu- mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.