Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 32
32 TILVERA ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ2003 > Tvær klassískar Tvær kvikmyndir eftir Ingmar Berg- man verða sýndar í Bæjarbíói í Hafnar- firði í kvöld. Það eru Smultronstallet (Sælureiturinn) sem sýnd er kl. 20 og Det sjunde inseglet (Sjö- unda innsiglið) sem er sýnd kl. 22.30. Þær eru báðar með ensk- um texta. Sýningarn- ar eru á dagskrá Kirkjulistahátíðarog upphaf þrískiptrar dagskár um trúarstef í kvikmyndum Berg- mans. Málþing verð- ur haldið tvö næstu kvöld í Hallgríms- kirkju. Krýsuvíkurstrákar Ljósmyndasýningin Krýsuvíkurstrákar hef- ur verið opnuð í Kæn- unni við Hafnarfjarðar- höfn. Haukur Helgason sýnir þar myndir sem hann tók við starf- rækslu vinnuskóla Hafnarfjarðar í Krýsu- víkárin 1959-1962. Þar dvöldu á sumrum 50 drengir í einu.á aldrin- um 8-12 ára, fimm vik- ur í senn. Auk þessarar sýn- ingar,sem nú hefur verið opnuð, stendur nú yfir Ijósmyndasýn- ing á Siglufirði á myndum Hauks frá síldveiðiárunum 1954-59. Nýtt hlutverk Viðskiptaþjónusta utanríkis- ráðuneytisins, í samvinnu við Þýsk- íslenska verslunarráðið, efnir til málþings í dag, 3. júní í Utanríkisráðuneytinu, Rauðarár- stíg 25, kl. 15-16.30, í fundarsal á 2. hæð. Viðfangsefnið er hags- munamál íslenskra fyrirtækja á þýskum markaði.einkum í Ijósi stækkunar Evrópusambandsins. Þessir þrír drengir voru á meðal gestanna úr Fellaskóla og skemmtu sér með hvutta. Vel fór á með þessum dreng og hvutta. Börnin í þriðja bekk Fellaskóla (Breiðholti brugðu sér í dýragarðinn. DV-myndir Helgi Dýragarðurinn í Slakka í Laugarási: Gaukará prikum og gæsarungi á vappi Fátt er yndislegra en lítil kisa sem vill láta strjúka sér. Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst í tæri við alvöru páfagauk. Fram undan er sólríkt sumar sem er líflegur tími brúðkaupa. Af því tilefni mun DV gefa út veglegt aukablað um brúðkaup fimmtudaginn 12. júní. QstfteS-a/eén tá ; « Viðtöl « Kjólar • Hárið • Snyrtivörur • Brúðarvendir • Hvað kosta brúðkaup? « Gjafir • Tíska í brúðarskreytingum Lögð verður áhersla á nýtilegt blað þar sem fallegar myndir, létt viðtöl og skemmtilegir fróðleiksmolar skipa veglegan sess. Umsjón með efni í blaðið hefur Sigurður Bogi Sævarsson sigbogi@magasin.is S. 550-5818 „Krakkamir hafa gaman af að komast nálægt dýrunum, halda á þeim og strjúka þeim. Svo er hér gæsamngi á rölti sem vekur mikla kátínu, enda eltir hann fólk til og frá,“ segir Helgi Sveinbjörnsson í dýragarðinum í Slakka í Laugarási í Biskupstungum. Hann segir einn til tvo skólahópa hafa komið í heim- sókn daglega að undanförnu, auk þess sé margt fólk á ferðinni um helgar og eigi sumarbústaðabyggð- in í Úthlíð sinn þátt í því. „Það er af sem áður var þegar fólk fór lítið á stjá fyrr en eftir 17. júní. Nú skreppa menn í bústaði hvenær sem er.“ segir hann. Þetta er níunda árið sem dýra- garðurinn í Slakka er starfræktur og hann verður opinn alla daga í sum- ar frá 10-18. Þar eru sautján teg- undir dýra eins og er og brátt bæt- ist selkópur við, eins og í íyrra. Fjöl- skrúðugur gróður setur svip á garð- inn og meðal þess sem athygli vek- ur em fjórir tamdir páfagaukar sem gera sér dælt við fólk. Tveir þeirra em hvítir og krakkar fá að setja þá á axlir sér. Hinir tveir em sannkallað- ir skrautfuglar. Þeir sitja sposkir á sínum prikum og fylgjast með. -Gun. Sérblað um brúðkaup fylgir DV-Magasíni 12. júní og kemur út í 82 þúsund eintökum. 'stÞ* f Skilafrestur auglýsinga er 10. júní Við erum tilbúin að aðstoða ykkur: Inga, b. s. 550-5734, inga@dv.is Katrín, b. s. 550-5733, kata@dv.is Ransý, b. s. 550-5725, ransy@dv.is Margrét, b. s. 550-5730, margret@dv.is Sigrún, b. s. 550-5722, sigruns@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.