Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 36
36 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 3.JÚNI2003 DV sport Keppni í hverju orði Netfang: dvsport@d v.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Guðjón tekur við kvennaliði Keflavíkur Guðjón Skúlason,sem lagði körfuknattleiksskóna á hilluna í vor, hefur verið ráðinn þjálf- ari íslandsmeistara Keflavíkur í kvennakörfunni. Guðjón tekur við af Önnu Maríu Sveinsdóttur sem ákvað að hvila sig á þjálfun og ein- beita sér að því að spila með liðinu á komandi keppnistíma- bili. Guðjón sagði í samtali við DV sport í gær að hann væri mjög spenntur fyrir því að taka þetta verkefni að sér. „Ég held að þetta sé ágætis byrjun á þjálfaraferlinum ( meistaraflokki og kannski rök- rétt framhald eftir að ég hætti að spila. Hópurinn er gífurlega sterkur og það er varla hægt að gera mikið betur en í fyrra. Ég ætla hins vegar að reyna að setja minn svip á liðið og vona að það gangi eftir." Aðspurður sagði Guðjón að liðið stefndi að því að taka alla titla sem í boði væru á kom- andi tímabili. „Það er yfirlýst stefna Kefla- víkur að vinna öll mót sem lið- ið tekur þátt í." oskar@dv.is Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem mætir Færeyingum í undankeppni EM á laugardaginn, voru brattir á blaðamannafundinum sem haldinn var í brúnni á Brúarfossi í gær. DV-mynd E. Ól. Sýnd veiði en ekki gefin - Færeyingar hafa sennilega aldrei verið sterkari en núna íslendingar taka á móti Fær- eyingum á Laugardalsvelli á laugardaginn í fimmta riðli undankeppni EM. íslending- ar hafa ekki enn tapað fyrir Færeyingum í landsleik, hafa unnið sautján af átján leikj- um þjóðanna, en Færeyingar hafa tekið stórstígum fram- förum á knattspyrnusviðinu á undanförnum árum. Sú var tíðin að íslendingar gátu bókað stórsigur gegn Færeyingum þegar Iiðin mættust á knatt- spyrnuvellinum, jafnvel þótt hálf- gerðu B-landsliði væri stillt upp. í dag er staðan önnur. Færeyingar hafa sótt í sig veðrið svo um mun- ar og nægir að benda á síðasta leik þjóðanna sem fór fram á Norður- landamótinu á La Manga snemma árs 2000. Þá fóru íslendingar reyndar með sigur af hólmi, 3-2, Sú var tíðin að íslendingar gátu bókað stórsigur gegn Færeyingum þegar liðin mættust. en það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig því að Færeyingar komust í 2-0 í fytTÍ hálfleik og leiddu í hálf- leik, 2-1. Danskir þjálfarar Færeyska knattspyrnusam- bandið hefur verið duglegt við að sækja sér þekkingu f Danmörku og ráðið góða danska þjálfara til að stýra landsliðinu. Allan Simonsen lyfti grettistaki með liðið og Flenrik Larsen hefur haldið áfram á sömu braut eftir að Simonsen hætti störfum. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari Islands, bendir á það í við- tali á baksíðu blaðsins í dag að Færeyingar hafí tekið miklum framförum, séu farnir að spila skemmtilega knattspyrnu og geti haldið boltanum betur innan liðs en áður. Þetta er skýrt dæmi um áhrifín sem Danirnir hafa haft. Skotar heppnir Skotar, sem hafa lagt okkur ís- lendinga tvívegis að velli á undan- förnum mánuðum, fengu að kynnast styrk Færeyinganna í ágúst á síðasta ári þegar þeir sóttu þá heim. Færeyingar náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik og voru í raun klaufar að tapa leikn- Færeyingar hafa tekið miklum framförum, spila skemmtilega knattspyrnu og geta haldið boltanum innan liðsins betur en áður. um. í Þýskalandi stóðu þeir uppi í hárinu á sterku liði Þjóðverja og þrátt fyrir að uppskeran eftir íjóra leiki í riðlinum sé aðeins eitt stig þá segir það ekkert um spila- mennskuna - hún hefur verið betri en stigafjöldinn gefur til kynna. oskar@dv.is Landsliðshópur Færeyinga Henrik Larsen, þjálfari Færeyinga, hefúr valið tuttugu manna hóp fyrir landsleikina gegn íslendingum 7. júní og Þjóðverjum 11. júnf. Tveir af sterkustu leikmönnum liðsins, varnarmennirnir Pól Thorsteinsson og Óli Johannessen, verða ekki með gegn íslendingum þar sem þeir taka út leikbann. Sex leikmenn liðsins eru atvinnumenn utan Færeyja, og einn, táningurinn Ingi Hojsted, spilar með Arsenal í Englandi. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Markverðir Jákup Mikkelsen (Molde) og Jens Martin Knudsen (NSÍ). Vamarmenn: Óli Johannesen (Hvidovre), Pál Thorsteinsson (B36), Christian Hogni Jacobsen (Vejle), Jóhannis Joensen (FS Vágar), Jón Rói Jacobsen (Brondby), Johan Byrial Hansen (Horsens), Súni Olsen (GÍ) og Atli Danielsen (KÍ). Miðjumenn: Julian Johnsson (B36), Jákup á Borg (B36), Fróði Benjaminsen (B68), Rógvi Jacobsen (HB), Jann Ingi Petersen (B68) og Ingi Hojsted (Arsenal). Framherjar. John Petersen (B36), Andrew av Floturn (HB), Hjalgrim Elttor (KÍ) og Jonhard Frederiksberg (Skála). oskar@dv.is Eimskip í sam- starf við KSÍ KSÍ og Eimskip skrifuðu í gær undir tveggja ára samstarfssamning f brú Brúarfoss sem liggur í Sundahöfn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Eimskip starfar með KSÍ en sam- starfíð hefur legið niðri í nokkur ár. Eimskip mun einbeita sér að því að styðja við bakið á ungum knatt- spyrnuiðkendum og munu íslandsmótin í 5. flokki karla og 4. flokki kvenna heita Eimskips- mót. Fyrirtækið mun gefa hverjum þátttakanda í þessum tveimur flokkum boli auk þess sem spilað verður með Eimskipsbolt- um í þessum tveimur flokkum. Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, sagði á blaða- mannafundinum í gær að það ríkti mikil ánægja inn- an sambandsins með þennan samning og að hann vonaðist til að þetta samstarf yrði langt og far- sælt. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.