Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Qupperneq 8
8 FRÉTTIFi LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 Suðurnesjamenn vegna brottfarar varnarliðsins: Uggur í brjósti í Grænási, þar sem leiðin iiggur inn á varnarsvæðið, stendur hliðvörður með al- væpni. Þeldökkur hermaður sér allt því til fyrirstöðu að forvitnir blaðamenn komist inn fyrir þessi landamæri ís- lands og Bandaríkjanna.Ljós- mynd verður að duga. „Margt er það á Miðnesheiði, sem mennirnir ekki sjá,“ orti VERKALÝÐSLEIÐTOGINN: „Starfsald- ur hjá fólki, sem vinnur þarna upp frá, er hár. Þetta hafa verið eftirsótt störf," seg- ir Kristján Gunnarsson. Þórarinn Eldjám. En hver veit nema leiðin inn fyr- ir hliðið opnist von bráðar. Að fýrr en síðar verði herinn farinn og nýr veruleiki blasi við. Bæði hvað varð- ar varnir landsins, en einnig í at- vinnumálum. Fjöldi fólks á allt undir að herinn verði áfram. Á 17. hundrað Sú var tíðin að fjöldi fólks fór suður með sjó enda var mikil upp- grip að hafa við flugvallar- og mannvirkjagerð - og raunar hafa þær framkvæmdir verið í gangi allt fram til dagsins í dag. Enn aðrir fengu vinnu hjá varnarliðinu, við hin fjölbreyttu störf sem hafa skap- ast í kringum herstöð þar sem þús- undir manna hafa búsetu. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, starfa á 17. hundrað íslendingar á flugvellin- um í dag. Um 900 hjá varnarliðinu en aðrir hjá til að mynda verktök- um á svæðinu og ýmsum fyrirtækj- um sem selja þjónustu sína til varnarliðsins. „Starfsaldur hjá fólki, sem vinnur þarna upp frá, er hár. Þetta hafa verið eftirsótt störf og launin yfirleitt góð. Yfirleitt hættir LEIÐIN TIL AMERfKU: Hermaður stendur vaktina með alvæpni. Handan við hliðið er vinnustaður á 17. hundrað íslendinga og Varnarlið sem skiptir afar miklu máli fyrir allan þjóðarbúskapinn. fólk ekki nema vegna aldurs eða veikinda," segir Kristján. Hærri en hjá Eflingu Hann vitnar enn fremur til ný- legrar könnunar Gallups sem sýnir að mánaðarlaun félagsmanna hans eru að jafnaði um 177 þús. kr. en Eflingarfólk ber úr býtum 154 þús. kr. „Við höfum þá tilhneigingu að líta svo á að þetta sé varnarliðinu að þakka." A næstu mánuðum mun skýrast hvort Bandaríkjamenn fara af land- inu með herlið sitt; það er að öllu leyti ellegar dragi stórlega úr um- svifum sínum hér. „Ég vil þó undir- strika að Bandaríkjamenn bera hér félagspólitíska ábyrgð gagnvart ís- lendingum. Þetta er stórmál, ekki bara fýrir Suðurnesjamenn heldur Er herinn á förum? Spurningin er stór. Á meðan svörin fást ekki eru Suðurnesjamenn milli vonar og ótta, enda hagsmunir þeirra miklir. landsmenn alla. Ég ætla að vona að í þessu máli nái ráðamenn okkar að halda uppi vörnum, í tvíeinni merkingu þeirra orða,“ segir Krist- ján. Útópía Hann segir að fýrir um áratug hafi forystumenn verkalýðsfélaga á Suðurnesjum rætt við forystumenn stjórnmálaflokkanna um hvað væri til ráða kæmi upp sú staða að her- inn færi. Þá hefðu allar umræður um slíkt í raun þótt fjarstæðukennd útópía. Nú gæti hins vegar verið í spilunum að Bandaríkjamennirnir á Miðnesheiði væru að taka saman föggur sínar - með þeim afleiðing- um að íslendingar, sem á herinn hafa stólað, vita ekki sitt rjúkandi ráð. sigbogi@dv.is Gríðarlegt áfall ef herinn færi hins vegar strax farinn að svipast um eftir annarri atvinnu," segir Guðmundur Stefán Gunnarsson sem er kennari í Njarðvíkurskóla. „Það fólk, sem hefur lengi unnið hjá hernum, er vant allt öðmm vinnubrögðum en á hinum hefð- bundna íslenska vinnumarkaði. Hjá hernum er skipulagning hlut- anna allt önnur og unnið eftir öðru kerfi og kannski meira skipulagi. Þetta hefur sín áhrif á fólkið og maður veltir fyrir sér hvort sumir starfsmenn uppi á velli geti hrein- lega sinnt öðrum störfum ef til þess kæmi. Kunna ekkert annað.“ Herinn skapar mikil umsvif Hafsteinn Guðnason. Umsvifm hér í Keflavík, sem fýlgja hernum, eru meiri en flestir gera sér grein fyrir,“ segir Hafsteinn Guðnason, starfsmaður hjá Flutnings- þjónustu Gunnars. Hann segir varnaliðið eiga talsverð viðskipti við það fyr- irtæki sem hann starfar hjá. Sama geti menn hjá nálega flestum fyr- irtækjum á Suðurnesjum sagt. Margfeldisáhrifin af hernum séu gífúrlega mikil. „í einhverju blaði var sagt að aðrir fslendingar störf- uðu ekki hjá varnarliðinu en fá- einir menn sem sópuðu billjarð- stofur. Þetta er einföldun og menn vinna öll möguleg störf þarna. Þú ættir líka til dæmis að sjá alla bílalestina innan úr Reykjavík milli sjö og átta á morgnana þegar á ferðinni er fólk til vinnu sinnar á Keflavíkurflug- velli." Guðveig Sigurðar- dóttir. „Herinn skapar gífur- lega mikla at- vinnu hér á Suðurnesjum og líklega er ekki til sú fjöl- skylda hér að einhver hafl ekki einhver tengsl upp á flugvöll. Því væri gríðarlegt áfall ef herinn færi, sem sjálfsagt verður raunin smátt og smátt," sagði Guðveig Sigurðardóttir, starfs- leiðbeinandi á Hæfingarstöðinni. „í dag er rosalega mikið atvinnu- leysi hér á Suðurnesjum og við megum ekki við meiru. Því verða stjórnvöld að beita sér af fullum þunga í þessu máli. Nóg var að missa allan kvótann á sínum tíma þannig að fiskverkum lagðist hér af að miklu leyti. Jú, sjálfsagt væri gaman ef sú staða væri komin upp að það þyrfti ekki lengur neinn her. Staða mála í heimin- um er hins vegar sú að þannig getum við einfaldlega ekki hugs- að.“ Kunna ekkert annað „í þeirri óvissu, sem nú er rikjandi hér vegna hersins, er fólk auðvitað mjög uggandi um sinn hag. Félagi minn er Guðmundur Stefán til dæmis í Gunnarsson. slökkviliðinu þama upp frá en það hefur alla tíð verið mjög vel launuð og ömgg vinna. Nú er hann „Lengi voru menningarleg áhrif frá hernum ákaflega sterk hér í Keflavík. Bandarík- in eru og ákaflega fjölbreytt samfélag sem aftur smitaðist inn í mannlífið hér. Ég segi stundum að þetta hafi verið einn allsherjar bræðslupottur af menningu, rétt eins og Bandaríkin," segir Rúnar Júlí- usson, tónlistarmaður í Kefla- vík. Einhleypir í gleðistuði Rúnar segir að á bítlatímabilinu, þegar hann var að alast upp, hafi áhrifin frá hernum verið mun meiri en þau eru í dag. Þá hafi til dæmis margir hermenn leigt sér herbergi eða íbúðir niðri í Keflavík. Á öldum ljósvakans hafi menn bæði náð Kanaútvarpi og -sjónvarpi. Sam- neyti Islendinga og hermanna hafi á allan hátt verið miklu meira en nú. „I dag er það orðið ríkjandi fyrir- komulag að hingað til lands koma Bandarísk áhrifsmit- uðu bæjarbraginn í Keflavík lengi. Aronsk- an gekk aldrei eftir. hermenn með fjölskyldur sínar. Hér áður fyrr voru þetta hins vegar meira einhleypir menn sem oft RÚNAR JÚL: „Var að spila á Keflavíkurflugvelli kannski tvö til þrjú kvöld í viku." voru í gleðistuði. Áður gerðist það mjög oft að ég var að spila á Kefla- víkurflugvelli kannski tvö til þrjú kvöld í viku en núna hefur slíkt eklti gerst í mörg ár,“ segir Rúnar. Aronskan Aronskan var kenning eða stefna sem lengi var á floti í íslensku sam- félagi; það er sú hugmynd Arons Guðbrandssonar í Kauphöllinni að Bandarfkjamenn ættu að greiða fyrir að hafa herstöð hér á landi. „Herinn greiddi aldrei peninga til fslendinga með beinum hætti, en þeir komu með öðrum leiðum. Margir hafa orðið rikir af hernum. Fyrir vikið erum við orðin háð ríkj- andi ástandi. En herinn fer einn daginn og vonandi verður það fýrir íslendinga einfaldlega tækifæri til þess að skapa eitthvað nýtt og gera annað." sigbogi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.