Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Page 40
44 ÚVHÉLGAMLA& LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 Fer ekki langt á montinu ÉG ER SVÖÖÖÖNG! María með dóttur sína, Berglindi Rán Helgadóttur. Miðað við munnsvipinn á Berg- lindi virðist hún vera efnileg söngkona sjálf.Takið sérstaklega eftir handahreyfingunum - sú litla nýr saman lófunum og túlkar þannig mikinn tilfinningahita.Mjög„prófessíónar.Enda stelpan sennilega svöng. María Jónsdóttir er söngkona, skála- vörður á hálendinu og nýbökuð móðir. Hún lauk klassísku söngnámi í vor með 8. stigi og endaði efst í sín- um árgangi í Söngskólanum í Reykja- vík með einkunn sem skarar fram úr á heimsmæiikvarða. Sá árangur er ekki síst merkilegur í Ijósi þess að hún tók prófið kasólétt, fékk hríðir um kvöldið og eignaðist stelpu tveim dögum síðar. María ræddi við helgar- ^blaðið um þessa reynslu og einnig ástir á fjöllum, ómannlega læknis- fræði og stelpuslag í söngheiminum. Ég mælti mér mót við Maríu á Austurvelli einn sólardag í sfðustu viku. Á slíkum dög- um verður maður að taka veðrið með í reikninginn og tilheyrandi mannfjölda og því sagði ég við Maríu að skilnaði að ef við kæmum ekki auga hvort á annað þá myndi ég bara hringja í hana og við tala okkur sam- an þannig. Svarið: „Þetta er ekkert mál, ég verð með barna- vagn.“ „Nú? OK,“ svaraði ég og fannst ég verða að leggja eitthvað af mörkum líka. Eftir að hafa . velt fyrir mér örskotsstund sígildum spæj- arafrösum á borð við „Þeir segja að vorið sé hlýtt í Búdapest núna“, sem ku vera notaðir til að sigta út rétta viðmælendur á stefnu- mótum sem þessum, varð nokkuð sjón- rænna ofan á: „Ég verð með rauða rós í linappagatinu." Að vísu ekki alveg satt en það er alltaf gaman að njósnaraklisjum. Skömmu síðar fundum við María eina auða bekkinn á Austurvelli, hún parkeraði barnavagninum fyrir framan sig og leysti frá skjóðunni. Ég þurfti ekki einu sinni að segja henni ísmeygilega að „við kynnum leiðir til að fá hana til að tala". María hefur starfað sem skálavörður á há- lendinu á sumrin við, eins og hún orðar það sjálf, „að þrífa klósett og hugsa um túrista". f „Ég var í hjálparsveitinni í Kópavoginum * og það fóru svo margir krakkar þaðan í skálavarðarstarfið að mér datt í hug að sækja um. Mér líður mjög vel á fjöllum. Það má segja að ég hafi hoppað ofan í djúpu laugina því fyrsta sumarið var ég ein allt sumarið. Ég var í Hrafntinnuskerjum, skála sem er á gönguleiðinni Laugaveginúm, og ég get ímyndað mér að túristunum hafi brugðið þegar þeir komu gangandi og fundu fyrir skálavörð með óstöðvandi munnræpu eftir að hafa verið einn í margar vikur og vantað einhvern að tala við. í fyrra var ég í Land- mannalaugum. Það var meiri vinna en mað- ur var samt. að vinna með öðru fólki svo 4 maöur fékk smáfélagsskap," segir María og finnst það eðlilegri mannlegri samskipti. Ómannleg læknisfræði María er á leið aftur upp á fjöll í næstu viku og er förinni heitið í Landmannalaugar þar sem hún dvelst í sumar, þó ekki sé hún að fara að vinna í þetta skiptið. „Ég verð bara í mömmuleik. Kærastinn minn er búinn að vera þarna í þrjú ár og verður landvörður á friðlandi að ijallabaki í sumar. Reyndar kynntumst við þarna upp frá - fjallarómantíkin lætur ekki að sér hæða!“ segir María og kinkar hlæjandi kolli í átt til barnavagnsins. „Þetta er afrakstur- inn.“ Það eru 12 kflómetrar milli Hrafntinnu- skerja, þar sem María var skálavörður fyrsta sumarið, og Landmannalauga, þar sem kærastinn hennar núverandi var staðsettur. María var ein og leiddist stundum og þá lét hún sig ekki muna um að skokka þessa 12 kflómetra yfir í Laugar, þar sem fleira fólk var. „Það var voða gaman að komast í smá- spjall. Við fórum kannski í laugina og feng- um okkur bjór og urðum voða góðir vinir. Svo var ég niðri í Laugum síðustu tvær vikur sumarsins og þá byrjaði allt að blómstra." Það er svo mikill stuðningur frá barninu upp íþindina að það þarfmiklu minni kraft í hvern tón. Maður þarf hreinlega að hafa minna fyrir því að syngja óléttur, það verður auðveldara. María byrjaði að læra söng 1998, 21 árs gömul. Hún hefur alltaf haft gaman af nám- inu en segist fyrst hafa farið að taka það raunverulega alvarlega þegar hún byrjaði í óperukórnum og fór að syngja með honum í óperuuppfærslum fyrir tveimur árum. Þá fékk hún fyrst nasaþef af því hvernig væri að starfa sem söngkona og áttaði sig á því að kannski gæti hún hreinlega unnið þannig fyrir sér í framtíðinni. Þegar María byrjaði í söngnáminu átti hún að baki stúdentspróf og ár í læknisfræði við HÍ þar sem hún lærði fyrir og gekkst undir hið alræmda sam- keppnispróf fyrsta árs. Hún dæsir þegar hún er spurð um hvernig henni fannst sú lífs- reynsla. ,Æ, ég missti mig hálfpartinn í þessu og varð svo mjög fúl þegar ég komst ekki inn. Ég ákvað að fara ekki aftur. Mér fannst klásusinn ekki mannlegur." - Er söngurinn mannlegri? „Já. Hann byggist meira að segja fyrst og fremst á því. Þetta er svo persónulegt - eng- inn hefur nákvæmlega það sem þú hefur. Hver hefur sitt nef, segja þeir. Þetta er mjög ólíkt." Óléttan hjálpar María var hæst í fimmtán manna árgangi þegar hún útskrifaðist frá Söngskólanum í vor. Hún segir það hafa verið tæpt að henni tókst að útskrifast í ár í stað þess að þurfa að fresta því um ár því hún tók prófið kasólétt. „Ég átti að taka próf fimmtudaginn 1. maí og var sett 6. maí að eiga. Daginn sem ég átti að taka prófið var ég lögð inn á spítala með verki. Barnið þrýsti á nýrum eða eitthvað álíka. Á föstudegi fékk ég að fara heim og hringdi þá í upp í skóla og sagðist vilja fara í próf. Ég fór í próf á laugardaginn og var komin með hríðir um kvöldið. Stelpan mín fæddist svo mánudaginn 5. maí,“ segir Mar- ía og hlær að hinni hröðu atburðarás. Það er ekki of djúpt í árinni tekið hjá henni að þetta hafi verið tæpt. - En hvernig var að syngja svona, komin á steypirinn, sérstaklega í svona stóru prófi? „Ég var dálítið andstutt, enda ekkert rosa- lega mikið pláss þarna niðri,“ segir María glöð í bragði. „En þetta hafðist, greinilega, mér gekk að minnsta kosti frekar vel. Þetta er reyndar svo sem alveg ákjósanlegt ástand til að syngja í. Það er svo mikill stuðningur frá barninu upp í þindina að það þarf miklu minni kraft í hvern tón. Maður þarf hrein- lega að hafa minna fyrir því að syngja ólétt- ur, það verður auðveldara. En allt er náttúr- lega miklu viðkvæmara en venjulega. Maður finnur meira fyrir sér.“ - En tilfinningarnar sem skipta svo miklu máli í söng og túlkun. Óléttar konur eru nú sagðar eiga nóg af þeim í handraðanum. „Já, maður verður ofsalega næmur og til- finningaríkur. Ætli túlkunin hafi ekki stór- batnað við þetta. Þetta gerði mér að minnsta kosti ekkert illt. Ég bjóst við að óléttan myndi setja strik í reikninginn og þetta myndi jafnvel ekki hafast. Þegar ég svo fór í prófið var mér orðið alveg slétt sama. Ég hefði þá bara þurft að bíða í eitt ár í viðbót eftir að útskrifast. Við tökum nefnilega próf frá The Royal Academy of Music í London. Öll stærri próf eru á þeirra staðli og fyrir hvert próf kemur prófdómari frá þeim hing- að. Það er því bara hægt að taka þessi próf á vorin." I prófinu fékk María 140 stig af 150 mögu- legum en þess má geta að meðaltal yfir heiminn frá Royal Academy of Music er 114 stig. Reyndar var árgangurinn svo góður í heild að meðaltalið þar var 129 stig svo sjá má að þetta er ekki bara í nösunum á ís- lenskum söngvurum. Vildi stundum vera með typpi María verður að eigin sögn í mömmuleik í sumar eins og áður kom fram. I haust hyggst hún svo fara aftur í söngskólann og taka þaðan burtfararpróf en þaðan segir hún að leiðin liggi út í frekara nám. í framtíðinni dreymir Maríu svo vitaskuld um að geta lagt sönginn fyrir sig sem ævistarf en henni finnst of langt gengið til að taka undir þegar ég spyr hvort kúrsinn sé ekki bara settur á La Scala sem brosmildum íslenskum tenór verður svo tíðrætt um. „Sjáum til, mig myndi langa til að komast eitthvað út á samning, eignast fleiri börn, syngja í mörg ár og koma svo hérna heim og syngja í Óper- unni í ellinni. Það er því miður afar lítið að gera og engin framtíð hérna heima fyrir söngvara, nema í brúðkaupum og jarðarför- um," segir hún. I frumskóginum í framtíðinni gæti það unnið með Maríu að rödd hennar er í dýpri kantinum, sem er mun sjaldgæfara meðal söngkvenna en hitt. „Eg veit ekki hvort ég er mezzósópran eða dramatískur sópran. Ef ég væri bara að hugsa um að eiga meiri möguleika þá myndi ég reyna að vinna röddina mína meira niður af því að sópranar eru mikið fleiri. Ég býst við að ég geri það en ég legg samt áherslu á háu tónana líka. I söngbransanum eru karlar mun færri en konur og því eiga karlar auðveldara með að koma sér á framfæri. María segir að þar af leiðandi sé mikil samkeppni meðal söng- kvenna. „Stundum vildi ég óska að ég væri með typpi," grínast María og brosir út að eyrum. „Og þó, og þó. En þetta er rosaleg barátta. Ég þarf kannski að fara efla með mér mont og hörku fyrir samkeppnina í framtíðinni. Vera ákveðnari. Ætli ég fari samt ekki varlega í það, ég hugsa að maður fari ekkert of langt á montinu." fin&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.