Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Side 41
LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 DVHELGARBLAÐ 45 K Sjúkdómur aldarinnar Þunglyndi er sjúkdómur aldarinnar, því að það fær mann til að efast um getu sína til að halda áfram Einn þekktasti barnageð- læknir Frakka, Antoine Guedeney, hélt fyrirlestur um geðraskanir barna og ung- linga í Háskóla íslands í lið- inni viku. DV hitti Guedeney að máli og ræddi við hann um orsakir geðraskana, góða for- eldra og hvort menn þyrftu alltaf að vera í góðu skapi. Guedeney er prófessor við Bichat-Claude Bernard háskóla- sjúkrahúsið í París og yfirlæknir barna- og unglingageðdeildarinn- ar þar. I nógu er að snúast á sjúkra- húsinu þvf það sinnir hverfi sem í búa 280 þúsund manns eða nokkurn veginn jafnmargir og allir íslendingar. Antoine segir íbúana flesta vera fátæka og innílytjendur, reyndar reki fólk í hverfinu upp- runa sinn til 80 landa. „í sumum skólum í hverfmu geta börnin ekki talað hvert við annað því engin tvö eiga sama móðurmál. Mikið er um Norður- og Mið-Afríkumenn, Kínverja og fólk frá Sri Lanka. Við sinnum mörgum og höfum mikið að gera.“ Mörg af börnunum í hverfi BCB- sjúkrahússins hafa átt erfiða æsku sakir fátæktar, flótta frá heima- landi og ýmiss konar áfalla. For- eldrana skortir iðulega skilríki og pappíra og eru því bæði tortryggn- ir og hræddir við yfirvöld, þ.á m. lækna. „Það tekur því tíma að byggja upp traust,“ segir Guedeney. „En það er upphafspunkturinn og al- gert skilyrði árangursríkrar með- ferðar í kjölfarið." í starfi Guedeneys reynir bæði á forvarnir og viðbrögð við sjúk- dómum og röskunum. Til að fýrir- byggja geðsjúkdóma er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir ástæð- um þeirra. Fyrsta skrefið er auðvit- að að trúa því að þeir geti verið fyr- ir hendi. „Einhverjum gæti fundist það ósennilegt að hægt sé að tala um geðsjúkdóma í kornabörnum. Frægur enskur geðlæknir útskýrði það með orðunum: „There’s no such thing as a baby.“ Hann átti við það að barn eitt og sér er ekki til, að minnsta kosti ekki í vestræn- um þjóðfélögum. Börn eru alltaf í návist annarra, sem ala önn fyrir þeim. Þau eru alltaf í sambandi við fullorðna. Því er hægt að segja að hjá kornabörnum sé fyrst og fremst um að ræða það sem kalla mætti sambandsraskanir. Þá skortir á eitthvað frá foreldrunum, eins og gefur að skilja. Það skiptir máli að greina þessi vandamál og vinna bug á þeim svo að þau stuðli ekki að einhvers konar geðröskun- um hjá barninu seinna meir." Skilnaðarbörn og góðir for- eldrar Guedeney bendir á að eitt hið mikilvægasta í samskiptum barna og foreldra séu traust tengsl og væntumþykja (e. attachment). Börn leita eftir öryggi og ró hjá for- eldrum sínum þegar þau eru und- ir álagi. „Þetta er ekki endilega auðvelt fyrir marga foreldra því til þess að skynja þessa þörf og sinna henni þarf dálítið næma tilfinningu. Það þarf líka að þekkja barnið til að vita hvenær það þarfnast aukinnar umhyggju. Traust samband af þessu tagi er forsenda þess að barnið öðlist hugrekki til að kanna heiminn sjálft þegar fram líða stundir." Blaðamaður spyr, og gerir sér fulla grein fyrir því hversu ein- feldningslega spurningin hljómar, hvort læknirinn sé ekki einfaldlega að lýsa þarna góðum foreldrum, SEINNITÍMA UPPFINNING: „Um aldir var fólk bara börn og svo fullorðið.Skilin voru skörp. Kröfurnar og ábyrgðin einnig.Á okkar tímum er þetta nokkurs konar millibils- ástand, biðtími eftir þvi að„hefja" lífið. Frestun á fullorðinsárunum. Það gefur fólki tíma til að þroskast og vaxa. Hins vegar geta efi og áhyggjur líka komið upp, tilvistar- kreppa," segir Antoine Guedeney,franskur barnageðlæknir. eins og viðtekinn skilningur á því hugtaki hefur verið? „Það er rétt, en málið er ekki al- veg svo einfalt," segir Guedeney. „Foreldrar þurfa að halda tilfinn- ingum sínum í skefjum og gæta þess að hafa stjórn á sér - springa ekki - fyrir framan barnið. Of mik- il tilfinningasemi getur verið stuð- andi fyrir barnið. Foreldrar þurfa að vera samstiga og sammála um uppeldi barnsins." í gamla daga var sam- félagið fastmótaðra, manni var nánast út- hlutaður staður í tilver- unni og lítið svigrúm var til að efast, láta sig dreyma eða kvíða. Hlutirnir einfaldlega voru. Nú eru miklu meiri möguleikar, valið er komið til sögunnar og stundum fylgir efinn þessu vali. Guedeney segir að miðað við tíðni skilnaða nú, þegar annað til þriðja hvert hjónaband endar með skilnaði, sé þetta skilyrði oft ekki fyrir hendi. Foreldrar geti verið góðir foreldrar að öllu öðru leyti en of margir skilnaðir endi með ósköpum, gráti og gnístran tanna. Færri skilji í vinsemd. Uppnám og ófriðarástand við skilnað getur haft slæm áhrif á börn, jafnvel kornabörn, og aukið líkur á geð- rænum vandamálum síðar. „Foreldrarnir þurfa að vera ör- uggir með sig til að geta veitt barn- inu öryggi. Það getur oltið á því hvernig barnæska þeirra sjálfra var. Ef eitthvað hefur verið að, ég tala ekki um ef fólk hefur verið misnotað andlega eða líkamlega, SKILNAÐUR: Foreldrar geta verið góðir foreldrar að öllu öðru ieyti en of margir skilnaðir enda með ósköpum, gráti og gnístran tanna. hefur það afleiðingar í för með sér. Fólk getur samt komist klakklaust gegnum æsku og unglingsár, feng- ið vinnu og fundið lífsförunaut, þ.e. gengið vel í lífinu. Þegar það svo eignast barn geta afleiðingar öryggisleysisins komið í ljós. Þá er eins og klukkan færist aftur, sjálfs- traustið er ekki fyrir hendi og tengslin við barnið geta skaðast." Valið og efinn Fæðingarþunglyndi er annað sem Guedeney hefur reynslu af sem læknir. Tíunda hver móðir þjáist af fæðingarþunglyndi og virðist sú tíðni vera óháð þjóðfé- lagsgerð. „Fæðingarþunglyndi getur verið mjög vandasamt til meðferðar. Hin nýbakaða móðir finnur fyrir þunglyndinu og hugsar kannski með sér: Ég hef engan rétt á vera þunglynd, ég hef fyrir barni að sjá. Eða: Af hverju líður mér illa, ég ætti að vera svo glöð yfir að vera orðin móðir? Þannig verka ábyrgð- in og samviskubitið yfir því að vera óeðlileg sem olía á eld þunglyndis- ins. Þá skiptir miklu máli að móð- irin fái sem mestan stuðning og aðhlynningu meðan hún byggir upp öryggi sitt á ný.“ Samkvæmt könnunum eiga 12 prósent barna og unglinga undir 18 ára aldri við geðræn vandamál að stríða. Ef einungis er tekið mið af hugsanlegum'birtingarmyndum þess að eitthvað sé að, t.d. of- neyslu vímuefna, brottfalli úr skóla og ótímabærum þungunum, eiga enn fleiri við einhvers konar sálræn vandamál að stríða. „Fyrir bæði börn og unglinga er þessi tala nú 12 prósent í hverju landi, óháð aðstæðum, þótt sjúk- dómarnir birtist mismunandi. Það getur varla verið tilviljun. Hvers vegna vitum við ekki. Þetta getur þess vegna verið eðlileg tíðni. Við skulum ekki gleyma því að vel er hægt að lifa með geðsjúkdómum og sem betur fer hafa fordómar minnkað mikið. Sá sem er geð- sjúkur er ekki bara stimplaður sjálfkrafa vegna þess. Eins og með aðra sjúkdóma veltur virkni fólks á því hversu alvarlegur sjúkdómur- inn er.“ Guedeney rekur það að ungling- urinn er seinni tfma uppfinning og mörg vandamál unglingsáranna voru óþekkt áður. „Þetta er samfélagslegt fyrirbæri og varð til eftir minni bestu vitund við lok 18. aldar í Frakklandi. Um aldir var fólk bara börn og svo full- orðið. Skilin voru skörp. kröfurnar og ábyrgðin einnig. Á okkar tímum er þetta nokkurs konar millibils- ástand, biðtími eftir því að „hefja" lífið. Frestun á fullorðinsárunum. Það gefur fólki tíma til að þroskast og vaxa. Hins vegar geta efi og áhyggjur líka komið upp, tilvistar- kreppa. Þunglyndi er sjúkdómur aldar- innar því að það fær mann til að efast um getu sína til að halda áfram. í raun verður maður sjálfur að ftnna ástæðu eða hvata til að halda áfram. Það var síður þannig í gamla daga. Þá var samfélagið fastmótaðra, manni var nánast út- hlutaður staður í tilverunni og lítið svigrúm var til að efast, láta sig dreyma eða kvíða. Hlutirnir ein- faldlega voru. Nú eru miklu meiri möguleikar, valið er komið til sög- unnar og stundum fylgir efinn þessu vali. En gleymum því ekki að það getur verið gott að efast. Þung- lyndi getur gefið til kynna efa um hvort maður sé á réttri braut og þannig jafnvel haft jákvæðar af- leiðingar ef efinn er réttmætur. Það er ekki rétt að halda að maður þurfi alltaf að vera í góðu skapi," segir Guedeney að lokum. fin@dv.is Suzuki Baleno Wagon 4x4, bsk. Skr. 1/99, ek. 79 þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 8/99, ek. 38 þús. Verð kr. 990 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/00, ek. 32 þús. Verð kr. 1180 þús. M-Benz A-140, bsk. Skr. 7/01, ek. 35 þús. Verð kr. 1490 þús. Hyundai Accent GLS, bsk. Skr. 7/98, ek. 45 þús. Verð kr. 550 þús. Honda HRV, bsk. Skr. 2/02, ek. 31 þús. Verð kr. 1690 þús. Subaru Forester 2,0 AX, sjsk. Skr. 3/98, ek. 89 þús. Verðkr. 1180 þús. Honda Civic Lsi, sjsk. Skr. 2/97, ek. 110 þús. Verð kr. 640 þús. Opel Astra GL station, sjsk. Skr. 4/98, ek. 99 þús. Verð kr. 680 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓///!-------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.