Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9.JÚLI 2003 0TGÁFUFÉLAG: OtgáfufélagiS OV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRTTSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, slmi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, simi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. EFNI BLAÐSINS Höfuðpaurinn hlaut 6 ára fangelsi - innlendar fréttir bls. 4 írönsku systurnar þráðu sjálfstætt líf - erlendar fréttir bls. 8-9 Hátískan í París -fréttir bls. 10-11 Sementið selt - innlendarfréttir bls. 14 Brjóstin fara minnkandi - Fókus bls. 20 Bíó og sjónvarp -Tilvera bls. 34-35 DV Bingó Það er komið « \ bingó á O-röðina I { og þvi spilum við ■ Jr nú allt spjaldið. Atliugið að sam- liliða einstökum röð- um hefur allt spjaldið verið spil- að jiannig aö löluniar sem dregnat hafa verið í bingóleik DV til þessa gilda ó allt spjaldiö. önnur talan sem kemur upp á allt spjaldiö er 13. Þeir setn fá bingó láti vita í síma 550 5000 innan jiriggja daga. Ef fleirl en einn fá bingó er dregið úr nöfnutn þeirra. Verð- laun fyrir bingó á allt spjaldið eru afar glæsileg, vikuferð til Portúgals meö Terra Nova Sól. Islenskir síamstvíburar 1802 Frestun ganga milduð SAMVAXNAR: Síamstvíburar fæddust á Islandi fyrir um 200 árum, eða haustið 1802. Þetta kemur fram í Öldinni okkar og er rifjað upp vegna örlaga írönsku tvíburasystranna sem létust í gær. (slensku síamstvíburarn- ir, stúlkubörn, fæddust á Hellnahól austur undir Eyja- fjöllum og voru „... samvaxnir á hliðunum, allt ofan frá öxl- um og niðurað nafla. Voru þetta stúlkubörn og fæddust þau andvana en Ijósmóðir telur þau hafa verið lifandi allt til fæðingar". Segir enn fremur að tvíburarnir hafi verið nokkuð rétt skapaðir nema stórt skarð hafi verið í vör annars þeirra. Móðirin komst fljótt til heilsu. JAREXjÖNG: Ríkisstjórnin til- kynnti í gær að hún hygðist breyta framkvæmdaáætlun um Héðinsfjarðargöng þannig að þeim Ijúki haustið 2009, en fyrri áætlun hljóðaði upp á að þeim yrði lokið árið 2008. Þrátt fyrir þetta verður því frestað um tvö ár að fram- kvæmdir hefjist þannig að framkvæmdatíminn verður styttur um eitt ár. Þessar breytingar eru gerðar til að „milda" áhrif frestunarinnar á íbúa á norðanverðu Eyjafjarð- arsvæði og aðra sem hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sveitar- stjórnum verður afhent yfir- lýsing ríkisstjórnarinnar um nánari tilhögun framkvæmd- anna á næstu dögum. íbúar fjölbýlishúsa í gíslingu brotamanna Mjög skýr lög um réttarstöðu íbúa fjöleignarhúsa eru nú gagnslaus vegna ákvæða í reglugerð um meðferð per- sónuupplýsinga hjá lögreglu sem tekin voru upp vegna Schengen-samstarfs. Vegna þess er íbúum fjölmargra fjölbýlishúsa nú haldið í gíslingu fólks sem getur í skjóli reglugerðar haldið óáreitt uppi ofbeldi og ónæði án þess að eiga á hættu að verða vís- að úr húsnæðinu. Eitt slíkt mál varðar mann í Kötlu- felli sem greint var frá í DV í gær og hefur verið þrívegis bjargað úr brennandi íbúð sinni af nágranna. Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendaféíagsins, hefur ritað dómsmálaráðherra bréf vegna þess og krefst úrbóta. Snýst þetta um erlend ákvæði sem hér hafa ver- ið tekin upp um réttarstöðu þeirra „Fólk er hrætt og hjálp- arvana og finnst í flest skjól fokið þegar sjálf lögreglan virðist láta persónuhagi brota- og vandræðafólks vega þyngra en rétt þeirra löghlýðnu sem gerast brodegir f samskiptum við aðra íbúa fjölbýlishúsa. íslensk lög kveða á um að húsfélög geti kraf- ist þess að viðkomandi íbúa verði vísað burt úr húsnæðinu, jafnvel þó það sé í hans eigin eigu. Húsfélög þurfa þó að rökstyðja og sanna sitt rnál og til þess hafa menn getað stuðst við lögregluskýrslur. f dag er málum þannig fyrir komið að húsfé- lög geta ekki fengið lögregluskýrslur afhentar til að sanna sitt mál, nema með samþykki og vilja brotamanns- ins. (flest skjól fokið Sigurður Helgi sagði í samtali við DV að hann hefði ritað Birni Bjama- syni dómsmálaráðherra bréf vegna málsins. Þar óski hann eftir því að reglugerð nr. 322/2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu BJAftGVATlUft: RógnvíkJur CiriltMon dró nitytnn* tínr\ m*ðvíiund«tUuMn út úr Ibúö h*w I HWJuf*Ui •flir *ö kv*n»ð i nimi nk*nnMn% i Uug«rd«gskvöl(M aonttbmet+i af<J0 IgjQniOOráun ðKitfðptcAl tf« audtxÍM fsvlft b«stu bli.4 fleiöing*r bh.fi íri UcatUvik rvaöa uppi di. 10 SskJptahöft klaufar Rögnvaldur Eiríksson, íbúií Kötlufellií Reykjavík: Hefur bjargað nágrann- anum í þrígang úr brun Rögnvflldur Eiríkssoa íbúi á fjóröu hmb I Kötíufalli 1 l efra Braiöholti, hefur { þrlgang á fjórum árum bjargaö ná- granna slnum úr bruna I sömu (búð á hæðinni fyrir neðan. Hann bjargaöi nágranna sínum nioóviluntJmtauviuntU úr fbúóinni á brtóju hæð skönunu fýrir núð- n»lU i lauganlag. Uldur hcfur kviknaö f|>es«arl««mu fhdö fjónim alnnuiná fáumúmm. Ég þurftl að fara Inn og draga hann út. Vlö vorum fluttlr d sjúkarhús og settlr I súrefnl. „l>aft cr Urpi ár sfftan ég bjarnaftl rnanninum sftast út úr (búölnnl. |>aö vnr |>r(öjutlaRÍnn cfiír vcrsJun- nrmnnnahelBÍna f fyna. Svo vnr|wö aftur núna á laugardaginn hefiar cj* fann rmnnlnn renulausan innl f brcnnandi fbúöinni og dró hann út* sagöl bjargvætturin Rögnvaldur lUríbiMin. „1>aö var alll oríHÖ ftvnrt af myk og nuður sá ekki nenvt (áa ftcnifmctra íram fyrirsig. ilann hcf- ur greinllega vaknaö og reynt aö komavi fram cn mfcwi wnuna á leiöinul Eg Jmrfti aö iara inn og draga lunn út. Viö voruin Uutiirá sjúkárhtU og settir f súrefnl. Eg er hafl kvlknað i rúminu hjá mannin- um eftir aö hann sofnaöi út fcá log- andiftágarvltu. .FyrirtAdega Qómmámmslökkti cldinn svo fljóu. Fyrir um nex árum kvikuflói svo Ilka f hjá þessum san w manni en |wi var cg okkf fluthir i hiisiö. baö eru aliir fbúamir orönlr Rögnvaidur scglr aö______ tnjög varir um *ig vegna l hættunnar og tdökkvitUiki haf komiö upp framan DV í GÆR: Ibúi f Kötlufelli hefur bjargað nágranna slnum margsinnis vegna bruna út frá sígarettu. Ibúar hússins geta ekkert gert til að koma þessum nágranna úr húsinu þar sem hann nýtur skjóls af reglugerð vegna Schengen-samstarfs. verði endurskoðuð og breytt. Vísar hann máli sínu til stuðnings í grein sem hann ritaði ásamt Hrund Krist- insdóttur lögfræðingi og birtist í Lögreglumanninum 1. tölublaði 2003 undir yfirskriftinni „Skálka- skjól" en þar segir m.a.: „Þess eru dæmi að fólk þori hvorki að æmta né skræmta í langan tíma af ótta við hefndaraðgerðir. Fólk lendir hreinlega í gíslingu, íbúðir verða óseljanlegar, hvorki er hægt að vera né fara. Fólk þorir varla að leita réttar síns. Þegar það loks herðir sig upp í það þá eru því nú stundum bannaðar bjargimar hvað sönnunargögn snertir. Fólk er hrætt og hjálparvana og finnst í flest skjól fokið þegar sjálf lögreglan virðist láta persónuhagi brota- og vand- ræðafólks vega þyngra en rétt þeirra löghlýðnu til að búa ( friði og nota lagaleg úrræði gagnvart hinum brotlegu." Brotamenn verndaðir Sigurður segir að umrædd reglu- gerð hafi valdið því að úrræði húsfé- laga samkvæmt 55. gr. fjöleignar- húsalaga nr. 26/1994 gagnvart brot- legum eigendum eða fbúum hafi í mörgum tilvikum reynst orðin tóm. Hann segir að Lögreglan í Reykjavtk hafi ítrekað synjað Húseigendafé- laginu um lögregluskýrslur í slíkum tilvikum og byggt á því að ekki sé heimilt að afhenda þær nema með samþykki þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. „Þar stendur hnífúrinn í kúnni. Brodegur eigandi, sem húsfélag er að reyna að koma út úr húsi, þarf að veita samþykki sitt fyrir því að nota megi lögreg^uskýrslur sem sönnun- argagn gegn honum." Sigurður segir þetta fáránlegt enda sé augljóst að erfitt geti reynst að fá samþykki brotamanns fýrir því. Eigi að síður eru lögregluskýrslur aðalsönnunargögnin í slíkum mál- um og sönnunarkröfúmar eru ríkar. Því er mjög brýnt að sögn Sigurðar að fá einnig skýrslur þegar lögregla hefúr afskipti af brotlegum eiganda að eigin frumkvæði eða er tilkvödd af öðrum. f þeim tilvikum eru ástæðumar og brotin yfirleitt alvar- legust og gjaman fíkniefni, ofbeldi og þjófnaður með spilinu. hkr@dv.is Reykur í Flugleiðaþotu á leið frá Portúgal: Farþegar brotnuðu saman Flugleiðaþotu sem var að koma frá Faro í Portúgal í gær með 196 far- þega var snúið við skömmu eftir flugtak. Um 10 minúrnm eftir flugtak gaus upp reykur í miðju farþegarýminu. „Ég varð hrædd og svo var um fleiri. Þegar vélin var lent brotnuðu sumir farþeganna saman og há- grétu. Ég og samferðafólk mitt sát- um nær ffemst og rétt fúndum reykjarlykt. Þeir sem sátu aftar f vél- inni, þar sem reykurinn var mestur, sögðust hafa átt í erfiðleikum með að ná andanum," sagði Ragnhildur Guðrún Bogadóttir, einn farþeg- anna, í samtali við DV í gærkvöld. Þotunni var snúið við um leið og reyksins varð vart. Reyndu flugfreyj- ur að róa farþegana. Þeim var upp- álagt að sitja kyrrir í sætum sínum eftir lendingu. „Síðan var okkur sagt að hraða okkur út í einum grænum. Hirða ekki um handfarangur eða neitt," sagði farþeginn. Þá voru margir farþegar í uppnámi og þurftu áfallahjálp sem þeim var veitt, Flugvirkjar Flugleiða sem staddir voru ytra unnu að því í nótt að kanna ástæður þessarar bilunar. FLUGATV1K: Reykur olli skelfingu um borð í Flugleiðavél. Guðjón Amgrímsson, blaðafúiltrúi Flugleiða, sagði þó ekkert hægt að staðfesta um hvað gerst hefði. Til stóð að fara f loftið með farþegana um kl. 9 nú í morgun og lenda í Keflavík um hádegisbil. sigbogi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.