Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ2003 275 milljóna króna samningur STÓR SAMNINGUR: Air Atlanta hefur gert samning við alsírska flugfélagið Air Algerie um leigu á tveimur Boeing 747- 200 flugvélum og þjónustu við þær. Flogið er á milli Parísar og Algeirsborgar og hófst flugið í byrjun þessa mánaðar. Auk flugvélanna tveggja leggur Air Atlanta til áhafnir vélanna, við- hald og eftirlit auk trygginga. Samningurinn gildirfram í miðjan septemberá þessu ári. Heildarverðmæti samningsins er um S,6 milljónir Bandaríkja- dala eða um 275 milljónir ís- lenskra króna. JÚMBÓ: Flugvél Air Atlanta af gerð- inni Boeing 747-300 sem er svipuð vél og er f leigusamningi við Air Algerie. Fiskidagur á Dalvík DALVÍK: Mikið verður um dýrðir á Dalvík laugardaginn 9. ágúst þegar þar verður haldinn Fiski- dagurinn mikli. Öllum lands- mönnum er boðið en nær fjórt- án þúsund manns sóttu hátíð- ina í fyrra. Dagurinn verður með svipuðu sniði og áður. Fólki er boðið í mat og á boðstólum erfjöldinn alluraf gómsætum fiskréttum. Flestir réttir eru nýir en þeir sem hafa slegið í gegn verða áfram. Yfir- kokkur verður sem fýrr stórsnill- ingurinn Úlfar Eysteinsson á Þremur Frökkum í Reykjavík. „Hátíðin er að festa sig sífellt betur í sessi og við búumst við allt að fjórtán þúsund gestum að þessu sinni," sagði Júlíus Júl- íusson, framkvæmdastjóri Fiski- dagsins mikla, í samtali við DV. Þungir dómar féllu í Héraðsdómi Reykjaness: Höfuðpaur málsins fékk sex ára fangelsi í HÉRAÐSDÓMI: Þungir dómar féllu I fíkniefnamáli í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Sex voru dæmdir. Þyngstu dómarnir voru sex, þriggja og tveggja ára fangelsi. DV-mynd GVA Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson í sex ára fangelsi, systur hans, Angelu Koeppen Brynjarsdóttur í þriggja ára fangelsi og Hafstein Ingimundarson í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutn- ing og fleira. Fjórir aðrir hlutu vægari dóma. Stefán Ingimar, sem er 28 ára, var dæmur fyrir stórfelld fíkniefnabrot með því að hafa flutt tæp sex kíló af amfetamíni og 930 grömm af kóka- íni til landsins. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa 300 grömm af kókaíni í vörslum sínum. Stefán neitaði sök alla tíð og neitaði enn fremur að tjá sig um málið fyrir dómi. Dóminum þótti sannað að Stefán hefði verið aðalmaðurinn íþessari skipulögðu brotastarf- semi. Hins vegar hleraði lögreglan sím- töl hans við Hafstein og systur hans og í þeim kom greinilega fram að Stefán stóð að þessum innflutningi og skipulagði hann með aðstoð þeirra. Dóminum þótti sannað að Stefán hefði verið aðalmaðurinn í þessari skipulögðu brotastarfsemi sem fólst m.a. í því að fíkniefni vom flutt til landsins í niðursuðudósum frá Þýskalandi og voru ætluð til sölu hér á landi. Stefán flýði land undir rannsókn annars máls árið 2000 sem varðaði innflutning hans og tveggja annarra manna á fíkniefnum frá Mexíkó og vom þeir tveir dæmdir á sínum tíma í tveggja og þriggja ára fangelsi. Hlutur Stefáns var hins veg- ar tekinn með í þessu máli þar sem lögreglan hafði ekki uppi á honum fyrr en í febrúar í fyrra þegar hann var handtekinn í Hollandi. Nauðsynlegur hlekkur Angela Koeppen, sem er 24 ára, var nokkurs konar umboðsmaður bróður síns hér á landi og nauðsyn- legur hlekkur í skipulagðri brota- starfsemi þar sem Stefán gat ekki sjálfur komið til landsins vegna fyrri brota. Hún tók á móti ágóða af ffkniefnasölunni og kom þeim pen- ingum til Stefáns í Þýskalandi. Hún kom nokkmm sinnum til landsins á þessu tímabili, skipulagði inn- flutninginn og kom boðum á milli manna. Dómurinn taldi að hún hefði liðkað fyrir innflutningi fikni- efnanna með háttsemi sinni en einnig var hún dæmd fyrir pen- ingaþvætti. Hafsteinn Ingimundarson er 34 ára en hann sá um dreifingu og sölu á efnunum hér á landi. f dóm- inum segir að hann hafi gengið ákveðið til verks og að ásetningur hans hafi verið einbeittur. Hann játaði hins vegar strax á sig brotin, var samvinnufús við rannsókn málsins og stuðlaði að því að málið upplýstist og tekið var tillit til þess. Sá sem fékk 18 mánaða fangelsi tók að sér að flytja fíkniefnin á milli staða en neitaði að hafa vitað fflcni- efni væm í niðursuðudósunum. Dómurinn taldi hins vegar að hon- um hafi ekki geta dulist það. Hann hafði beðið vin sinn um að geyma efnin og greiddi honum 150 þús- und krónur fyrir. Þá átti hann ftmd með Hafsteini um skipulagningu málsins og krafðist milljón króna greiðslu fyrir sinn þátt. Ágóðinn gerður upptækur Umræddur vinur hlaut 12 mán- aða fangelsi fyrir að taka á móti einni sendingu af fíkniefnum. Dómurinn sagði þó að ekki væri hægt að slá því föstu að hann hefði gert sér grein fyrir að um svo mikið Dómurínn taldi að Angela hefði liðkað fyrír innflutningi fíkni- efnanna með háttsemi sinni. magn væri að ræða og að hann hefði flækst inn í málið á tilviljun- arkenndan hátt. Þá hlaut 24 ára vinkona Angelu 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa tekið á móti fíkniefn- um á heimili sínu gegn greiðslu og skilið þau eftir á bflastæði Kringl- unnar þar sem þau vom sótt. 41 árs karlmaður hlaut 10 mánaða fang- elsi fyrir að geyma fflcniefni gegn því að hann mætti nota eins mikið af þeim og hann vildi en einnig var hann dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi. Stefán Ingimar, Angela og Haf- steinn höfðu öll setið í gæsluvarð- haldi undir rannsókn málsins og kemur sú vist þeirra til frádráttar fangelsinu. Þá vom fíkniefnin gerð upptæk auk tæps sex milljóna króna ávinnings brotanna. Lagaprófessor segir lögsögu Islendinga klára Ekki er hægt að rétta hér á landi í máli bandarísks varnarliðs- manns sem ákærður er fyrir til- raun til manndráps í Hafnar- stræti í byrjun júní sl. Þetta er mat Sveins Andra Sveinssonar hrl. sem skipaður hef- ur verið verjandi mannsins. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi afsalað Iögsögu íslendinga í þessu máli til bandarískra heryfirvalda. Þá þjóðréttarlegu stöðu verði að virða og starfa samkvæmt. Þver- girðingsleg afstaða ríkissaksóknara í þessu máli sé óskiljanleg, en emb- ættið hefur neitað öllum málaleit- unum íslenskra stjórnvalda um að málinu verði vísað til hersins á Keflavíkurflugvelli. Málið er hins- vegar mjög umdeilt lögfræðilega og skiptar skoðanir em um hver hafi í raun lögsögu í því. Óviðeigandi Ákæra í málinu var birt í Héraðs- dómi Reykjavflcur í gær. Þar er vamarliðsmaðurinn ákærður fyrir eiga hlutdeild í því að íslendingur var, aðfaranótt 1. júní, stunginn fimm hnífstimgum. Mál þetta er farið að draga vem- legan dilk á eftir sér. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytis, hefur skrifað bréf til forsætisráðuneytis og fleiri stofnana þar sem farið er hörðum orðum um afstöðu rík- issaksóknara í þessu máli. Er látið að því liggja að mál þetta geti haft slæm áhrif á viðræður um varnarsamstarfið. Segir og að ótví- ræðar lagaheimildir feli öll mál sem tengjast Vamarliðinu f hendur ut- anríkisráðherra. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði við blaða- menn í gær að sú tenging væri að sínu mati óviðeigandi. Verkin tala Jónatan Þórmundsson lagapró- fesor segir að íslendingar hafi klára lögsögu í þessu máli. Búið sé að snúa við þeirri meginreglu Varnar- samningsins að Islendingar hafi yfir Bandaríkjamönnum að segja sem fremja afbrot. Bæði af samn- ingnum, sem hefur lagagildi, og lögum frá 1954 megi draga þá ályktun að í fyrsta lagi hafi ríkissak- sóknari ótvírætt ákæmvald vegna brotamála sem upp koma utan varnarsvæða og í annan stað hafi hann rétt til að hafna beiðni að lok- inni vinsamlegri athugun á málum, rétt eins og vamarsamningurinn gerir ráð fyrir. „Ég tel að bréf utanríkisráðu- neytisins hafi verið mistök og laga- túlkunin þar röng," sagði Jónatan. Hann sagði að hins vegar bæri þetta mál ýmis merki um þrákelkni Bandaríkjamanna; að mál sem tengdust þeim ættu ekki aðrir en bandarískir dómstólar að fjalla um. Slflct væri í seinni tíð að verða hluti af ákveðnu mynstri. Hjá embætti ríkissaksóknara vildu menn ekkert láta hafa eftir sér um afstöðu embættisins í þessu máli sem svo víða er farið að valda titringi. „Við látum verkin tala,“ sagði Kolbrún Sævarsdóttir sak- sóknari. sigbogi@dv.is Jónatan Þórmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.