Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ2003 Á Lf © í AÐGERÐ: Laleh og Ladan voru spenntar fyrir aðgerðina örlagaríku en þær vissu að hún gæti haft alvarlegar afleiðingar. Hér sjást þær á einni af síðustu myndunum sem til er af þeim á lifi. SVÆFÐAR: Dr. Alex Lee til vinstri og dr. Ong Biauw Chi til hægri stjórna svæfingu á slamstvlburunum en dr. Ben Carson fylgist með I baksýn. Aðgerðin, sem fram fór á Raffles-sjúkrahúsinu I Singapúr, átti að taka allt að 48 klukkustundum en lauk fyrr en ætlað var vegna þess að systurnar lifðu hana ekki af. frönsku systurnar Laden og Laleh Bijani dóu báðar skömmu eftir að samvaxin höfuð þeirra voru aðskilin á Raffels-spítalan- um í Singapúr í gær. Laden dó skömmu eftir að höfuðin voru aðskilin og hin systirin lifði nokkrar klukkustundir en missti mikið blóð og lífi hennar varð ekki bjargað. Þær voru 29 ára. Áður voru þýskir læknar búnir að rannsáka möguleika á að aðskilja systurnar en sögðu aðgerðina alltof hættulega til að leggja í hana. Tilraun læknanna í Singapúr vakti heimsathygli enda fylgdust fjölmiðlar með öllum undirbúningi og lágu læknarnir ekki á liði sínu að auglýsa fyrirhugaða aðgerð sem mest og best. Helmingslíkur voru taldar á að önnur hvor systranna myndi lifa eða jafnvel báðar. Laden var málgefin og hafði unun afað elda mat en Laleh var þögul og jafnvel einræn og hafði litla ánægju af eldhússtörfum. Systumar vom fæddar í suður- hluta írans og vom af fátæku for- eldri. Höfuð þeirra vom samvaxin. Þær vom með tvo heila en sama slagæðin lá til beggja heilanna og nærði þá. Eitt aðalvandamál lækn- anna var að búa til nýja slagæð í heila annarrar stúlkunnar. Var æð tekin úr læri hennar og átti að græða hana við heila þeirrar sem ekki naut gömlu æðarinnar við eft- ir aðgerðina. Fjölskylda samvöxnu systranna hafði ekki efni á að láta aðskilja þær á unga aldri svo að þær neyddust til að lifa með samvaxin höfuð með öllum þeim vandamálum sem því fylgja. Þær vom duglegar og námfúsar og luku báðar námi í lög- fræði frá háskólanum í Teheran. Jafnframt reyndu þær og aðrir, sem létu málefni þeirra til sín taka, að fá lækna og stofnanir til að að- skilja samgróin höfuð þeirra. Árið 1996 gerðu þýskir læknar nákvæma rannsókn á hvort hægt væri að gera nauðsynlega aðgerð en úrskurður þeirra var sá að aðgerðin væri svo hættuleg að annaðhvort myndu systumar deyja eða lifa við heila- dauða. Ólíkar að eðlisfari En systurnar vom staðráðnar í að láta aðskilja sig og kváðust heldur vilja hætta á dauða eða heiladauða en að lifa áfram í því ástandi sem batt þær sterkari böndum en þær kærðu sig um að lifa við. Að lokum féllst læknir í Singapúr á að taka að- gerðina að sér með aðstoð fjöl- margra lækna og sérfræðinga sem allir gegndu tilteknum hlutverkum við aðgerð sem standa átti yfir í fjóra sólarhringa. Systurnar áttu níu systkini og vom fæddar í bænum Firouzabad í íran. Þær vom ætíð undir læknis- hendi í Teheran og fjölmiðlar þar í landi fylgdust grannt með uppvexti þeirra og framfömm. Þær vom skapgóðar og lífsglaðar hnátur og vom sífellt með sár og marbletti á höndum, fótum og andliti því að þær vom sídettandi við leiki og störf. Þær höfðu tvo sjálfstæða heila og ætluðu ekki alltaf að halda í sömu átt. Síamstvíburar aðskildir frönsku sfamstvfburamir iiföu ekki af tilraun til aö aðskilnaöar og létust á annarri nótt aögerðarinnar sem fram fór f Singapúr. Læknar höfðu rekist á ýmsar hindranir og gengið hafði hægar en áætlað hafði veriö fyrsta sólarhring aðgerðarinnar. REUTERS# Heimild David Rini, John Hopkins University Síamstvíburarnir Laleh og Ladan Bijani voru 29 ára og samvaxnar á höfði. Þó a6 höfuðkúpur þeirra hafi veriö samvaxnar höfðu þær aðskildaheilasem gerðiþaðaðverkum aðlæknartöldu aðskilnaðinn mögulegan. Ladan Laleh I t; 1 ? i \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.