Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ2003 fRÉTTIR 9 18 m Í0' ; W Samvaxið höfuðið séð aftan frá Heilinn Fyrsta stig aðgerðarinnar fólst m.a. í að opna samvaxna höfuðkúpu tvíburanna til að komast að heilanum. Þetta tók lengri tíma en búist hafði verið við vegna þess að höfuð- kúpubeinin voru þykkari en haldið hafði verið/ sérstaklega þar sem þau voru samvaxin. ieimild David Rini, John Hopkins University Nærmynd af heilaaðskilnaði Samnýttar aeöar Afturþykktarhola Næsta stig var að aðskilja heilana tvo. Æð úr hægri mjöðm Ladan átti aö nota í stað mikilvægrar æðar sem var sameiginleg heilum beggja tvfburanna. Sfðan átti að endurbyggja höfuðkúpurnar með vöðva- og húðígræðslum. Luku háskólaprófi „Við höfum ólíka sýn á líf okkar,“ sagði Laleh í síðustu viku þegar hún útskýrði fyrir blaðamönnum hvers vegna þær vildu taka áhætt- una sem fylgdi aðskilnaði þeirra. Laden bætti við hlæjandi að þær væru í raun andstæður. í skóla svindluðu þær auðveld- lega í prófum með því að hvísla svörum hvor að annarri. Kennarar og prófdómarar fengu ekkert að gert. Yfirvöldin úrskurðuðu að ómögulegt væri að systurnar færu hvor í sína greinina í háskóla eða fengju hvor sín réttindin að prófum loknum. Því var þeim gefinn kostur á að taka sameiginlegt próf í lög- fræði frá háskólanum í Teheran og fá sameiginleg réttindi. Þótt draumur Laleh væri að nema fjölmiðlafræði og gerast blaðamaður féllst hún á að nema lögfræði því að Laden var staðráðin í að gerast lögfræðingur. Samvöxt- urinn gerði þeim erfitt fyrir um margt og námið gekk ekki þrauta- laust þótt ekki skorti þær gáfurnar. Þær luku háskólanámi á sex og ískóla svindluðu þær auðveldlega í próf- um með því að hvísla svörum hvor að annarri. Kennarar og prófdómarar fengu ekkert að því gert. Síðastliðinn mánudag töldu læknarnir í Singapúr að þeir gætu framkvæmt aðgerðina og byrjuðu á að taka æð úr læri Laden og tengja hana hennar eigin æðakerfi, sem þá yrði sjálfstæð heild, en hin systirin átti að halda slagæðinni sem áður nærði heila þeirra beggja. Allt fór þetta á versta veg og báðar systurnar eru látnar. HINSTA KVEÐJAN: Umsjónarmaður Laleh og Ladan Bijani kyssir þær I kveðjuskyni áður en þær voru teknar í aðgerð til að aðskilja þær á sunnudag. Þetta reyndist því miður vera hinsta kveðja því að hvorug lifði aðgerðina af. Áður voru þær búnar að segja vinum sínum að þótt þær lifðu sjálfstæðu lífi myndu þær aldrei yf- irgefa hvor aðra. Þær voru orðnar svo nátengdar að algjör aðskilnað- ur var óhugsandi þótt þær þráðu ekkert heitar en að höfuð þeirra væru aðskilin. Samt voru þær að sumu leyti ólíkir persónuleikar. Ætlunin var að flytja aftur til Teheran og búa þar saman í íbúð en stunda samt sína atvinnuna hvor. Önnur ætlaði að verða blaða- maður og hin að stunda lögfræði- störf. Allar þær vonir eru nú að engu orðnar og eru systurnar nú syrgðar um allan heim. VILDU AÐSKILNAÐ: Þær Ladan (til vinstri) og Laleh Bijani vildu hætta lífi sínu til að reyna að fá aðskilnað. Þær höfðu lifað saman f 29 ár, voru orðnar leiðar á samlífinu og voru þess vegna tilbúnar til að reyna allt til að lifa hvor f sfnu lagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.