Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MENHtNG 15 I I 1 ii • Mennmg Leikhús - Bókmenntir - Myndiist - Tónlist - Dans Skálholtstónleikar: Dularfulla © TÓNUSTAKGA&XSÝNl JónasSen I I Fjögur tónskáld voru fengin til að semja tón- list við kveðskap Ólafs Jónssonar á Söndum (1560-1627), en hann var virt skáld í Skálholti á tímum Brynjólfs Sveinssonar biskups. Afrakst- urinn var opinberaður á tónleikum í Skálholts- kirkju á laugardaginn var og voru flytjendur Sönghópurinn Gríma, sem samanstendur af Kirstínu Ernu Blöndal, Guðrúnu Eddu Gunn- arsdóttur, Erni Arnarsyni og Benedikt Ingólfs- syni. Einnig voru sjö hljóðfæraleikarar á ferð- inni og var þeim stjórnað af Bernharði Wilkin- son. Raddir hljóðfæranna voru að mestu tilgangslaust skraut, svo ómarkvissar að einfaldar laglín- urnar nutu sín ekki. Fyrst á dagskrá voru verk eftir Þuríði Jóns- dóttur, Tvö kvæði af tveim undarlegum böm- um, Kvæði um nfu mannsins óvini, Nokkur raunakvæði og Enn eitt nytsamlegt huggunar- kvæði. Þuríður sló eftirminnilega í gegn með trúarverki sínu, Rauður hringur, á tónlistardög- um Dómkirkjunnar fyrir noJdcru en tónsmíð- arnar sem nú vom fluttar ollu nokkmm von- brigðum. Raddir hljóðfæranna voru að mestu tilgangslaust skraut, svo ómarkvissar að ein- faldar laglínurnar nutu sín ekki og er því ekki hægt að segja að margt hafi gerst í tónlistinni. Ekld bætti úr skák að söngvararnir vom ekki al- mennilega komnir í gang, Benedikt virkaði eins og hann væri nývaknaður og í Guðrúnu Eddu heyrðist alls ekki nóg í Kvæðinu um níu manns- ins óvini. Sem betur fer lagaðist þetta er á leið. Best var marimban, en hún dýpkaði stemning- una í raunakvæðunum og var það Steef van Oousterhout sem spilaði fallega á hana. Eftir Tryggva M. Baldvinsson vom þrjár tón- smíðar, Alleina til Guðs set trausta trú, Misst hef eg mengrund svo þýða og Kvæði um sum- arið. Uppbygging verkanna var mun meira sannfærandi en þau sem Þuríður samdi, stfg- andin hnitmiðaðri og undirleikshijóðfærin bet- ur nýtt. Básúnan, sem Oddur Björnsson spilaði á, myndaði skemmtilegt mótvægi við söng- raddirnar og ísmeygilegir, liggjandi orgeltónar með smá krúsídúllum frá Douglas A Brotchie lífguðu upp á. Verk Huga Guðmundssonar var líka áhrifa- mikið en það bar nafnið Mjög hneigist þar til mannslundin hrein. Hvert erindi var sjálfstæð tónsmíð þótt allt væri rammað inn af dularfullu Steingrímur og Eggert meðal útvalinna GERÐARSAFN: Listamennirnir Steingrímur Eyfjörð og Eggert Pétursson eru meðal þeirra 24 norrænu listamanna sem valdir hafa verið til að taka þátt í farand- sýningunni Carnegie Art Award 2004. Sýningin verður sett upp hjá öllum Norðurlandaþjóðunum. Hún hefst í Konstakademien í Stokkhólmi 15. október í ár og lýkur í Helsingin Taidehalli í Eggert við eitt verka sinna. Helsinki 9. janúar 2005. (Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, verður hún á tímabilinu 5. desember 2003 til 22. febrúar 2004. Dóm- nefndin kemur saman í lok ágúst til að útnefna þrjá listamenn til verðlauna og einn styrkþega. Fyrstu verðlaun nema 1 milljón sænskra króna, önnur verðlaun eru 600 þúsund s.kr. og þau þriðju 400 þúsund s.kr. Styrkur að upphæð 100 þúsundum s.kr. fell- ur í skaut listmanni af yngri kyn- slóðinni. gun@dv.is SÖNGHÓPURINN GR(MA: Benedikt Ingólfsson, Kirstín Erna Blöndal, Örn Arnarson og Guðrúnu Edda Gunnarsdóttir. klukknaspili og strengjaþyt. Klukknaspilið var ákaflega fagurt og í byrjun hélt ég að þetta væru sjálfar kirkjuklukkumar að óma úr turninum fyrir ofan. Framhaldið var eftir þessu, tónlistin allan tímann hófstillt en sérlega grípandi, aldrei Hvert erindi var sjálfstæð tónsmíð þótt allt væri rammað inn afdularfullu klukknaspili og strengjaþyt. af þeirri gerðinni sem er troðið af svo yfirgengi- legri tilfinningasemi ofan í hlustandann að honum finnist að það sé verið að leggja hann í einelti. Þvert á móti var tónlistin þannig að mann virkilega langaði til að heyra hana aftur. Sfðastar á dagskrá voru þrjár tónsmíðar eft- ir Báru Grímsdóttur, Hugsun kalda hef eg að halda, Mikils ætti ég aumur að akta og Sjálfur Drottinn sannleikans. Bára er hálfgerður mínímalisti sem hér hefur byggt tónlist sína á endurtekningum, kom það ekkert illa út og minnti útkoman stundum á Carmina Burana. Kraftmikill trumbuslátturinn, sem var mest áberandi hluti undirleiksins, var líka verulega hressilegur og veitti ekki af þar sem tónleikarn- ir voru orðnir óhóflega langir er hér var komið sögu. Hugsanlega hefði farið betur að skipta efnisskránni í tvennt, hafa tvenna tónleika og fylla upp í með endurreisnartónlist - hver segir að nútímatónlist þurfi alltaf að vera í afmörk- uðum bás þar sem ekkert annað má vera með? Orð, tónar og kvikar myndir Hvíta tjaldið verður vígt í Síldarminjasafninu á Siglufirði næstkomandi laugardag. Hvíta tjaldið er sýningartjald í Gránu, bræðsluhúsi safnsins. Þar verður framvegis sýnd kvikmynd Þorgeirs Þorgeirsonar, Maður og verksmiðja. í tilefni þessa verður dagskrá flutt í Sfld- arminjasafninu, Þorgeiri til heiðurs, en hann varð sjötugur ívor og verður viðstaddur þessa at- höfn. Fjölmargir lista- og fræðimenn munu koma fram í dagskránni sem verður fléttuð sam- an úr orðum, tónum og kvikum myndum. Dag- skráin hefst kl. 13.00 og stendur fram til kl. 23.00 með hléum þar sem boðið verður upp á dans, músík, kaffi & kleinur og kjötsúpu og að henni lokinni verður boðið í miðnætursiglingu um Qörðinn. Meðal þeirra sem koma fram í dagskránni eru: Anna Signður Einarsdóttir leikkona, Ari Halldórsson kennari, Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur, Eggert Þorleifsson leikari, Hákon Már Oddsson kvikmyndagerðarmaður, Rósa Jóhannesdóttir fiðluleikari, Tómas Gunnarsson lögfræðingur, Viðar Eggertsson leikstjóri, Vilborg Dagbjartsdóttir skáld, Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður og Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri Síldarminja- safnsins. Sunnudaginn 13. júlí verða kvikmyndirnar Maður og verksmiðja og Samræða um kvik- myndir sýndar til skiptis á hvíta tjaldinu í Gránu, frá kl. 10 til 18. gun@dv.is Þorgeir Þorgeirson. Suzuki Grand Vrtara, 3 d., bsk. Skr. 5/00, ek. 45 þús. Verð kr. 1370 þús. Toyota RAV4, bsk. Skr. 6/96, ek. 112 þús. Verð kr. 970 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sfmí 568-5100 Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 46 þús. Verð kr. 690 þús. Suzuki Liana, bsk. Skr. 2/02, ek. 10 þús. Verð kr. 1380 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 6/96, ek. 93 þús. Verð kr. 890 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 1/98, ek. 91 þús. Verð kr. 990 þús. Daewoo Leganza, sjsk. Skr. 5/98, ek. 56 þús. Verð kr. 950 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.