Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 18
T 18 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ2003 Auðugt samfélag, þróað en nískt ísland er annað þróaðasta land í heimi samkvæmt nýrri skýrslu Þróunarhjálpar Sameinuðu þjóðanna um þróun lífsgæða. Aðeins Noregur er ofar á lista. Vísitalan um þróun lífsgæða byggir á helstu þáttum sem marka lífsgæði, t.d. lífslíkum, menntun og tekjum á mann. Staða Islands er betri á öll- um þeim sviðum en áður var. ísland var fyr- ir þessa mælingu í 7. sæti á þessum lista 175 landa. Röð þjóðanna byggir á tölum frá ár- inu 2001. Þau lönd sem koma næst á eftir fs- landi á listanum eru Svíþjóð, Ástralía og Holland. Bandaríkin eru í 7. sæti, Danmörk í því 11., Bretland í 13. og Finnland í 14. sæti. Á botni listans eru 30 af 34 löndum í Afríku, sunnan Sahara. Þessi niðurstaða sýnir að íslendingar búa við mikla efnahagslega velmegun, hátt menntunarstig og góða heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu. Athyglisvert er einnig að hin nýja skýrsla Þróunarhjálparinnar sýnir að Island er í fyrsta sæti meðal þjóða hvað varðar möguleika kvenna til áhrifa. Þótt enn skorti talsvert á jafna stöðu kynjanna hér á landi hefur mikið áunnist. Niðurstaða skýrslunnar er hvatning til frekari framþró- unar. Þótt staða íslenskra kvenna sé betri en annarra er talsvert verk óunnið. í skýrslunni kemur m.a. fram að konur á Alþingi eru ekki nema um þriðjungur þingmanna og svipað á við um konur í hópi stjórnenda. Um það þarf ekki að efast að Islendingar eru í hópi auðugustu þjóða og um leið vel aflögufærir þegar kemur að aðstoð við þær þjóðir sem lakast hafa það, þjóðir sem eru þrúgaðar af fátækt, sjúkdómum og mennt- unarskorti. Fátæk ríki bera vissulega ábyrgð á eigin stöðu enda ófremdarástandið oft af mannavöldum, vondu stjórnarfari og kúg- un, stríðsrekstri og öðru í þeim dúr. Með vel undirbúinni þróunaraðstoð, samhliða kröfu um bætt stjórnarfar, geta auðugu rík- in hins vegar aðstoðað þau sem verr eru sett. Framfarir tengjast lýðræðisþróun, auk- inni menntun, bættri heilbrigðisþjónustu og mannréttindum. Hin vellauðuga og þróaða þjóð er nísk þegar til kastanna kemur. Hún er góð í orði en tekur fyrir augun og lokar buddunni þegar kemur að vanda fátækra þjóða. Tilmæli Sameinuðu þjóðanna til iðnríkja eru að a.m.k. 0,7% af þjóðarframleiðslu sé veitt til opinberrar aðstoðar og 0,3% til við- bótar komi frá frjálsum félagasamtökum. Fá ríki standa við þetta, Norðurlönd, að ís- landi frátöldu, auk Frakklands og Hollands. Alþingi samþykkti árið 1971 lög um að framlög íslands til aðstoðar við fátæk ríki næmu 0,7% af þjóðarframleiðslu. Það var síðar ítrekað með þingslályktun og gefin 7 j ár til aðlögunar. Þau frómu áform hafa I aldrei náð fram að ganga enda nema fram- j lög fslendinga til þróunarastoðar um 0,1% j af þjóðarframleiðslu. Hin vellauðuga og j þróaða þjóð er nísk þegar til kastanna kem- j ur. Hún er góð í orði en tekur fyrir augun og lokar buddunni þegar kemur að vanda fá- j tækra þjóða, barnadauða, afleitri stöðu j kvenna, lítilli skólagöngu, alnæmi, berklum og malaríu, lélegum vatnsbúskap og hrein- i læti. Verkefnin blasa við. Ástandið í Afríku er ákall á hjálp. Okkur ber lagaleg og siðferði- ! leg skylda, sem ein auðugasta þjóð heims, j til að aðstoða. Sú aðstoð þarf hins vegar að j vera vel undirbúin. Stefnumörkun, verklýs- ' ingar og starfsreglur verða að vera klárar. Skilyrði fyrir aðstoð eru að hún komist til \ þeirra sem eiga að njóta en lendi ekki í höndum spilltra stjórnvalda eða annarra óviðkomandi. Hjálpin þarf að beinast að þörfum og hagsmunum hinna fátæku. Hún má ekki slæva sjálfsbjargarhvöt þiggjand- : ans heldur stuðla að því að hann læri að I standa á eigin fótum. Þróunaraðstoð er stuðningur þróaðra við sjálfsbjargarviðleitni vanþróaðra. Hinni þróuðu og auðugu íslensku þjóð ber að jj margfalda þann stuðning. Henni ber að standa við loforðin. Þýskaland á breytingaskeiði KJALLARI Hjörleifur Guttormsson fymerandi alþingismaður Þrátt fyrir háværa fjölmiðlun og allt tal um heimsþorpið gildir enn að sjón er sögu ríkari. Dvöl í landi færir menn óhjákvæmi- lega nær vettvangi þótt ekki sé lengra haldið að heiman en til Mið-Evrópu. Þýskaland er um margt íjarlæg- ara íslandi en áður var, íslenskir fjölmiðlar ekki ýkja uppteknir af því sem þar er að gerast. Eftir að Der- rek leið sjást sjaldan þýskar kvik- myndir í dagskrá íslenskra sjón- miðla. Hröð uppbygging eftir flóð í Dresden og víðar með fram Sax- elfi er mikið að gerast. Því veldur ekki síst hreinsunarstarf og upp- bygging eftir flóðin miklu í ágúst í fyrra, einhverjar mestu náttúru- hamfarir sem yfir þessi landsvæði hafa dunið. Það er erfitt að gera sér í hugarlund ástandið þegar mest gekk á, miðborgir undir vatni, íbúðahverfí, járnbrautarstöðvar og listasöfn. Gömul flóðmerki um „Hochwasserstand", sem sjá mátti á byggingum og enginn tók alvar- lega, fóru á bólakaf í ágúst 2002. Tjónið var gífurlegt en sameiginlegt átak hefur bætt úr því tilfmnanleg- asta svo að ferðamaður verður ekki mikið var við afleiðingarnar. Borgaryfirvöld í Pirna, sem fór illa út úr flóðunum, segja, að úr 80% skaðans hafi verið bætt. í Altstadt í Dresden gengur umferðin hægar en skyldi vegna viðgerða á lögnum og umferðaræðum en söfnin hafa ver- ið opnuð og almenningsgarðar hreinsaðir. Nú er rætt um að koma á heildstæðri viðlagatryggingu gegn náttúruhamförum sem m. a. bygg- ist á gjöldum á eigendur fasteigna. - En loftslagsbreytingar halda áfram að minna á sig. „Opinbert sumarhlé er langtum styttra í Þýskalandi en við eig- um að venjast, þing- störfog skólar enn í fullum gangi í byrjun júlí og stofnanir Evr- ópusambandsins taka sér fyrst formlegt hlé í ágúst." Að baki er heitasti júnímánuður frá því mælingar hófust á Þýska- landi með tilfmnanlegum þurrkum og tjóni fyrir þá sem landbúnað stunda. Skordýr, eins og kólibrífiðr- ildi sem áður voru sjaldséð, sveima nú í hverjum garði, tákn um svörun lífríkisins við breyttum ytri aðstæð- um. í þessum efnum á margt eftir að koma á óvart og fæst af því já- kvætt á mælikvarða mannskepn- unnar sem hleypt hefur af stað loftslagsbreytingunum með meng- un lofthjúpsins. Menningarminjar og söfn Meðal þess jákvæða sem mætir auga ferðamannsins er rík viðleitni til að varðveita og sýna menning- arminjar. Hæst ber þar endurbygg- ing Frúarkirkjunnar í Dresden að frumkvæði almannasamtaka eftir að opinberir aðilar höfðu afskrifað slíkt tiltæki. í Leipzig stendur yfir viðgerð á Nikulásarkirkjunni, tákni lýðræðisvakningarinnar fyrir 1990. Brautarstöðvarnar gömlu í Núrn- berg og Leipzig skarta sínu besta en báðar þessar borgir tengjast upp- hafi járnbrautarsamgangna í Mið- Evrópu. Bayerischer Bahnhof í Leipzig er í heild orðin að safni. í umræddum borgum lifðu spor- vagnar af í innanbæjarsamgöngum og nú prísa þeir sig sæla sem ekki köstuðu þeim fyrir róða. Dýragarðar og söfn ganga í end- urnýjun lffdaga og nýta möguleika nýrrar tækni. Notendur eru skóla- æska, ferðamenn og almenningur. Af áhugaverðum sérsöfnum koma í hug réttarsögusafn frá miðöldum (Kriminalmuseum) í Rothenburg an der Tauber og heimildasafn um Hitíerstímann í Núrnberg sem var háborg nasistaflokksins. Sögusafn- ið í Bonn um eftirstríðsárin rekur síðan slóðina til nútíðar. Gúrkutíðin styttri en heima I þýskum fjölmiðlum var gúrku- tíð enn ekki skollin á í júlíbyrjun. Stjórnmálaumræða er í fullum gangi og hefur mest snúist um rík- isfjármál, skattalækkanir undir því yfirskini að örva atvinnulíf og lækk- un eftirlauna og atvinnuleysisbóta. Skráð atvinnuleysi er sem fyrr yfir fjórar miljónir og stöðugt berast fréttir af lokun fyrirtækja, nú síðast var Grundig-samsteypan að pakka saman og missa við það um 40 þús- und manns atvinnu. Verkalýðs- hreyfingin á í vök að verjast og verkfall í málmiðnaði, þar sem knúið var á um 35 stunda vinnu- viku f austanverðu landinu, rann út í sandinn í júnílok. Opinbert sumarhlé er langtum styttra í Þýskalandi en við eigum að venjast, þingstörf og skólar enn í fullum gangi í byrjun júlí og stofn- anir Evrópusambandsins taka sér fyrst formlegt hlé í ágúst. Ítalía Berlusconis er nýtekin við for- mennsku á þeim bæ við takmark- aða hrifningu á vinstri væng og meðal græningja. ftalski forsætis- ráðherrann, sem nýverið hefur knúið fram lög heima fyrir sem veita honum skjól fyrir þarlendum dómstólum, minnti nýverið þýska gagnrýnendur sína á Þriðja ríkið. Þannig kallast fortíð og nútíð á yfir Alpafjöll í endurbomu Heiíögu rómversku ríki þýskrar þjóðar sem nú er sem óðast að færa út mörk sín í austurátt. Ólympískarveiðar Samkvæmt frétt á skip.is er útgerð túnfiskveiðiskips- _ ins Byrs VE komin í þrot. “ Skipið var gert út af Sveini a Valgeirssyni og Sævari S Brynjólfssyni en hefur legið _ f höfn f Brasilfu undanfarna ~ mánuði. Þá hefur skipið “ verið á söluskrá frá því í febrúar sl. Sveinn sagði í VI samtali við skip.is að ef skipinu hefði verið úthlutað aflahlutdeild í íslenska tún- fiskkvótanum í samræmi við veiðireynslu þá hefði út- gerð skipsins verið tryggð. Þess í stað hafi sjávarút- vegsráðherra kosið að efna til „olympískra veiða" og líta fram hjá frumherjastarfi útgerðar Byrs VE. Þar vísar Sveinn til úthlutunar tún- fiskkvóta til útgerðar sem aldrei hafi áður veitt tún- fisk. Sættir slags- málahunda fslenskir óvopnaðir ribb- aldar virðast eiga í fullu tré við þrautþjálfaða banda- ríska hermenn ef marka má nýjustu fréttir af Suðumesj- um um síðustu helgi. Em þetta þó alls ekki einu átök- in sem orðið hafa milli full- trúa þjóðanna að undan- fömu og er skemmst að minnast átaka æðstu ráða- manna ríkjanna um her- stöðina á Keflavíkurflug- velli. Þar hafa menn ekki komist að neinni niður- stöðu enn um hvort herinn eigi að vera eða fara. Klukk- an 06.39 á sunnudagsmorg- un var lögreglu tilkynnt um slagsmál við veitingastað- inn Casino í Keflavík.Þar höfðu íslendingar og Bandaríkjamenn verið að slást, en samt með nokkuð öðmm hætti en stjómmála- mennirnir. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði áflogsmönnum þó tekist það sem stjórnvöldum hef- ur ekki enn tekist - að koma á sátt milli Bandaríkja- manna og fslendinga...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.