Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLl2003 SKOÐUN 19 I! í t~ 4 • KJALLARI Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Margir muna eftir sjónvarps- þáttum um sjómenn Bretagne sem stunduðu þorskveiðar með handfærum á Miklabanka á 19. öld. Þeir áttu erfitt líf um borð í skonnortum og strembið út- hald marga mánuði í senn. Afli var misjafn og veðrátta rysjótt; því var starfið hættulegt. Þegar á miðin var komið voru jullur settar út, einæringar, og sjó- menn reru í allar áttir til að ná sem víðast; þegar halla tók degi eða afli var mikill sneru þeir til baka; aðrir unnu í lestum og söltuðu flattan fiskinn í stíur. Menn voru upp á hlut, en enginn vissi við hvaða verði afurðir seldust fyrr en á reyndi. Lykill að veiðiskapnum er mörgum nú hulinn; hann fólst í söltuninni, þeirri rotvarnartækni sem mannkyn hefur þekkt frá örófi alda eins og þurrkun. Úr salti í ís Svipuð vinnsla tíðkaðist einnig á íslandi á meðan lífið var saltfiskur. Salt var flutt til landsins um langan veg, en varla gat fólk borðað allt þetta salt sem var geymt í pokum á útgerðarstöðum. Gamlar myndir sýna kúttera og söltun í stæður í landi, en sólþurrkun var stunduð þar sem það hentaði; konur önn- uðust breiðslu fisksins á klappir eða grófa möl tif þurrkunar; fiskur- inn var tekinn í hús fyrir úrkomur. Já, þannig var lífið í þá daga, sem eru nú gleymdir. Hluti saltfisksins var fluttur út hálfþurr, en það gat verið hættulegt áður en vélar komu í skip, en þau gátu lent í hafstillum og farmur morknað. Þá þekktust ekki ísskápar og frystikistur. Um aldamótin 1900 fóru Jó- hannes Nordal og fsak Jónsson til Norður-Ameríku til að kynna sér kælitækni sem farin var að tíðkast. Kjöt var flutt um langan veg með ' járnbrautum með ískælingu; ís var tekinn að vetri á stöðuvötnum og geymdur til sumars í fshúsum. Nor- dal reisti íshús við Kalkofnsveg og sfðar við Tjörnina, en þar er nú Listasafn íslands; með tækninni mátti sjá bátum fyrir ís, en þá gátu þeir verið lengur í róðri. Válynd veður Allir þekkja söguna um örlaga- skipið Titanic sem sigldi á borgans suðaustur af Nýfundnalandi. Haf- straumar eru úr norðri með fram Labrador í suður og eiga þátt í tíð- um óveðrum og vandræðum sjó- manna; hið sama var líka undir- staða gjöfulustu fiskimiða heims. En náttúran er eitt og maðurinn annað. Óvinurinn er lúmskur og hann læðist að fólki sem býr við sjávarsíðuna og treystir á sjávar- afla, þorskinn umfram allt. í kjölfar 200 mílna lögsögu 1978 fóru stjórnvöld í Kanada, með að- stoð vísindamanna, að gera miklar áætlanir um þorskveiðar og stefnt var að 700 þ.t. á ári. íbúar strand- héraða tóku þessu fagnandi; ef stjórnvöld væru svona slyng þá gætu fiskimenn með létt veiðarfæri ekki haft á móti því. Togurum fjölg- að'sífellt, en afli minnkaði í fýrstu en rétti síðan aðeins við og komst í 250 þ.t. fyrir 20 árum og fólk var bjartsýnt. Leiðin liggur upp á við og togarar á annað hundrað; en á einu og hálfu ári hrundu veiðar alveg og þær bannaðar frá 1992. „Kannski verður lífið saltfiskur aftur og skorpuvinna en salt- fiskafurðir eru hinar eftirsóttustu og ekkert neyðarbrauð er að víkja frá núverandi háttum og hefja til vegs þá sem vitað er að eru varanlegir." Það sem gerðist er nú ráðgáta þjóðfélagsfræðingum og pólitísk- um vistfræðingum; sumir þeirra telja að hruni hefði ekki verið unnt að afstýra miðað við þekkingu og valdakerfið; fiskþurrðin ein gat vakið menn upp. Draugur upp vakinn Mörg þorskastríð hafa orðið á fs- landi frá 1532 þegar mannsfall varð í Grindavík; þá var Jóhann breiði drepinn, en hann rataði inn í skáld- skap Shakespeares. Margt er líkt með Nýfundnalandi og íslandi, löndin svipuð um margt, og þorskur í aðal- hlutverki í aldaraðir. Fyrir 5 öldum kom sá enski J. Cabot þangað fyrstur, að íslenskum vesturförum frátöld- um, og umsvifalaust varð þorskur drifkraftur atburða; hann dró að fiskiskip allra siglingaþjóða og veiðar þeirra stóðu þar til lögsaga var færð út. Ekki gengu mál alltaf með friði, hvort heldur í hlut áttu siglingaveld- in eða Hansakaupmenn. Saltaður þorskur varð aðalfæða fólks víða um leið og hann var at- vinna annarra. Já, hann var ein- stæður, eins og eldisdýr af ráðnum hug til að nýta mið og synda um sem veiðibráð; sagt var að nota mætti körfu til veiðanna í Kanada. Á fimm öldum var ekkert lát á veið- um. Það sem veiðihernaði stór- velda tókst ekki á 5 öldum varð nú með nýjum hernaði á einungis 20 árum. Það var sem upp hefði verið vakinn draugur sem var miskunn- arlaus og enginn fékk við ráðið. Lífið var saltfiskur „Lffið er saltfiskur," sagði nóbels- skáldið, og þannig var það líka í Kanada. Tæknin hélt innnreið sína, en þá fóru menn að taka eftir því að eitthvað var að. Þorskurinn fór minnkandi og menn sáu, að hann varð kynþroska mun fyrr en áður og virtist soltinn; lifrin lítil sem eng- in. Veiðar voru samt í samræmi við úthlutun heimilda; það er vottur þess að vísindamenn í Ottawa hafi ekki talið hættu yfirvofandi. Þar sem fiskurinn var illa haldinn var rökrétt að grisja hann til að auka svigrúm þeirra sem eftir lifðu. Þetta hljómar kunnuglega. Smám saman breyttist vinnulag verka- fólks; áður var unnið í skorpum við saltfiskverkun; nú voru komnir tog- arar sem lönduðu ísfiski reglulega til frystingar. Framtíðin virtist björt og vinna trygg; allt var svo jákvætt og hagstætt að blásið var á aðvar- anir fárra sem höfðu ekki góðar skýringar á þverstæðunni. Ferlið var óstöðvandi, eins og skriðdrek- arnir í Peking á Torgi hins himneska friðar. Stærsta kreppa síðustu aldar var í uppsiglingu, en stjórnkerfið var óhæft til að fást við samansúrrað hagsmunanet stórútgerða, samtök sjómanna og verkafólks í landi. Eitthvað af þorskinum er enn í sjónum, en hann er orðinn að annarri skepnu og hálfgerðum ræflum; fiskurinn sem breytti heiminum er horfinn og nýr veru- leiki blasir við. Óvinur úr óvæntri átt Þetta mál er að verða mikið hneyksli og þeir fræðimenn sem hafa rannsakað lífríkið í sjónum vita fæstir hvernig á að bregðast við erfðabreytingum fiska og margar eldri rannsóknir eru nú lít- ils virði; gamli fiskurinn er horfinn, næstum alveg í Kanada og að tölu- verðu leyti hér. Eðli þorsksins virð- ist falla illa að botnvörpuveiðum í stórum stfl og jafnframt til að standa undir endurnýjun stofna og miklum afla. Rannsóknir hafa sýnt að stærð- arval með netum í gegnum kyn- slóðir leiðir til sömu einkenna og nú má sjá; mjög snemmbær kyn- þroski og lélegt næringarástand, en hvort tveggja getur skýrt mjög minnkaða afrakstursgetu. Kannski verður lífið saltfiskur aftur og skorpuvinna, en saltfiskafurðir eru hinar eftirsóttustu og ekkert neyð- arbrauð er að víkja frá núverandi háttum og hefja til vegs þá sem vit- að er að eru varanlegir; ekki síst í ljósi þess að þorskafurðir á mark- aði eru nú brot af því sem áður var og á niðurleið. Með léttum veiðarfærum og veiðistjórnun í samræmi við veið- ar fyrir hálfri öld er vonandi unnt að snúa frá villu síns vegar og hefja þorskinn upp til fyrri virðingar. Erfðaval þorskfiska með botnvörp- um er örugglega skýring á stórum ef ekki stærstum hluta þess öng- þveitis sem við blasir og breytt hef- ur þorskinum og einnig öðrum botnfiskum; þannig er það annars staðar, ef þorskurinn hefur breyst hafa aðrir skyldir einnig gert það. En engin vissa er um að það sé enn unnt því margir undirstofnar þorsksins eru við landið og það tjón sem þegar hefur orðið á ein- stökum þeirra getur verið varan- legt Óvinurinn hefur læðst að sjáv- arútveginum úr óvæntri átt og orðið „ofveiði" hefur fengið nýja merkingu. Hver á gæta konunnar? fö £ E D „Þegar ég hef talað við fólk I kringum mig um varnarmál hef- ur mér nokkrum sinnum fundist eins og fólk líti á Island eins og konu sem er að skilja við eigin- manninn, hver á að gæta hennar, líta eftir henni og passa að eng- inn gangi á hennar hlut." Jóhann Hjalti Þorsteinsson á PólitlkJs Spurning hinna eigingjörnu „Sjálfsstyrking er egóismi í sinni furðulegustu mynd. Sjálfs- styrking hljómar vel út á við; eins konarvigorð kvalinna kvenna eða misskilinna karla; leið út úr dýflissunni, braut til betri fram- tíðar: gegnum egó til eilífðar. En Ingólfur Margeirsson. sjálfsstyrking eraðeins heimsku- leg egóuppbygging. Hvað get ég gert meira fyrir sjálfan mig? Þetta er spurning hinna eigin- gjörnu; þeirra sem aldrei dettur I hug að hjálpa öðrum." Ingólfur Margeirsson á KremlJs Skemmdarverka- starfsemi „Ábyrgð lánastofnana á því ástandi sem nú rikirá kjötmarkaði er mikil ög þar virðist Búnaðar- bankinn vera i fararbroddi. Það hlýturaö vera spurning hvernig við eigi að bregðast en bankinn er tilbúinn að tapa háum fjárhæðum til að halda úti skemmdarverka- starfsemi á kjötmarkaði." Gunnar Sæmundsson, varafor- maður stjórnar Bændasamtaka fs- lands, í Bændablaðinu 8.JÚIÍ. Allt hlýtur að vera í íagi „Ellin er nú ekkert farin að hafa áhrif á mig ennþá. Ég sé ágætlega, heyri vel og þá hlýtur allt að vera í lagi. Ég þarf heldur engan staf til að ganga með." Jón Vidalín Sigurðsson, níræður Seyðfirðingur, i viðtali við Morgun- blaðið. Jón Vldalín er einn í hring- ferð um landið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.