Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ2003 ' ' tTT « 25 Stefnir í metþátttöku á , Unglingalandsmóti UMFÍ Tólfhundruð keppendur í forskráningu Allt stefnir í að metaðsókn verði á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður á ísafirði um verslunarmannahelgina því nú þegar hafa um tólf hundruð keppendur skráð sig til leiks. Jón Pétur Róbertsson, fram- kvæmdastjóri mótsins, er ánægður með viðbrögð fólks við mótinu. „Fjöldinn kemur okkur í sjálfu sér ekkert á óvart. Frá því við hóf- um kynningu á mótinu í febrúar höfum fundið fyrir miklum áhuga, ekki síst almennings og ijölskyldu- fólks, því að lögð er áhersla á að mótið sé fjölskylduvæn útihátíð með viðamiklilli og fjölbreyttrí dag- skrá.“ Á unglingalandsmótinu verður keppt í átta íþróttagreinum og auk þess verður hæfileikakeppni og boðið upp á þrautir sem ædaðar eru foreldrunum. Einnig verður margvísleg afþreying f boði svo sem kakjakleiga, go-cart bílar, hestaleiga, leiktæki, siglingar, veiði, og gönguferðir um heiilandi nátt- úru Vestfjarða. „Skráning er til 15. júlí og það eru allir sem vilja skemmta sér á heilbrigðan og upp- byggjandi hátt velkomnir. Ekki er nauðsynlegt að vera í ungmennafé- lagshreyfingunni til að taka þátt," segir Jón Pétur og bætir við að ung- lingalandsmótið sé vímuefnalaus skemmtun. Flugdrekar og froskalappir Félagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Sveinbjörn, betur þekktir sem Simmi og Sveppi í Popp Tíví, verða kynnar og skemmtikraftar á kvöld- vökum unglingalandsmóts. Þeim félögum fylgir jafnan mikið fjör og margvfslegt sprell og þeir munu ör- ugglega taka með sér strigaskóna og stuttbuxurnar og hugsanlega flugdreka eða froskalappir á ung- lingalandsmótið og bregða á leik. Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák og stigahæsti skákmaður Norðurlanda, verður gestur á ung- lingalandsmótinu og ætlar að tefla fjöltefli en það þykir jafnan stórvið- burður þegar Jóhann sest að skák- borðinu. Skák er ein þeirra greina sem keppt er í á mótinu og hefur skráning í skákkeppnina aldrei ver- ið meiri. Von -er á fleiri landsjrekktum iþróttamönnum á mótið en Örn Arnarson hefur mikinn áhuga á að heimsækja það eftir að hann kemur heim af heimsmeistaramótinu í Barcelona og fyrirliði kvennalands- liðsins í fótbolta ætlar einnig að mæta. Leikhús á ferð um landið íslandsleikhús, farandleikhús sem UMFI stendur fyrir í sumar, er lagt af stað í hringferð sína um landið. Farandleikhúsið mun heimsækja sex sveitarfélög í sumar ÞRAUTAKEPPNl: Simmi og Sveppi í þrautakeppni á Ingólfstorgi á dögunum. Simmi hafði öllu betur og var langt á undan. Sveppi mun örugglega svara fyrir sig á unglingalands- mótinu á (safirði en þar verða þeir félagar kynnar og skemmtikraftar. ÍSLANDSLEIKHÚS: Farandleikhús á vegum UMFl er nú í hringferð um landið og sýnir listir sínar á teikskólum og dvalarheimilum aldraðra og víðar. Islandsleikhús endar hringferð sína á unglingalandsmótinu á Isafirði um verslunarmannahelgina. og sýna listir sínar á leikskólum, dvalarheimUum aldraðra og víðar. íslandsleikhúsið er nú í Vík í Mýr- dal en heldur áfram hringferð sinni um landið og endar á unglinga- og flögrandi fiðrildi, verður aðal- hljómsveit mótsins. Heimir Ey- vindarson, hljómborðsleikari gleði- sveitarinnar Á móti sól, segir að þeir ætfi að taka þátt í nokkrum greinum. „Magni ætlar að keppa í langstökki, Þórir í hástökld, Sævar í fótbolta og ég í sundi." Auk hljómsveitarinnar Á móti sól munu hljómsveitirnar BMX og Svitabandið skemmta á mótinu en þar eru á ferðinni tvær efnilegar og stórskemmtilegar sveitir. LEIÐTOGASKÓLI: Nú stendur yfir leiðtogaskóli UMFf og NSU á Laugarvatni. Fulltrúar hinna ýmsu félagasamtaka frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Faereyjum, Grænlandi og fslandi sækja skólann. Nemendurnir eru þrjátíu og fimm talsins og fara öll samskipti fram á skandinavísku og gengur það ágætlega eftir atvikum. Hinir norrænu gestir eru mjög ánægðir með að skólinn skuli vera haldinn á Islandi. Þess má geta að fjölmargir erlendir gestir eru nú farnir að boða komu sína á unglingalandsmótið á Isafirði en UMFf á mörg systurfélög á Norðurlöndum og í Evrópu sem allajafna senda fulltrúa sína á landsmótið. landsmótinu. Saga Jónsdóttir er fararstjóri leikhússins og segir ferð- ina hafa gengið vel. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Við fengum góðar undirtektir í Vík og hlökkum til að halda áfram hringferðinni." f leikhúsinu eru sjö krakkar sem fjögur sveitarfélög styrkja til ferðar- innar. Magnafðjfiðrildi á unglinga- landsmótinu Hljómsveitin Á móti sól, sem er á ferð um landið þessa dagana eins Ungiingalandsmót UAAFÍ ISafírðÍ ve'rslunarmannahelgina Í.-J. águst Frábær fjölskyldhátíð þar sem gleði, ánægja og heilbrigði ráða ríkjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.