Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 9.JÚLÍ2003 TILVERA 35 RUSSáL 'iiliiIlMIJ Sýnd kl. 5.40,8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6,8 og 10. B.i. 12 ára. \FUMUHDUn TRICKY LIFE: Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. NÓI ALBINÓI: Sýnd kl.6. Sýnd m.enskum texta. English subtitles. Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15. B.i. 12 ára. Sýnd kl.5.30,8 og 10.30. B.i. 12 ára. ALFABAKKI Stelpan sem þerðiaðláta •'*' draumana Lvíj rætast , •rðiaöláta raumana ; í<a rætast HOW TO LOOSE A GUY IN 10 DAYS Stórskemmtileg ævintýra- og gamanmynd i anda Princess Diaries frá Walt Disney. DARK BLUE: Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára. BRINGING DOWN THE HOUZE: Sýnd kl. 3.45,5.50,8 og 10.15. THE MATRIX RELOADED: Sýnd kl.10. KANGAROOJACK: Sýnd kl.4,6og 8. SKÓGARLÍF: Sýnd m. (sl. tali kl. 4. JOHNNY ENGLISH: Sýndkl.4og6. KRINGLAN tS 588 0800 ÁLFABAKKI tS 587 8900 Vindlar og vonleysi Síðasta mánudagskvöld var sýndur á RÚV seinni hlutinn af ieikinni mynd um ævi og feril kúbverska einræðisherrans Fidels Castro. Fyrri hlutinn var sýndur f vikunni áður og var myndin í flesta staði fræðandi og skemmtileg. Stundum fannst mér samt eins og fullhratt væri farið yfir söguna auk þess sem nokkuð frjálslega var far- ið með ýmsar staðreyndir. Heilt yfir var áhorfið samt sem áður þess virði og sjónvarpsstöðvarnar mættu taka upp á því að sýna fleiri myndir f þessum dúr. Horfði svo á þáttinn um Gleði- sveit Ingólfs sem sýndur er á Skjá einum. Þátturinn, sem ber heitið Hljómsveit íslands, segir frá ný- stofnaðri hljómsveit sem hefur það að markmiði að verða sú vin- sælasta á landinu á einu sumri. Vikulega fáum við svo að fylgjast með hvemig gengur hjá drengjun- um í sveitinni þegar þeir troða upp á hinum ýmsu stöðum á landinu. Fyrirmynd þáttanna er greini- lega hin ódauðlega kvikmynd Stuðmanna, Meö allt á hreinu. f það minnsta em piltarnir ósparir á að vitna í þekktar setningar úr myndinni og nú bíð ég bara eftir að rótarinn þeirra stígi á svið og fari með skyggnilýsingar líkt og Dúddi forðum. Þáttinn vantar sem sagt að mínu mati allan frumleika og strákarnir mættu taka upp á þvf að vera þeir sjálfir fyrir framan myndavélarnar í stað þess að reyna að leika ein- hverjar ómótaðar persónur. Einka- húmor og tilgerð virkar nefnilega ekki í sjónvarpi nema f algerum undantekningartilvikum. Martröð KViKMYMÐAGAG Hilmar Karisson hkarl@dv.is Þeir sem séð hafa heimildarkvik- myndina um Woody Allen, Wild Man Blues, þar sem hann ferðast um Evrópu með djasshljómsveit, hafa komist að raun um að flestar þær persónur sem hann leikur f eigin kvikmyndum eru líkar honum, það er að segja ef sá Woody Allen, sem kemur fram í Wild Man Blues, er ekki að leika. Ef svo er ekki þá er nokkurn veg- inn víst að f Hollywood Ending erum við að fylgjast að hluta til með martröð Woody Allens, en myndin fjallar um kvikmyndaleikstjóra sem verður tímabundið blindur vegna geðrænna áhrifa. Háskólabíó Hollywood Ending ★★ Allen leikur Val Waxman kvik- myndaleikstjóra sem má muna sinn fífil fegri. Var í eina tíð áhrifamikill kvikmyndagerðarmaður en fær nú aðeins störf við auglýsingagerð. Hann er nú ekki mikið að kenna sjálfum sér um hvernig komið er fyr- ir honum, það er þeim að kenna sem ekki skilja hann og hans list og áhorf- endum sem eru ekki eins og þeir voru. „Áður fyrr fórum við á myndir eftir Bergman og Fellini, nú er sami aldurshópur að sjá ómerkilegar hasarmyndir," segir hann við unn- ustu sína og vorkennir sér mikið. Loks fær hann tilboð sem hann BUNDUR SKOÐAR: Leikstjórinn blindi (Woody Allen) þarf að dæma hvaða plakat er best. getur ekki hafnað. Þetta er sfðasti sjensinn. Og það er fyrrum eigin- konu hans að þakka, sem stakk af með forríkum kvikmyndaframleið- anda, sem ætlar nú að gefa Waxman tækifæri og framleiða myndina. Þeg- ar allt er til reiðu þá gerist það að Waxman verður blindur. I stað þess að hætta við fær hann aðstoð frá um- boðsmanni sínum og kínverskum túlki sem verða hans augu. Eins og nærri má geta þá eru erfiðleikarnir miklir og kómíkin í myndinni gengur einmitt að mestu út á það hversu fá- ránlegt það er að blindur maður skuli leikstýra kvikmynd. Ef Allen hefði nú látið nægja að einblína á þennan fáránleika og láta gamminn geisa á tökustað þegar all- ir halda að þeir séu með leikstjóra sem hefur sjón, þá er ég viss um að Hollywood Ending hefði verið mjög fyndin gamanmynd, ekki vantar góðar hugmyndir til að vinna úr, en Woody Allen er verstur sjálfum sér hér. Hann hefur talið sig þurfa að kryfja leikstjórann inn að beini, bæði líkamlega og sálarlega, þannig að úr verður leiðindagaur sem enginn þol- ir. Og þó vissulega séu nokkur fyndin atriði sem gera út á blinduna, til dæmis þegar hann hittir framleið- andann sem vill sýna honum holl- ustu sína, þá er of langt milli slíkra atriða. Woody Allen hefur talið sig þurfa að kryfja ieikstjórann inn að beini, bæði líkamlega og sálarlega. Allen getur gert betur, það vitum við sem til hans þekkja. Síðustu kvik- myndir hans fyrir utan Sweet and Lowdown hafa ekki komist í flokk hans bestu mynda. Við skulum bara vona að meistarinn sé ekki útbrunn- inn, alla vega þarf hann að gera bet- ur ef hann ætlar að gleðja fjölmarga aðdáendur, einnig þá frönsku, en í lok Hollywood Ending kemur hann að óbeinu þakklæti til Frakka fyrir góðan stuðning í gegnum tíðina um leið og hann gerir grín af þeim stuðningi. hkarl@dv.is STJÖRNUGJÖF DV Nói albínói Dark Blue ★★★ Respiro ★ ★★ Identíty ■ ★★★ X-Men 2 ★★★ They ★ ★ís Agent Cody Banks ★★■*■ Johnny English ★★i Tricky Life ★★i Phone Booth ★★★ People I Know ★★ Anger Management ★★ 2 Fast 2 Furious ★★ KangarooJack ★★ Matrix Reloaded ★★ Bringing Down the House ★ ★ Lizzie McGuire Movie ★i How to Lose a Guy in 10 Days ★i Dumband Dumberer i Svona var það og Largo í kvöld hefjast í Ríkissjónvarpinu sýningar á nýrri syrpu úr banda- rísku gamanþáttaröðinni Svona var það (That 70’s Show) sem hefúr notið mikilla vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar jafnt sem eldra fólks. Alls verða þættirnir tuttugu og fimm. Þættirnir gerast undir lok áttunda áratugarins og segja frá nokkrum skólakrökkum á ung- lingsaldri, uppátækjum þeirra og samskiptum við foreldrana. Það sem ungu kynslóðinni þykir ekki síst skemmtilegt við þessa þætti er að sjá hvernig tíðarandinn og tísk- an vorj þegar mamma og pabbi voru ung. Svona var það hefst klukkan 20.50. Sautjándi þáttur af bandaríska ævintýramyndaflokknum Largo verður í sjónvarpinu klukkan 22.20 í kvöld. Sagan segir frá óskilgetnum auðkýfingssyni sem fer mikinn eftir að honum tæmist arfur. Aðalhlut- verk: Paolo Seganti, Diego Wallraff, Sydney Penny, Geordie Johnson og Serge Houde. LlfÍO .eftir vmnu Jörðin séð frá himni Ljósmyndir Yann Arthus- Bertrand eru sýndar á Austurvelli í allt sumar. Sýningin heitir Jörðin séð frá himni og hefur verið sýnd víðs vegar um veröldina. Matthew Barney Sýning á verkum Matthews Barney er í Nýlistasafninu og mun standa til 27. júlí. Hveragerði Sýning á verkum Kristjáns Dav- íðssonar og Þórs Vigfússonar í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði, stendur til 31. júlí. Hulduhólar Steinunn Marteinsdóttir er með sýningu á leirverkum og málverkum í Hulduhólum í Mos- fellsbæ. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Hádegistónleikar verða í Hall- grímskirkju á morgun, 10. júní, þar sem fram koma Erla Berglind Jónsdóttir sópransöngkona og Douglas A. Brotchie organisti. Tónleikarnir eru á vegum Sumar- kvölds við orgelið. Þeir hefjast kl. 12 og standa yfir í hálftíma. Á efnisskránni eru verk þriggja höfunda. Fyrst eru tvö verk eftir franska tónskáldið César Franck. Þetta eru Piéce héroique, eitt af þekktustu orgelverkum hans, og svo syngur Erla Berglind hina fal- legu bæn Ave Maria. Þá leikur Douglas Offrande du Saint Sacrement eftir Olivier Messiaen. Þetta er eitt þeirra verka sem fundust eftir lát þessa mikla tón- skálds Frakka á síðustu öld og Oli- vier Latry, organisti Notre-Dame, sá um útgáfu á fyrir nokkrum árum. Erla Berglind syngur svo O sacrum convivium eftir Messi- aen. Síðast á efnisskránni eru tvö verk eftir Jón Leifs. Fyrst er það Preludiae organo op. 16 sem Jón samdi árið 1931 og Kirkjulög op. 12a sem hann samdi árið 1929. Þar vann Jón með þrjá af þekkt- ustu sálmum séra Hallgríms, það er Vertu, Guð faðir, faðir minn, Allt eins og blómstrið eina og Upp, upp, mín sál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.