Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ2003 DVSPORT 37 Leikur KR og Þróttar færður KNATTSPYRNA: Knattspyrnu- samband (slands ákvað í gær að færa leik KR og Þróttar á KR- velli í 10. umferð Landsbanka- deildarinnar í knattspyrnu framtil laugardagsins 12. júlf kl. 17. Leikurinn átti að fara fram sunnudaginn 13. júlí kl. 19.15 en KR-ingar óskuðu eftir að leikurinn yrði færður þar sem þeir eiga að spila gegn Pyunik Jerevan frá Armeníu í 1. umferð forkeppni meistara- deildar Evrópu í Armeníu á miðvikudaginn. Ferðalagið þangað er langt og strangt og því báðu KR-ingar um að leikn- um yrði flýtt, nokkuð sem fór ekki vel í Þróttara sem telja sig ekki fá nógu mikla hvíld fyrir leikinn ef hann er á laugardag. Einar Þór í tveggja leikja bann Einar Þór Daníelsson, leikmaður KR. KNATTSPYRNA: KR- ingurinn Einar Þór Daní- elsson var gær dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir meintar gjörðir sínar eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið í bik- arleik KR og ÍA U-23 fyr- ir viku. Aganefnd KS( fann Einar Þór sekan um að hafa skallað Skagamanninn Þórð Birgis- son. Sigurður Helgason, fram- kvæmdastjóri KR-Sports, sagði í samtali við DV-Sport í gær að hann væri mjög ósátt- ur við þessi vinnubrögð og að hann hefði þegar sent KSf þréf þess efnis. Einar Þór hefur þegar tekið út sjálfkrafa eins leiks bann fyrir rauða spjaldið. Bannið fyrir aukaleikinn tekur hins vegar ekki gildi fyrr en á hádegi á föstudaginn og verður Einar Þór því í banni þegar KR tekur á móti Þrótti á laugardaginn kl. 17. Sigurvin Ólafsson hjá KR lagði upp bæði mörk liðsins gegn FH í gær og hefur átt alls fimm stoðsendingar það sem af er sumri, mestallra leikmanna í Landsbankadeild karla. Sigurvin hefur náð þessu þrátt fyrir að spila aðeins fjóra af níu leikjum KR og alls í aðeins 355 mínútur. Mörkin sem Sigurvin hefur lagt upp hjá KR í sumar: 19. maí Þróttur(ú) Skallamarkfyrir Arnar Gunnlaugsson 16.júni Valur(h) Skallamark fýrir Þórhall Hinriksson 16. júní Valur(h) Skallamark fýrir Veigar Pál Gunnarss. 8. júlí FH(h) Mark fyrir Garðar Jóhannsson 8. júlí FH(h) Skallamark fyrir Veigar Pál Gunnarss. Flestar stoðsendingar í Landsbankadeild karla í sumar: Sigurvin Ólafsson, KR 5 Halldór Hilmisson, Þrótti 4 Bjarni Ólafur Eirfksson, Val 4 Atli Jóhannsson, (BV 3 Jón Þorgrímur Stefánsson, FH 3 ooj.sport@dv.is „Yndisleg tilfinning „Tilfinningin var yndisleg," sagði Veigar Páll Gunnarsson, hetja KR í gærkvöld, við DV- Sport eftir leikinn spurður um hvernig það hefði verið að sjá boltann í netinu. „Það var fínt að vinna og við urðum hreinlega að fá þrjú stig úr i þessum leik. Fyrri hálfleikur var frábær hjá okkur og ég held að FH hafi ekki átt eitt almennilegt færi í ; hálfleiknum. Við erum of varkárir í síðari hálfleik sem átti ekki að ger- j ast. Þeir sóttu stíft að okkur og við lágum undir mikilli pressu um j tíma,“ sagði Veigar sem átti annars j fi'nan leik í frjálsri stöðu á miðj- i unni. „Ég finn mig betur þarna en á kantinum og í þessari stöðu vil ég | vera. Willum er búinn að vera að j prófa mig þarna og ég vona bara að það verði áframhald á því. Við erum búnir að vera að spila hræði- lega það sem af er móti og erum svolítið heppnir að vera þar sem við erum. En nú ætlum við að byrja upp á nýtt og spila eins og KR á að sér,“ sagði Veigar að lokum. Viljum nýta breiddina Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, sagði í samtali við DV-Sport að lið- ið hefði ætlað sér stigin þrjú. „Við gerðum okkur mjög erfitt fyrir. Fyrri hálfleikur var spilaður eins og við ætluðum að hafa hann, allt gekk eftir og við sköpuðum okkur fullt af færum. En við nýtt- um ekki nema eitt og þá getur þetta orðið erfitt. Sú varð raunin í síðari hálfleik og við lentum ómeð- vitað í því að reyna að bakka of mikið," sagði Willum. Aðspurður um breytinguna á sóknarlínu sinni sagði Willum hugsunina á bak við hana vera til að nýta breiddina. „Nú ætlum við að byrja upp á nýtt og spila eins ogKRáað sér." „Við erum með fína breidd og ég vii nota hana. Það er stutt á milli leikja og þetta eru allt góðir leik- menn sem ég hef.“ - Eru 14 stig ásættanleg hjá KR þegarmótið erhálfnað? „Þessi deild er nú bara þannig að þetta snýst bara um næsta leik. Við vorum með þremur stigum meira á sama tíma í íyrra. Mjög mikilvægur leikur gegn Þrótti á heimvelli næst og þar verðum við að sigra." vignir@dv.is GARÐARI FAGNAÐ: Þeir Sigþór Júlíusson, Jökull Elísabetarson, Veigar Páll Gunnars- son, Sigurvin Ólafsson og Kristinn Hafliða- son sjást hér faöma Garðar Jóhannsson eftir að sá síðastnefndi hafði brotið ísinn fyrir KR i leiknum gegn FH í gær. Heima- menn fóru með sigur af hólmi í leiknum f fyrsta skipti f ellefu ár. Þar að auki var þetta fyrsti sigur KR á FH i úrvalsdeild i heil níuár DV-myndEÓI. Staðan: r.ríi.s- Fylkir Þróttur 8 C 5 1 0 -j 3 15-10 15 KR 9 4 2 3 9-11 14 Grindavik 8 4 0 4 12-14 12 111 ÍA 8 2 4 2 11-9 10 IdV 3 HHI Valur 8 3 *0 5 11-15 9 KA n rv 9-9 tH? vT 8 Fram 7 2 2 3 9-16 8 Markahæstu menn: Björgólfur Takefusa, Þrótti 8 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 7 Jóhann Hreiðarsson.Val 5 HaukurlngiGuönason,Fylki 4 Jónas Grani Garðarsson, FH 4 Sinisa Kekic,Grindavík 4 Sören Hermansen, Þrótti 4 Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylki 3 Guðjón H. Sveinsson, (A 3 Hreinn Hringsson, KA 3 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR 3 Sigurbjörn Hreiðarsson.Val 3 Tommy Nielsen, FH 3 Veigar Páll Gunnarsson, KR 3 Næstu leikir: 9. umferð: Þróttur-Fram Valur—Fylkir KA-Grindavík (A-(BV á morgun kl. 19.15 fim. lO.júll kl. 19.15 fim. lO.júlí kl. 19.15 fim. lO.júlí kl. 19.15 Allan Borgvardt: Gríðarleg vonbrigði „Þetta er auðvitað gríðarleg vonbrigði. Við fengum líka á okkur mark á síðustu mínút- unum í fyrsta leiknum á tíma- bilinu en við hendum stigun- um frá okkur með einbeiting- arleysi," sagði Allan Borgvardt, hinn flinki danski framherji hjá FH, eftir leikinn. „KR-ingar yfirspiluðu okkur gjörsamlega í fyrri hálfleik og voru frábærir. Eftir markið færðu þeir sig ósjálfrátt aftar á völlinn og með heppni hefð- um við getað unnið leikinn." Spurður um hina umdeUdu vítaspyrnu sem Tommy Niel- sen síðan brenndi af sagðist Borgvardt ekki vera viss um að dómurinn hefði verið réttur. „Ég held að ég hefði ekki náð til boltans en hann (Gunnar Einarsson) ýtti mér klárlega niður. Það var sámt ekki vilj- andi og eríitt að segja hvort dæma hefði átt brot,“ sagði Borgvardt sem segir íslenska knattspymu hafa komið sér mikið á óvart. „Boltinn hér er miklu betri en ég bjóst við. Stuðnings- menn FH eru líka frábærir og við emm með gott lið.“ Að- spurður hvort hann sé á leið í fulla atvinnumennsku í haust eins og orðrómur hefur verið um svaraði Borgvardt: „Ef það ætti að verða verö ég allavega að spUa betur en í dag. Það er ljóst." vignir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.