Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 38
LeBron James byrjar vel með Cleveland Undrabamið LeBron James, sem var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar fyrir skömmu, byrjaði vel með liði sínu Cleveland Cavaliers í gærkvöld. Hann lék með liðinu gegn Or- lando Magic í sex liða sumardeild í Orlando og er óhætt að segja að leikurinn hafi vakið mikla athygli. LeBron James var í aðalhlutverki og hann sýndi það og sannaði að það er ýmislegt í drenginn spunn- ið. Hann skoraði 14 stig, tók 7 frá- köst og gaf 6 stoðsendingar í sigri Cleveland, 107-80, tróð noklcrum sinnum með tilþrifum og gladdi augu áhorfenda. oskar@dv.is 38 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ2003 hv iniiAiini i r Magnús Agnar meiddur Bárður hættur með Snæfell HANDBOLTI: Línumaðurinn Magnús Agnar Magnússon, sem er fyrirliði Gróttu/KR í Essodeild karla í handknattleik, meiddist illa á ökkla á dögun- um og verður að öllum líkind- um frá næstu fjórar vikurnar. Talið er að flísast hafi upp úr beini í ökkla auk þess sem lið- bönd hafi slitnað. Þessi meiðsli Magnúsar munu þó ekki koma í veg fyrir að hann verði orðinn klár þegar Essodeildin hefst í september næstkomandi eftir því sem fram kemur á ágætu vefsvæði Gróttu/KR, grottasport.is. Magnús Agnar sagði í samtali við DV-Sport að meiðslin væru slæm en að hann ætlaði sér að vera klár þegar alvaran hæfist. Bárður Eyþórsson, sem stýrði Magnús Agnar Magnússon, leik- maður Gróttu/KR. Snæfelli í vetur í Intersport- deildinni í körfuknattleik, verð- ur ekki áfram með liðið þegar (slandsmótið fer af stað næsta haust. Bárður kom Snæfelli aft- ur upp í efstu deild og kom síðan liðinu í bikarúrslitaleik- inn í vetur þar sem Bárður og lærisveinar hans máttu þola stórt tap gegn Keflavík. Ekki er orðið Ijóst hver arftaki Bárðar verður en samkvæmt heimild- um blaðsins er Ágúst Björg- vinsson efstur á óskalistanum. Ágúst stýrði Valsmönnum eftir áramót á síðustu leiktíð en náði ekki forða liðinu frá falli þrátt fyrir ágætis endasprett. Snæfeilingar ætla sér stóra hluti næsta vetur og gæti verið spennandi veturfram undan. Líklegt er að liðið tefli fram tveimur Könum frá upphafi og síðan hafa þeir Sigurður Þor- valdsson og Hafþór Gunnars- son gengið í raðir liðsins. Óvíst er þó hvort Helgi Reynir Guð- mundsson leikur með liðinu næsta vetur þar sem hann er á leið í háskólanám í Reykjavík og leikur því væntanlega með liði á Reykjavíkursvæðinu. -Ben Payton skrifar undir hjá Lakers BaJcvörðurinn snjalli Gary Payton hefur gert munnlegt sam- komulag um að spila með Los Ang- eles Lakers í NBA-deildinni á næsta tímabili að sögn umboðsmanns hans. Hann mun skrifa undir samninginn 16. júlí en þá er liðum heimilt að skrifa undir samninga við leikmenn með lausa samninga. Payton, sem var með lausan samning, lék með Seattle Super- sonics á síðasta tímabili en var skipt til Milwaukee Bucks í febrúar á þessu ári fyrir Ray Allen. Umboðsmaður Paytons, Aaron Goodwin, sagði í samtali við bandaríska netmiðla í gær að Payton hefði getað fengið mun meiri pening annars staðar en hefði þess í stað álcveðið að ganga til liðs við Los Angeles Lakers til að eiga möguleika á því að vinna Malone er í sömu stöðu og Payton að því leyti að hann hefur aldrei unnið NBA-titil á glæsi- legum ferli. meistaratitilinn. Payton, sem er 35 ára, hefur aldrei unnið NBA-titilinn en hætt er við því að Lakers verði að teljast líklegir meistarar á næsta ári þegar Payton bætist í hóp þeirra Kobe Bryants og Shaquille O’Neals. Að auki þykir líklegt að framherj- inn frábæri, Karl Malone, sem leik- ið hefur allan sinn feril hjá Utah Jazz, muni skrifa undir samning við Lakers á næstunni. Hann er í sömu stöðu og Payton að því leyti að hann hefúr aldrei unnið NBA-titil á glæsilegum ferli og hefur gefið það út að hann myndi spila með Lakers á næsta tímabili ef Payton gengi til liðs við liðið. oskar@dv.is Rigningin hjálpaði í Laxá í Dölum Brynjudalsá í Hvalfirði: . Fyrstu laxarnir komnir á land Veiðiskapurinn gengur ágæt- lega, það hefur töluvert bleytt í og það er fyrir mestu fyrir veiðimenn sem reyna víða þessa dagana. Hún var mikið barin Straumfjarðaráin um helgina en veiðimennirnir * stóðu við brúna á þjóðvegin- um og renndu á laxa. Veiðin hefur verið fín í Staumfjarðará. „Fyrstu laxarnir eru komnir úr Brynjudalsá í Hvalfirði og hafa allavega veiðst tveir laxar, það hef- ur eitthvað sést af laxi í ánni," sagði Friðrik D. Stefánsson, er við spurðum um Brynjudalsá en hennar tími er að koma. GOTT í BLÖNDU: Veiðimaður glímir við stórfisk í Blöndu en góður gangur hefur verið í veiðinni þar. Líf í Laxá í Dölum „Við vorum að koma úr Krossá á Skarðsströnd og Fáskrúð í Dölum, en þar voru ekki enn komnir laxar á land þegar við vorum þar að veiða, en það kemur," sagði Jón Þ. Júlíusson í gærdag, er veiði bar á góma og spurðum um stöðuna. „Síðan fórum við í Laxá í Dölum og þá rigndi aðeins, hollið veiddi 15 lctxa og það var líf í henni, enda lét fiskurinn sig vaða upp í hana um leið og fór að rigna. Þeir tóku feiknavel þegar þeir mættu á stað- inn. Það hefur verið mjög góður „Fyrstu laxarnir hafa veiðst á Vatnasvæði Lýsu og bleikjan hefur verið að gefa sig þar." gangur í Korpu og núna eru komnir 50 laxar á land, hellingur hefur veiðst af sjóbirtingi, sjóbirt- ingurinn er vænn, tveggja og þriggja punda þeir stærstu," sagði Jón sem ætlaði í Stóru-Laxá í næstu viku. Góð veiði víða Fyrstu laxarnir eru komnir á land úr Vatnasvæði Lýsu á Snæ- fellsnesi en allavega hafa veiðst DV-mynd ÁBB fimm slikir. Bleikjan hefur verið að gefa sig í Miðá og Króká á vatna- svæðinu og voru sumar ágætlega vænar. f Elliðaánum eru komnir yfir 350 laxar í gengum teljarann og 85 laxar hafa veiðst, veiðimenn sem köstuðu í fossinn voru ekki með neitt á nema maðkinn, sem fiskur- inn vildi alls ekki taka hjá þeim. G.Bender ■ TIL LAKERS: Gary Payton sest her i leik með Mitwaukee Bucks en hann mun spila með Los Angeles Lakers á næsta timabiii i NBA- deildinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.