Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ2003 DVSPORT 39 f * EITT AFÁTTA: BjörgólfurTakefusa fagnar hér einu af þremur mörkum sínum gegn FH á laugardaginn en hann hefur skorað átta mörk í deildinni það sem af ertímabili. DV-mynd Sigurður Jökull DVSport velur leikmann júnímánaðar í Landsbankadeild karla: Eitt mark í einu Blaðamenn DV Sports hafa val- ið Björgólf Takefusa, framherja Þróttar, leikmann júnímánaðar í Landsbankadeildinni. Björgólfur hefur farið mikinn með Þrótturum í sumar og er markahæsti maður deildarinn- ar með átta mörk. Björgólfur er að spila sitt fyrsta alvörutímabil í efstu deild líkt og félagi hans hjá Þrótti, Eysteinn Lárusson, sem var valinn leikmaður maí- mánaðar í deildinni og er vel að þessari nafnbót kominn. Björgólfur var bæði hissa og ánægður þegar DV Sport tilkynnti honum þetta í gær. „Þetta er mikill heiður og ég verð að viðurkenna að þetta kemur skemmtilega á óvart. Þetta er auð- vitað heiður fyrir Iiðið líka sem hef- ur verið að spila vel. Samstaðan er góð og menn hafa gaman af því sem þeir eru að gera,“ sagði Björgólfur. Bjóst ekki við neinu Aðspurður sagðist Björgólfur, sem er að spila sitt fyrsta tímabil í efstu deild, ekki hafa búist við neinu þegar hann kom heim í vor en hann stundar nám út í Banda- ríkjunum og tók engan þátt í undir- búningi liðsins í vor. „Ég kom heim stuttu fyrir mót og var svo heppin að komast strax í hópinn í fyrsta leik. Eftir það hafa hlutirnir gengið vel og vonandi verður framhald á þvf. Ég vissi lítið hvað biði mín í efstu deild en ég „I fyrra tók það mig marga leiki að komast í almennilegt form en núna æfði ég vel í vet- ur, byggði mig upp líkamlega og það virðist vera að skila sér." verð að viðurkenna að ég átti von á því að bilið á milli fyrstu deildar og þeirrar efstu væri meira,“ sagði Björgólfur og játti því að hann hefði komið heim í betra formi núna heldur en í fyrra. „í fyrra tók það mig marga leiki að komast í almennilegt form en núna æfði ég vel í vetur, byggði mig upp líkamlega og það virðist vera að skila sér. Það er oft erfitt að æfa einn úti en þegar vel gengur þá gleymast öll leiðindin." Finn ekki fyrir pressu Aðspurður sagðist Björgólfur ekki finna fyrir neinni pressu þrátt fyrir að vera orðinn markahæsti maður deildarinnar. „Ég setti mér það markmið fyrir mótið að skora eitt mark. Nú er þau orðin átta sem er alveg glæsilegt. Ég reyni að einbeita mér að því að hugsa bara um eitt mark í einu og ég verð að viðurkenna að ég hef bara ekki leitt hugann að marka- kóngstitlinum - hann er fjarlægur fyrir leikmann eins og mig. Ef ég fer að einbiína á eitthvað slíkt þá er ég hræddur um að ég tapi fljótlega átt- um,“ sagði Björgólfur. Laugardalurinn bestur Björgólfur skoraði þrennu gegn FH í Kaplakrika á laugardaginn en það voru fyrstu mörk hans í sumar utan Laugardalsvallar, heimavallar Þróttar. „Það er eitthvað við Laugardals- völlinn. Mér líður einstaklega vel þar og hann er besti völlur landsins. Ég hafði nú ekki mikið spáð í þá stað- reynd að ég hefði ekki skorað á úti- velli í sumar og það hefði ekki hald- ið vöku fyrir mér ef ég hefði þurft að bíða eitthvað lengur eftir því." Frábær liðsandi Björgólfur sagði að það væri ein- falt að benda á hverjar ástæðurnar væru fyrir góðri byrjun liðsins í sumar. „Við erum með mjög góðan þjálfara sem hefur kennt okkur gíf- urlega mikið, liðsandinn er ffábær enda flestir leikmennimir uppaldir Þróttarar og menn hafa virkilega gaman af því sem þeir em að gera. Það skiptir miklu máli. Við verðum hins vegar að halda okkur á jörð- inni því að við fáum ekkert fyrir góða byrjun ef við náum ekki að fylgja henni eftir. Markmiðið fyrir sumarið var að halda sætinu í deildinni og ef það tekst þá tel ég Þrótt eiga góða möguleika á því að festa sig í sessi sem efstu deildarlið á komandi ámm. Það er allt til stað- ar hjá okkur, umgjörðin, aðstaðan og stuðningsmennimir og nú er það okkar leikmannanna að skila okkar." „Ég reyni að einbeita mér að því að hugsa bara um eitt mark í einu og ég verð að við- urkenna að ég hefbara ekki leitt hugann að markakóngstitlinum." Missir af fjórum leikjum Björgólfur mun missa af fjómm síðustu leikjum Þróttara í deildinni í haust þar sem hann heldur til Bandaríkjanna til náms og sagði hann að það væri alltaf erfitt að fara af landi brott áður en tímabilinu lyki. Aðspurður sagði Björgólfur það vel koma til greina að fljúga frá Bandaríkjunum í fjóra síðustu leiki en það yrði að skoða það þegar nær drægi. „Það er alltaf möguleiki en það mætti þó ekki koma niður á skólan- um. Ef gagnkvæmur vilji er fyrir hendi þá útiloka ég ekki neitt. Það mun þó væntanlega fara eftir stöðu okkar í deildinni f lokaumferðun- um hvað gerist," sagði Björgólfur. oskar@dv.is MÖRK BJÖRGÓLFS (SUMAR Björgólfur hefur skorað átta mörk í átta leikjum I Landsbankadeildinni. Leikir 8 Leikir (byrjunarliði 6 Mínútur spilaðar 540 Mörk 8 Mlnútur milli marka 67,5 Markalausir leikir 4 Tvennur 2 Þrenna 1 Leikir/mörk í mal 3/2 Leikir/mörk í júní 4/3 Leikir/mörkíjúlí 1/3 Þar hefur hann skorað mörkin Mörk á heimavelli 5 Mörk á útivelli 3 Þá hefur hann skorað mörkin Mörk í fyrri hálfleik 5 Mörk í síðari hálfleik 3 Þannig hefur hann skorað mörkin Mörk með vinstri fótar skoti 2 Mörk með hægri fótar skoti 4 Mörk með skalla 1 Mörk úr vítaspyrnu 0 Mörk úr aukaspyrnu 1 Þaðan hefur hann skorað mörkin Mörk úr markteig 0 Mörk utan markteigs 7 Mörk utan teigs 1 Þeir hafa lagt upp mörkin fyrir Björgólf Halldór Hilmisson 3 Páll Einarsson 1 Charles McCormick 1 Sören Hermansen 1 Eitt mark beint úr aukaspyrnu og eitt eftir að hafa unnið boltann. ooj.sport@dv.ts FERILL BJÖRGÓLFS TAKEFUSA I MEISTARAFLOKKI BjörgólfurTakefusa lék sinn fyrsta leik (deildinni með Þrótti árið 1998 þegar Þróttarar voru (efstu deild undir stjórn Willums Þórs Þórssonar. Timabil Félag Deild Leikir/mörk 1998 Þróttur R. A-deild 2/0 1999 Þróttur R. B-deild 6/0 2000 Þróttur R. B-deild 16/4 V ' 2001 Þróttur R. B-deild 12/2 2002 Þróttur R. B-deild 8/8 2003 Þróttur R. A-deild 8/8 Samtals 52/22 Samtals A-deild 10/8 Samtals B-deild 42/14 i f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.