Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST2003 Nýr seðlabankastjóri Forsætisráðherra, Davíð Odds- son, hefur í dag skipað Jón Sig- urðsson framkvæmdastjóra í embætti bankastjóra í Seðla- banka (slands til sjö ára frá 1. október nk.; Jón Sigurðsson er fæddur 1946. Hann hefur m.a. lokið prófum í sagnfræði, rekstrarhagfræði og stjórnun. Jón hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir stjórnvöld og í atvinnulífinu, m.a. sem rektor Samvinnuskólans og síð- ar Samvinnuháskólans á Bifröst 1981 til 1991 og framkvæmda- stjóri Vinnumálasambandsins frá 1997 til 1999. Þá hefur hann sem rekstrarhagfræðingur sinnt ráðgjöf og verkefnisstjórn fyrir ýmsa aðila, þ.á m. Verslunarráð íslands og Samtök atvinnulífs- ins. Jón Sigurðsson. Enn í rannsókn EFNAHAGSBROT: Um ár er síð- an starfsmenn Ríkislögreglu- stjórans framkvæmdu húsleit hjá Baugi Group hf. og lögðu hald á fjölda gagna og muna í tengslum við rannsókn á meintum brotum forsvars- manna fyrirtækisins. Málið mun enn vera í rannsókn hjá embætti Ríkislögreglustjóra en ekki er vitað hvenær rannsókn- inni verður lokið. „Málið er í rannsókn," sagði Jón H. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild lög- reglunnar, þegar hann var spurður um hvernig rannsókn málsins miðaði og sagðist ekki geta haft fleiri orð um það. Vatnavextir FJALLVEGIR: Enn er mikil um- ferð um vegi landsins, og ekki síður fjallvegi. Vegna mikilla vatnavaxta er Hnjúkakvísl á Skagafjarðarleið nú aðeins fær stærstu fjallabílum og vönum bílstjórum. Á miðhálendinu er spáð sunnan- og suðvestan átt, 13 til 18 m/s og skúrum vestan til en bjartviðri norðan Vatnajökuls. Heimilislausir fá húsaskjól Skilyrði að fólk vilji takast á við lífið Samhjálp, í samvinnu við Fé- lagsþjónustuna í Reykjavík, hefur opnað heimili fyrir heim- ilislausa Reykvíkinga. Á heimilinu verður rými fyrir átta einstaklinga og mun hver hafa sitt eigið herbergi, utan einn sem mun fá til umráða litla einstaklings- íbúð. önnur aðstaða verður sam- eiginleg. Heimilið verður nokkurs konar áfangaheimili en með miki- um stuðningi. Vakt starfs- manna verður alla virka daga, auk þess sem lit- ið verður til með heimilinu utan þess tíma. Mark- miðið með heim- ilinu verður að styðja þá einstak- linga sem hefð- bundin meðferð- arúrræði hafa ekki dugað til að hjálpa til betra lífs. Að sögn að- standenda er mikil þörf á heimili sem þessu fyrir hóp manna sem hafa ekki átt fastan samastað mjög lengi. Telja þeir því mikið fagnað- arefni að nú skuli vera hægt að stfga þetta skref að bjóða hluta þessara illa stöddu einstaklinga upp á mannsæmandi aðstæður, aðstæður sem flestir telja sjálf- sagðar, þ.e. stað sem hægt sé að kalla heimili. Félagsmálastjóri og „Menn geta sótt um pláss hjá borgarhluta- skrifstofu Félagsþjón- ustunnar og sérstakt inntökuteymi mun fara yfir umsóknirnar og út- hluta plássunum í sam- ráði við yfirmann heim- ilisins." forstöðumaður Samhjálpar skrifa formiega undir samninginn í Heimilinu að Miklubraut 18 í gær. Tveggja ára dvöl Heiðar Guðnason, forstöðu- maður Samhjálpar, sagði í samtali við DV að samkvæmt samningn- um við Félagsþjónustuna sæi Samhjálp um rekstur heimilisins. „Menn geta sótt um pláss hjá borgarhlutaskrifstofu Félagsþjón- ustunnar og sér- stakt inn- tökuteymi mun fara yfir umsókn- irnar og úthluta plássunum í samráði við yfir- mann heimilis- ins." Heiðar sagði að markmiðið væri að mæta þeim hópi fólks sem hefði orðið illa úti í lífinu, hefði oft farið í meðferð en slfkt ekki dugað hing- að til. „Við viljum aðstoða það fólk við að koma undir sig fótunum á ný. Við miðum við að fólk sé hérna í tvö ár og að eftir þann tíma geti það fært sig yflr á næsta stig í líf- inu. Hugmynd okkar og félags- þjónustunnar er að mynda eins konar þjónustukeðju og markmið- ið er að eftir vistina hjá okkur taki gatan ekki við heldur varanlegt heimili fýrir fólkið." Guðni sagði I Glasgow þarftu að: Skoða byggingar eftir arkitektinn Charles Rennie Mackintosh. Prófaðu þjóðarréttinn Haggis en ekki spyija um innihaldið! •í »í£* ■ ;:3 a vM,. ..s■’iU á mann í tvíbýli í 2 nactur. Innifalið: flug, gisting á Premier Lodge, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 7. nóv, 6. feb. og 5. mars. •* / e*i ^ ~~ //-• - .' I mvtSrcSSf }! i Cí- i *» VR orioftivitun Munið f«rði að fólk þyrfti að borga 18 þúsund krónur á mánuði fyrir fæði og 20 þúsund krónur fyrir húsnæði en það gæti sótt um styrk til Félags- þjónustunnar. Skilyrði er að fólk hafi verið edrú í fjórar vikur og hafi vilja til þess að takast á við lífið. „Við erum nú þegar byrjuð að taka við umsóknum og búumst við að fylla heimilið á næstu vikum. Þetta er úrræði sem hefur sárvantað og við erum bjartsýn á að það gefi góðan árangur." HEIMILI: Nýtt heimili fyrir heimilislausa Reykvíkinga var opnað í gær og vonast er til að fylla plássin á næstu vikum. Sumir geta hugsað sér að þiggja - aðrir ekki Varast ber að þiggja það sem túlka má sem „góðgjörð gegn greiða" segir þingmaður Þingmenn og ráðherrar svara spurningum DV um boðsferðir misjafnlega ftarlega og greinilegt er að skiptar skoðanir eru um hvort það getur verið réttlætanlegt að þiggja slfkar ferðir. Hér er birtur 5. skammtur svara og hefur ríflega helmingur 77 þingmanna og borgarfulltrúa svarað. Spurtvar: 1. a) Hefur þú þegið boðsferð á vegum einkaaðila (þ.e. einstaklinga eða einkafýrirtækja), utanlandsferð, veiðiferð eða annað sem telja má sambærilegt, á undanförnum árum, eftir að þú tókst við starfi [þingmanns, ráðherra, borgarfulltrúa eða borgarstjóra]? b) Ef svo er: Hvaða ferð(ir), hvenær og í boði hvefs/hverra? 2. Telur þú eðlilegt að stjórnmálamenn þiggi boðsferöir á vegum einkaaðila? Arni Magnússon, þingmaður Framsóknarflokksins og félagsmálaráðherra: | „Eg hef ekki þegið sllkt boð og hef ekki í hyggju að gera það.“ Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar: „Svar mitt við báðum spurningum er nei." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar: "1. Nei. I 2. Það er matsatriði; það getur farið eftir eðli boðsins og finnst mér að það vanti siðareglurfyrir stjórnmálamenn hvað þetta varðar." Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar: ---------- "1. Nei. 2. Nei." Bryndis Hiöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar: "1. Nei. 2. Það er allajafna óeðlilegt þótt eflaust geti í undantekning- artifellum komið upp tilvik er réttlæti sllkt." Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar: „I.Nei. 2. Nei." ICELANDAIR www.leelðiKlAif ÍS Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: j „1. Nei, og ég hef heldur ekki þegið boðsferð bandarlskra stjórnvalda til höfuð- stöðva Atlantshafs- flotans í Norfolk í Virginíu (sem þeim. þó datt I hug að bjóða mér). 2. Nei. Ég tel afar mikilvægt að fólk sem gegniráhrifamiklum opinberum störf- um sé trúverðugt að þessu leytl og hafni boðum sem mögulegt er að llta á sem mútur." Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisfiokksins: „I.Nei. [ 2. Almennt eiga menn í opinberum störfum að fara gæti- lega I því að þiggja boð frá einkaaðilum um ferðir og annað. Að minu mati er ekki ' hægt að ganga svo langt að segja að það eigi aldrei við. Menn verða auðvitað að meta það eftir aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig og varast allt sem hægt er að túlka sem „góðgjörð gegn greiða"." Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og umhverfisráðherra: "I.Nei. 2. Það verður að meta í hverju tilvikl fyrir sig."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.