Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Síða 9
FÖSTUDAQUR 29. ÁGÚST2003 FRÉTTIR 9
UPPBOÐ
Framhald uppboös á eftirfarandi
eignum veröur háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Funahöföi 7, 0001, Reykjavík, þingl.
eig. þb. Funahöfði 7 ehf., b.t. Jóns Hösk-
uldssonar hdl. , gerðarbeiðendur ís-
landsbanki hf., Lífeyrissjóðurinn Fram-
sýn og Ríkisfjárhirsla, þriðjudaginn 2.
september 2003, kl. 14.00.
Funahöfði 19,020001, Reykjavík, þingl.
eig. þb. Kraftvaka ehf., co. Kristján
Ólafsson hrl., gerðarbeiðendur Toll-
stjóraembættið og Þróttur ehf., þriðju-
daginn 2. september 2003, kl. 13.30.
Smiðshöfði 10, 010101,010201, 010301,
Reykjavík, þingl. eig. þb. Kraftvaka
ehf., b.t. Kristjáns Ólafssonar hrl., gerð-
arbeiðendur Sparisjóður Hafnarfjarðar
og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 2.
september 2003, kl. 14.30.
SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK
GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR NAUÐSYN-
LEGUR: Við gerð skógræktarskipulags er
reynt að sjá fyrir þá framvindu sem verður
og taka tillit til sem flestra þátta. Áður en
hafist er handa við skógræktarfram-
kvæmdir þarf að skoða gaumgæfilega lög-
un og legu skógarmarka eða varanlega
ytri umgjörð skógarins og leitast við að
fella hana að landslagi.
Ábendingar vel þegnar
Leiðbeiningarnar Skógrækt í sátt
við umhverfið er að finna í heild
sinni á vefslóðinni
www.skog.is/leidbeiningar.htm.
Þeim sem vilja senda inn ábend-
ingar og athugasemdir um leið-
beiningarnar er bent á að hafa
samband við Skógræktarfélag ís-
lands, Ránargötu 18, 101 Reykja-
vík, á netfangið skog@skog.is eða í
síma 551-8150.
Tími haustlaukanna nálgast
HOLLRÁÐ: Nú fer senn að
líða að þeim tíma þegar garð-
áhugafólk fer að huga að
haustlaukunum en laukana á
að setja niðurfrá miðjum
september og fram eftir vetri
svo lengi sem það er hægt
fyrirfrosti. Einföld þumalfing-
ursregla segir að stinga eigi
laukunum niður á dýpt sem
nemur þrisvar sinnum lengd
lauksins. Bilið milli lauka á að
vera tólf sentímetrar fyrir
stærri lauka en tíu sentímetr-
ar milli minni en vilji menn fá
upp þétta vendi á að planta
þeim þétt saman.
HAUSTLAUKAR: Þeir sem
setja niður haustlauka geta átt
von á litríku vori.
Haust í garðinum
TILTEKT: Það er eitt og ann-
að sem garðeigendur geta
gert að hausti til að létta sér
vorvinnuna í garðinum. Gott
er að slá grasflötina fyrir vet-
urinn til að koma í veg fyrir
að grasið fari i sinu, einnig er
gott að raka upp sem mest af
laufi og nota það til að hlúa
að viðkvæmustu plöntunum í
garðinum. Haustið er einnig
upplagðurtími til að skera
kanta og fúaverja timbur fyrir
veturinn ef það hefur verrið
trassað um sumarið.
Garðeigendur ættu einnig að
gæta þess að þrífa öll verk-
færi vel og koma þeim í hús
því fátt eyðileggur þau eins
hratt og að liggja úti yfir vet-
urinn.
tmem
DvSport
Keppni
íhverju
orði