Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2003, Síða 12
12 Magasín Fimmtudagur 18. september 2003 Brúðhjón vikunnar Ég kolféll fyrir honum „Það er ákaflega vinsælt hjá brúðhjónum að láta gefa sig saman í Garðakirkju á Álftanesi. Kannski af því að hún er svo mátulega stór, en gestir okkar voru um sextíu tals- ins. Sjáif vildi ég líka endilega þessa kirkju þar sem staðsetningin þarna við sjóinn minnti mig svo mjög á heimslóðir mínar á Skagaströnd," segir Rakel Petrea Finnsdóttir. Fallegustu augun í bænum Hún og eiginmaður hennar, Brynjar Sverrisson, gengu upp að altarinu í kirkjunni í Görðum þann 30. ágúst sl. „Við kynntumst þegar við vorum bæði í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Það var fyrir sex árum. Mér fannst þetta strax skemmtilegur strákur en hann þurfti þó svolítið til að sannfæra mig. Það sem ég kunni að meta við hann var að hann var einlægur og á endanum fóru leikar svo að ég alveg kolféll fyrir honum," segir Petrea og heldur áfram: „Brynjar er með blá augu og fafleg. Augun hans eru bara þau fallegustu í öllum bænum." Sá markahæsti í Stjörnunni Petrea er förðunarfræðingur að mennt og starfar sem slík - auk þess sem hún vinnur á smáauglýs- ingadeild DV. Brynjar er prentari og vinnur í Svansprenti. „Sfðan er hann líka í fótboltanum og spilar með Stjörnunni í 1. deildinni, hefur skorað sjö mörk í sumar og er sá „Hann var einlægur.“ markahæsti í sínu félagi," segir Petrea og ekki fer á milli mála að hún er stolt af sínum manni. Petrea brosir þegar hún er spurð um framtíðaráform þeirra hjón- anna. ,Ætli þau séu eldci bara helst þau að vera hamingjusöm, góð hvort við annað og eignast börn. Vera líka óspör á að krydda tilver- una,“ segir Petrea - og segir að þar komi sér vel að þau Brynjar eigi mörg sameiginleg áhugamál. Eins og til dæmis að spila saman golf „... vera með kisunum okkar. Við eig- um þrjár persneskar kisur sem eru eiginlega eins og börnin okkar - en við eigum engin enn þá.“ -sigbogi@dv.is o uj l fc. Q PETREA OG BRYNJAR: „Góð hvort við annað," segir Petrea hér í viðtalinu. Gefin voru saman í Árbæjarkirkju í Reykjavík þann 9. ágúst sl„ af sr. Sigur- jóni Árna Eyjólfssyni, þau Sesselja Anna Ólafsdóttir og Jón Pétur Einars- son. Heimili þeirra er að Hraunbæ 58 í Reykjavík. Gefin voru saman í Seljakirkju í Breið holti þann 10. maf sl„ af séra Bolla Bollasyni, þau Ragnheiður Ingibjörg Þórólfsdóttir og Samúel Guðmundur Sigurjónsson. Heimili þeirra er að Stífluseli 5 í Reykjavík. Foreldrar vikunnar HAMINGJUSÖM: Kristján Björn og Kristín með soninn sem var afmælisgjöf ömmu sinnar. Sefur í vöggu sem fannst niðri í fjöru „Sonur okkar fæddist rétt fyrir miðnætti þann 10. þessa mánaðar og náði því að koma í heiminn á af- mælisdegi ömmu sinnar. Það var mikil ánægja með það þótt mestu skipti auðvitað að hann er vel skap- aður og heilbrigður," segja foreldr- ar vikunnar, þau Kristín Þórsdóttir og Kristján Björn Tryggvason. Drengurinn sem er fyrsta barn þeirra, er líka hinn pattaralegasti, 52 cm að lengd og tæpar sextán merkur að þyngd. Fæðingin gekk eins og í sögu, að sögn foreldranna. Kristín kveðst hafa farið upp á fæð- ingardeild kl. 16 og þá verið komin með 4 í útvíkkun en leiðst að bíða þar lengi svo hún hafi skroppið í heimsókn til frænda sfns og komið svo aftur á deildina um kl. 18. Þar hafi þau Kristján svo látið fara vel um sig, enda í Hreiðrinu þar sem aðstæður eru allar hinar heimilislegustu, hjónarúm, Lazy- boy stóll og heitur pottur. „Við pöntuðum þetta strax í upphafi meðgöngu og þeim þægindum fylgir líka að sama ljósmóðirin fylgdist með mér allan tímann og gerir enn, þótt önnur hafi tekið á móti drengnum af því að hin var ekki á vakt,“ segir Kristín. „Veit ekki hvernig mað- ur hefði farið að ef þetta feðraorlof hefði ekki verið komið í lög“. Sængurföt með fangamarki langommu Þegar spurt er hvort sveinninn ungi sofi vel á nóttunni játa foreldr- arnir því, enda sofi hann á milli þeirra. Á daginn er hann hins vegar í vöggu sem fannst fyrir 40 árum niðri f fjöru á Seltjarnarnesi og fjöldi barna í fjölskyldunni hefur notað síðan, m.a. Kristín og systkini hennar. Ekki spillir heldur ævafom rúmfatnaðurinn sem er bróderaður og með fangamarki langömmu hans. Margar góðar gjafir hafa borist litlu fjölskyldunni. „Sonur- inn er kominn með helling af föt- um og öðru sem hann þarf fyrstu mánuðina, meðal annars þrjá eins útigalla," segir Kristján Björn bros- andi. Feðraorofið stórkostlegt Kristín er að læra hárgreiðslu en gerir hlé á náminu um sinn. Krist- ján Björn er rútubílstjóri en tók sér fæðingarorlof og finnst það stór- kostlegt. „Ég veit ekki hvernig mað- ur hefði farið að ef þetta feðraorlof hefði ekki verið komið í lög, ég gæti ekki hugsað mér að missa af þess- • um fyrstu dögum með baminu," segir hann. En hverjum skyldi svo frumburðurinn lfkjast? „Ja, okkur finnst hann bara líkur sjálfum sér en allir aðrir þykjast sjá svip með honum og einhverjum öðmm í ættinni," segir Kristín. Þótt búið sé að velja hinum nýfædda nafn þá verður það ekki opinberað fyrr en í lok mánaðarins, er hann verður vatni ausinn. gun@dv.is Utiföt frá Finnlandi Fyrir börn 0-9 ára Stæröir 56-134 Vind- og vatnsheld, sterk og notaleg föt Húfur, lúffur, tvískiptir gallar, úlpur og kuldagallar Laugavegi 72 Sími: 551 0231

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.