Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTtfí ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 Veikleiki í samskiptum Hætt verslun VERSLUN: Kaldbakur seldi í gær Kaupfélagi Suðurnesja 50,4 prósenta eignarhlut sinn í Samkaupum sem reka á þriðja tug matvöruversiana um allt land. Með sölunni er KEA, stærsti eigandi Kaldbaks, hætt afskiptum af verslunarrekstri í Eyjafirði. Hagnaður Kaldbaks af þessari sölu mun vera rúmlega 1,1 milljarður króna. HEILBRIGÐISKERFB: (drögumað álitsgerð landlæknis vegna dauða fjögurra mánaða stúlku, sem lést úr heilahimnubólgu fyrr í ár, kem- ur fram að endurskoða þurfi vinnulag við meðferð símtala til heilbrigðisstofnana utan úr bæ. Slysaleg atburðarás í samskiptum foreldranna við heilbrigðisstofn- anir þykir sýna veikleika í kerfinu. Foreldrar stúlkunnar hringdu í þrjár heilbrigðisstofnanir vegna veikinda barnsins í vor en var ekki sinnt sem skyldi. Lést stúlkan úr heilahimnubólgu á gjörgæslu- deild Landspítalans en þá hafði hún verið meðvitundarlaus í þrjá daga. Landlæknir telur að veru- lega spurningu megi setja við af- greiðslu á tveimur símtölum móður stúlkunnar við Læknavakt- ina og síðan bráðamóttöku barnadeildar Landspítalans. Sam- kvæmt tilmælum frá landlækni fyrir fjórum árum átti læknavaktin að sjá til þess að öll símtöl vegna óska um læknisaðstoð yrðu hljóð- rituð. Upptökur af samtölum við foreldra stúlkunnarfinnast hins vegar ekki. Haft er eftir stjórnar- formanni Læknavaktar að ef upp- tökur finnist ekki sé um að ræða tæknilegt slys. Ivanov UTANRÍKISMÁL- DV sagði í gær frá viðkomu Sergei Ivanovs, varnarmálaráðherra Rússland, hér á landi á sunnu- dag og fundi hans með Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra. Þau leiðu mistök urðu við vinnslu blaðsins að með fréttinni birtist röng mynd. Sú var af öðrum Ivanov, Igor, sem er utanríkisráðherra Rússlands. Trúnaðarmenn þingmanna hafa aðgang að pósthólfum LEKINN ÓUPPLÝSTUR: Ekki fékkst leyfi til að mynda pósthólf þingmanna í Alþingishúsinu en þar voru eintök þeirra af stefnuraeðu forsæt- isráðherra lögð á mánudagskvöldið fyrir viku. Ávallt er starfsmaður nærri sem á að tryggja að enginn óviðkomandi komist í hólfin. Aðeins fimm einstakiingar í for- sætisráðuneytinu, að ráðherra meðtöldum, höfðu aðgang að stefnuræðu hans. Óviðkomandi eiga ekki að geta komist í póst- hólf þingmanna, að sögn skrif- stofu Alþingis. Samkvæmt upplýsingum úr for- sætisráðuneytinu höfðu aðeins fimm einstaklingar í ráðuneytinu aðgang að stefnuræðu forsætisráð- herra áður en hún var flutt á Alþingi á fimmtudaginn var. Auk Davíðs Oddssonar voru það ritari hans, að- stoðarmaður, ráðuneytisstjóri og ráðgjafl í utanríkismálum. Afhent í Alþingi Ritari Davíðs prentaði ræðuna út og fjölritaði hana sjálfur í Stjórnar- ráðinu ásamt aðstoðarmanni ráð- herra. Um klukkan níu á mánudags- kvöld gengu þau sjálf með eintök þingmanna í merktum umslögum yfir í Alþingishúsið og afhentu starfsmanni, sem kom þeim fyrir í pósthólfúm þingmanna. Eintök ráð- herra voru send heim til þeirra í leigubílum. Aðgangur að pósthólfum Pósthólf þingmanna í Alþingis- húsinu eru skammt frá anddyri nýja skálans, á svæði sem takmarkaður aðgangur er að. Þar er ávailt starfs- maður frá Afþingi nærri og af að- stæðum að dæma virðist útilokað fyrir óviðkomandi að komast óséður að þeim. (Ekki var veitt leyfi tU þess að taka myndir af svæðinu.) Hins vegar hafa fleiri en þing- menn einir og starfsmenn Alþingis aðgang að hólfunum. „Aðgang að pósthólfum þingmanna hafa þeir sjálfir og trúnaðarmenn sem þeir til- greina. Það geta til dæmis verið framkvæmdastjórar þingflokka, rit- arar eða einhverjir slíkir trúnaðar- menn sem þeir biðja um að sækja fyrir sig póst. Það er stöðug vakt hér og eftirlit með umferð um póst- hólfin og það fer enginn í þau sem ekki á erindi,“ segir Karl M. Krist- jánsson, rekstrar- og fjármálastjóri- stjóri Afþingis. „Það er stöðug vakt hér og eftirlit með umferð um pósthólfin og það fer enginn í þau sem ekki á erindi." Karl gefur ekki upp hve margir þeir trúnaðarmenn eru sem þing- menn hafa með þessum hætti veitt aðgang að pósti sínum. Hann segist ekki vita tU þess að gögn hafi nokkru sinni verið tekin ófrjálsri hendi úr pósthólfunum. Þingmenn undir grun Fjörutíu og fjórir þingmenn hafa svarað spumingu DV um hvort þeir hafi komið afriti af ræðunni til fréttastofu Stöðvar 2 - ailir neitandi. Frá því að blaðið birti lista yfir þá á föstudaginn var hafa Steingrímur J. Sigfússon og Halldór Ásgrímsson bæst í hópinn. Þess má geta að þar með hafa allir ráðherrar Framsókn- arflokksins svarað en ekki hefur borist svar frá neinum ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Nokkrir þeirra sem hafa svarað hafa jafnframt látið þess getið að þeim þyki óeðlilegt að spyrja þing- menn spuminga af þessu tagi. Einnig hefur gmnsemdum verið beint frá þingmönnum og fullyrt að pósthólf þingmanna séu óvarin fyrir blaðamönnum og öðmm gestum í þinghúsinu, auk þess sem einhverj- ir hljóti að hafa farið höndum um ræðuna í forsætisráðuneytinu. í bréfi sem Davíð Oddsson sendi Halldóri Blöndaf, forseta Alþingis, á miðvikudag segir meðal annars að ljóst sé að fréttamaður Stöðvar 2 hafi leitað eftir upplýsingum úr ræð- unni hjá nokkmm þingmönnum óg að einn þeirra hafi boðist til að láta hann hafa ræðuna. olafur@dv.is Ríkisendurskoðun um kennaraþörfskólaárið 2008-2009: Grunnskólar mannaðir þrátt fyrir fjölgun nemenda Ríkisendurskoðun metur það svo að það verði nánast eða al- veg unnt að manna íslenska grunnskóla með réttíndakenn- urum skólaárið 2008-2009 þrátt fyrir að þá verði þörf fyrir fleiri kennara en hingað til hef- ur verið áætlað. Þetta kemur fram í nýtti stjórn- sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um grunnskólakennara, fjölda þeirra og menntun. Þegar fýrrnefndu takmarki hefur verið náð þykir eðlilegt að skóiayf- irvöld fari að huga að því hvort rétt sé að lengja nám gmnnskólakenn- ara úr þremur ámm í fjögur til samræmis við það sem tíðkast í flestum Evrópulöndum. Sömuleið- is þurfi þau að taka til athugunar hvernig heppilegast sé að standa að sí- og endurmenntun kennara sem æ ríkari þörf verður fyrir í framtíðinni. Ríkisendurskoðun byggir þetta mat sitt einkum á nokkurri fjölg- un réttindakennara inn- an skólanna undanfarin ár sem rekja má til minni þenslu í þjóðfé- laginu, bættra launa- kjara kennara og betri starfsaðstöðu. í skýrslunni tekur Ríkisendur- skoðun til endurmats spá um kennaraþörf í íslenskum gmnn- skólum til ársins 2010 sem nefnd á vegum menntamálaráðuneytis setti fram árið 1999. í þeirri spá var áætlað að 3.805 kennara þyrfti til að manna skólana haustið 2009. Ríkisendurskoðun telur að 4.226 kennarar séu nær lagi og bendir á að íslensk grunnskólabörn muni væntanlega verða um 1.500 fleiri en gert var ráð fyrir í forsendum áðurnefndrar spár. Þrátt fyrir fyrirsjáanlega fjölgun innan gmnnskólabarna telur Rík- isendurskoðun miklar líkur á að réttindakennarar geti nær afveg eða að fullu sinnt kennsluþörf haustið 2009. Ríkisendurskoðun byggir þetta mat sitt einkum á nokkurri fjölgun réttindakennara innan skólanna undanfarin ár sem rekja má til minni þenslu í þjóðfé- GRUNNSKÓLAR MANNAÐIR RÉTT1NDAKENNURUM: Ríkisendurskoðun metur það svo að grunnskólar verðir mannaðir réttindakennurum skólaárið 2008-2009. laginu, bættra launakjara kennara og betri starfsaðstöðu. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að óvenju- margir stunda kennaranám um þessar mundir, bæði í staðnámi og fjarnámi, og hafa kennaramennt- unarskólar þurft að synja all- nokkmm umsækjendum um skólavist. Þessi aukni áhugi á kennaranámi er þó enn ekki farinn að skila sér í fleiri útskrifuðum kennumm. Mh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.