Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 Fjölgun FERÐALÖG: Farþegum um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 15% í september miðað við sama tíma í fyrra, voru nú 122.000. Fjölgun farþega til og frá (slandi er rúmlega 20%. Far- þegum sem millilenda á leið yfir hafið hefur fækkað um rúm 5%. Alls hefur farþegum um Leifs- stöð fjölgaði um 10% milli ára, eru nú rúm ein milljón. Girðingar ÖRYGGI: Hert öryggisgæsla og tvöfaldar girðingar verða settar við íslenskar útflutningshafnirtil að hindra hugsanlega hryðju- verkastarfsemi, segir í frétt á vef Samtaka verslunar og þjónustu. Aðgerðirnar þurfa að vera komn- ar til framkvæmda fyrir 1. júlí 2004. Að öðrumxkosti verður ekki tekið á móti kaupskipum sem héðan sigla til erlendra hafna. Góð gjöf GJAFIR: Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri menningarefnis í DV, varð sextug á föstudag og efndi til veislu í Iðnó. Vildi hún engar gjafir en setti í staðinn upp söfnunarbauk frá Rauða krossinum. Söfnuðust 39.500 krónur sem renna til Hjálpar- síma Rauða krossins, að beiðni afmælisbarnsins. Á myndinni afhendir Silja peningana. Brunaútköll og neyðarflutningar MIKIÐ TJÓN: Ljóst er að mikið tjón varð i brunanum að Viðarhöfða 2 þar sem bílaverkstæði hefur verið rekið. Myndin var tekin þegar slökkviliðsmenn voru að rjúfa þakið í gærkvöld. DV-mynd Eggert Miklar annir voru hjá slökkviliði og sjúkraflutningamönnum í gærkvöld og nótt. Slökkvilið var kallað út þrisvar sinnum og á sama tíma voru þrír neyðar- flutningar. Það var klukkan 21.07 í gærkvöld sem slökkviliðið var kvatt að Viðar- höfða 2. Þar var mikilll eldur í bfla- verkstæði. Tveir menn voru að vinna við bíl, þegar eldurinn braust út. Loftið var mjög mettað þannig að eldurinn magnaðist mjög á ör- skömmum tíma. Áttu mennirnir fótum íjör að launa. ÞANGBAKKI: Mikinn reyk lagði úr íbúð á áttundu hæð fjölbýlishúss í gærkvöld. Kviknaði hafði í ruslafötu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn varð það að saga sér leið gegnum bilskúrshurð til að komast að eldin- um. Hann var þá orðinn svo magn- aður að rjúfa varð gat á þekjuna til að losa hita. Engin slys urðu á mönnum en slökkvistarfi lauk klukkan að ganga eitt í nótt. Ljóst er að tjón varð mikið þarna og er það talið nema milljónum. Tókst slökkviliðsmönnum að verja næstu hús, en þar er m.a. sprautuverk- stæði. Tveir menn voru að vinna við bíl þegar eld- urinn braust út. Loftið var mjög mettað þannig að eldurinn magnaðist mjög á ör- skömmum tíma. Slökkviliðið var ekki lagt af stað í ofangreint útkall þegar tilkynnt var um mikinn reyk í íbúð í Þangbakka sem var á 8. hæð. Þegar að var kom- ið reyndist hún full af reyk. Eldur reyndist vera í ruslatunnu í íbúð- inni og varð að reykræsta hana. Hún var mannlaus. Þegar slökkvistörfum var rétt um það bil að ljúka á Viðarhöfðanum barst slökkviliði tilkynning um að reykskynjari hefði farið í gang í íbúðarhúsnæði við Þórðarsveig. Þar reyndist pottur hafa gleymst á heitri hellu. Meðan gekk á þessum slökkvi- störfum og reykræstingu á þremur stöðum þurfti jafnframt að sinna þremur neyðarflutningum með sjúkrabílum. Allur mannskapur slökkviliðsins var kallaður út og voru um 100 manns við störf þegar mest var í gærkvöld og nótt. -JSS Dæmdurí tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Breytti framburði sínum í kjölfar DNA-rannsóknar Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær þrítugan karl- mann til að sæta tveggja ára fangelsi fyrir að neyða konu til holdlegs samræðis í Sandgerði í janúar á þessu ári. Forsaga málsins mun sú að kon- an hitti manninn á skemmtistað í Keflavík laugardagskvöldið 4. janú- ar. Konan þáði far með ákærða frá skemmtistaðnum. Með í för voru vinkona fórnarlambsins og vinur ákærða. Þegar búið var að skutla vinkonunni heim lá leiðin heim til konunnar og þar mun ákærði hafa beðið um að fá að nota salerni. Framburður konunnar er á þá leið að hún hafl beðið við útidyrnar meðan maðurinn athafnaði sig á snyrtingunni; hann hafi síðan kom- ið upp að sér og þröngvað sér til kynmaka. Hún hafi sagt mannin- um að hætta en hann hafi ekki hlustað. Kveðst hún hafa orðið skelfingu lostin og lömuð af hræðslu. Konan leitaði til neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Landspítalan- um í Fossvogi daginn eftir. Þar hitti konan lækni og síðar félagsráð- gjafa. Hún gaf þeim báðum skýrslu af atburðinum. í skýrslu félagsráð- gjafa segir að konan hafi „verið haidin mörgum einkennum áfalls sem sé einkennandi í kjölfar nauðgunar." Síðar í framburði fé- lagsráðgjafa segir að áfallið hafi orðið til þess að draga mjög úr lífs- gæðum konunnar og hún lifi enn í ótta við að hitta gerandann. Konan kærði manninn fyrir lög- reglu tíu dögum eftir atvikið. Mað- urinn sætti yfirheyrslu í kjölfarið og neitaði fyrst um sinn aifarið að hafa átt samræði við konuna. Niður- stöður DNA-rannsóknar voru þess efnis að sæði sem fannst í leg- gangaopi konunnar var úr hinum kærða. Þá breytti maðurinn fram- burði sínum og sagði þau hafa haft samræði að frumkvæði og frjálsum vilja konunnar. Dóminum þótti aftur á móti framburður konunnar vera trú- verðugur og því þyki sannað að ákærði hafi með ofbeldi þröngvað konunni til holdlegs samræðis. Maðurinn er sem fýrr segir dæmdur til að sæta tveggja ára fangelsi, og til að greiða 600 þús- und krónur í miskabætur, auk málsvarnarlauna. Dómurinn segir manninn ekki eiga sér neinar málsbætur og við ákvörðun refsingar beri að líta til hins fullkomna virðingarleysis sem maðurinn hafi sýnt kynfrelsi kon- unnar; konan hafi ekki þekkt ákærða og ekki „gefið honum neitt tilefni til að ætla að hún vildi hafa við hann kynmök." arndis@dv.is Asakanir um sinnuleysi gagnvart Impregilo: Ósannaðarupp- hrópanir skila litlu Árni Magnússon félagsmálaráð- herra var harðlega gagnrýndur af stjórnarandstöðunni í gærfyr- ir sinnuleysi gagnvart framferði Impregilo. Össur Skarphéðinsson sagðist hafa skammast sín fyrir að vera fs- lendingur vegna málsins. Össur sagði að ömurlegt hefði verið að hlusta á fregnir af því hvemig Impregilo færi með verkafólk við Kárahnjúka. Hann hefði skammast sín fyrir að vera íslendingur, enda hefði slfkt ffamferði gagnvart verka- fólki ekki sést á Islandi áratugum saman. Hann sagði að eftirlitsstofn- anir hefðu að sínu mati gripið alitof seint inn f þessi mál og að þögn fé- lagsmálaráðherra hefði á stundum verið æpandi. Steingrímur J. Sigfússon sagði Impregilo brjóta nánast allt sem hægt væri að bijóta. Nánast öll mál væm í ólestri: launamál, öryggismál og starfsréttindamál. Guðjón Amar Kristjánsson sagði framferði Impregilo vera atlögu að þeim kjör- um sem barist hefði verið fyrir á Is- landi áratugum saman. Félagsmálaráðhera sagði alvar- legt ef lög og samningar væm brot- in. Hins vegar hefði Vinnueftirlitið sinnt skyldum sínum á svæðinu og ekkert komið fram við eftirlit sem gæfi tilefni til að beita á Impregilo lagaheimildum um sektir vegna brota á lögum um aðbúnað á vinnu- stöðum. Ekki hefði heldur neitt komið fram um að kjarasamningar væm brotnir á starfsmönnum. Hann mótmælti þeirri staðhæfingu Össurar að ráðherra stæði ekki í lappimar í málinu og bætti við að ósannaðar fullyrðingar og upphróp- anir skiluðu litlu. Pétur H. Blöndal sagði að málið varpaði ljósi á ákveðinn vanda vest- rænna þjóða: kröfur um lágmarks- laun og -aðbúnað verkafólks þýddu f sumum tilvikum, að það borgaði sig ekki að ráða erient verkafólk. -ótg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.