Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 Afengi unglinga hellt niður Handtekinn fyrir söng HAFNARFJÖRÐUR: Drykkju- læti unglinga í Hafnarfirði komu til kasta lögreglu aðfara- nótt laugardagsins. Áfengi var tekið af unglingunum og því hellt niður. Þá voru ölvaðir unglingar færðir í hendur for- eldra og forráðamanna sinna. Ef marka má dagbók lögregl- unnar í Hafnarfirði þá var liðin helgi annasöm.Tilkynnt var um ellefu innbrot og þjófnaði til lögreglunnar. Brotist var inn í tvær íbúðir í Hafnarfirði og inn í hesthús í Hafnarfirði og Garðabæ. Hnökkum og reið- tygjum var stolið. Lögregla rannsakar öll þessi mál. Lög- reglan hafði auk þess afskipti af 37 ökumönnum vegna um- ferðarlagabrota, þar af 26 sem óku of hratt. MIÐBORGIN: Ölvuð ung stúlka var flutt á sjúkrahús aðfaranótt sunnudagsins. Stúlkan mun samkvæmt dagbók lögregl- unnar hafa gengið á leigubíl sem átti leið hjá. Við höggið féll hún í götuna og fékk skurð á höfuðið. Hún var mjög ölvuð en með meðvitund þegar sjúkralið bar að. Mjög erilsamt var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina vegna ölvunar í miðborginni og víðar. Þannig var karlmaður handtekinn eftir að hafa sungið hástöfum við íbúðarhús ásamt því að kasta smásteinum (glugga. Maður- inn vildi augljóslega vekja at- hygli á sér en íbúi hússins var ekki hrifnari af heimsókninni en svo að hann kallaði til lög- reglu. A leikinn HEPPNI: Ingvar Steinar Vil- bergsson, 18ára, ervinnings- hafi (Touran-landsleik Heklu og hefur hann fengið afhenta 7 miða á síðari landsleik (s- lands og Þýskalands sem fram fer í Hamborg á laugardag. Innifalið í vinningnum eru far- miðar til og frá Hamborg, hót- elgisting og miðará landsleik- inn fyrir sjö manns. Sprenging í óhefðbundnum lækningum: Nefnd, sem unnið hefur að gerð skýrslu um stöðu óhefðbund- inna lækninga hér á landi, kynnti, ásamt Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra áfanga- skýrslu á blaðamannafundi í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Nefndinni var falið að gera út- tekt á þessu sviði og bera hana saman við stöðu mála hjá hin- um Norðurlandaþjóðunum, í ríkjum Evrópusambandsins og í Bandaríkjunum. Til óhefðbundinna lækninga telj- ast meðal annars smáskammta- lækningar, nálastunguaðferð, svæðanudd, hnykklækningar, hug- lækningar, jóga, fhugun og grasa- og náttúrulækningar en þessar greinar hafa hingað til ekki notið opinberrar viðurkenningar. í áfangaskýrslunni kom fram að íslendingar leituðu í sívaxandi mæli eftir aðstoð eða meðferð út íyrir hina hefðbundnu heilbrigðis- þjónustu. I nýlegri könnun Land- læknisembættisins var spurt hversu oft á síðastliðnum þremur mánuðum þátttakendur hefðu leit- að til aðila sem stunda einhverjar þeirra greina sem teljast til óhefð- bundinna lækninga. í ljós kom að tæplega 28% þeirra sem spurð voru, leituðu til einhverra um- ræddra greina en árið 1985 var þetta hlutfall einungis um 6%, tæp- lega 9% árið 1990 og rúmlega 22% árið 1995. KYNNINGARFUNDUR: Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Sigurðsson læknir kynna nýja áfangaskýrslu um stöðu óhefð- bundinna lækninga hér á landi. DV-myndÞÖK Viðhorfið að breytast Guðmundur Sigurðsson, læknir og formaður nefndarinnar, sagði ljóst að viðhorf almennings til þessara greina væri að breytast, samhliða aukinni menntun og reynslu. Starfsemi af þessu tagi væri orðin gífurlega umfangsmik- il,og til greina kæmi að setja utan um hana ákveðinn lagaramma. Guðmundur benti á að hugtakið óhefðbundnar lækningar væri þó enn umdeilt og óheppilegt, meðal annars vegna þess að rétturinn til að stunda lækningar og kalla sig lækni væri lögvarinn. Nefndin taldi eðlilegra að tala um óhefðbundna meðferð þar sem átt væri við leiðir til að efla og bæta líkamlega og andlega heilsu, utan viðurkenndrar / áfangaskýrslunni kom fram að íslendingar leituðu í sívaxandi mæli eftir aðstoð eða með- ferð út fyrir hina hefð- bundnu heilbrigðis- þjónustu. heilbrigðisþjónustu. Stefnt er að því að lokaskýrsla nefhdarinnar liggi fyrir á næsta ári. Mikilvægt skref Dagný Elsa Einarsdóttir, formað- ur fagfélags hómópata, sagði þá sem stunda óhefðbundnar lækn- ingar hafa margt fram að færa til heilbrigðisþjónustunnar og starf nefndarinnar væri mikilvægt skref til að opna frekar umræðuna þar að lútandi og auka skilning almenn- ings á þessum valkosti. Hún sagði að langflestir þeirra sem leituðu eft- ir aðstoð væri fólk sem ítrekað hefði reynt að nýta sér þjónustu innan heilbrigðiskerfisins og konur væru þar mun fleiri en karlar. bryndis@dv.is Fjórði hver íslendingur nýtir sér slíka meðferð Hætti að reykja með Nicotinell ogDVog vann utanlandsferð með Terra Nova-Sól: Átakið hélt mér við efnið Guðni Eðvarðsson hætti að reykja í vor og skráði sig í átak DV og Nicotinell undir nafninu „Notum fríið til að hætta að reykja". Guðni uppskar laun þátttökunnar í gær þegar hann kom á ritstjórn DV og tók við gjafabréfi upp á þriggja nátta verð til London eða Kaup- mannahafnar með ferðaskrif- stofunni Terra Nova-Sól. „Ég hætti rétt áður en átakið hófst og skráði mig síðan til þátt- töku. Ég notaði plásturinn og las greinarnar sem birtust reglulega í blaðinu. Það er óhætt að segja að þetta átak hafl haldið mér við efn- ið. Það styrkti mig í trúnni á að ég væri að gera rétt,“ sagði Guðni við DV í gær. Guðni er enn reyklaus og reynd- ar heimilið. Eiginkona hans upp- lýsti að nokkrir vinir þeirra hefðu hætt eftir að Guðni hætti. Guðni sagði að ekki hefði verið mjög erfitt að hætta að reykja en var afar þakklátur þeim sem að átakinu stóðu, það hefði sannarlega hjálp- að sér. Meðan átak Nicotinell og DV stóð yfir birtust pistlar Guðbjarg- ar Pétursdóttur hjúkrunarfræðings reglulega í blaðinu og á dv.is þar sem fólki voru lagðar línurnar og því gefin góð ráð til þess að hætta að reykja. Guðni sagði að ekki hefði verið mjög erfitt að hætta að reykja en var afar þakklátur þeim sem að átakinu stóðu, það hefði sann- arlega hjálpað sér. í upphafi átaksins ákvað DV að verðlauna nokkra heppna þátttak- endur með því að bjóða þeim í ut- anlandsferð nú í haust. Leist starfsmönnum hjá Terra Nova-Sól það vel á uppá- tækið að það ákvað að gefa heppnum les- anda blaðsins, sem stæði sig vel í átakinu, ferð frá fýrirtækinu í verðlaun. Vel var fylgst með þeim sem skráðu sig í átakið en aðeins þeir sem voru reyklausir nú í haust áttu möguleika á utanlandsferð. Og það var einmitt Guðni sem reyndist sá heppni. Borgaði sig að hætta: Guðni Eðvarðsson tekur við gjafabréfi fyrir þriggja nátta ferð til London eða Kaupmannahafnar með ferðaskrifstofunni Terra Nova-Sól úr hendi Finns Thorlacius, markaðsstjóra DV. DV-myndE.ÚI. En því má ekki gleyma að allir sem tókst að hætta að reykja í þessu átaki eru sigurvegarar. Um 130 manns skráðu sig til þátttöku. Þegar leið að því að draga skyldi nafn úr hópi þátttak- enda reyndust 50 manns enn reyklausir. Mh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.