Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 10
70 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 Útlönd Heimurinn i hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Ihaldið styðji leiðtogann STJÓRNNIÁL: Félagar í breska (haldsflokknum voru hvattir til þess í gær að standa þétt við bakið á flokksleiðtoganum lain Duncan Smith sem á í vök að verjast. Að öðrum kosti væri hætta á að flokkurinn missti af gullnu tækifæri til að fella Tony Blair forsætisráðherra í næstu þingkosningum. Smith er undir miklum og vax- andi þrýstingi þar sem Ihalds- flokknum hefur ekki tekist að nýta sér síauknar óvinsældir stjórnar Verkamannaflokksins í kjölfar stríðsins í írak. íhaldsmenn halda flokksþing sitt í Blackpool þessa dagana og er það mat margra að nú sé að duga eða drepast fyrir Smith. Aðeins 14 prósent þjóð- arinnar vilja hann yfir sig. Út í heim FÆREYJAR: Færeyska símafé- lagið ForoyaTeie hefur áhuga á að fara í landvinninga og kanna möguleikana á að flytja út þjónustu sína. Af þeim sök- um verður fýrirtækið með bás á stærstu ráðstefnu sinnar teg- undar,Telecom World 2003, sem haldin verður í Genf í næstu viku. Færeyska útvarpið greindi frá þessu í gær. Kosid um ríkisstjóra í Kaliforníu í dag: Arnold hreppir líklega hnossið Kaliforníubúar ganga að kjör- borðinu í dag. Kosningarnar eru sérstakar en kjósendur þurfa að velja á milli þess að víkja núverandi ríkisstjóra, Gray Davis, eða fá nýjan mann til starfans. Verði Davis vikið úr embætti í kosningunum hafa 135 manns lýst yfir vilja sínum til að taka við embættinu. Hasarmyndaleikarinn og repúblikaninn Arnold Schwarzen- egger þykir samkvæmt skoðana- könnunum eiga mesta möguleika á að hreppa embætti ríkisstjóra Kali- forníu. Fylgi við Schwarzenegger hefur þó dalað lítillega undanfarna viku, einkum meðal kvenna. Það eru einmitt kvennamálin sem hafa reynst leikaranum erfið en 16 kon- ur hafa komið fram opinberlega og sakað hann um kynferðislega áreitni á síðustu árum. Schwarzenegger sagði árásirnar á sig ómaklegar og augljóst að menn beittu öllum brögðum á lokasprettinum. Schwarzenegger kom fram fyrir helgina og bað konur afsökunar á framferði sínu. Það virðist ekki hafa dugað til því um helgina bættust fleiri konur í hóp þeirra sem segjast hafa orðið fyrir barðinu á leikaran- um. Kosningabaráttan sem hófst með máiefnalegri umræðu um efnahag og framtíð Kalifornfuríkis hefur þannig breyst í umræðu um kvennamál Schwarzeneggers og meinta aðdáun hans á Adolf Hitler og Þriðja ríkinu. Hinu síðastnefnda hefur leikarinn staðfastlega neitað en þar er vitnað til ummæla sem hann á að hafa látið falla fyrir 25 ár- um. Óvart í klámmynd Andstæðingar Schwarzeneggers hafa verið ólatir við að tína til fleiri atriði úr fortíð kappans sem þykja til þess fallin að varpa skugga á per- sónu hans. Þannig greindi fyrrum ástkona Schwarzeneggers, Barbara Outland Baker, frá því að leikarinn hafi komið fram f klámmynd snemma á áttunda áratugnum. Myndin var ætluð samkynhneigð- um karlmönnum en það vissi Schwarzenegger ekki. Þegar hann komst að hinu sanna lét hann stöðva sýningar myndarinnar hið snarasta. Baker segir leikarann alls ekkert hafa á móti samkynhneigð- um en þarna hafi verið of langt gengið. Schwarzenegger lét engan bilbug á sér finna í baráttunni í gær þrátt fyrir erfitt umtai í fjölmiðlum. Hann sagði árásirnar á sig ómaklegar og augljóst að menn beittu öllum brögðum á lokasprettinum. Schwarzenegger hélt kosninga- fund í San Jose í gær að viðstödd- um nokkur hundruð stuðnings- mönnum. Hann var glaður í bragði og neitaði að tala frekar um kvennamál sín. „Baráttan hefur verið stórskemmtileg. Ég hef skemmt mér vel,“ sagði Schwarzenegger við mikla hrifn- ingu fundarmanna. Maria Shriver, eiginkona Schwarzeneggers, styður mann sinn heilshugar. Hún segist raunar hafa verið á móti framboðinu til að byrja með enda hafi hún rennt grun í hvernig umræðan myndi þróast. Hún hafi haft rétt fyrir sér í þeim efnum. Shriver segist hafa út- skýrt hlutina fyrir börnum þeirra hjóna. „Ég sagði þeim að hvernig sem færi þá hefði faðir þeirra stað- ið sig vel," sagði Shriver við fjöl- miðla í gær. Rólegur á endasprettinum Ríkisstjórinn og demókratinn Gray Davis hefur keyrt kosninga- baráttu sína stíft að undanförnu. Davis, sem hefur oft verið gagn- rýndur fyrir að vera stífur og alvar- legur stjórnmálamaður, sýndi á sér nýja hlið í gær. Hann var aldrei þessu vant afslappaður og sló á létta strengi á kosningafundum. „Hvers vegna vill fólk reka mann eins og mig úr embætti? Ég skil það ekki, “ sagði Davis á kosningafundi í San Jose í gær. „Hvers vegna vill fólk reka mann eins og mig úr embætti? Ég skil það ekki,“ sagði Davis á kosningafundi í San Jose í gær. Ummælin vöktu mikla hrifningu viðstaddra. Davis varaði kjósendur við Arnold Schwarzenegger og sagði hann óhæfan til að stjórna ríkinu. Umræður um fortíð leikarans myndu skyggja á þau mikilvægu mál sem þyrfti að vinna í ríkinu. Það kemur í ljós í kvöld hvort Davis heldur ríkisstjórastólnum eða hvort Kalifornfubúar fá nýjan ríkisstjóra. HYLLTUR: Ákafir stuðningsmenn hylla Arnold Schwarzenegger á Huntington- ströndinni í Kaliforníu í gær. Ekki má hefta rétt ísraels til sjálfsvarnar ísraelar ættu ekki að finnast þeim vera skorður settar þegar réttur þeirra til að verja hendur sínar eru annars vegar. Þetta sagði George W. Bush Bandarfkjaforseti í gær, á sama tíma og spennan fyrir botni Mið- jarðarhafs jókst vegna loftárása ísraelskra herþotna langt inn í Sýr- land um helgina. Bush lýsti yfir stuðningi sínum við rétt ísraela til að verja hendur sínar í kjölfar sjálfsmorðsárásar palestínskrar konu í Haifa þar sem nítján ísraelskir borgarar fórust. Bashar al-Assad Sýrlandsforseti sakaði ísraela í morgun um að reyna að draga Sýrlendinga og aðr- ar þjóðir Mið-Austurlanda inn í átökin við Palestínumenn. í viðtali við dagblaðið al-Hayat sagði Assad að sýrlensk stjórnvöld myndu ekki láta undan kröfu Bandaríkjamanna um að reka palestínsk samtök úr landi. Stjórnarerindrekar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að Sýrlendingar þyrftu að endur- skrifa drög sín að ályktun þar sem loftárásir Israela á Sýrland eru for- dæmdar. Diplómatarnir sögðu að gæta þyrfti meira jafnvægis f orða- vali ef ályktunin ætti að hljóta náð fyrir augum þeirra níu fulltrúa sem þarf til að hún skoðist samþykkt. En jafnvel þótt breytingar verði gerðar eru líkur á að Bandaríkja- menn beiti neitunarvaldi sínu. LÍK FLUTT Á BRÖTT: Hjúkrunarfólk flytur burt lík ísraelsks hermanns sem lét lífið I skotbardaga nærri bænum Metulla í norðanverðu ísrael I gær. fsraelar segja að skotið hafi verið á hermanninn frá Líbanon. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.