Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 FRÉTTIR 11 Fréttamaður fannst látinn Clark lofar nýrri sýn BRETLAND: James Forlong, gamalreyndur fréttamaður Sky sjónvarpsstöðvarinnar, fannst látinn á heimili sínu í suðaust- anverðu Englandi um helgina. Forlong, sem var 44 ára, neyddist til að segja af sér í sumar vegna fölsunar fréttar úr (raksstríðinu. Eiginkona hans sagði að hann hefði verið nið- urbrotinn maðurvegna þessa atviks og sjálfur sagðist hann harma mjög þetta eina glappaskot sitt á annars glæst- um ferli. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að dauða Forlongs hefði ekki borið að með grunsam- legum hætti. Forlong hafði starfað hjá Sky í tíu ár og flutt fréttir af Áestum átakasvæðum heimsins. BANDARÍKIN: Wesley Clark, fyrrum hershöfðingi, sagði á fundi með demókrötum í lowa (gær að hann væri þess megnugur að sigra George W. Bush í forsetakosningunum á næsta ári. Clark lofaði flokksbræðrum sínum nýrri sýn á hlutverk Bandaríkjanna í heiminum og sagði að undir stjórn sinni myndi landið endurheimta fýrri virðingu meðal annarra þjóða. Orðspor Bandaríkjanna hefur beðið mikinn hnekki víða um heim vegna Iraks- stríðsins og eftirmála þess. Clark, sem tilkynnti framboð sitt fyrir aðeins þremur vikum, réðst á Bush forseta og stefnu hans, meðal annars fyrir að fara í stríð við írak án ástæðu. Norður-Kóreumenn vilja Japana ekki að viðræðuborði: Bush endurskipuleggur aðgerðirí írak: Amerískum far- símum hafnað George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að hann hefði fyrirskipað allsherjarendur- skipulagningu allra aðgerða sem miða að því að koma á jafn- vægi í írak. Bush, sem er undir miklum þrýstingi vegna sívaxandi vargaldar í írak, setti Condoleezzu Rice, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, yfir nýrri nefnd sem á vinna að því að samhæfa aðgerðir í írak, svo sem baráttuna gegn hryðjuverkum og uppbyggingu pólitískra stofnana. Aukið hlutverk Rice fær með þessari skipan víð- tækara hlutverk bæði í írak og Afganistan en aðstoðarmenn for- setans segja að nýi hópurinn muni ekki draga úr völdum og áhrifum Donalds Rumsfelds landvarnaráð- herra. Embættismenn sögðu að bæði Rumsfeld og Paul Bremer, land- stjóri Bandaríkjanna í írak, hafi komið að mótun nýja hópsins. í honum verða fulltrúar frá ráðu- neytið utanríkis-, varnar- og efna- hagsmála. Tilraunir Bush til að afla aukins alþjóðlegs stuðnings við endur- reisnina í Irak hafa að mestu runn- ið út í sandinn vegna skálmaldar- Á UPPLEIÐ: Condoleezza Rice, þjóðarör- yggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, fær aukið hlutverk í Irak. innar f landinu, meðal annars nær daglegra árása á bandaríska her- menn. Haidar al-Ebadi, fjarskiptaráð- herra í I’rak, tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið koma upp GSM farsímakerfi í landinu, eins og er víða í Mið-Austurlöndum. frakar höfnuðu þar með óskum ýmissa bandarískra þingmanna um að taka upp bandarískt farsímakerfi. Arabísk fyrirtæki hafa fengið leyfi til að setja upp GSM-kerfið. Fengu nóbelinn fyrir segulómtæki Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru í gær veitt tveimur vís- indamönnum sem voru braut- ryðjendur í gerð segulómtækja sem þykja ómissandi á öllum nútíma sjúkrahúsum. Verðlaunahafarnir eru Banda- ríkjamaðurinn Lauterbur og Bret- inn Peter Mansfield. Þeir gerðu merkar uppgötvanir í sambandi við segulómun sem gerir læknum kleift að skoða starfsemi í líkömum sjúk- linga sinna á sársaukalausan hátt. Lauterbur, sem er 74 ára gamall, sagði í gærmorgun að hann væri hissa á að hafa fengið verðlaunin. Hann sagðist hafa verið viss um að segulómtækið myndi verða gagnlegt tæki. Mansfield, sem er sjötugur, hélt í fyrstu að eiginkona hans væri að spauga með hann þegar hún sagði að hann hefði fengið nóbelinn. Bush brýnir undirmenn sína: Kona Kims í lífshættu Eiginkona Kims Jongs-il, leið- toga Norður-Kóreu, liggur á sjúkrahúsi með lífshættulega höfuðáverka sem hún hlaut í bílslysi í síðasta mánuði. Japanska dagblaðið Sankei Shimbun hafði það eftir heimildar- manni á Kóreuskaganum að hinn fimmtuga Ko Yong-hi hefði lent í alvarlegu bflslysi. Blaðið hafði ekki frekari fregnir af líðan hennar. Lítið er vitað um Ko annað en að hún fæddist í Japan og flutti til Norður-Kóreu snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Sagt er að hún hafi verið dansari í Pyongyang. HARMLEIKUR: Eiginkona Kims Jongs-il, leiðtoga Norður-Kóreu, liggur lífshættu- lega slösuð á sjúkrahúsi. Norður-kóresk stjórnvöld greindu frá því f morgun að þau myndu ekki leyfa Japönum að taka þátt f viðræðum um umdeilda kjarnorkuvopnaáætlun. Það þykir flækja enn frekar tilraunir manna til að fá Norður-Kóreumenn að samningaborðinu. Japanar voru ekki seinir að svara yftrlýsingunni og sögðust ekki myndu sætta sig við að ráðamenn í F’yongyang gætu ákveðið hverjir tækju þátt í fjölþjóðaviðræðum sem samkomulag hefði tekist um að efna til. Norður-Kóreumenn segja Jap- ana ekki traustsins verða. Allir aðstoði við að finna CIA-leka George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur beðið starfslið sitt að afhenda dómsmála- ráðuneytinu umbeðin gögn vegna rannsóknar á því hver hafi lekið nafni starfsmanns leyniþjónustunnar CIA til fjöl- miðla. „Ég myndi gjarnan vilja vita hver lak," sagði Bush í gær. „Ég hef sagt starfsliði mínu að ég vilji fulla samvinnu við dómsmála- ráðuneytið. Og þetgar beðið verður um upplýsingar ætlumst við til að þær verði afhentar með hraði.“ Tvö þúsund starfsmenn Hvíta hússins hafa fengið frest þar til í kvöld að afhenda öll gögn sem þeir hafa undir höndum. Ihaldssamur dálkahöfundur greindi í sumar frá því að eigin- kona fyrrum sendiherra Banda- ríkjanna, sem hafði lýst andstöðu sinni við stríðið í Irak, starfaði fyrir CIA. Saknæmt er að greina frá slfku opinberlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.