Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 DANMÖRK: I Kaupmannahöfn eru portúgalskir verkamenn ráðnir í byggingarvinnu fyrir helmingi laegri laun en danskir verkmenn fá á sömu vinnustöðum. Víðar deilt um láglauna- kjör en við Kárahnjúka V HEIMSUÓS Oddur Ólafsson Æk oddur@dvJs Deilur um kjaramál innflutts vinnuafls eru víðar en á fslandi, þar sem úfar rísa vegna lágra launa erlendra verkamanna sem eru hvergi sambærileg við um- samin laun fslendinga sem byggð eru á kjarasamningum launþegafélaga. f Danmörku er verið að reisa stórt og dýrt óperuhús. Höfuðverktaki við þá framkvæmd er Phil & Son, sem síðan ræður undirverktaka til einstakra verkefna. Það fyrirtæki hefur löngum unnið mörg stór- verkefni hér á landi og má segja að ístak sé eins konar skilgetið afkvæmi þess. En það eru fleiri stórverkefni sem unnið er að í Danmörku og víða er mikill ágreiningur um hvort réttlætan- legt sé að greiða erlendum verkamönnum helmingi lægri laun en dönskum. Mismunur á kjörum fslenskra starfsmanna ítalska verktakafyrir- tækisins Impregilo er himinhróp- andi og vinna íslensku launþega- samtökin og opinberir kontóristar hörðum höndum við að koma á rétt- látari skipan þeirra mála. En það gengur treglega sem víðar. í Kaupmannahöfn er ekki aðeins óperuhúsið mikla í smíðum heldur stendur þar yfir bygging fleiri stór- hýsa og hafa fulltrúar samtaka bygg- ingarverkamanna í nógu að snúast við að bera saman kjör erlendra verkamanna og innlendra. Það er úl- tölulega auðvelt að ná úl verka- manna sem koma frá löndum utan Evrópusambandsins því þeir þurfa opinber atvinnuleyfi auk leyfa til landvistar í lengri tíma. En erfiðara er að fást við leiðréttingu kjara þeirra byggingarverkamanna sem sótúr eru til landa innan ESB. Þeir hafa sjálf- krafa atvinnuleyfi og samkvæmt sáttmálum og reglugerðum rfkir mikið frjálsræði og samkeppnisandi í gerð kjarasamninga og ákvörðunum um lágmarkslaun. I Kaupmannahöfn eru það aðallega portú- galskir verkamenn sem starfa í byggingariðnað- inum. Þeir eru ráðnir samkvæmt skilmálum sem íslendingar eru að byrja að þekkja, þótt þeir séu ekki nýlunda þegar erlend verktaka- fyrirtæki taka að sér framkvæmdir á umráða- svæði raforkuöflunar og dreifíngar. í Kaupmannahöfn eru það aðal- lega portúgalskir verkamenn sem starfa f byggingariðnaðinum. Þeir eru ráðnir samkvæmt skilmálum sem íslendingar eru að byrja að þekkja, þótt þeir séu ekki nýlunda þegar erlend verktakafyrirtæki taka að sér framkvæmdir á umráðasvæði raforkuöflunar og dreifingar. Fyrirtæki sem taka að sér stór verk ráða undirverktaka tif að sinna ýms- um verkþáttum og þeir verktakar ráða enn undirverktaka og aftarlega í goggunarröðinni em fyrirtæki sem útvega vinnuafl og semja við verka- mennina um laun og kjör yfirleitt. Það em þeir undimndirverktakar sem skaffa öðmm verktökum lág- launafólkið sem sótt er úl fjarlægra landa. í mál við sjálfa sig Meðal stórhýsa sem verið er að reisa í Kaupmannahöfn em nýjar höfuðstöðvar Codan. Þar em portú- galskir verkamenn ráðnir af undir- undir-undirverktökum sem semja um mánaðarlaun sem em um helm- ingi lægri en danskir verkamenn fá fyrir sína vinnu. Svo vill til að samtök múrara eiga hfut í einu af verktaka- fyrirtækjunum sem vinna að bygg- ingunni. Til þeirrar eignar var stofn- að fyrir margt löngu. Sú staða er komin upp að samtök byggingar- manna hóta málsókn tif að leiðrétta kjör Portúgalanna og em þar með að fara að kæra eigið fyrirtæld. Aðalvandamálið er samt sem áður hin lágu laun sem ráðningarfyrirtæk- ið semur um við portúgalskan verka- lýð og á að gilda í Danmörku. Út- lendu verkamennirir em fúsir að vinna fyrir helming launa sem danskir verkamenn fá vegna þess að hlutur þeirra er samt sem áður mun stærri en þeir fá í heimalandi sínu. Innan Evrópusambandsins em einkum tvö ríki þar sem meðallaun em mjög lág. Það em Grikkfand og Portúgal. Þar er auðvelt að gera samninga við verkafólk og bjóða munu hærri laun norðar í álfunni þótt þau nálgist ekki umsamda kjarasamninga sem þar gilda. Þetta notfæra ráðningarfyrirtæki sér sem bjóða starfskraft sem undirverktakar. Það em þessir undirverktakar sem greiða launin og em þvf aðrir verk- takar sem annast framkvæmdir óbundnir af samningum sem aðrir gera. Þegar tíu ný ríki ganga í Evrópu- sambandið efúr sjö mánuði verða miklar breytingar á vinnumarkaði. Flest teljast nýju löndin úl láglauna- svæða og vom áður ýmist innan Sov- étríkjanna eða leppríki þeirra. Þegar nýju ríkin verða komin í ESB hljóta þegnar þeirra sjálfkrafa atvinnurétt- indi og dvalarleyfi í hvaða ESB-ríki sem er og gildir það einnig um EES- löndin. Leitað betri lífskjara Það er freistandi fyrir verktaka og aðra atvinnurekendur að fá illa laun- að fólk úl að vinna verkin. Það er líka freistandi fyrir vinnuaflið í austan- verðri Evrópu að flytja vestur á bóg- inn og fá margföld laun fyrir vinnu sína þar en greidd em í heimaland- inu. Kaupið um austanverða álfuna er mun lægra en lágu launin í Portú- gal og Grikklandi svo að það gefur augaleið að fólk mun sækja stíft vest- ur á bóginn til að njóta betri lífskjara en heima fyrir. Danskur verkalýður er hræddur um að láglaunastefnan í mannaráðningum geti orðið til þess að lækka hans laun líka. Búist er við ásókn Austur-Evrópu- búa inn á vinnumarkaðinn í vestri þegar ríkin ganga á formlegan hátt í Evrópusambandið. Enginn þorir að spá hve fjöldinn verður mikill og straumurinn þungur þegar þar að kemur. En reiknað er með að í fyrstu bylgjunni verði um 300 þúsund manns en með ámnum mun nýjum innflytjendum fækka uns jafnvægi kemst á þegar líður á öldina. Flesúr munu sækja til Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu til að byrja með samkvæmt þeim sérfræðingum sem láta sig málin varða. Þá mun þrengja mjög að erlendu vinnuafli sem ekki á borgararétt í Evrópusambandinu. Það verður mun auðveldara fyrir atvinnurekendur að ráða fólk frá að- ildarríkjunum því ekki þarf að sækja um afls kyns leyfi og rétúndi því úl handa. Yfirleitt þarf ekki að semja sérstaklega um launakjör þar sem ekki er kveðið á um láglaunamörk. Eins og dæmin sanna, bæði hér á Iandi og í Danmörku, eru það inn- lendu launþegasamtökin sem berj- ast fýrir rétú aðkomufólksins og eru þá jafnframt að tryggja sína eigin stöðu á vinnumarkaði með því að líða ekki launagreiðslur sem eru langt fyrir neðan umsamda taxta í viðkomandi löndum. Óttast lækkun launa f Danmörku er rætt um að vemda beri rétúndi úúendinga sem í raun og vem em í keppni við innlent verkafólk á vinnumarkaði. Danskur verkalýður er hræddur um að lág- launastefnan í mannaráðningum geú orðið til þess að lækka hans laun líka. Því er barist með oddi og egg gegn því að atvinnurekendur komist upp með að greiða kaup sem er langt undir töxtum sem þeir semja við landa sína um. Helst er rætt um að þingið samþykki lög um lágmarks- taxta sem enginn má fara niður fyrir. En hvort það samrýmist öllu mark- aðsfrelsinu sem ESB berst fyrir er spuming. En það má ljóst vera að vinnu- markaður ESB- og EES-landa mun breytast mikið 1. maí á næsta ári þegar allar þjóðimar f austanverðri Evrópu ganga í samtökin og vinnu- markaðurinn breyúst að sama skapi. Deilumar sem staðið hafa yfir við Kárahnjúka um mishá laun og mis- jafna kjarasamninga em ef til vill að- eins forsmekkurinn af því sem koma skal. (Heimitd: Politiken)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.