Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 13
 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÚBER 2003 MENHIHG 13 Viridiana KVIKMYNDIR: (kvöld kl. 20 og kl. 16 á laugardaginn sýnir Kvik- myndasafnið í Bæjarbíói hina ógleymanlegu kvikmynd Luis Bunuels, Viridiönu, frá 1961. Myndin segir frá ungri nunnu sem opnar híbýli sín fyrir utan- garðsmönnum en laun heims- ins reynast sem löngum fyrr vera vanþakklæti. Silvia Penal leikur aðalhlutverkið. Menning Leikhús • Bókmenntir • Myndlist • Tónlist • Dans Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sfmi: 550 5807 TÓNUSTARGAGNRfMl JónasSen s Enn á ný heimsækir okkur sellóleikarinn heimskunni, Erling Blöndal Bengtsson. Á fimmtudagskvöldið lék hann með Sinfóníu- hljómsveit Islands í Háskólabíói og á sunnu- dagskvöldið hélt hann tónleika í Salum í Kópavogi. Með honum þá var píanóleikarinn Nina Kavtaradze sem vakti athygli hér á landi er hún lék píanótónlist Wagners í Norræna húsinu íyrir nokkru. Þess má geta að Nina er tengdadóttir Erlings. Fyrst á dagskrá var hugljúft og hlýlegt verk eftir Beethoven, sónata í A-dúr op. 69 sem þau Erling og Nina léku af þokka. Tæknilega var flutningurinn eins og hann átti að vera og sömuleiðis var túlkunin vel ígrunduð. Reynd- ar var leikurinn dálítið hófsamur á tíðum og ég er ekki frá því að betur hefði mátt heyrast í píanóinu. Kannski var ástæðan sú að þetta var upphafsatriði tónleikanna, en þá er taugaóstyrkurinn venjulega hvað mestur. Næst var sónata í g-moll op. 65 eftir Chop- in. Þar er rödd píanósins afar íburðarmikil og einhvern tíma heyrði ég sagt að verkið væri f raun píanókonsert þar sem sellóleikarinn er í hlutverki hljómsveitarinnar. Eins og gefúr að skilja er sónatan ekki beinlínis í uppáhaldi hjá sellóleikurum, enda er hún sjaldan flutt. Sem fyrr voru píanó- og sellóleikari með allt sitt á hreinu, en það breytti ekki þeirri stað- reynd að sónatan er fremur langdregin og sem kanimermúsík er hún klaufalega skrifúð. Vissulega eru afar hjartnæm augnablik inn á milli og nutu þau sín í einbeittri túlkun lista- fólksins, en það var ekki nóg. Eftir hlé var komið að Elegíu eftir Fauré, unaðslega fallegri, tregafullri músík, sem Er- ling lék við þýðan undirleik tengdadóttur sinnar af svo mikilli sannfæringu að maður varð gersamlega frá sér numinn. Ekki síðra var lokaatriði tónleikanna, sónata í d-moll op. 40 eftir Sjostakovitsj, en hún var án efa hápunktur tónleikanna. Ólíkt sónötu Chop- ins eru raddir hljóðfæranna tveggja í prýði- Leikur Erlings jaðraði við að vera rómantískur, en hvöss spilamennska píanóleikarans var í skemmtilegu mótvægi og skapaði þá spennu sem er einkennandi fyrir tónlist Sjostakovitsj. legu jafnvægi og var flutningurinn framúr- skarandi. Allar nótur voru að sjálfsögðu á sín- um stað og komst hinn drungalegi en um leið háðslegi andi verksins vel til skila. Leikur Er- lings jaðraði við að vera rómantískur, en hvöss spilamennska píanóleikarans var í skemmtilegu mótvægi og skapaði þá spennu sem er einkennandi fyrir tónlist Sjostakovitsj. Sérstaklega verður að nefna léttúðugan ann- an þáttinn, sem var afburða glæsilegur; enn fremur niðurlag lokaþáttarins, en það var bókstaflega rafmagnað. Þetta voru góðir tónleikar og vonandi eiga þau Erling og Nina eftir koma hingað til að spila fyrir okkur aftur og aftur. Skæðadrífa BÓKMENNTIR: Bókin Skæða- drífa eftir Pál Sigurðsson lög- fræðiprófessor geymir safn sjö- tíu stuttra greina um magvís- leg málefni. Allar eru greinarn- ar nýlegar, hin elsta frá árinu 1995 og þær yngstu frá 2003. Greinarnarfjalla margar um mikilvæg menningarmál og önnur þjóðmál, sem skoðanir eru skiptar um, og bera sumar með sér harða gagnrýni eða ádeilu. Öðrum er einkum ætl- að að vera fræðandi og vekjandi. Ekki er um að ræða eiginlegar fræðigreinar heldur eru þær flestar pólitískar, í víðtækum skilningi. Leikhúsljós LEIKUST: (hádeginu á morgun kl. 12.30 flytur David Walters Ijósahönnuður frá Ástralíu fyrir- lestur í Listaháskóla Islands, Skipholti 1,stofu 113. Erindið nefnist „Samvinna leikara og Ijósahönnuða". David er bæði leikari og Ijósahönnuður og nær reynsla hans yfir allt litróf leik- húslistar; leikrit, ballett, söng- leiki, óperur, safnasýningar o.fl. FRÁBÆRIR SPILAMENN: Erling Blöndal Bengtsson og Nina Kavtaradze héldu tónleika saman i Salnum á sunnu- dagskvöldið. DV-mynd Hari SirWalter Scott °9 í hádeginu á morgun, kl. 12.15, heldur dr. Gauti Kristmannsson, aðjunkt í þýðinga- fræðum, fýrirlestur ístofu 101 íOddaá vegum Stofnunar Vigdfsar Finnboga- dóttur. Erindið nefnist „Sir Walter Scott and Eyr- byggja saga: the end and beginning Dr. Gauti Kristmannsson. of Icelandic Litera- ture“. Sir Walter Scott var meðal þeirra fyrstu sem kynntu norrænar bókmenntir á Bret- landi. Hann þýddi eða endurritaði Eyrbyggja sögu úr latínu snemma á nítjándu öld og er það með fyrstu þýðingum á íslendingasög- um á ensku. Hann orti síðar nokkurs konar „víkingakvæði" þar sem hann notaði fyrir- myndir fslendinga sagna auk þess sem hann var ófeiminn við að fá lánað úr þeim sögum sem hann þekkti þegar hann var að skrifa sín- ar eigin skáldsögur. Kunnastur er Scott þó fyrir að vera ekki að- eins höfundur fjölda söguljóða og skáld- sagna, heldur fyrir að vera í raun höfundur heillar bókmenntagreinar, hinnar svokölluðu sögulegu skáldsögu eins og bókmenntafræð- ingurinn Georg Lukács skilgreindi hana. Meðal skáldsagna hans eru Rob Roy og Ivar hlújárn (1819, á íslensku 1910). I þessu erindi, sem flutt verður á ensku, verður litið til tengsla Scotts við þær íslensku bókmenntir sem hann þekkti og einnig tengsla þeirra íslensku höfunda við hann sem má kannski telja helstu arftaka hans. FERNIR TÓNLEIKAR Á fSLANDI: Guðrún Jóhanna ásamt manni sínum, gitarleikar- anum Francisco Javier Jauregui. Guðrún Jóhanna syngur heima Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran heldur ferna tón- lelka á íslandi á næstu vikum, ýmist við undirieik píanós, hljómsveitar eða eiginmanns síns, Francisco Javier Jauregui, á gítar. Fyrstu tónleikarnir verða á Akureyri þann 14. október. Þá halda Guðrún Jóhanna og Francisco Javier Jauregui há- degistónleika í Ketilhúsinu á vegum menningarmálanefnd- ar Akureyrar. Daginn eftir, 15. okt., halda þau hjón tónleika á Hofsósi í samvinnu við Vesturfarasetrið. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við að Guðrún Jó- hanna hlaut á síðasta ári fyrsta styrkinn úr minningarsjóði Vestur-íslendingsins Önnu Karólínu Nordal. Sunnudaginn 19. október kl. 17 heldur Guðrún Jóhanna ljóðatónleika í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi í Reykja- vík ásamt Inese Klotina píanó- leikara. Þar syngur Guðrún ís- lensk einsöngslög og verk eftir E.Grieg, H.Wolf og Alban Berg. Loks verða tónleikar á veg- um Kammersveitar Reykjavík- ur í Listasafhi íslands 11. nóv- ember. Þegar Guðrún Jóhanna hélt Tíbrártónleika í Salnum fyrir rúmu ári lét Jónas Sen svo um mælt hér í blaðinu að hún hefði „komið, séð og sigrað þetta kvöld með óvenjufagurri, silfurtærri rödd. Var frammi- staða hennar fádæma glæsileg; tæknin virtist prýðilega mótuð og víbratóið var ekki af þeirri gerðinni sem kallar á við- bragðsstöðu á skjálftavaktinni heldur hárfínt og svo eðlilegt að maður tók varla eftir því. Á tónleikunum gerði Guðrún Jó- hanna ekkert til að sýnast, þvert á móti var túlkun hennar í alla staði vitsmunaleg, sann- færandi og örugg.“ Þess má geta að lokum að Guðrún Jóhanna syngur á lokatónleikum Tíbrárraðarinn- ar í Salnum 11. maí í vor. Þá syngur líka Eyjólfur Eyjólfsson tenór sem einmitt hlaut styrk úr minningarsjóði önnu Kar- ólínu Nordal þegar hann var veittur í annað skipti núna í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.