Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 14
4- ÞRIÐJUDAGUR 7. OKJÓBER2003 SKOÐUN 15 á að segja Lekamaðurinn BERGMÁL Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur M' Alþingi er óvenjulegur vinnu- staður. Þar koma kjörnir fulltrú- ar þjóðarinnar saman, skipa sér í ólíka hópa og takast á um leik- reglur samfélagsins. Þingmenn gegna sérstökum trúnaðarstörfum fyrir almenning og gera verður kröfu um að þeir vinni sitt starf af trúmennsku og heilindum. Þingið er merkisberi hins lýðræðislega samfélags sem byggist á virðingu fyrir ólíkum skoðunum sem allar eiga að fá að heyrast - hversu vitlausar sem þær kunna að vera. Lýðræðið er ekki sjálfgefið Lýðræðið er ekki sjálfgefið eins og mannkynssagan er til svo blóð- ugs vitnis um. Til að þingið geti starfað að þessu marki þarf að ríkja trúnaður milli manna þótt hart sé tekist á um einstaka málefni. Þannig er mikilvægt að ramminn utan um hina lýðræðislegu um- ræðu sé skýr og að menn, sérstak- lega þingmenn, hafí leikreglur lýð- ræðisins í heiðri. Þrátt fyrir þá átakamynd sem blasir við aJmenn- ingi af störfum þingsins þá er þing- ið einnig vettvangur samstarfs og samvinnu og því þurfa menn að sýna hver öðrum ákveðna virðingu og háttvísi. Meðal þess sem gert er til að tryggja opna lýðræðislega umræðu er að forsætisráðherra flytur við upphaf hvers þings stefnuræðu rík- isstjórnarinnar sem er bæði út- varpað og sjónvarpað. (Raunar er þetta eitthvert leiðinlegasta sjón- varpsefni í heimi, en það er nú ann- að mál.) f þingsköpum er kveðið á um að þingmenn skuli fá eftirrit af ræðunni þremur dögum áður en að hún er flutt. Þetta er gert af virðingu fyrir andmælendum og til að tryggja vandaða umfjöllun í þing- inu. Alvarlegur farsi Þegar þingmenn verða uppvísir að grófum trúnaðarbresti ber þeim að víkja. Þegar sjálfir verndarar lýð- ræðisins vinna beiniínis gegn því Þegar þingmenn verða uppvísir að grófum trúnaðarbresti ber þeim að víkja. eiga þeir að segja af sér - þótt það hafi nú sosum ekki verið algengt hér á landi að stjórnmálamenn séu látnir sæta ábyrgð. Hanga heldur á sæti sínu eins og hundur á roði. Farsinn um stóra lekamálið, þegar stefnuræðu forsætisráðherra var lekið í fréttstofu Stöðvar 2, er því mun alvarlegri en ætla mætti af umræðunni sem hefur nú frekar verið á heldur glettilegum nótum. Nema lekamaðurinn hafi bara ekki vitað betur. En þá er spurning hvort slíkt fólk eigi yfir höfuð að vera á þingi? Forsætisráðherra hefur látið í veðri vaka að hann viti hver lak ræð- unni, að það hafi verið þingmaður. Sagði að það gæti vei verið að hann vissi um kauða. Forsætisráðherra hefur látið í veðri vaka að hann viti hver lak ræðunni, að það hafi verið þing- maður. Sagði að það gæti vel verið að hann vissi um kauða. Ef svo er ber honum að upplýsa um það. Hér er ekki um einkamál forsætisráð- herra að ræða heldur varðar það þjóðina alla. Ef forsætisráðherra STEFNURÆÐAN: „Ef forsaetisráðherra veit hver rauf trúnað við kjósendur með því að brjóta leikreglur lýðræðisins verður hann einfaldlega að segja frá því. Ef hann hefur hins vegar aðeins óljósan grun um leka- manninn á hann ekki að gefa í skyn að hann viti hver það er," segir greinarhöf- undur. af sér veit hver rauf trúnað við kjósendur með því að brjóta leikreglur lýð- ræðisins verður hann einfaldlega að segja frá því. Ef hann hefur hins vegar aðeins óljósan grun um leka- manninn á hann ekki að gefa í skyn að hann viti hver það sé. Stóra bolla Annars er þetta að verða ein- hvers konar þema hjá núverandi forsætisráðherra. Á bolludaginn greindi hann frá því að aðstoðar- maður sinn til margra ára hefði íyr- ir hönd eins helsta viðskiptajöfurs landsins reynt að bera á sig 300 milljóna króna mútugreiðslu fyrir að hætta að tala illa um fyrirtækið hans. Bæði aðstoðarmaðurinn og viðskiptajöfurinn hafa þverneitað sakargiftum. Þetta er auðvitað enn alvarlegra en lekamálið og alveg bráðnauðsynlegt að fá það upplýst. Annaðhvort var reynt að múta for- sætisráðherra landsins eða hann er að Ijúga því upp á nafngreinda menn. Ég veit satt að segja ekki hvort er verra. En ljóst er að það verður að fá botn í málið. Það hefur ekki fengist enn og engin kæra komið fram. Eftir situr almenningur og klórar sér í höfðinu. Það er óþolandi fýrir almenning að það sama gerist í nú í iekamálinu. 3% þingmanna í fangelsi Alþingi hefur sett niður að und- anförnu. Þingmenn hafa verið upp- vísir að margvíslegum afbrotum. Til að mynda sitja tveir þingmenn nú bak við lás og slá. Annar neydd- ist til að segja af sér eftir að upp Þetta er auðvitað enn alvarlegra en lekamálið og alveg bráðnauðsynlegt að fá það upplýst. Annað- hvort var reynt að múta forsætisráð- herra landsins eða hann er að Ijúga því upp á nafn- greinda menn. komst um fjárdrátt í starfi, hinn var kjörinn á þing þótt hann ætti yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir auðg- unarbrot og fleira. Talnaglöggur maður benti mér að yfir tvö pró- sent fanga á íslandi í dag væru þingmenn, - það er að segja efÁrni Johnsen er reiknaður til þing- manna enda dæmdur fyrir brot sem slíkur. Með svipaðri talnaleik- fimi má því segja að nú sitji yfir þrjú prósent þingmanna landsins í fangelsi. Er nema von að almenn- ingur beri orðið litla virðingu fyrir löggjafarþingi landsins? Fræðum ungt fólk um kynlíf KJALLARI Andrés Jónsson formaður Ungra jafnaðarmanna Kynsjúkdómar og ótímabærar þunganir eru mikið vandamál í íslensku samfélagi. Ungir jafnaðarmenn telja að markvissar aðgerðir í þessum málaflokki geti aukið lífsgæði og sparað fjármuni, bæði hins opin- bera og einstaklinga. Þess vegna leggjum við til: a) Að hið opinbera greiði niður smokka. b) Að aðgengi að getnaðarvörn- um verði aukið, meðal annars með því að tryggja að þær verði seldar í sjálfsölum um land allt. c) Að hvatt verði til þess að smokkum verði dreift ókeypis til framhaldsskólanema. d) Að kynfræðsla í skólum á grunn- og framhaldsskólastigi og í félagsmiðstöðvum verði bætt og aukin og fólk sem sérstaklega hefur verið til þess menntað annist hana. Tryggja þarf aðgengi grunn- og framhaldsskólanema að skóla- hjúkrunarfræðingi eða sambæri- legum fagaðila. Of dýrar varnir Samkvæmt lauslegri athugun sem Ungir jafnaðarmenn gerðu er algengt að smokkar séu seldir á 80 krónur stykkið og smokkapakkinn um og yfir þúsund krónur. Þetta verð er alltof hátt og til þess fallið að draga úr áhuga ungs fólks á því að kaupa smokka. Þess vegna telja Ungir jafnaðarmenn skynsamlegt að ríkið niðurgreiði smokka þannig að þeir kosti ekki mikið meira en 30 Nú eru farnar að berast hryllingssögur af hópríðingum unglinga úti í móa í frímínútum eldri bekkja í grunn- skólum. [...] Tepruskap- ur dugar ekki þegar netið, sjónvarp og kvik- myndir eru helstu upp- lýsingaveitur barna um kynhegðun. krónur stykkið-út úr búð. Einnig hvetjum við til þess að hægt verði að kaupa smokka í stykkjatali sem víðast. Opnum augun Aðgengi að smokkum er því mið- ur alltof takmarkað. Bæði er það svo að margt ungt fólk þorir varla % EKKIÁ HVERJU STRÁI: Ungir jafnaðarmenn telja að of erfitt sé fyrir unglinga að verða sér úti um getnaðarvarnir. að kaupa slíka vöru ef hún er seld yfir búðarborð og eins er erfitt að nálgast smokkana að næturlagi. Þess vegna hvetja Ungir jafnaðar- menn til þess að smokkar verði seldir sem víðast um landið í sjálf- sölum. Einnig hvetja samtökin eig- endur veitinga- og skemmtistaða til að selja smokka eins og sumir eru þegar farnir að gera. I umræðum sem Reykjavíkur- borg stóð fyrir nýlega með ungling- um í efstu bekkjum grunnskóla kom fram að unglingunum þykir erfitt að nálgast getnaðarvarnir. Tiltóku þeir tvo staði þar sem smokkasjálfsalar eru aðgengilegir fyrir þennan hóp: í kjallara Há- skólabíós og á almenningsklósetti í miðborginni. Þetta ástand er ótækt á sama tíma og klámvæðingin trö.I- ríður öllu og brenglar hugmynt ir barna og unglinga um tilgang kyn- lífs. Fyrir þremur árum hneyksluð- ust margir af viðtali við tánings- stelpur sem voru látnar taka þátt í munnmökum til að fá inngöngu í teiti eldri drengja og nú eru farnar að berast hryllingssögur af hópríð- ingum unglinga úti í móa í frímín- útum eldri bekkja í grunnskólum. Byrgjum brunnin. Tepruskapur dugar ekki þegar netið, sjónvarp og kvikmyndir eru helstu upplýsinga- veitur barna um kynhegðun. Eflum kynfræðslu Mikilvægur liður í baráttunni gegn kynsjúkdómum og ótímabær- um þungunum er öflug kynfræðsla. Slík fræðsla þarf að fara fram reglu- lega, aðallega í efstu bekkjum grunnskóla, og að minnsta kosti hluta tímans þarf að skipta kynjun- um upp. Kynfræðsla á að vera sam- starfsverkefni skóla og félagsmið- stöðva og ekki á hendi bekkjar- kennara. Meðal þess sem þarf að fjalla um í kynfræðslunni er hvern- ig á að nota getnaðarvarnir, þekkja einkenni kynsjúkdóma og hvert á að leita ef grunur Ieikur á um smit. Einnig þarf að vera fyrir hendi fræðsla á heilbrigðu viðhorfl til kynlífs sem mótvægi við þeirri klámvæðingu sem á sér stað. Fáni Spegilsins „Þráinn Bertelsson, sem á sín- um tíma var ritstjóri Þjóðviljans, er nú meðal dálkahöfunda Fréttablaðsins. Hann skrifar með- «— al annars um fjölmiðla í það blað og sagði þar hinn 3. október: „Spegillinn er vinstrisinnað frétta- Eskýringarprógramm sem yfirleitt ergaman að hlusta á." Fagnaðar- Eefni væri, ef stjórnendur frétta- stofu hljóðvarps ríkisins tækju af skarið og kynntu Spegilinn með þessum for- merkjum, svo að hlustendum þáttarins væri Ijóst, að f Spegl- inum gæfist þeim kostur á að líta atburði í vinstrisinnaðri skuggsjá. Flaggskip eiga að sjálf- sögðu að hreykja sér af fána sfn- um." Björn Bjarnason á vefslnum. Loforðin skiptimynt (fyrstu fjárlögum rík- isstjórnarinn- ar birtast skatthækkan- Ir í stað skattalækk- ana. Þetta er síðan kórón- að með því að nota á skattalækk- anir sem skiptimynt í kjarasamn- ingum, sem auðvitaö var aldrei sagt við kjósendur í kosningabar- áttunni." Jóhanna SigurOardóttir á vef slnum. Ekki er ölí vitleysan eins Þegar maður eins og Konráð Eggertsson hrefnuskytta steig á stokk og söng einsöng með LlÚ- kórnum [gegn línuívilnun], þá fannst mér nú meir en nóg kom- ið. Maðurinn hlýtur að hafa drukkið yfir sig af hvalablóðinu og því runnið á hann þessi ber- serksgangur. Þarna kom hann flengríðandi á öldum Ijósvakans og hellti úr sér óhroðanum yfir þrumu lostinn lýðinn. Og aðra eins vitleysu f umræðu um fisk- veiðistjórnun hef ég ekki heyrt lengi og er þó af mörgu skraut- legu að taka. Snorri Sturluson, trillukarl á Suðureyri, skrifarl héraðsfrétta- blaðið Bæjarins besta. 0g hver þreif? „Grasker var sprengt upp f anddyri húss í Árbæ. Þar urðu ekki skemmdir en talsvert mikil óþrif." Úrdagbók Lögreglunnar I Reykjavlk fyrir nýliðna helgi. Stórkostleg neyð! „Síðdegis á laugardag var til- kynnt um eld í glugga við Stór- holt. Lögreglumenn slökktu eld- inn með því að hella vatni yfir kertaskreytingu sem eldurinn logaði í." Úr dagbók Lögreglunnar í Reykjavík fyrir nýliðna helgi. Ekið inn í draumalandið „Á föstudagsmorgun vaknaði einn ökumaður ekki betur en svo að hann sofnaði aftur undir stýri á leið í vinnuna. Ók hann sem ínSSÍUUUft V T Frá Akureyri. leið lá suður Glerárgötu og var kominn á móts við Grænugötu er hann hvarf inn í draumaland- ið. Lenti bifreiðin yfir umferðar- eyjuna, yfir gangstétt austan götunnar og hafnaði á tré inni á Eiðsvellinum sem er austan við Glerárgötgna. Sem betur fer slas- aðist enginn." Úr dagbók Lögreglunnar á Ak- ureyri fyrir nýliðna helgi. En harðstjórn minni- hlutans? „Aukin áhrif og þátttaka dóm- stóla á hinu pólitiska sviði er ekki endilega slæm þróun, eins og ýmsir virðast telja. Þjóðkjörnir fulltrúar hafa gott af þvi að þeim sé veitt virkt aðhald. Harðstjórn meirihlutans er versta stjórnar- formið." Óli Jón Jónsson I grein á Kreml.is. Frumvarp til laga um drasl „Frumvarp til laga: um bann við því að menn gefi hinu opin- bera draslið sitt. 1. gr. Mönnum er óheimilt að gefa hinu opinbera eða stofnun- um þess eigur sínar. Hinu opin- bera og stofnunum þess er óheimilt að þiggja hvers kyns gjafir frá einstaklingum, fyrir- tækjum eða stofnunum. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og þótt fyrr hefði verið." Vefþjóðviljinn á Andrlki.is 14 SKOÐUN ■ ■: '■ - ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER2003 ÍMIWÍHÍI'B o Djörf tilraun sem gekk upp Það þarf dirfsku til, ef ekki fífldirfsku, fyr- ir erlendan leikhóp að fara með Shakspeare-sýningu og setja hana upp í London, jafnvel þótt sú sama sýning hafi gengið vel í heimalandinu. En djarfir menn láta sér fátt fyrir brjósti brenna; reyna jafn- vel hið ómögulega og koma því í gegn. Sú er raunin með förVesturports með Rómeó og Júlíu á eitt besta leiksvið háborgar leiklist- arheimsins. Breskir gagnrýnendur hafa hlaðið sýninguna lofí og áhorfendur flykkj- ast að. Gísli Örn Garðarsson Jeikstjóri, sem einnig leikur Rómeó, hefur með samstarfs- mönnum sínum í leikhópnum unnið þrek- virki. Hann tekur hið fornfræga verk Shakespeares og blæs eldi í það, svo mögn- uðum að kröfuharðir leiklistargagnrýnend- ur Lundúnablaðanna segja sýninguna í senn líflega, djarfa og stórskemmtilega. Leikstjórinn ungi, gesturinn langt að komni í London, fann það á frumsýningu að áhorfendur uppgötvuðu Shakespeare með ís- lenska leikhópnum. Það hlýtur að hafa verið upp- örvandi eftir þrotlausar æfingar, enda var uppfærslan, sem hafði gengið ákaílega vel hér, ekki aðeins flutt í annað leikhús heldur á annað tungumál. Það kom fram í viðtali við Gísla Örn í Helgarblaði DV að hver einasta sena var æfð upp á nýtt. Aftur var farið í grunninn á leikritinu, það aðlagað nýju rými. Leik- hópurinn leitaðist við að ná aftur í kjarna verksins, án þess að missa andann úr þeirri sýningu sem gengið hafði svo vel hér heima. Gísli Örn segir samfléttun íslensku og ensku í sýn- ingunni vera tilraun og sú reynsla hafi gefið af sér margar hugmyndir: „Það væri gaman að sjá Evrópu- þjóðleikhús,“ segir hann, „þar sem leikarar frá ýmsum löndum setja upp sýningar og ferðast um með þær.“ Þessi tilraun hins íslenska leikhóps gæti þannig mtt Þessi tilraun hins íslenska leikhóps gæti þannig rutt brautina fyrir aðra. Auk þess má ætla, miðað við þau góðu viðbrögð sem sýningin hefur fengið í London, að önnur leikhús fái áhuga á henni. brautina fyrir aðra. Auk þess má ætla, miðað við þau góðu viðbrögð sem sýningin hefur fengið í London, að önnur leikhús fái áhuga á henni. Fyrir- spurnir hafa þegar borist þar um. Ástæða er til að óska aðstandendum sýn- ingarinnar til hamingju með árangurinn. Umhverfisvænir strætisvagnar Strætó bs. tók fyrstu vetnisstrætisvagn- ana í notkun um nýliðna helgi. Áður hafði verið reist sérstök vetnisstöð í Reykjavík í vor. Vagnarnir, sem verða þrír, em hluti af stóm rannsóknar- og þróunarverkefni um vetnisnotkun. Heildarkostnaður verkefnis- ins nemur rúmlega 700 milljónum króna. Evrópusambandið leggur fram um 40% kostnaðarins við það en eigendur íslenskr- ar NýOrku ehf. og Skeljungur leggja fram stærsta hlutann. Þá hafa íslensk stjómvöld stutt verkefnið en það er í samræmi við stefnu þeirra sem miðar að sjálfbæm vetn- issamfélagi og aukinni nýtingu endurnýt- anlegra orkulinda og stefnu í umhverfis- málum. Reykjavíkurborg hefur og stutt verkefnið með ýmsum hætti. Þessi tilraun er merk og með henni er fylgst víða, enda fyrirsjáanlegt í framtíðinni að nota verður aðra orku en olíu til að knýja samgöngufarartæki. Ræður þar hvort tveggja að stöðugt er gengið á þá orkulind og hitt hve alvarleg umhverfisáhrif hafa orðið af slík- um farartækjum, hvort heldur er á sjó, landi eða í lofti. Nærtækast er þar að nefna heitara andrúmsloft á jörðinni sem kann að hafa margvíslegar afleiðingar í för með sér. Það er vel að íslendingar fari fyrir í þessari tilraun um aukna umhverfisvernd. Slíkt er í samræmi við það mengunarlausa umhverfi sem við viljum búa okkur til frambúðar hér á landi og þá ímynd sem við viljum gefa af landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.