Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÚBER 2003 Lesendur Innsendar greinar - Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í s(ma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV, Skaftahlfö 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar. Baugur yfir Flugleiðum I spreng hjá Shell Bjöm Sigurösson skrifan Altal- að er og raunar vitnað beint í þá Baugsfeðga að Baugur hafi áhuga á að kaupa stærri hlut í Flugleiðum en hann á nú þegar. Þetta virðist liggja í loftinu, kannski spurning um hvort þetta gerist alveg á næstunni eða einhver bið verði á vegna gengisflökts á bréfum Flugleiða þessar vikurnar. ( Evrópu eru þekkt flugfélög að sameinast og talið að svo haldi áfram vegna tilkomu lággjaldaflugfé- laga sem almenningur telur sér heppilegri til viðskipta. Það væri ekki til góðs fyrir okkur (slend- inga að Flugleiðir sameinuðust erlendu flugfélagi. En samein- ing við stærsta flugfélagið, Atl- anta, er síður en svo fráleitur kostur. Eldri borgari hringdi: Ég ók bíl mínum vestur eftir Hringbraut síðdegis sl. sunnudag. Varð ég skyndilega svo bensínlaus að ég rétt náði að koma bílnum inn I Bjarkargötuna. Gekk því á næstu bensínstöð Shell við Birkimel. Fékk bensín á brúsa og greiddi hvort tveggja inni. Er ég var að ganga út fann ég að ég þurfti á salerni til að kasta af mér vatni. Ég spurði um salerni. Nei, svaraði ungur maður við kassann. - Hér eru ekki lánuð salerni fyrir óvið- komandi, þú kemst á salerni á Hótel Sögu! Mér brá svo við svar- ið að ég flýtti mér út sem skjót- ast, komst að bílnum og rétt náði á aðra bensínstöð, Esso við Nes- veg, og fékk þar hvort tveggja, bensín og aðgang að salerni. Á Shellbensínstöð fer ég ekki aftur. Til viðreisnar Dagblaðinu Vísi SKOÐUN " Agnar Hallgrímsson sagnfræöingur Frá því var skýrt í fréttum Sjón- varpsins fyrir nokkru, að Dag- blaðið Vísir ætti í fjárhagserfið- leikum, hefði fengið greiðslu- stöðvun og skuldaði allháa upphæð. Ekki veit ég með vissu, hvað af þessu er sannleikur og hvað ósannindi. Engu að síður er ég að hugsa um að gerast svo djarfur að nefna nokkra punkta, sem verða kynnu DV til framdráttar, enda þótt þetta sé að sjálfsögðu meira innanhúss- mál DV en mitt. Síðdegisblað, nýmæli á blaðamarkaði Ég vil fyrst nefna, hvort ekki ekki væri rétt að hækka áskrifendagjöld- in um helming. Hvar á landinu fá menn jafn margar síður af prent- uðu máli fyrir skitnar 2 þús. krónur á mánuði? Enginn myndi setja það fyrir sig að greiða hærra verð ef menn ættu von á betra blaði en aðrir geta boðið upp á. Þá væri kannski athugandi að minnka yfirbygginguna eða umsvif- in á DV, til dæmis með því að fækka síðum um helming og hætta að gefa út stórt helgarblað. Það myndi spara kostnað prentunar og papp- frs, sem eru áreiðanlega stórir liðir í útgáfukostnaðinum. Sumir tala um að breyta DV í síðdegisblað. Það væri vel athugandi, enda finnst mér ekkert nauðsynlegt að hespa af út- komu blaðsins strax á morgnana. DVIHÖNDUM LESENDA: Hefur haft algera sérstöðu í íslenzkri blaðaútgáfu. Þannig að starfslið blaðsins þurfi ekki að vera mætt niðri á blaði eldsnemma til að koma því í prent- smiðjuna. Ekki veit ég hvort síðdeg- isútgáfa blaðsins myndi auka söl- una til einhverra muna, en afls ekki er það útilokað. Og nýtt, glóðvolgt blað úr prentsmiðjunni, með allra nýjustu fréttirnar inn um bréfalúg- una, þegar flestir eru að koma heim úr vinnu, er nýmæli á blaðamarkaði hér á landi. Áskrift fremur en lausasala Það vita allir, að DV er mikið selt í lausasölu, og sem gefur því nokk- uð stóran hlut innkominna tekna af allri sölunni. Blaðinu mun vera dreift í íjöldamargar sjoppur og söluturna. Hins vegar er það víða þannig, að fyrst kaupir einn maður eintak, svo liggur þetta eintak frammi á borðum í sjoppunum og 20 til 30 manns lesa kannski sama eintakið sér að kostnaðarlausu. Það sér hver heilvita maður að þetta er lélegur „business" hvað snertir út- gáfu dagblaðs. Væri líka ekki athugandi að hætta að senda DV í sjoppur, sem eru uppvísar að því að gera þetta. Enda þótt eitthvað meira fáist fyrir hvert eintak af blaðinu í lausasölu heldur en í áskrift, tel ég eðlilegt, að DV ætti að teysta meira á áskrift heldur en lausasölu í framtíðinni. Það eru svo mörg eintök af hverju blaði sem ekki seljast í lausasölu. Eitt af því sem mér hefur komið til hugar til viðreisnar DV er það, hvort ekki ætti að leita til auðugra fjárfesta er vildu styrkja útkomu blaðsins. Hvað um menn eins og „Björgólfana" í Landsbankanum? Jafnvel fslenskra auðjöfra erlendis, eins og þess sem við sáum í þættin- um Sjálfstæðu fólki á Stöð 2? Eða vestanhafs? Ef ekki fást innlendir fjárfestar, af hverju biðja ritstjórar DV ekki um áheyrn hjá bandaríska sendiherr- anum hér í því skyni, að hann komi þeim í kontakt við bandaríska auð- menn er vildu styrkja útgáfu frjáls dagblaðs á íslandi. Það er alkunna, að Bandaríkjamenn styrkja vin- veittar þjóðir víða um heim með fjárframlögum til alls kyns • starf- semi. Þeir eiga hagsmuná að gæta hér á landi, þar sem er NATO-her- stöðin á Miðnesheiði. Og því skyldu þeir ekki vilja láta okkur njóta einhvers góðs vegna veru sinnar hér á landi? Sumir tala um að breyta DV í síðdegis- blað. Það væri vel at- hugandi, enda finnst mér ekkert nauðsyn- legt að hespa af út- komu blaðsins strax á morgnana. Þetta er nú það helzta, sem mér kemur í hug, er verða mætti DV til framdráttar í þeirri erfiðu útgáf- starfsemi, sem mörg íslenzk blöð hafa orðið að ganga í gegnum. Það liggur ljóst fyrir að DV á í erfiðri samkeppni við annað dagblað, sem dreifir sínu blaði ókeypis inn á hvert heimili, og fær þar af leiðandi meiri auglýsingatekjur en DV út á það. Frjálst og óháð Að lokum vil ég segja það sem mfna skoðun, að ég tel það miður farið, ef Dagblaðið Vísir yrði að hætta að koma út. Ástæðan er ein- faldlega sú. að DV er eina blaðið, sem nú er gefið út í landinu, sem er frjálst og óháð, og kennir sig ekki við neinn stjórnmálaflokk, stefnur eða hagsmunahópa. Að því leyti hefur það haft algera sérstöðu í ís- lenzkri blaðaútgáfu, eins og hún hefur þekkzt um áratugabil - og þekkist enn í dag. FORMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS: Raunhæfasti talsmaður varnarmálanna? Frjálslyndir vilja herinn Jóhann Ólafsson skrifar: Nú er komið í ljós að Frjáls- lyndi flokkurinn er eina stjórn- málaaflið hér á landi sem lítur raunhæft á varnir landsins. For- maður Frjálslyndra, Guðjón Arn- ar Kristjánsson, vill að Ísíending- ar annist rekstur Keflavíkurflug- vallar, þ.m.t. viðhald hans, og taki við rekstri herflugvallarins sömuleiðis, þannig að hægt sé að nýta völlinn með skömmum fyr- irvara. Hann vill að allt þetta sé gert f samvinnu við Atlantshafs- bandalagið og að það greiði hluta af kostnaðinum.. Guðjón for- maður gleymir því hins vegar að Keflavíkurflugvöllur og allt sem á honum er, tæki og tól, meira að segja malbikið, er í eigu Banda- ríkjamanna og fari varnarliðið frá Keflavíkurflugvelli verður að semja við Bandaríkin um að fá afnot af öllu klabbinu. Það verður þó að segja formanni Frjáls- lyndra til hróss að hann er raun- hæfasti talsmaðurinn sem fram hefur komið til þessa um mál Keflavíkurflugvallar og varnar- málin. Hann gerir sér grein fyrir þeim veruleika sem við blasir í varnarmálum eins og stendur. Ástæðan fyrir afnámi kvótakerfis SK0ÐUN Garðar H. Björgvinsson útgerðarmaöur og bátasmiöur Nú er mál að þjóðin og ráða- menn hennar vakni og geri sér það Ijóst að stöðva þarf þau náttúruspjöll og röskun á lífríki landgrunnsins sem unnin eru nótt og dag allan ársins hring, ýmist með neðansjávar þunga- vinnuvélum eða með flotvirkj- um sem engu eira. Fiskveiðar LÍÚ fara allar fram á óvistvænan hátt. - Enn fremur er það efnahagslíf þjóðarinnar sem verður fyrir barðinu á kvótakerfinu beint og óbeint, og nægir í því sam- bandi að nefna þær hættur sem yf- irgripsmiklar sveiflur upp á millj- arða króna á sólarhring þar sem óveiddur fiskur úti í sjó eru inni í myndinni. Landsmenn (allur al- menningur) sjá það og finna hve misskiptingin á lífsgæðunum er átakanleg, og hve óréttlátlega er gefið á garðann. Um þessar mundir er mikið barist út af nýyrðinu línuívilnun sem var ein aðalgulrótin sem veifað var framan í almenning af hálfu skelfingu lostinna stjórnvalda fyrir hönd hagsmunahópanna í sjávar- útvegi. Frjálslyndi flokkurinn var LÍFRÍKI LANDGRUNNSINS: Náttúruspjöll og virkjum sem engu eira. kominn í hættulega sókn gegn „gripdeildarliðinu" en það orð not- aði gamli foringinn. Óttinn við mælgi og kraft Gunnars Arnar ör- lygssonar hefur ekki leynt sér að undanförnu. Allt var þetta gert til röskun með stórtækum veiðarfærum og flot- að koma hinum nýkjörna manni út af Alþingi íslendinga. Nái hin margumrædda línuíviln- un ekki fram að ganga strax innan mánaðar frá og með deginum í dag að telja er það áfall fyrir LÍÚ, því með efndum kosningaloforðsins lengjast lífdagar LIÚ um nokkur misseri í eyðistefnustarfsemi sinni í þessu landi. Höfundur þessa pistils leitar nú leiða til að fjármagna skoðanakönnun við fylgi Framtíðar íslands og náttúruverndarsjónar- mið þess og allt því tengt (þ.e. nátt- úruspjöllum og ofveiði). Um þessar mundir er mikið barist út afný- yrðinu línuívilnun sem var ein aðalgulrótin sem veifað var framan í almenning afhálfu skelfingu lostinna stjórnvalda fyrir hönd hagsmunahópanna í sjávarútvegi. Félagið Framtíð íslands (með eig- in kennitölu: 481096-3089) er kom- ið til að vera. Hvergi mun verða slakað á í þeim efnum sem félagið berst fyrir. Vilji menn svo ræða ívilnanir til hlítar þá nægir heilsíða í DV ekki til að fjalla um það mikla mál. Nægir að benda á eitt atriði og spyrja: Hver lét blása þau lög af á sínum tíma að frystitogarar skyldu færa allan afla að landi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.