Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 24
24 TILVBRA ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 4 * íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Fólk í fréttum Stefán I. Hermannsson ffamkvæmdastjóriAusturhafnaF- TRehf 9 Stefán Ingvi Hermannsson, fyrrv. borgarverkfræðingur, er fram- kvæmdastjóri Austurhafnar - TR ehf. Einkahlutafélagið Austurhöfn - TR ehf. hefur fengið alþjóða ráð- gjafaríyrirtækið Hospitality Con- sulting Intemationai til að vinna ít- arlega skýrslu um rekstrargmnd- völl fyrir tónlistar- og ráðstefnuhús og hótel á Austurbakka gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Sú skýrsla var kynnt nú um helgina eins og fram kom í DV í gær. Starfsferill Stefán fæddist á Akureyri 28.12. 1935 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1955, fyrri- hlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1958 og prófí í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Hojskole, Polyteknisk Læreanstalt í Kaup- mannahöfn 1961. Stefán var verkfræðingur hjá Chr. Ostenfeld og Jönsson í Kaup- manntihöfn 1961-63, starfaði hjá sjóher Bandaríkjanna á Keflavíkur- flugvelli um þriggja mánaða skeið veturinn 1963-64, var verkfræðing- ur hjá gatna- og holræsadeild borg- arverkfræðings í Reykjavík 1964-66, deildarverkfræðingur við malbikunarstöð, grjótnám og pípu- gerð Reykjavíkurborgar 1966-77, forstöðumaður þar 1977-91, for- stöðumaður byggingardeildar borgarverkfræðings 1981-84, að- stoðarborgarverkfræðingur frá 1984 og borgarverkfræðingur 1992-2003. Hann tók þá við fram- kvæmdastjórn Austurhafnar - TR ehf. Þá var Stefán kennari við Tækni- skóla íslands 1969-78 og prófdóm- ari við HÍ 1975-80. Stefán hefur verið fulltrúi ís- landsdeildar Norræna vegtækni- sambandsins í starfsnefnd um as- faltbundin slitlög frá 1973, fulltrúi borgarverkfræðings í steinsteypu- nefnd frá 1967, formaður Stéttarfé- lags verkfræðinga 1971-73, í stjórn Verkfræðingafélags íslands 1973- 75, í varastjórn BHM 1974- 78, í orlofsheimilanefnd BHM 1975-84 og formaður hennar 1976-78. Hann hefur starfað með fjölda borgarnefnda, s.s. bygging- arnefnd aldraðra og var verkefnis- stjóri við Ráðhús Reykjavíkur. Hann starfaði mikið með borgar- ráði sem borgarverkfræðingur, sat í hafnarstjórn 1992-2003, situr í stjórn Vélamiðstöðvar Reykjavíkur- borgar ehf. frá 1992 og situr í stjórn Úrvinnslusjóðs, áður Spilliefna- nefndar. Fjölskylda Stefán kvæntist 6.6. 1959 Sigríði Jónsdóttur, f. 17.9.1934, stúdent og kennara, fulltrúa í skrifstofu Al- þingis. Hún er dóttir Jóns Sigurðs- sonar frá Kaldaðarnesi, f. 18.2. 1886, d. 31.10.1957, skálds og skrif- stofustjóra Alþingis, og önnu Guð- mundsdóttur, f. 25.9. 1902, d. 28.3. 1987, húsmóður. Börn Stefáns og Sigríðar: Jón Hallur, f. 29.8. 1959, dagskrárgerð- armaður í Reykjavík, og eru börn hans Brynja, f. 23.9. 1980, Þórdís Halla, f. 2.8. 1993, og Iðunn, f. 27.1. 1994; Þórhildur, f. 23.1. 1965, d. 24.4. 1975; Hermann, f. 25.7. 1968, bókmenntafræðingur í Reykjavík, í sambúð með Sigrúnu Benedikz líf- fræðingi og eru börn þeirra Sólrún Hedda, f. 8.4. 1994 og Stefán Þórar- inn, f. 11.3. 2002. Bróðir Stefáns er Birgir Stein- grímur Hermannsson, f. 8.12. 1940, viðskiptafræðingur og verslunar- maður í Reykjavík. Foreldrar Stefáns: Hermann Stefánsson, f. 17.1. 1904, d. 17.11. 1983, íþróttakennari við MA, og Þórhildur Sigurbjörg Steingrfms- dóttir, f. 31.3. 1908, d. 12.9. 2002, verslunarmaður og íþróttakennari við MA. Ætt Hermann var sonur Stefáns, út- vegsb. í Miðgörðum í Grenivík, Stefánssonar, b. á Tindriðastöðum, Stefánssonar. Móðir Hermanns var Friðrika, systir Jóhanns, afa Jó- hanns Konráðssonar söngvara, föður Kristjáns óperusöngvara. Friðrika var einnig systir Aðalheið- ar, móður Fanneyjar, móður Krist- jáns Jóhannssonar óperusöngvara. Bróðir Fanneyjar er Hákon Odd- geirsson óperusöngvari en systir Fanneyjar var Agnes, móðir Magn- úsar Jónssonar óperusöngvara. Friðrika var dóttir Kristjáns, b. á Vé- geirsstöðum í Fnjóskadal, Guð- mundssonar, og Lísibetar Bessa- dóttur, b. á Skógum í Fnjóskadal, Eiríkssonar, bróður Guðlaugs, langafa Halldórs, föður Kristínar, fyrrv. alþm. Þórhildur Sigurbjörg var systir Margrétar, móður Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra. Þór- hildur er dóttir Steingríms, kenn- ara, b. og organista á Víðivöllum og á Végeirsstöðum, Þorsteinssonar, b. í Lundi í Fnjóskadal, Árnasonar. Móðir Þórhildar var Tómasína Ingibjörg, systir Jónasar, tónskálds og bæjarfulltrúa á ísafirði, föður Ingvars fiðluleikara og Tómasar læknis. Tómasína var dóttir Tómasar, b. og fræðimanns á Hró- arsstöðum, Jónassonar, og Bjargar Emelíu Þorsteinsdóttur, b. á Hlíð- arenda í Köldukinn, Torfasonar. Stórafmæli 85 ára Axel Rögnvaldsson, Sogavegi 144, Reykjavík. Margrét Gísladóttir, Hólmgarði 12, Reykjavík. 80 ára Magnea Vilborg Þórðardóttir, Heiðnabergi 12, Reykjavík. Hún verðurað heiman. Ragnheiður Gísladóttir, Víkurgötu 11, Súðavík. 70 ára Hildur Hansen, Bárugötu 10, Dalvík. 60ára Kristín Stefánsdóttir, Mýrdal 2, Borgarnesi. 50 ára Bima Garðarsdóttir, Hvassaleiti 52, Reykjavík. David Allan Ball, Asparteigi 2, Mosfellsbæ. Hulda Karen Daníelsdóttlr, Mávahlíð 42, Reykjavík. Ragnheiður B. Sverrisdóttir, Markarlandi 8b, Djúpavogi. Sigurður Ómar Jónsson, Hólsvegi 2, Eskifirði. Sigurgeir Már Jensson, Hátúni 2, Vík. Þóranna Halldórsdóttir, Jörundarholti 226, Akranesi. 40 ára Brynjar Ágústsson, Álftahólum 4, Reykjavík. Eiður Einar Kristinsson, Hrólfsstaðahelli, Rangárvallasýslu. Friðrik Skúlason, Stigahlíð 65, Reykjavík. Guðmundur Ingi Einarsson, Kveldúlfsgötu 28, Borgarnesi. Guðni Kristjánsson, Skagfirðingabraut 25, Sauðárkróki. Guðný Sigríður Víkingsdóttir, Borgarsíðu 33, Akureyri. Helga Ingibjörg Reynisdóttir, Smiðjustíg 7, Grundarfirði. Martha Jónasdóttir, Austurbrún 39, Reykjavík. Snæbjörn Pálsson, Mávahlíð 46, Reykjavík. Steinunn Inga Óttarsdóttir, Stóragerði 24, Reykjavík. Sveinn Axel Sveinsson, Miðvangi 19, Hafnarfirði. Valdimar Sigurðsson, Fróðengi 20, Reykjavík. Þórunn Jónsdóttir, Álfaskeiði 100, Hafnarfirði. Þröstur Ólafsson, Háseylu 3, Njarðvík. Andlát Kristján Magnússon Ijósmyndari og píanóleikari Kristján Magnússon ljósmynd- ari, Unnarbraut 28, Seltjarnarnesi, lést á Landspíalanum við Hring- braut laugardaginn 27.9. sl. Útför hans fer fram frá Seltjarnarnes- £ kirkju í dag, þriðjudaginn 7.9. kl. 15.00. Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavík 14.1. 1931, ólst þar upp og um sex ára skeið á heimili afa síns og ömmu, Kristján Helgasonar og Valgerðar Haildóru Guðmundsdóttur. Kristján stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavlk, lauk sveins- prófi í húsgagnabólstrun 1953, stundaði nám f ljósmyndun og öðl- aðist meistararéttindi í ljósmyndun 1969. Þá stundaði hann nám í pí- ■4 anóleik í tónlistarskóla og í einka- tímum. Kristján stundaði hljóðfæraleik með KK-sextettinum, Hljómsveit Björns R. Einarssonar og lék með ýmsum djasshópum á árunum 1948-61, og lék síðan sem áhuga- maður með fjölda hljómsveita frá 1961 og lék með eigin djasskvartett frá 1981. Kristján vann við blaðaljós- myndun 1958-69, starfrækti eigin ljósmyndastofu, Ljósmyndastofu Kristjáns Magnússonar sf., frá 1967 og með tvíburabróður sínum, Ingimundi, á árunum 1978-98. Kristján sat í prófanefnd Ljós- myndarafélags íslands 1969-72 og var leiðbeinandi í ljósmyndun í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1988-90. Hann var radíó- áhugamaður með rekstrarleyfi frá 1974. Kristján hlaut verðlaun í ljós- myndasamkeppni AB 1964. Fjölskylda Kristján kvæntist 12.4. 1953 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Pálínu Guðnýju Oddsdóttur, f. 30.5. 1930. Hún er dóttir Odds Bjarnasonar, f. 12.12. 1886, d. 25.3. 1975, hrepp- stjóra og póstafgreiðslumanns á Reyðarfirði, og Guðrúnar Jónsdótt- ur, f. 29.9. 1888, d. 8.12. 1960, hús- móður. Dóttir Kristjáns og Pálfnu er Oddrún, f. 21.8. 1951, umhverf- isfræðingur og framkvæmdastjóri, en maður hennar er Leifur Magn- ússon, f. 22.10.1933, framkvæmda- stjóri og eru synir þeirra Kristján, f. 3.10. 1980, nemi, en sambýliskona hans er Helga Árnadóttir, f. 8.4. 1977, og Magnús, f. 16.1.1982, nemi, en unnusta hans er Rakel McMahon, f. 21.8.1983. Systkini Kristjáns: ingimundur, f. 14.1.1931, ljósmyndari; Vala Dóra, f. 8.4. 1937; Jórunn, f. 3.7. 1938, hús- móðir. Foreldrar Kristjáns voru Magnús Ingimundarson, f. 23.8. 1909, d. 20.6. 1983, húsasmíðameistari í Reykjavík, og Helga Kristín Krist- jánsdóttir, f. 20.9. 1912, d. 4.4. 1979, húsmóðir. Ætt Helga var systir Einars Kristjáns- sonar óperusöngvara, föður Völu óperusöngkonu, móður Einars Benediktssonar tónlistarmanns. Helga var dóttir Kristjáns, frá Arnar- holti í Biskupstungum, Helgasonar, b. í Arnarholti, Guðmundssonar, b. á Grafarbakka og Fossi í Ytrihreppi, Helgasonar og Halldóru Snorradótt- ur, b. í Amarholti. Bróðir Guðmund- ar á Grafarbakka var Gísli, faðir Guð- laugar, móður Ásgríms Jónssonar málara. Móðir Helgu var Valgerður Halldórsdóttir Guðmundssonar. Andlát Sigurður R. Sigurðsson, Keldulandi 19, Reykjavík, andaðist á Landspítala, Hringbraut, föstud. 3.10. Hallbjörn Eðvarð Oddsson, Dvalarheimilinu Grund, áður til heimilis á Lynghaga 6, lést laugard. 4.10. Jarðarfarir Ásdis Ragnarsdóttir, Furugrund 17, Akranesi, verðurjarðsungin frá Akraneskirkju þriðjud. 7.10. kl. 14.00. Guðbjörg Kristjánsdóttir frá Móabúð, Krummahólum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjud. 7.10. kl. 13.30. Sigurjón Herbert Sigurjónsson, bakari frá Isafirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjud. 7.10. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.