Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 28
28 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 DVSport Keppni í hverju ordi Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Rúnar tæpur fyrir Þjóðverjaleikinn KNATTSPYRNA: Rúnar Krist- insson, landsliðsmaðurog leik- maður með Lokeren, meiddist í leik með félaginu um síðustu helgi og er tæpur fyrir leikinn gegn Þjóðverjum. „Ég fékk slæmt spark í fyrri hálfleik og tognaði við það í hnénu. Ég hélt þó áfram en fékk fleiri högg og varð að lok- um að fara af velli," sagði Rún- ar í samtali við DV Sport í gær. „Ég bólgnaði nokkuð mikið upp en hef samt lagast mikið. Ég fór tvisvar til sjúkraþjálfara í dag [í dag. innsk. blm.j og mun halda því áfram ásamt því að ég mun reyna að æfa eitthvað með. Reyna að hjóla og svona," sagði Rúnar sem gerir sér góðar vonir um að verða klár fyrir leikinn á laugardag. „Þetta lítur ágætlega út og ég er bjartsýnn á að vera í góðu standi þegar kemur að leikn- um. Ef batinn verður áfram jafn góður og hann hefur verið þá get ég vonandi byrjað að æfa á miðvikudag eða fimmtudag í síðasta lagi," sagði Rúnar sem leikur sinn síðasta landsleik gegn Þjóðverjum eftir að hafa leikið rúmlega 100 landsleiki. TÆPUR: Ekki víst að Rúnar verði með gegn Þjóðverjum. 5 DAGAR í LEIK ÞÝSKALANDS OG ÍSLANDS íHAMBORG Meiðsli og bekkjarseta setja strík í reikninginn í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Þjóðverjum Það blæs ekki byrlega fyrir ís- lenska landsliðinu nú þegar fimm dagar eru í leikinn mikil- væga gegn Þjóðverjum í Ham- borg. Af þeim tuttugu leik- mönnum sem eru í hópnum eru það aðeins sjö leikmenn sem spiluðu með sínum liðum um helgina. Þrír leikmannanna í hópnum eru meiddir og tíu leik- menn eru varla leikformi eftir bekkjarsetu hjá sínum liðum að undanförnu. Það er þó enn skelfilegra að hugsa til þess að aðeins tveir leik- menn, Eiður Smári Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson, sem meiddist í leik Lokeren og Genk, sem voru í byrjunarliðinu gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli, voru f byrjunarliði sinna liða um helgina. Árni Gautur Arason, Þórður Guðjónsson og Ind- riði Sigurðsson sátu sem fastast á varmannabekk sinna liða, Ólafur örn Bjarnason var að æfa með Stoke, Jóhannes Karl Guðjónsson, sem reyndar er í leikbanni gegn Þjóðverjum, var ekki í hóp og þeir Lárus Orri Sigurðsson, Pétur Mar- teinsson, Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson voru allir meidd- ir. Af þessum mönnum hafa Lárus Orri og Heiðar þegar þurft að kasta handklæðinu inn og verða ekki með vegna meiðsla, Hermann hef- ur ekkert æft síðan í síðasta leik gegn Þjóðverjum, Pétur hefúr verið meiddur í eina og hálfa viku og Rúnar er tæpur vegna hnémeiðsla. Til að bæta gráu ofan á svart hafa margir leikmanna liðsins nánast ekkert spilað með sínum liðum þannig að það er óhætt að segja að ástandið gæti verið betra á íslenska landsliðinu fimm dögum fyrir mik- ilvægasta leik liðsins í sögunni. í opnunni er farið yfir stöðuna á hverjum einasta leikmanni í hópnum en sjö leikmenn af tuttugu teljast heilir og klárir. oskar@dv.is ALLUR GANGUR Á ÁSTANDINU: Leikmenn ísfénska liðsins fagna hér jafnteflinu gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli en ástandið á hópnum nú er lítið fagtiaðarefni. Heilir og íleikformi Arnar Þór Viðarsson, vörn/miðja, Lokeren Arnar ÞórViðarsson hefur spilað alla fimm leiki Lokeren síðan leikurinn við Þjóðverja fór fram. Hann er einn af fáum leikmönnum ís- lenska liðsins sem hefur spil- að fast með sínu liði og ætti því að vera í góðu leikformi á laugardaginn. Gengi Lokeren hefur hins vegar verið afleitt að undanförnu sem getur varla haft góð áhrif á sjálfstraustið hjá Arn- ari. Arnar Grétarsson, miðja, Lokeren Arnar Grétarsson hefur verið fastamaður í liði Lokeren á þessu tímabili og skoraði mark um helgina þegar liðið tapaði enn einum leiknum í belgísku deildinni, nú gegn Genk, 3-1. Hann er einn af fáum miðjumönnum liðsins sem er að spila reglulega og það kæmi því ekki á óvart að hann fengi tækifæri í leikn- um á laugardaginn, sérstak- lega í Ijósi þess að Jóhannes Karl er í banni. Hjálmar Jónsson, vörn/miðja, Gautaborg Hjámar Jónsson hefurverið að festa sig í sessi í byrjunar- liði Gautaborgar í undan- förnum leikjum. Hann spilaði allan leikinn gegn Hammarby í gærkvöld og hefur spilað alla leiki liðs- ins síðan landsleikurinn gegn Þjóðverjum fór fram. Hjálmar hefur fengið góða dóma fyrir sinn leik í sænsk- um dagblöðum og ætti að mæta með sjálfstraustið í lagi í leikinn. Marel Baldvinsson, sókn Lokeren Marel Baldvinsson hefur að stærstum hluta átt fast sæti í liði Lokeren á þessu tímabili. Hann hefur verið að spila á vinstri kantinum en ekki enn tekist að skora. Líkt og fé- lagar hans hjá Lokeren þá er hann þó einn af fáum leik- mönnum sem er að spila fast hjá sínu liði. Marel er einn af þeim sem koma til greina til að leysa Heiðar Helguson af hólmi íframlín- unni gegn Þjóðverjum. Ríkharður Daðason, sókn, Frederikstad Ríkharður Daðason hefur fundið líf í knattspyrnunni eftir að hann yfirgaf Lille- strom og gekk til liðs við 1. deildarliðið Frederikstad. Hann hefur spilað fimm síð- ustu leiki liðsins og skorað í þeim þrjú mörk. (fjórum síð- ustu spilaði hann heilar níu- tíu mínútur og skoraði með- al annars tvö mörk um næst- síðustu helgi. Ríkharður er óðum að komast í leikform og ætti að geta hjálpað til. Þórður Guðjónsson, miðja, Bochum Þórður hefur líkt og Bjarni bróðir hans átt í erfiðleikum með að eignast fast sæti í liði Bochum á þessari leiktíð. Hann byrjaði inn á í tveimur leikjum Bochum í septem- bermánuði og kom einu sinni inn á sem varamaður en sat á varamannabekknum all- an tímann á laugardaginn. Þórður hefur þó verið í fínu formi fyrir landsliðið að und- anförnu og því ástæðulaust að hafa áhyggjur. Eiður Smári Guðjohnsen, sókn, Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili nú um helgina en það hafa skipst á skin og skúrir hjá Eiði Smára í vetur enda samkeppnin um framherjastöður hjá liðinu meiri en gengur og gerist. Eiður Smári hefur spilað tvo leiki síðan landsleikurinn við Þjóðverja var spilaður og staðið sig mjög vel í þeim. r Tryggvi og Gylfi duttu út þegar Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvins- son og Logi Ólafsson völdu í gærkvöld tuttugu manna hóp fyrir landsleikinn gegn Þjóðverjum á laugardaginn. Þrjár breytingar eru á hópnum frá því í síðasta leik gegn Þjóðverjum á Laugardals- velli en þeir Hjálmar Jónsson, Ríkharður Daðason og Bjarni Guðjónsson koma inn í hópinn fyrir Lárus Orra Sigurðsson og Heiðar Helguson sem eru meiddir og Jó- hannes Karl Guðjónsson sem er í leikbanni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.