Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2003, Blaðsíða 30
V 30 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÚBER 2003 Rio mætti ekki í lyfjapróf Kiddi bestur KNATTSPYRNA: Kristinn Jak- obsson var valinn besti dómari m ársins í lokahófi knattspyrnu- manna á Broadway um helg- ina. Þetta er í fimmta sinn á síðustu sex árum sem Kristni hlotnast þessi heiður en alls hefur þessi nafnbót fallið hon- um í skaut sjö sinnum. Árin 1994,1996,1998,1999,2000, 2001 og 2003. KNATTSPYRNA: Sven-Göran Eriksson, landsliðseinvaldur Englendinga, mun ekki til- kynna leikmannahóp sinn fyrir Tyrkjaleikinn fyrr en (dag en hann frestaði því á elleftu stundu í gær. Ástæðan er talin sú að Rio Ferdinand skilaði sér ekki í lyfjapróf á dögunum og hefur fyrir vikið verið kallaður á teppið hjá enska knattspyrnu- sambandinu. Ferdinand segir að hann hafi ekki sleppt próf- inu viljandi heldur hafi hann gleymt að taka það og tekið annað á innan við 48 tímum sem hann stóðst. Hann hefur ekki enn verið kærður en þarf að mæta á fund hjá knatt- spyrnusambandinu í næstu viku. Hámarksrefsing við að sleppa lyfjaprófi er 2 ára bann. MISTÖK: Rio segist hafa gleymt að mæta í lyfjapróf. Collina dæmir KNATTSPYRNA: Þaðverður væntanlega ekkert vandamál með dómgæsluna í leikTyrk- lands og Englands í Istanbúl um næstu helgi því (talinn öfl- ugi, Pierluigi Collina, verður með flautuna. Daninn Kim Milton Nielsen átti upphaflega að dæma leikinn en hann dró sig í hlé vegna meiðsla og þá var Collina settur á leikinn. ÖFLUGUR: Collina stýrir umferð- inni í Istanbúl um næstu helgi. þótthann hafípantað hótelherbergið í hópnauðgunarmálinu Það dró til tíðinda í hópnauðg- unarmálinu svokailaða í Bret- landi um helgina þegar maður að nafni Nicholas Meikle steig * fram fyrir skjöldu og játaði að hann hefði sængað hjá stúlk- unni sem kærði hina meintu hópnauðgun. Meikle sagði einnig að slíkt hið sama hefði gert einn leikmaður Chelsea og einn leikmaður annars úrvals- deildarliðs. Hann segir að það hafi þó verið allt með vilja stúlkunnar. Hann greindi einnig frá því að Kieron Dyer, leikmaður Newcastle, hefði bókað hótelherbergið þar sem hin meinta nauðgun fór fram en sagði að Dyer hefði verið fjar- verandi og hefði í raun aldrei séð stúlkuna sem er 17 ára. Tals- menn stúlkunnar hafa svarað yfirlýsingum Meikle fullum hálsi og segja hann fara með rangt mál og leggja áherslu á að stúlkan muni leita réttlætisins alla leið. Eins og áður segir var það Meikle, sem er ekki knattspyrnu- maður heldur vinur þeirra knatt- spyrnumanna sem eru ákærðir í málinu, sem greindi fyrstur manna frá afstöðu þeirra sem ákærðir eru um helgina. „Það segja allir að enskur lands- liðsmaður hafi átt hlut að máli. Ki- eron Dyer gerði ekkert rangt og var heldur ekki á hótelinu þann tíma sem stúlkan var þar. Ég vorkenni honum því hann hefur ekkert með þetta mál að gera," sagði Meikle við breska fjölmiðla um helgina. Hann segist hafa verið á barnum Funky Buddha þegar stúlkan hafi gert sér dælt við hann og félaga hans frá Chelsea. Það hafi síðan verið hann sem bauð henni upp á hótelherbergi. Þar segir Meikle að ekkert hafi átt sér stað sem var ekki með samþykki þeirra sem þar voru. Hann segir að stúlkan hafi síðar boðist til þess að nudda á þeim bakið fyrir svefninn og að hún hafi svo soflð í herberginu hjá þeim og snætt með þeim morgunmat áður en hún hélt heim á leið. Bull og vitleysa Talsmenn ungu stúlkunnar voru fljótir að bregðast við þessum yfir- lýsingum Meikle og sagði í yflrlýs- ingu frá stúlkunni að henni væri misboðið að leikmennirnir gæfu í skyn að hún hefði viljað taka þátt í hópkynlífi. „Hún samþykkti að sofa hjá ein- um manni og það er allt. Hún grét er hún sá hvað var sagt um hana í blöðunum og hún er ákveðnari en áður fyrir vikið að fá réttlætinu full- nægt. Það er það eina sem hún bið- ur um,“ sagði Max Clifford sem er talsmaður stúlkunnar. henry@dv.is Ferillinn á enda? Hilmar Þórlindsson fær úrskurð í næstu viku Handknattleiksmaðurinn Hilmar Þórlindsson kemst að því í næstu viku hvort hann þarf að leggja skóna á hilluna eður ei þar sem meiðsli hans gætu verið alvarlegri en í fyrstu var talið. Fastlega var búist við því að Hilmar yrði klár í slaginn fljótlega eftir 5 áramót en nýjustu rannsóknir hafa leitt í Ijós að vandinn gæti verið mun meiri. „Upphaflega rifnaði vöðvi aftan í lærinu og svo þegar meiðslin voru skoðuð frekar kom í ljós að hugsanlega hefði taug slitnað lfka. Ef svo reynist vera þá er ferillinn á ? enda hjá mér. Það er ekki miklu flóknara en það,“ sagði Hilmar í samtali við DV Sport í gær en hann er ekkert að leggjast í neitt svartnætti enda ekkert komið í hreint í þessum málum. „Ég fer og hitti taugasérfræðing á mánudag og niðurstöður frá honum ættu að liggja fyrir á mið- vikudeginum. Það þýðir ekkert að hella sér í neitt þunglyndi heldur bara að bíða rólegur og vona það besta. Ég er búinn að vera meidd- ur ansi lengi og var farinn að hlakka til að byrja með félögum mínum á Nesinu á nýjan leik og að sjálfsögðu yrði það mikið áfall fyrir mig ef ég gæti ekki leikið handbolta aftur - enda maður á besta aldri,“ sagði Hilmar Þórlindsson léttur í bragði. henry@dv.is Unglingarnir græða á meistaradeildinni Félög í efstu deild2001 fengu pening til unglingastarfsins í gær Knattspyrnusamband íslands, KSÍ, afhenti í gær þeim tíu fé- lögum sem léku í efstu deild árið 2001 framlag frá Knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA, að fjárhæð 1,6 milljónir króna vegna meistaradeildar- innar. Peningarnir eru ætlaðir til þess að efla barna- og ung- lingastarfið hjá félögunum. Þetta er ekki í fýrsta skipti sem þetta er gert en UEFA gefur árlega hluta af þeim gríðarlega tekjum sem þeir hafa af Meistaradeild Evrópu til allra aðildarlanda sinna. Félögin sem njóta góðs af þessu framlagi í ár eru ÍA, IBV, FH, Grindavík, Fylkir, Keflavík, KR, Fram, Valur og Breiðablik. UEFA setur ákveðin skilyrði íyr- ir greiðslu til félags og verður við- komandi félag til að mynda að vera með unglingastarf fyrir 12 ára og eldri og allt verður að fara í gegnum KSÍ sem síðan þarf að sjá tU þess að greiðslunni sé rétt varið og síðan gefa UEFA skýrslu um að svo hafi verið. „Meðal þess sem KSÍ leggur áherslu á er fjölgun iðkenda og fjölgun menntaðra þjálfara KSÍ setur síðan ákveðnar kvaðir á þau aðildarfélög sem hljóta greiðslu hverju sinni. Meðal þess sem KSf leggur áherlsu á er fjölg- un iðkenda og fjölgun menntaðra þjálfara. Þá geta félögin staðið fyr- ir nýjum þáttum í barna- og ung- lingastarfi sfnu. Til dæmis með námskeiðum eða knattspyrnu- skólum. henry&dv.is PENINGAMASKfNA: Meistaradeildin gefur af sér mikinn pening og íslensk ungmenni eru meðal þeirra sem njóta góðs af. Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, lyftir hér sigurlaununum í keppnirini í maí síðastliðnum. Reuters H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.