Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 10
1 0 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Mæðrastyrksnefnd minntist ekki á bókaskrif þegar sótt var um milljónastyrk til Alþingis þó formaðurinn fyrrverandi viðurkenni að upphæðin hafi öll verið ætluð í ritun sögu nefndarinnar. Sagt var að féð ætti að renna til reksturs skrifstofu og launa gjaldkera. Esjan gulls ígildi Útsýni er tugmilljóna króna virði samkvæmt niðurstöðum Sigurðar Jóhannessonar í tímaritinu Vísbendingu. Þar reiknar Sigurður út að uppsett íbúðaver.ð í Reykjavík hækkar um heil níu prósent ef útsýni eryfir Esjunnar. Verðið hækkar minna ef útsýni er út á haf eða einungis fimm prósent. Samanlagt eykur Esjan því verðgildi íbúða í Reykjavík um 350 - 800 milljónir króna. Herra ísland í kvöld Herra ísland 2003 verð- ur valinn á Broadway í kvöld. „18 stæltir strákar keppa að þessu sinni um titilinn og munu þeir koma fram í tískusýningum frá NEXT Kringlunni og í OROBLU undirfatnaði," segir í tilkynningu frá keppninni. Dansarar krydda atriði strákanna og einnig skemmtir tónlistarfólkið Hera, Einar Ágúst og Gunn- ar Óla milli atriða strák- anna. Yesmine Olsson sér um útlit keppninnar í ár. Gamlir greiði matarsendingar Félagsmálaráð Akraness hefur samþykkt að hækka þóknun til bílstjóra í bænum sem keyrt hefur út matarbakka til öryrkja og aldraðra íbúa bæjarins. Til að mæta þessum aukaútgjöldum leggur félagsmálaráðið til að bæjarstjórnin samþykki að rukka þá sem taka við matarbökkunum um hundrað krónur á dag upp í kostnað fyrir heimsendinguna. Löggan flytur Vegna breytinga á fyrir- komulagi tæknirannsókna af hálfu lögreglunnar var 1 il I\l 111 11 IIU lögreglunnar flutt úr húsi il * ríkislögreglu-stjóra í hús 3| lögreglunnar í Reykjavík. Við þessar IB breytingar færast tiltek- in verkefni frá ríkislögreglu- stjóranum til lögreglustjór- ans í Reykjavík, sem mun eftirleiðis hafa með hönd- um allar vettvangs- og sam- anburðarrannsóknir. Tæknistofa ríkislögreglu- stjóra mun áfram hafa með höndum viðfangsefni sem snúa að erlendu samstarfi og eftirliti. *J#nd* Í51 3360 5:551 3360 ^S* B6 ÁsgeröurJóna Flosadóttir Fyrrverandi formaður MæÖrastyrksnefndar segir 2 milljóna króna styrk frá Alþingi alltdf hafa verið ætlaðan i ritun sögubókar um nefndlna sjálfa enda eigi nefndin alveg nóga peninga irekst- ursinn. Alþingi afvenaleitt með styrkneiðni „Þetta var bara leið hjá mér til að fjármagna þessa útgáfu sem er mjög merkileg saga þó svo formenn aðildarfélaganna hafl barist gegn því eins og þær gátu," segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, fyrr- verandi formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavík- ur sem fékk 2 milljóna króna rekstrarstyrk á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá fjárlaganefnd Al- þingis er ekki minnst einu orði á bókaskrif í 3 millj- óna króna styrkbeiðni Mæðrastyrksnefndar: „Nefndin býr við fastan kostnað ár hvert, rekst- ur húsnæðis, fasteignagjöld og laun til gjaldkera. Nefndarkonur koma ekki nálægt fjármálum nefndarinnar. Nefndin hefur undanfarin ár ráðið gjaldkera utan nefndarinnar sem einn hefur pró- kúru á reikninga nefndarinnar," segir hún um ástæðu styrkbeiðninnar sem dagsett er 20. nóv- ember í fyrra. „Þetta var eyrnamerkt frá Alþingi sem rekstrar- fé. Þessum fjármunum er vel varið í ritun sögu Mæðrastyrksnefndar sem síðan myndi skila ágóða sem síðar yrði hægt að nota í þágu þeirra sem þurfa," segir Ásgerður. Hefði styrkurinn verið ætlaður til bókaskrifa hefði hann að sögn ritara hjá fjárlaganefnd heyrt undir menntamálaráðuneytið í fjárlagafrumvarp- inu en ekki félagsmálaráðuneytið eins og raunin var. Milljónirnar tvær frá Alþingi voru lagðar í bóka- sjóð sem fjármagnar skrif um sögu nefndarinnar. „Þessum fjármunum er vel varið íritun sögu Mæðra- styrksnefndar." Aðspurð segir Ásgerður styrkinn „að sjálf- sögðu" allan tímann hafa verið ætlaðan í bókina: „Mæðrastyrksnefhd á alveg nóga peninga í rekst- urinn og hefur alveg nóg fé handa á milli," útskýr- ir hún og bætir við að stjórn nefndarinnar hafi samþykkt að nota Alþingisstyrkinn í bókarskrifin. Ekki náðist í gær í Magnús Stefánsson, for- mann fjárlaganefndar Alþingis. gar@dv.is Lögmaður André Bachman segir gagn- kvæman vilja til sátta í söfnunardeilu Ætlar Mæðrastyrks- nefnd að safna fyrir þurfandi? „Nú á Mæðrastyrksnefnd að ákveða hvort þær taka þátt í því áfram að safna fjármunum handa þurfandi fólki eða ekki," segir Hall- dór Bachman, lögmaður André Bachmans tónlistarmanns. André er verkefnisstjóri og ábyrgðarmaður fjáröflunarverkefn- isins Betri tíma sem á að skila tekjum til Mæðrastyrksnefhdar Reykjavflcur og Fjölskylduhjálpar íslands með sölu samnefnds geisladisks. Fyrir vinnu sína á André að fá 14% hagn- aðarins. Deilur eru um rekstur, sjóði og bókhald verkefnisins. Fulltrúar Mæðrastyrksnefndar hittu í gær André hjá Halldóri lögmanni hans: „Allt bókhald verkefnisins lá hér á fundarborðinu. Þær báðu sérstak- lega um nokkur gögn, meðal annars fjárhagsáætlunina og fengu hana," segir Halldór. Halldór segir sér ekki heimilt að upplýsa áætlaðan kostaað og tekjur. Hann vill heldur ekki upplýsa hversu mikið fé hefur safhast nú pegar. Það fari þó langt með að dekka allan kostnað. „Ég get sagt að áætlunin ger'ði ráð fyrir umtalsverðum hagnaði. Þetta verkefni verður vonandi klárað en það er á mjög viðkvæmum tíma- punkti núna," segir hann. Hvað snertir aðgang Mæðra- Þorbjörg Inga Jónsdóttir, t.h. gekk á fund André Bachman í gær. Lögmaður Mæðrastyrksnefndar fékk í gær að skoða gögn sem André Bachman, verkefnisstjóri söfnunarinnar Betra lífs, lagði fram á fundi hjá lögmanni hans igær. Ekki náðist tal afhenni eftir fundinn. styrksnefndar að umdeildum banka- reikningi söfhunarinnar segir Hall- dór nefndina alltaf hafa haft fullan aðgang að reikningum. Það stangast þó á við fyrri fullyrðingar Þorbjargar Ingu Jónsdóttur, lögmanns nefndar- innar. „Aðilar skildu mjög sáttir og það er gagnkvæmur vilji til þess að halda verkefhinu áfram og vinna ötullega að því að safna fé fyrir skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar," segir Halldór. Ekki náðist í fulltrúa Mæðra- styrksnefndar sem eftír fundinn í gær ræddu næstu skref sfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.