Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Rússar íhuga kofaþyrpingu Byggingarfulltrúinn í Reykjavík bíður nú við- bragða rússneska sendi- ráðsins vegna athuga- semda embættisins við skúraþyrpingu sem Rúss- arnir hafa reist á lóð sinni við Garðastræti. Rússarnir hafa byggt kofana úr ýmsum afgangs- efnum og án þess að sækja um tilskilin leyfi. Starfsmaður byggingar- fulltrúans hefur þegar átt einn fund með sendiráðs- fólki. Sú skýringin var gefin embættinu að skúrarnir geymi efni sem notað sé vegna yfirstandandi við- haldsverka í sendiráðinu. Byggingarfulltrúi á von á að sendiráðið hafi innan tíðar samband við emb- ættið vegna framhalds málsins. Stærðfræði- kennsla ekki aðversna Fræðslumiðstöð Reykja- víkur hefur geflð út að ekk- ert bendi til þess að stærð- fræðikunnátta á fslandi sé að versna. Alþjóðlegar sam- anburðarkannanir bendi til þess að hún fari frekar batnandi heldur en hitt. Fétilhöfuðs morðingjum Bandaríkjastjóm hefur sett aftur af stað herferð til að hafa hendur í hári þeirra sem bám ábyrgð á þjóðar- morðum í Rúanda árið 1994. Fimm milljónum dollara er heitið fyrir upp- lýsingar sem leiða til hand- töku þeirra. Þegar hafa lof- orð um verðlaunafé leitt til handtöku fjögurra manna sem vom eftirlýstir en tíu ganga enn lausir. Áætlað er að 800 þúsund menn af Tútsí-ættbálknum hafi fall- ið í Rúanda í 100 daga átök- um sem vart er hægt að líkja við annað en slátmn. Ámóti fjöldatak- mörkunum Stúdentaráð hafnar öll- um hugmyndum um upp- töku skólagjalda við Há- skóla íslands og leggst einnig gegn almennum fjöldatakmörkunum sem lausn á fjárhagsvanda skól- ans. Fjölnir Þorgeirsson hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og tollsvik þegar hann flutti sjö Grand Cherokee jeppa til landsins frá Kanada. Lykilvitni í málinu eru búsett í Kanada. Fjölnir segir toHstjóra hafa miðað við alltofhátt verð þegar aðflutningsgjöldin voru áætluð. ísama viðtali segist hann hafa kært áætl- un tollstjóra sem hafi kært sig á móti fyrir svindl. Ákærður fyrir fjárdrátt og tollsvik Réttarhöldum yfirFjölni Þorgeirssyni hefur verið frestað. Dómari I málinu þarfað ákveða hvort hann leyfir vitna- leiðslur i gegnum sima. Verjandi hafnar Réttarhöldum í máli ríkislögreglustjóra gegn Fjölni Þorgeirssyni var frestað í gær. Verjandi Fjölnis, Sveinn Andri Sveinsson, hafnaði fyrir hönd skjólstæðings síns að notaður yrði sími eða fjarfundabúnaður til að ræða við lykilvitni sem búsett eru í Kanada. Fjölnir er ákærður fyrir að hafa reynt að koma sér hjá því að greiða 3,5 milljónir í aðflutnings- gjöld vegna innflutnings á sjö Grand Cherokee jeppum frá Kanada hingað til lands árið 1999. Fjölnir er sagður stjórnandi fyrirtækisins World Wide-ísland á þessum tíma. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa dregið sér 2,4 milljónir króna frá manni sem hugðist kaupa af honum bíl. Sá mun hafa dregið kæruna til baka en ríkislögreglustjóri heldur henni til streitu. í ákærunni er Fjölni meðal annars gefið að sök að hafa fengið seljanda bflanna til að gefa út tvenns konar reikninga; annars vegar háfi verið reikningar upp á um 35 þúsund Kanadadollara fyrir hvern bfl, en raunverulegt kaupverð þeirra hafi hins vegar verið um 47 þúsund Kana- dadollarar. Fjölnir neitar sök í málinu. Beint og milli- liðalaust Fjölnir sagði við DV í sumar að hann hefði einvörðungu verið millligöngumaður og að „mjög þekkt fólk í þjóðfélaginu" hefði beðið hann að sækja bflana. Umboð fyrir Cherokee bfla hefði enda ekki verið lengur starfandi á þeim tíma. Hann segir tollstjóra hafa miðað við alltof hátt verð þegar aðflutningsgjöldin voru áætluð. í sama viðtali segist Fjölnir hafa kært áætlun tollstjóra hann hafi kært sig á móti fyrir svindl. Sveinn Andri Sveinsson lög- maður sagði í samtali við DV að það væri óviðunandi að geta ekki talað beint og milliliða- laust við lykilvitni í málinu. Hann setti fram kröfu í gær þess efnis að annað hvort kæmu vimin frá Kanada eða þeim yrði sleppt. Dómari fellir úrskurð í málinu síðar í dag. Hver sem niðurstaða dómara verður þykir lfldegt að úrskurðinum verði áfiýjað til Hæstaréttar. arndis@dv.is „Sæll, litli tittur,“ varð upphaf slagsmála tveggja gamalla félaga: Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir Iíkamsárás á veitingahúsinu Glaumbar. Atvikið átt sér stað á kaflasnyrtingu veitinga- hússins í ágúst 2001 þar sem ákærði hitti gamlan skólafélaga sinn. Þeir munu hafa verið góðir kunningjar á árum áður en stirt var á milli þeirra þegar þeir hittust. Ákærði viður- kenndi að hafa heilsað félaganum með orðunum „sæll, litli tittur". Sjónarvottar greindu síðan frá því að mennirnir hefðu byrjað að rífast og ýta hvor við öðrum. Hvorugur hefði verið með neitt í höndunum en ákærði hefði, þegar á leið, gripið bjórkönnu og slegið fórnarlambið í höfuðið. Fórnarlambið skarst illa í andliti og þurfti að sauma 32 spor. Ákærði neitar sök í málinu og hafnar því að hann hafi átt upptök að slagsmálunum. Sjálfur skarst hann illa á hendi. Hann var engu að sfður sakfelldur fyrir líkamsárás en það er metið honum til bóta að hann hefur snúið til betra lífs og farið í áfengis- meðferð. Hann var auk þess dæmdur til að greiða fómarlambinu rúmar 360 þúsund krónur í miskabætur. Slagsmál á Glaumbar Gamlir skólafélagar slógust á klósettinu. Annar hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.