Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Kvikmyndasamsteypa íslands, fyrirtæki Friðriks Þórs Friðrikssonar, er komið í greiðslustöðvun. Ástæðan er fyrst og fremst aðrar myndir en ræmurnar sem Frið- rik Þór hefur gert. Hann malar gull en hefur tapað miklu á myndum eftir aðra. Ætlar samt ekki að gefast upp og kennir engum um nema sér sjálfum. siálfum að „Ég fór fram á greiðslustöðvun sjálfur til að ná ffam endurskipulagningu á fyrirtækinu," segir Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri þegar spurt er hvort Kvikmynda- samsteypan sé að fara á hausinn. „Við erum að fara út í miklar framkvæmdir og ég verð bara að laga þetta. Þetta er mér sjálfum að kenna og nú ætla ég að fá inn innlenda eða erlenda fjárfesta og hafa þennan rekstur í lagi. Ég eyði alltof miklum tíma í að reka þetta fyrirtæki í stað þess að leikstýra bara og mala gull.“ Það er líka nauðsynlegt fyrir Steypuna, eins og hún er kölluð, að koma þessu í lag áður en þeir fara að fram- leiða Óvinafagnað. En það er stórmynd sem Friðrik Þór ætlar að gera á ensku. „Við erum að leita að Hollywoodstjörnu núna. Evr- ópsku stjörnurnar eru komnar. En það eru allir útlend- ingar löngu hættir að leggja peninga í íslenskar myndir á íslensku eins og gekk nú mjög vel hérna á tímum Barna náttúrunnar. Þetta er liðin tíð,“ segir Friðrik en í dag er Kvikmyndasamsteypan líka rekin öðruvísi en þá. Nú er stofnað sér fyrirtæki um hverja mynd og eru einmitt tvö slík líka komin í greiðslustöðvun; fyrirtækin Regfna og Fálkar. „Áður voru allar myndir gerðar af Kvikmyndasam- steypunni en ekki stofnuð sér fyrirtæki utan um mynd- imar,“ útskýrir Friðrik en það er einmitt ástæðan fyrir því að reksturinn er flók- inn og mjög erfiður augnablikinu. Friðrik hefur nefnilega verið iðinn við að gera myndir eftir annað fólk og min ekki að þeirra hafi skilað aurum í kassann sem er annað en hægt er að segja um hans mynd- ir, fyrir utan kannski Fálka. En ferðu sjálf- ur á hausinn ef þetta fer á versta veg? „Já. Ég er í ákveðn- um ábyrgðum og ef allt fer á versta veg er ég í frekar slæmum málum. En ég æda auðvitað að bjarga þessu og laga. Því ég hætti aldrei í kvikmyndagerð." Vítamín gegn hárlosi Sigríður Pétursdóttir spyr: Kötturinn minn, sem er venjuleg- ur heimilisköttur, fer stöðugt úr hár- um. Ég hef oft prófað að skipta um fóður hjá honum, en ekkert dugar. Ég hef geflð honum ýmis steinefni og vítamín til að prófa að stöðva hárlos- ið. Það hefur ekki heldur virkað. Hvað ráðleggur þú mér að gera til að stöðva þetta, áður en ég gefst upp? Guðbjörg svarar: „Oft þarf að flnna rétta fóðrið fyr- ir köttinn. Til er fóður sem er sér- staklega gert til að hjálpa gegn hár- losi. Oft hjálpar að koma með kött- inn til dýralæknis og fá vítamín- sprautu og leiðbeiningar um fóður. Hægt er að fá ákveðnar fltusýrur í hylkjum, kallaðar Viacutin; fjögurra vikna kúr sem getur hjálpað líka." Spatt í hrossum Guðmundur Sigurðsson spyr: „Ég hef áhyggjur af sjúkdómnum Dýralæknir Guðbjörg Þorvarðardóttir spatti sem finnst í hrossum. Mér er sagt að einkenni sjúkdómsins komi ekki fram fyrr en hrossin verða þriggja til fjögurra vetra. Er einhver leið að greina fyrr hvort hrossið ber þennan sjúkdóm? Hvernig er hann meðhöndlaður?" Guðbjörg svarar: „Oftast koma klínisk einkenni af spatti ekki fram fyrr en hestar eldast, oft eftir 10 vetra aldur. Oft er hægt að sjá breytingar í liðum í hækli með röntgenmyndum og þá fyrr en ein- kenni koma fram í gangi hestsins. Það kemur fyrir að á röntgen sjáist breytingar hjá ungum hestum þótt engin einkenni komi fram hjá hest- inum, en er líklegt til að koma fram seinna. Reynt hefur verið að með- höndla með lyfjum í liðina og einnig að skrapa vefi utan á liðum eða bora í liðina. Allt er þetta gert til að reyna að festa liðina svo sársauki minnki hjá hestinum. Árangur af þessum aðgerðum hefur verið mismunandi góður." Lesendur DV geta sent spuming- ar til Guðbjargar dýralæknis á net- fangið ritstjom@dv.is. Kvikmyndir Kvikmynda- samsteypunnar 1984 Kúrekar Norðursins: Leikstjóri: Friðrik Þór. Aðalhlut- verk: Hall- börn Hjart- arson, Johnny King, Týrol og fleiri 1985 Hringurinn Leikstjóri: Friðrik Þór Aðalhlutverk:Þjóðvegurinn 1987 Skytturnar Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson Aðalhlutverk: Þórarinn Þórarinsson, Eggert Guðmundsson 1991 Börn náttúrunnar Leikstjóri: Friðrik Þór Frið- riksson Aðalhlutverk: Gísli Hall- dórsson, Sigríður Hagalín, Bruno Ganz 1992 Veggfóður Leikstjóri: Júlíus Kemp Aðalhlut- verk: Baltasar Kormákur, Steinn Ármann Magnússon, Ingibjörg Stefáns- dóttir 1994 Bíódagar Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson Aðalhlutverk: ÖrvarJens Arnarsson, Rúrik Haralds- son, Sigrún Hjálmtýs- dóttir 1995 Einkalíf Leikstjóri: Þráinn Bertelsson Aðalhlutverk: Gottskálk Dagur Sigurðsson, Dóra Takefusa, Ólafur Egilsson Tears of Stone - Tár úr steini Leikstjóri: Hilmar Oddsson Aðalhlut- verk: Ingrid Andree, Bergþóra Aradóttir, Heinz Bennent 1996 Djöflaeyjan Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson Aðalhlutverk: Baltasar Kormákur, Gfsli Halldórs- son, Sigurveig Jónsdóttir 1997 Perlur og svín Leikstjóri: Óskar Jónasson Aðalhlutverk: Ólafia Hrónn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Ólafur Darri Ólafsson María Leikstjóri: Einar Heimísson Aðalhlutverk: Barbara Auer, Monika Bleibtreu, Helga Jónsdóttir, Arnar Jónsson, Gundula Köst- er, Rudolf Kowalski, Hinrik Ólafsson 1999 Stikkfrf Leikstjóri: Ari Kristinsson Aðalhlutverk: Bergþóra Aradóttir, Freydís Kristó- fersdóttir 2000 Englar Alheimsins Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason, Björn Jör- undur Fridðjörnsson fkingut Leikstjóri; Gisli Snær Erlingsson Aðalhlutverk:Hjaiti Rúnar Jónsson, HansTittus Nakinge, Pálmi Gestsson Myrkradansarinn Leikstjóri: Lars von Trier Aðalhlutverk: Björk, Catherine Deneuve, David Morse, Peter Stormare Myrkrahöfðinginn Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson Aðalhlutverk: Hilmir Snær Guðnason, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Hallgrímur H. Helgason, Benedikt Árnason 2001 Monster Leikstjóri: Hal Hartley Aðalhlutverk: Sarah Polley, Robert John Burke, Helen Mirren, Julie Christie Regfna Leikstjóri: María Sigurðardóttir Aðalhlutverk: Sigurbjörg Alma fngólfsdóttir, Benedikt Clausen, Baltasar Kormákur, Halldóra Geirharðsdóttir 2002 Fálkar Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson Aðalhlutverk: Keith Carradine, Margrét Vil- hjálmsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.