Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 19
DV Fókus FIMMTUDAGUR 20. NÚVEMBER 2003 1 9 Það er algengt að popparar sendi einhverjum tóninn 1 lögum sínum. Meðal þekktustu dæma um þetta er lagið „How Do You Sleep?“ þar sem Lennon ræðst gegn Paul McCartney fyrir að hafa hætt í Bítlunum með sendingum eins og „The Only Thing You Did Was Yesterday“ og Sex Pistols-lagið „EMI“, þar sem þeir ná sér niðri á útgáfufyrirtækinu sem rak þá. íslenskir lagahöfundar hafa líka verið óragir við að beita þessu vopni, eins og dæmin sanna. Hefndin er mikill drifkraftur. Þegar Papillion var spurður hvað héldi honum gangandi í svartholinu á Djöflaeyju svaraði hann: „Tilhugsunin um að rífa tunguna úr dómaranum sem að sendi mig hingað." En fleiri en sakamenn í lífstíðarfangelsi hafa ræktað draumin um hefnd, eins og má sjá ýmis dæmi um í íslensku stjórnmála- og viðskiptah'fi, sem virð- ist stundum eins og stjórnist af litlu öðru. Og listamenn eru ekki lausir við hefnigirni heldur. „Ég sé þig í næstu bók," var William Faulkner vanur að segja þegar einhver gerði eitthvað mikið á hans hlut, og átti þá við að sá hinn sami myndi hljóta slæma útreið í skáldverkinu. Menn nota þau vopn sem fyrir hendi eru, og fyrir listamanninn liggur beint við að ráðast gegn andstæðingum í verkum sínum. íslenskir popparar hafa ekki verið neinir eftirbátar erlendra kollega sinna þó skotin hafi rist misdjúpt. Maus: Nánast ólöglegt Maus voru með útgáfusamning hjá Steinari þegar Skífan tók við fyrirtækinu. Þeir gáfu út plötuna í þessi sekúndubrot sem ég flýt undir hennar merkjum en voru ekki sáttir við afgreiðslu mála hjá Skífunni, sem margir vilja meina að hafi gefið listamönn- um talsvert minna svigrúm en áður þekktist. Þeir reyndu að losna undan samningnum, en tvær plötur voru eftir af honum, og tókst þeim ekki að losna íyrr en eftir mikið stapp. Þeir gáfu svo Skífunni tóninn í laginu Nánast ólöglegt, sem gefið var út á smáskífu í 100 eintökum með heimatilbúinni kápu tii að undirstrika að þeir væru engum háðir. Lagið inniheldur línur eins og „Finn hvemig lygi mótast á steinvörum.og hvernig þið sjáið allt í tölum og Skífu-ritum." Eiður Amarsson, útgáfustjóri Skífunnar, sendi Maus pirrings- póst, en sáttum var náð eftir að Birgir söngvari útskýrði lagið fyrir Skífúmönnum. Allt ku vera í himnalagi milli Birgis og Eiðs í dag, en Maus gefur nú út hjá Smekkleysu. Leoncie: Radio Rapist Indverska prinsessan kom í viðtal í útvarpsþátt Sigurjóns Kjartanssonar, og Sigurjón stóð í þeirri meiningu að vel hefði farið á með þeim. Leoncie var hins vegar ekki sama sinnis, og kallaði Sigurjón pöddu í blaðaviðtali skömmu síðar. Sigurjón brást við og samdi lag um prinsessuna í beinni útsendingu, og Leoncie svaraði fyrir sig með lögsókn. Norðurljósum var stefnt fyrir að vera með manninn í vinnu, en lögfræðingur Leoncie gafst upp á málinu og var það látið niður falla. Sigurjóni virtist borgið um sinn en var þó ekki enn óhultur, því skömmu síðar kom lagið Radio Rapist út, sem ku fjaila um út- varpsmanninn geðþekka. Sigurjón og Leoncie hafa ekki talast við sfðan, en þau mættust eitt sinn á göngum Norðurljósa, og gaf þá prinsessan útvarps- manninum kalt augnaráð. Hann segist þó enn einlægur aðdáandi hennar. Purrkur pillnikk: Til helvítis með ykkur Einar örn gerðist umboðsmaður Utangarðs- manna aðeins 17 ára gamall, og sá til þess að þeir héldu sig við efnið (og ekki bara efnin). Hann bók- aði þá á meira en hundrað tónleika fyrsta árið, allt uppi í átta tónleika á viku, og hljómsveitin sló ræki- lega í gegn. Menn hugðu á frekari sigra og túr var skipulagður um Norðurlöndin, þar sem heims- frægðin hlyti að vera á næsta leyti. Bandið fékk góða dóma en mætingin skilaði sér ekki. Svo illa voru þeir staddir fjárhagslega að þeir höfðu oft ekki efni á mat dögum saman, og hljómsveitin gafst á endanum upp og kom heim. Einar Örn var hins- vegar skilinn eftir í Skandinavíu. Þegar heim var komið samdi hann lagið „Til helvítis með ykkur“ um Utangarðsmenn. Lagið var þó samið í gríni, og slettist ekki upp á vinskapinn milli Einars og Utan- garðsmanna. „Leoncie var ekkisama sinnis, og kallaði Sigurjón pöddu í blaðavið- tali... Sigurjón brást við og samdi lag um prinsessuna og Leoncie svaraði fyrirsig með lögsókn.“ „Næsta plata (Valgeirs), Góðir áheyrendur, floppar. Stuðmenn glotta við tönn og sparka í liggj- andi mann með laginu Ofboðs- lega frægur." Stuðmenn: Ofboðslega frægur Valgeir Guðjónsson hætti í Stuðmönnum árið 1989, og komu deilur um peninga þar við sögu. Ári áður hafði hann gefið út met- söluplötuna Góðir íslendingar og spilað við góðar undirtektir í menntaskólum landsins og virtist jafnvel geta keppt við bandið í vinsældum, ásamt því að semja Eurovisionlagið Hægt og hljótt, sem hafnaði í 16. sætið með glæsibrag. En rétt eftir að hann hætt- ir tók hann þátt í Eurovision aftur, og sat uppi með núll stig. Þjóð- in tók honum fálega við heimkomuna og næsta plata, Góðir áheyrendur, floppar. Stuðmenn glotta við tönn og sparka í liggj- andi mann með laginu Ofboðslega frægur, sem ófáir hafa tekið sem skoti á Valgeir. Valgeir og Stuðmenn hafa ekki tekið neitt upp saman síðan 1988 en hann hefur tekið eitt og eitt lag með þeim á tónleikum. KK: Besti vinur þinn Fyrir rúmum tíu árum tókust tvö plötufyrirtæki á um yfirráð yfír íslenska markaðnum. Þau voru Steinar og Skífan, og framan af var Steinar sterkari aðilinn. Það var um þær mundir sem KK kom aftur heim eftir að hafa spil- að á götuhornum víðs vegar um Evrópu í mörg ár og tók upp plötuna Lucky One. Steinar gaf plötuna út og hún seldist ágætlega, en KK fékk vfst lítið að njóta góðs af því fjárhagslega. A næstu plötu, Bein leið, er að finna lagið „Besti vinur“ sem margir vilja meina að fjalli um Steinar Berg sjálfan: „Hann rukkar þig um milljón þó hann skuldi þér tvær." Platan var mest selda platan þau jól og KK hef- ur si'ðan verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi, en Steinar fór halloka á plötumarkaðinum og voru innlim- aðir í Skífuna og síðan lagðir niður. „Finn hvernig lygi mótastá steinvörum,og hvernig þið sjáið alltí tölum og Skífu-ritum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.