Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Keppendur kvöldsins eru meira en tilbúnir í slaginn eins og wj&' ur}: Jr; y & T Sverrir Kári Karlsson afhendir sprotann eftirsótta í kvöld: Hver verður ^ næsti herra ísland? „Þetta er búið að vera vinna í bland við skemmtun í margar vik- ur,“ sagði Elfn Gestsdóttir, fram- kvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Islands. „Strákarnir hafa farið í óvissuferð þar sem þeir fengu að kynnast sveitaiífinu að einhverju leyti. Þeir heimsóttu Bændaskólann á Hvanneyri og tóku sig vel út í íjós- inu. Stílisti keppninnar er Yesmine Olsson og hefur samstarf hennar og strákanna gengið betur en oft áður.“ Strákarnir hafa átt fuilt í fangi með að setja gel í hárið á sér sam- hliða brúnkukremum og öllu öðru sem tengist útlitinu. Dómnefnd keppninnar skipa Hrafnhildur Haf- steinsdóttir, ungfrú Island árið '95, Gunnar Þór, verslunarstjóri Next, Silja Allansdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Vesturlands, Björn Leifsson, eigandi World Class, og Elín Gestsdóttir. „í þessari keppni eru allar týpur af strákum og fullt af íþróttamönn- um og þeir eru á aldursbilinu 18-26 ára og eiga allir möguleika á að sigra," sagði Elín að lokum. Keppnin er sýnd beint á Stöð 2 og hefst út- sendingin kl. 22. Sextugur kynlífsfíkill Jerry Hall segir fyrverandi eig- inmann sinn, Sir Mick Jagger, þarfnast hjálpar vegna kvenna- mála sinna. Hún játaði í viðtali við Radio Times að rokkarinn þjáðist af ólæknandi losta. Hún sagðist enn elska hina sextugu rokk- stjörnu og sem einstæður maður væri hann frjáls í sínum kvenna- málum. Hall, sem er 47 ára, sagði: „Ég var alin þannig upp að ég vissi ekki hvernig það virkaði að vel væri komið fram við mig, sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég var gift Mick svona iengi. Ég reyndi virkUega í 25 ár. Ég hafði gríðar- lega þolinmæði gagnvart Jagger. Þjáistaf kvennamálum olæknandi losta. hans Qg hann fðr ekki leynt með þau. Hann þarfn- ast hjálpar." Ruth Reginalds þekkja flestir ís- lendingar frá því hún söng sig inn í Tvífarar hjörtu okkar fýrir yfir tuttugu árum. Frægðin fór ekki vel með Ruth, eins og lesa má í nýútkominni ævisögu hennar, en nú virðist hún vera kom- in aftur á beinu brautina. J.K. Row- ling var fyrir nokkrum árum blá- fátæk og ráðvillt en þegar hún datt niður á hugmyndina um Harry Pott- er breyttist það. Hún er nú ein rík- asta kona Bretlands og þótt víðar væri leitað. Rowling hefur ekki enn látið frægðina stíga sér til höfuðs þótt hún virðist eiga í sífellt meiri vandræðum með að klára bækurnar sínar. Bölvuð vandræði á þeim stöll- um, en á mismunandi stigum lífsins. Það er ekkert grín að vera rokkari í Reykja- vík og það þekkja meðlimir Vínyls og Mínuss örugglega betur en flestir aðrir. Tónleikahald og skemmtanalíf er dag- legt brauð og menn komast ekki upp með neinn kellingaskap. Það þurfti því ekki að Hggja lengi í þeim að skella sér á pöbb- arölt á miðviku- dagskvöldið í síðustu viku. Höskuldur Daði Magnússon blaða- maður og Pjetur Sig- urðsson Ijósmyndari fylgdu tveimur liðs- mönnum sveitanna eftir niður Laugaveg- inn og létu þá þamba nokkra bjóra á met- tíma. Happy hour-ið hafi dregið hann þangað, er fljótt staðfestur. „Ég er fastagestur." Þiö hafíð nú drukkið þá nokkra saman áður, ekki satt? „Jú, þetta er ekki í fyrsta skipti sem drekkum saman og alls ekki það síðasta," segir Gulli. „Ég myndi kalla þetta venjulegt miðvikudagskvöld hjá okkur," segir Krummi stoltur en bjórinn rennur ekkert ljúflega ofan í hann. „Ég er bú- inn að drekka svo mikinn bjór í gær og í dag að maginn í mér er að springa. Ég held við verð- um að fækka þessu niður í sex staði," segir Krummi og hugsar greini- lega um að bandið megi ekki sitja á hak- anum. Á meðan hefur Kiddi klárað bjórinn á fjórum mínútum. Næst er það Dillon, þar sem við fáum hlýlegar móttökur. Strákarnir heilsa upp á tónlistarmenn sem eru að stilla upp og Kiddi heimtar fyrsta bjórinn. „Ég er að drekka til að sanna mig fyrir móður minni, hún á pott- þétt eftir að lesa þetta," segir Kiddi. „Já, það er ekki nóg með að for- eldrar manns séu að reyna að henda manni í meðferð - þau eiga líka eftir að lesa þessa grein!" segir Krummi. „Jæja, er það ekki vodki á næsta stað?" spyr Gulli. „Er það ekki blush?" segir Kiddi, greinilega að komast í gott stuð, og þeir fara að tala um kvenlega drykki sem augljóslega eru þeim ekki að skapi. Krummi kallar á góða drykkjusögu frá bræðrunum en Kiddi þvertekur fyrir það; segir þá vera að reyna að bæta orðspor sitt. í góðu stuði á 22 Þeir Krummi í Mínus og Kiddi i Vlnyl voru orönir heitir og til í hvað sem var. „Hvernig eru reglurnar í þessu," spyrja bræðurnir Kiddi og Gulli í Vínyl þegar þeir ganga inn á IA Café í fylgd Þrastar bassaleikara í Mfnus. Þeim er þegar sagt að þeir eigi að drekka einn bjór á átta pöbbum nið- ur Laugaveginn og fái ekki nema fimm mínútur til þess að klára hvern bjór. „Flott, fáum við ekki bjórinn strax?" spyr Kiddi og kærir sig ekki um að bíða lengur eftir stjörnunni, Krumma söngvara Mfnuss. Við ákveðum að bíða ekki lengur og drengirnir koma sér fyrir í leðursófa- settinu á LA Café. Það er ekki að sök- um að spyrja; Kiddi tekur sér 50 sekúndur í að klára fýrsta bjórinn. „Djöf- ull er maður þyrstur," segir hann og glott- ir. „Ég er nú ekki í neinni keppni með þetta, ég er að fara að spila í kvöld," segir Þröst- ur. „Já, við tökum þetta bara eins og ólympíuleikana; bara að vera með," tekur Gulli undir. Krummi mætir fímm mínútum seinna og líst ekkert á reglurnar; ítrekar að þeir séu að fara að spila á tónleikum. Hann virkar líka hálf slappur og það á sér sína skýringu. „Þú hefðir átt að koma með okkur í gær, maður." Drengirnir rifja upp sögur af því þegar þeir duttu fyrst í það. „Ég datt fyrst í það þegar ég var þriggja ára," segir Þröstur og uppsker aðdáun viðstaddra, eða svona næstum því. Gulli segist hafa dottið fyrst í það á sveitaballi á Hólmavík - fór með vini sínum sem var að elta stelpu en sá var svo upptekinn í slagsmálum „að ég endaði með stelpunni." Kiddi segist hafa dott- ið fyrst í það á Þingvöllum en vill ekki tala mikið um það. Og Krummi segir sögur af fyrstu fylliríum sínum á Sel- tjarnarnesi. Bjórinn flæðir hratt og haldið er á næsta stað. Venjulegt miðvikudagskvöld hjá okkur „Þetta er lengsti bar í Reykjavík," segir barþjónninn á Langabar stolt- ur þegar við komum þangað inn. „Hérna erum við með Happy Hour á milli 5 og 7 alla daga með tvo bjóra á sexhundruð," bætirhann við. „Þetta er bara góður millitími hjá okkur," segir Kiddi þegar hann fær að heyra hvað klukkunni líður. „Ég var hérna í gær," segir Þröst- ur og grunur blaðamanns um að „Hvert ein

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.